Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 17
JLlV MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 flutningar 31 Keflavíkurflugvöllur: Vöruflutningar aukast ár frá ári -27 þúsund tonn af vörum auk 2000 tonna af pósti fóru um völlinn á síðasta ári Vöruflutningar um Keflavíkurflug- völl eru orðnir mjög umfangsmiklir og trúlega meiri en flestir gera sér grein fyrir. Hafa vöruflutningamir aukist úr rúmlega 21 þúsund tonnum árið 1996 upp í 27.500 tonn á síðasta ári. Auk þess fara um 2000 tonn af pósti um völlinn á hveiju ári. Árið 1996 voru samtals flutt 21.262 tonn af vörum fyrir utan póst með flugvélum um Kefalvíkurflugvöll. Þar af voru 7.743 tonn flutt til landsins en 13.519 tonn voru á sama tíma flutt til útlanda. Sama ár fóru 2.043 tonn af pósti um vöilinn. Þar af voru 1.473 tonn til landsins en 563 tonn til út- landa. Árið 1997 jukust vöruflutningarnir um Keflavíkurflugvöll í 23.596 tonn. Þar af komu 8.837 tonn til landsins en frá landinu voru flutt 14.759 tonn af vörum. Póstflutningar námu á sama tíma samtals 2.049 tonnum en þar af voru 1.398 tonn til landsins, en 651 tonn til útlanda. Á síðasta ári, 1998, voru samtals 27.534 tonn af vörum flutt um völlinn með flugvélum. Þar af voru flutt tO landsins 11.803 tonn en frá landinu 15.735 tonn. Á sama tíma var flutt 1.941 tonn af pósti um völlinn. Þar af komu 1.406 tonn til landsins en 535 tonn fóru til útlanda. -HKr. Frá Keflavíkurflugvelli. Vöruhótel - birgðahald inn- og útflytjenda flyst til flutningaíyrirtækjanna Áherslubreytingar eru nú að verða í flutningastarfsemi Eimskips innanlands. Að sögn Gísla B. ívars- sonar, sölustjóra hjá innanlands- þjónustu Eimskips, er verið að horfa á flutningaþörfina út frá heildarforsendum markaðarins sjálfs en ekki eingöngu með hliðsjón af þeim sem nota millilandaflutn- ingaþjónustu félagsins. Liður i þeim breytingum sem nú eiga sér stað er að viðskiptamenn fela nú flutninga- fyrirtækinu sitt lagerhald að hluta eða að öllu leyti í svokölluðu „vöru- hóteli". í „vöruhótelinu" gefst kost- ur á því að samnýta með öðrum fyr- irtækjum framleiðslutæki og þannig eiga þess kost að lágmarka kostnað og á sama tíma hafa aðgang að nýjustu tækni og sveigjanlegu geymslurými. Með þessu fyrir- komulagi geta inn- og útflytjendur hætt að reka og fjárfesta í eigin vöruskemmum en kaupa þess í stað geymsluþjónustuna af „vöruhóteli". Skeljungur, Globus, MacDonald’s á íslandi, RJC-matvæli og fleiri eru meðal þeirra fyrirtækja sem farin eru að notfæra sér þessa þjónustu. Gísli segir að Eimskip sé þannig að koma i auknum mæli inn í heildar- ferli vöruflutninganna alveg frá því að varan er pöntuð erlendis frá. í mörgum tilvikum er séð um toll- skjalagerð í samstarfi við TVG-Zim- sen fyrir viðskiptavinina og vör- unni komið í „vöruhótelið". Þaðan sér Eimskip síðan um að afgreiða pantanir úr lager fyrirtækjanna út í verslanimar. „Þannig gefst fyrir- Nýtt fyrirtæki í Garðabæ: Framleiðir plast- kassa á flutn- ingabíla í Vesturhrauni 3 í Garðabæ hefur nýtt fyrirtæki, Art-X ,sérhæft sig í framleiðslu á treijaplasteiningum, svokölluðum samlokueiningum með einangrun innan í, sem notaðar eru m.a. til smíði vöruflutningakassa á bíla. Það sem einkennir þessa flutnings- kassa er að þeir eru nánast alfarið smíðaðir úr plasti og i stað „stálp- rófila" í burðargrind eru notaðir plastprófílar. Eru þeir taldir vera 20 sinnum sterkari en jámprófilar af sömu þyngd. Einungis er notað stál í hurðarkörmum sem gerir það að verkum að kassamir era um það bil 30% léttari en sambærilegir flutnings- kassar af sama styrkleika úr öðrum efnum. Einingarnar eru límdar sam- an og engar skrúfur eða hnoð era not- uð við samsetninguna til að fyrir- byggja leka. Þessir kassar era fram- leiddir með gámalásum og þeir sem þess óska geta fengið þá með sérstakri skiptigrind, þ.e. þá er hægt að aka bif; reiðinni undan flutningskassanum. í kössunum er PVC-einangrun sem hef- ur mjög litla rakadrægni og því minni hætta á að raki safnist fyrir í einangr- uninni ef gat kemur á yfirborð kass- anna. Hönnuður og yfirsmiður þess- ara flutningskassa er Brynjar Bjarna- son sem hefur meira en 10 ára reynslu í þessari grein. tækjum betra tækifæri til að ein- beita sér að sinni markaðsstarfsemi og losna við birgðahald, tollamál og . aðra tímafreka snúninga," segirv Gísli. Samkvæmt lögum sem taka gildi um næstu áramót mun Tollstjóra- embættið ekki lengur taka við skýrslum á pappír heldur einungis á rafrænu formi í gegnum tölvur. Þetta hefur ýtt enn frekar á að sér- hæfir aðilar eins og Eimskip og TVG-Zimsen taki að sér tollvöru- geymslu og annast, eins og áður seg- ir, birgðahald fyrirtækja í gegnum sitt „vöruhótel". -HKr. ÁlcureV1' Afgreiðslustaðir í Reykjavílc ► Vöruflutningamiðstöðin ► LandflutningarSamskip Afgreiðslustaður á Akureyrí: ► Flutningamiðstöð Norðurlands %ufjöt^ ^t/ðárktó^ /erðit VÖRUMIÐLUN! Borgarflöt 6 • 550 Sauðárkróki • Sími: 453 5622 • 453 6022 Vesturtangil4-I6, Siglufirði «Sími:467 1303*467 1973 * i j v* —— jgSZSSL B V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.