Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 11
 SemiUÍASTðDWIr 5535050 esae— « Vatnshitarar hitablásarar fyrir Bensín Fyrir fólksbíla, jeppa, vörubíla, fólks- flutningabíla, vinnuvélar og báta Vatnshitarar frá 4000 W. Hitablásarar frá 2000 W. í. ERLINGSSON ehf. VARAHLUTIR OG VIÐGERÐIR 0588 0699 • Fax: 588 0695 Dugguvogi 3 • 104 Reykjavik 1 ^ KlettagarðarJ- Sími; 553 50 Fyrirtæki. buslouir. piano~M flygla, peningaskápa. Skutlur, litlir bilar. v stórir bílar, lyftubílar. kælibilar, upphitaó flutningsrými flutningar MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER 1999 svarað í slma 24113. Nýtt síma- númer var tekið upp 1969, 25050. Aðstaðan batnaði svo enn árið 1982 þegar nýtt þjónustuhús var tekið í notkun þar sem bílstjórar gátu sinnt viðhaldi bíla sinna. Það var svo árið 1990 sem Sendi- bílastöðin hf. keypti lóð og hóf byggingu iðnaðarhúsnæðis i Net- hyl 1 í Reykjavík. Það var síðan leigt út þar til það var selt árið 1996. Árið 1995 breyttist síma- númerið í 552 5050 og enn á ný breyttist númerið þegar starfsemi stöðvarinnar var flutt í Kletta- garða 1 í mars á þessu ári og er nú 553 5050. Gjaldmælir varð fljót- lega að skyldu Tækniframfarir hafa ekki síður komið sendibilstjórum til góða á þessum árum en öðrum stéttum. Þannig var gert að skyldu hjá Sendibilastöðinni að frá 1. desem- ber 1954 yrðu allir bilar útbúnir með gjaldmæli en áöur höfðu menn rukkað gjald eftir tímamæl- ingu. Talstöðvar komu í bílana á árunum 1966-1967 og önnur bylt- ing varð I fjarskiptatækni þeirra þegar farsímar voru teknir í notk- un í bílunum árið 1986. í ríflega 50 ára sögu sendibíla á íslandi hefur einnig orðið mikil þróun í búnaði ökutækja. Öll aðstaða bílstjór- anna er líka orðm betri og ýmis hjálpartæki standa nú til boða, eins og lyftur aftan á bílunum og annar búnaður til hagræðingar. Þannig eru margir sendibílar í dag sannkallaðar glæsikermr með íburði sem frumkvöðlamir hefðu ekki einu sinni látið sig dreyma um. í dag eru starfræktar þrjár stærri sendibílastöðvar í Reykja- vík, Sendibílastöðin, Nýja Sendi- bílastöðin, Þröstur og sendibíla- stöðin Greiðabílar hf. 3x67. Á Reykjavíkursvæðinu má einnig nefna Sendibílastöð Kópavogs, Aðalsendibíla ehf. í Kópavogi og Sendibílastöð Hafnarfjarðar. Fjöldi starfandi bílstjóra í þessari grein á höfuðborgarsvæðinu skiptir því hundruðum í dag. -HKr. Sendibílar í hálfa öld MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 flutningar Gamlar myndir úr safni stöðvarinnar. - frá opnum pallbílum til yfirbyggðra glæsivagna Úr Ingólfsstræti í Borg- artún og Klettagarða Sendibílastöðin hf. var upphaf- lega í Ingólfsstræti 11 í Reykjavik þar sem nú er Iðnaöarmannahús- ið svokallaða. Aðsetur stöðvar- innar var síðan flutt árið 1956 í timburskemmu í Borgartúni 21 þar sem menn nýttu þó aðeins hluta skemmunnar. Hinn hlutinn var leigður sem aðstaða fyrir vöruflutningabílstjóra. Nýtt hús- næði var síðan tekið í notkun í Borgartúni árið 1968 og var þá Saga sendibíla á íslandi er nú orðin ríflega hálfrar aldar gömul. í upphafi bílaaldar hér á landi voru það pallbílar sem sinntu flestum þáttum flutningaþjónust- unnar. Þar var sama hvort um var að ræða efnisflutninga, vöru- flutninga eða jafnvel fólksflutn- inga. Ekki var þá óalgengt að bekkjum væri komið fyrir á palli bifreiðanna þegar mikið lá við og gerði fólk sér þá að góðu að sitja undir beru lofti í vindgnauði og rykmekki. Síðar var farið að byggja yfir pallana með striga á grind og upp úr því þróuðust svo yfirbyggðu rúturnar. Sendibílstjórar litnir hornauga Eftir stríðið fór það að tíðkast að menn færu að reka sérstaka sendibíla á eigin vegum, oftast á Bradford og Fordson bílum, lík- lega með burðargetu upp á hálft tonn. í þeim gat fólk nú flutt vör- ur og búslóðir án þess að hafa áhyggjur af veðri og vindum. Þetta var nýjung sem ýmsir fögn- uðu, þó vörubílstjórar litu þessa nýju samkeppni sendibílstjór- anna óhýru auga. Þannig fengu sendibílstjórar ekki inngöngu i fé- lagsskap vörubílstjóra. Sendibíl- stjórar stofnuðu þá með sér fé- lagsskap sem kallaður var Neisti en fékk síðar nafnið Trausti, félag sendibílstjóra, sem starfar enn I dag. Upphaf sendibílastöðv- anna Það var síðan sumarið 1948 sem athafnamaðurinn Kristján Fr. Guðmundsson hóf að skipuleggja sendibílaþjónustu. Sendibílastöð Kristjáns var í fyrstu við Skóla- vörðuholtið, ekki fjarri þeim stað sem Leifsstyttan stendur nú. í kjölfar stofnunar þessarar stöðvar sáu einyrkjarnir í greininni að það gengi ekki lengur að pukrast hver í sinu horni. Eftir miklar bollaleggingar manna á milli og mörg samtöl varð það úr að Sendibílastöðin hf. var stofnuð á fundi í Breiðfírðingabúð miðviku- daginn 29. júni 1949. Hlutafélagið keypti síðan Sendibilastöð Krist- jáns með gögnum hennar, gæðum og símanúmerinu 5113. í upphafi voru hluthafar 20 talsins og átti hver þeirra hlutabréf upp á 200 krónur i félaginu. Hluthöfum fjölgaði um 14 árið 1956 og 1966 var samþykkt að fjölga útgefnum hlutabréfum I 60. Þeim var síðan aftur fjölgað um 40 í maí það sama ár og voru hlutirnir því orðnir hundrað. ygyfcv' 'Vvv' VTM m... " '.'í’-V A'UA. * - ‘ _ ■ .Xx \ ' ' ALVOWJ ÍUJNAOIJB fVHllt ALVORU FUiTNINOA- MKNN !’• VERSLUN KLETTACARÐAR II, 104 REYKJAVIK SÍMI568-1580 FAX 568-0844 1 f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.