Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 JL^"V * 28 Kópasker^ Bakkafjörður Reykjav Fi/rirhafnarlaus flutningur milli landa ÞcuJ er góð lUiínning að gm treyit fragtótkt forir, búilóðallutningi milli landa. Víð teimim ogpökkum bú&ióðínni þinni, tlytjum hana á d{onga&tað. ■ V? ' önnum&t tcllafáreið&tu cg tryggingar og pökkum &vo upp tyrir þig d nýju heimíli. Cf nýja hú&nœðid erekki alveg lílbúíd. bjóðum við jatnt-raml bU&lóða- geym&lu cg þélt riðíð nel umboð&matma ckkar um heim altan ttyggir tymhajnarlau&an llutning hveri &em er. Pökkun & flutningar sf. ProPacfc - ft/rirhafnarlaus /lummgur Smi<jA/rö{ði i PO. liox 5230 125 Reykjavik Sími $87 9700 Fax 587 9705 pröpaektópropack.ii •sic AÐALGEIR SIGURGEIRSSON HF\ | GARÐARSBRA UT 50 • 640 HÚSAVÍK f SÍMI464 1510 • FAX 464 2135 *1$ flutningar Ómar Jóhannsson, stjórnarformaður sendibílastöðvarinnar Þrastar. hvert sem er. Ómar segir að það séu til dæmi um að fóst viðskiptasam- bönd myndist fyrirvaralítið. Þannig sé það til að sendibílstjóri hafi farið í útkall að morgni og síðan ekki komið úr túrnum fyrr en hætt var um sjötugt, áratugum seinna. Þegar blaðamaður talaði við Ómar var hann t.d. að losa farm til verktaka við Sultartangavirkjun. Sá túr end- aði hins vegar í Reykjavik síðdegis þann sama dag svo einhverjir fleiri viðskiptavinir fá að njóta þjónustu Ómars áður en starfsferlinum lýkur eftir nokkra áratugi. Sendibílastöðin Þröstur tók á sín- um tíma þátt í slagnum um farþega- flutninga og lentu menn þá oft í deilum við bílstjóra leigubílastöðv- anna. Ómar segir að bílstjórar stöðvarinnar séu nú hættir farþega- flutningum en reglur um þau mál séu oft æði sérkennilegar. Hvenær eru vöruflutn- ingar fólksflutningar og öfugt? Þannig segir hann að vöruflutn- ingar séu virðisaukaskattskyldir, en farþegaflutningar ekki. Það geti því verið spurning um hvort verið sé svíkja undan skatti ef pakki sé fluttur með leigubíl. Þá komi upp álitamál varðandi bíla sem sinna flutningi hjólastólafólks. Þar sé spurningin um það hvort verið er Líður ekki vel nema það sé brjálað að gera - segir Ómar Jóhannsson hjá Þresti Forveri Sendibílastöðvarinnar Þrastar í Reykjavík var einkcirekin sendibílastöð sem hét Þór. Sendi- bílastöðin Þröstur var svo stofnuð 19. mai 1954 af 18 manna hóp sendi- bílstjóra sem keyptu eiganda Þórs út úr dæminu. I dag eru um 70 bíl- stjórar á stöðinni en voru ríflega 100 þegar mest var. Upphaflega starfrækti sendibíla- stöðin Þröstur vöruafgreiðslu fyrir landsbyggðina. Nokkrir bílstjórar sem þar voru að keyra klufu sig út úr samstarflnu við Þröst og stofn- uðu Landflutninga. Það fyrirtæki var um tíma til húsa við Héðins- götu, við sömu götu og nýtt fyrir- tæki sem heitir Aðalflutningar er staðsett, en það er að hluta í eigu Þrastar. Landflutningar eru hins vegar sem kunnugt er komnir í eigu Samskipa. Ómar Jóhannsson stjórnarfor- maður segir markaðinn stýra fjölda bílstjóranna. Hann segir eignarhlut Þrastar í Aðalflutningum í raun hafa verið hugsaðan til að tryggja sendibílastöðinni viðskipti. ðmar segir að nú sé sendibílaþjónustan á uppleið eftir að hafa gengið í gegn- um nokkur mögur ár. Þröstur hefur yflr að ráða sendibílum af öllum mögulegu gerðum. 'Ómar segir að stöðin reyni að sinna öllum þeim óskum um flutninga sem berast. Ef verkefnin krefjist tækjabúnaðar sem stöðin hefur ekki fyrir að ráða þá eru einfaldlega ráðnir undirverk- takar til að sinna því. Sendibílstjór- ar flytja því nánast hvað sem er og að flytja hjólastól þar sem einstak- lingurinn fær að fljóta með, sem er virðisaukaskattskylt, eða hvort ver- ið sé að flytja fatlaðan einstakling sem tekur hjólastólinn sinn með, en slikur fólksflutningur ætti þá að vera án virðisaukaskatts. „Sendibílastjórunum hjá okkur líður ekki vel nema það sé brjálað að gera í kringum þá. Það er nefni- lega þannig að ef ekkert er að gera, þá hafa menn heldur ekkert kaup. Það er engin tekjutrygging eða neitt slíkt,“ segir Ómar Jóhannsson sem segir sendibílstjóra oft verða að bregða sér í hlutverk iðnaðar- manna, t.d. í búslóðaflutningum. Þá reyni oft verulega á verklagni bíl- stjóránna. -HKr. Pjónusta við flutningaaðila: Vöru- og hjólastólalyft- ur frá Borgarnesi Mikil þjónusta er í kringmn flutn- ingafyrirtæki hér á landi og meiri en flestir gera sér grein fyrir. Fjölbreytt- ur búnaður er t.d. notaður í flutn- ingastarfseminni og má þar nefna lyftur af ýmsum gerðum til að létta mönnum störfln. Zepro-vörulyftur fyrir vöru- og sendibíla eru með elstu slíkum tækj- um á markaði hér og ekki annað að sjá en þær hafi staðið sig afar vel svo sem sjá má af aldri fyrstu lyftnanna sem komu til landsins upp úr 1970 og eru enn í gangi. Á fyrstu árum Zepro á íslandi voru lyfturnar fluttar inn af fyrirtækinu B.T.B. í Borgamesi sem byggði flutningakassa á fjölda vöru- bíla og setti síðan lyftur á þá eftir að þær fóru að ryðja sér til rúms hér á landi. Vírnet hf. yfirtók rekstur B.T.B. árið 1992 og hefur haldið áfram sömu starfsemi og aukið áhersluna á lyftumar í sambandi við þjónustu og varahluti. Algengustu lyftumar era með 750, 1.500 og 2.000 kg burðargetu. Auk þess eru til ýmsar aðrar sér- gerðir af lyftum og margar gerðir palla, bæði áli og stáli. í aðstöðu Vírnets hf. í Borgarnesi er varahlutalager og þjónusta fyrir lyfturnar en auk þess er þjónusta í Reykjavík hjá K.H.G. Þjónustunni að Eirhöfða 14. Vírnet hf. kappkostar að eiga á lager alla þá hluti sem nauð- syn er á svo ekki þurfi að koma til stöðvunar á lyftum með tilheyrandi tekjutapi. Einnig er Vírnet hf. með lyftur fyr- ir hjólastóla sem festar eru á sendi- bíla og jafnvel fólksbíla, auk ýmiss konar aukahluta fyrir aðgengi fatl- aðra í ökutæki. Þessar lyftur koma frá fyrirtækjunum Braun í Banda- ríkjunum og UVL í Svíþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.