Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 27 i ina við pí- anóflutning- ana og þungu stykkin. Þar skiptir miklu máli að menn séu samtaka og þá er oft hver maður með sitt hom á stykkinu sem hann gengur að sem vísu,“ Grétar Guðni Guð- Segir Grétar. mundsson. Hilmar, sem greini- lega er ekki mikið fyrir að flagga sín- um afrekum getur ekki neitað þessum orðum Grétars. „Það var nú um tveimur árum eftir að ég byrjaði að stunda aksturinn. Þá lærði ég að nota bönd við flutning á þungum stykkj- um. Þannig var að Guðni Bjarnason, leiksviðstjóri í Þjóðleikhúsinu, Hauk- ur bróðir hans, sem var rannsókna- lögreglumaður, og Hörðru Karlsson bókbindari höfðu tekið að sér í auka- vinnu að flytja þunga hluti. Voru þeir með þá tækni að nota bönd til að létta vinnuna þannig að menn stæðu upp- réttir við burðinn. Ég lærði þetta af þessum mönnum og við stunduðum þetta saman í 12 ár, Guðni, Haukur, Hörður og ég. Það er nú skemmtilegt að segja frá því að af því að ég var Bjamason eins og Haukur og Guðni þá hélt fólk alltaf að við værum bræð- ur. Þráðlaust samband Eftir þetta tímabii fór ég að starfa sjálfstætt við slíka flutninga og inn- leiddi þá á Sendibílastöðinni. Þá fékk ég menn af stöðinni með mér og kenndi þeim handtökin. Þetta var bara æfing eins og annað, en það þarf að vera nánast þrálaust samband á milli mannanna ef það á að ganga vel.“ Þó lyftur hafl á síðari árum verið að ryðja sér til rúms, þar sem heilu búslóðimar vora nú fluttar upp á svalir hárra húsa í stað þess að bera hlutina, þá er enn töluvert um burð. „Það sem mest hefur breyst á þess- um árum er að það allir hlutir þyngri á fyrstu áranum en þeir eru í dag. Ofnar og baðker voru t.d. úr „potti“ (þungu steypujárni), húsgögn þung og massif og lítil tækni við flutningana. Nú eru ofnar og slíkir hlutir úr léttari efnum og plast og létt gerviefni mikið notuö í húsgögn, auk þess sem flutn- ingatæknin er orðin meiri." Þröngir stigar og litlar lyftur Grétar tekur undir þetta en segir þó að i mörgum fjölbýlishúsum í dag séu stigar oft þröngir svo engu sé líkara en gleymst hafi að gera ráð fyrir að um þá þyrfti að flytja stóra hluti. Þá segir Grétar að lyftur í fjölbýlishúsum séu viða allt of litlar og taki stundum ekki það sem flytja þarf. Því séu dæmi um að bera þurfi þung stykki kannski upp á áttundu hæð. Þannig var það er fyrstu íbúarnir fluttu inn í 7-8 hæða blokkirnar í Hólunum í Breiðholtinu, þá var ekki búið að setja upp néinar lyftur. „Það var ekki fyrr en eftir þann tíma sem líkamsræktarstöðv- arnar voru opnaðar," segir Grétar og hlær. Kaupleigur breyttu rekstrarumhverfinu Á stöðvunum í Reykjavík era nú um 350 bílar en þeir vora mun fleiri fyrir nokkrum árum. Nú era rúmlega 100 bílar á Sendibílastöðinni hf. en voru um 170 þegar best lét. Grétar seg- ir að eftir að kaupleigumar fóru að bjóða fyrirtækjum fjármögnun á slík- um tækjum þá hafi fyrirtækin sjálf farið að gera út sína sendibíla. Það hafi hins vegar komið í ljós að ef nýt- ingin á þeim er ekki góð þá sé fasti kostnaðurinn það mikill að ódýrara geti verið að nýta bílana af sendibíla- stöðvunum. Félagarnir sögðust oft ekki vita hvað dagurinn bæri í skauti sér þegar mætt væri í vinnu að morgni. Menn vissu það sjaldnast hvað fram undan væri, það væri því ekki annað að gera en að bíða eftir næsta kalli. Þeir segja að farsimarnir hafi þó létt miklu af stöðinni því viðskiptavinirnir hringdu núna oft beint í bilstjórana. „Prjónarnir" sem áður ákvörðuðu goggunarröðina á stöðinni era svo líka orðnir tölvuvæddir. Kapphlaup manna inn á stöð til að setja sig fyrst á prjóninn er því aflagt og litlar likur á að menn geti nokkuð átt við tölvu- vædda prjóninti sér í hag. Að sögn fé- laganna var það þó ekki alltaf ásetn- ingur ef röðin raglaðist hér áður fyrr. Þá komu fyrir slys þegar næsti maður í röðinni var tekinn af prjóninum í út- kail. Þá gat staflinn dottið í gólfið þeg- ar hann var fluttur yfir á annan prjón. Þá var vandinn að raða rétt á pijóninn aftur svo ekki kæmi til illinda. „Menn hafa þó alltaf verið misjafnlega stemmdir í þessum efn- um,“ segir Grétar og Hilmar tekur undir það og segir kurteisi vega þungt í því að mönnum farnist vel í starfinu. -HKr. NYBYLAVEGI 2 SÍMI: 550 2400 M I Peugeot Expert - fagmannlegur! Verð frá aðeins kr. 1.469.076 án vsk. Peugeot Boxer - til í slaginn! Verð frá aðeins kr. 1.726.907 án vsk. Verð frá aðeins kr. 1.534*939 án vsk. Til þjonustu reiðubúnir! Góður vinnubíll er gulls ígildi. Því þarf að vanda valið þegar vinnubíll er keyptur. Peugeot býður margverðlaunaða vinnubíla sem eru rómaðir fyrir hönnun og góðan aðbúnað ökumanns. Þetta eru ekta vinnuljón, spræk og til þjónustu reiðubúin! Veldu góðan vinnubíl. Veldu Peugeot. Verð frá aðeins 5.662 Peugeot Partner - vinnur með þér! • 3m3 flutningsrými og 600 kg burðargeta • ÍIOO cc bensínvél eða 1800 cc dísilvél Verð frá aðeins kr. 915.662 án vsk. Einnig fáanlegur RRFKHUIHN * PEUGEOT Ljón 4 Veginu#?! Bílver, Akranesi • Bílatangi, ísafirði • Bílasala Akureyrar • Skipaafgreiðsla Húsavíkur • Fell, Egilsstöðum • Vélsmiðja Hornafjarðar • Bílasalan Crófinni, Keflavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.