Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 Fréttir Afdrifaríkur formannafundur Verkamannasambandsins: Björn Grétar vill fresta samningum - „Flóabandalagið“ ekki með VMSÍ í kjaraviðræður Frá formannafundi Verkamannasambandsins í gær. DV-mynd Pjetur DV, Akureyri: Mikill klofningur innan Verka- mannasambands íslands kom end- anlega upp á yfirborðið á formanna- fundi sambandsins sem haldinn var í gær. Þrjú af fjórum stærstu aðild- arfélogum VMSÍ tilkynntu á fundin- um að þau myndu ekki ganga til samningaviðræðna í komandi kjarasamningum undir forustu sambandsins. Kristján Gunnarsson, formaður Suðurnesjafélagsins, sem er gjaldkeri framkvæmdastjórnar VMSl og Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, sem er stjómar- maður þar lýstu því einnig yfir að þeir myndu víkja úr framkvæmda- stjóm. Þar með er klofningurinn innan VMSÍ sem DV skýrði frá fyr- ir nokkrum dögum orðinn opinber, þótt menn ætli ekki að ganga svo langt að sinni a.m.k. að segja „flóa- félögin" úr VMSÍ. Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambandsins, viðr- aði þá hugmynd á fundinum í gær að viðræðuáætlun VMSÍ og viðsemj- enda þeirra í komandi kjarasamn- ingum yrði slegið á frest í allt að Ofgreiddu launin: Einn kennari hefur endur- greitt Einn kennari hefur endurgreitt ofgreiðslu launa, svo vitað sé með vissu, að sögn Ólafs Darra Andra- sonar hjá Fræðslumiðstöð Reykja- víkur. Umræddur kennari afhenti endurgreiðsluna í ávísun á Fræðslumiðstöð nýlega. Ofgreiðslu launanna hefur verið þannig háttað að á árinu 1997 fengu 233 einstaklingar samtals 5,1 millj- ón. Á árinu 1998 fengu 396 einstak- lingar rúmar 14 milljónir og 308 ein- staklingar fengu ofgreiddar 9,8 milljónir 1999. Samtals nema of- greidd laun til kennara því tæplega 30 milljónum króna.. Fræðslumið- stöð hefur óskað eftir því bréflega til kennaranna að þeir endurgreiði það sem ofgreitt var fyrir árið 1999. Hefur stofnunin sent kennurum tvö bréf þessa efnis og m.a. höfðað til samvisku þeirra í þessum efnum. Síðara bréfið var sent nú um mán- aðarmótin. „Við buðum upp á að við mynd- um gera samning við kennara um hvernig að endurgreiðslu yrði stað- ið,“ sagði Ólafur Darri. „Menn hafa hringt inn og spurt en það hefur ekki verið mikið endurgreitt enn sem komið er. Við eigum ekki von á því að menn flykkist almennt hing- að með ávísanir heldur setji sig í samband við okkur. Við endur- greiðslu þarf t.d. að taka tillit tii þess hvort fólk hefur borgað skatta af upphæðinni eða ekki.“ -JSS Patreksfjörður: Ernir BA seld- ur á uppboði Togarinn Ernir BA-29 var seldur á uppboði hjá sýslumannsembættinu á Patreksfirði i síðustu viku. Fyrirtækið Vesturskip á Bíldudal var með þinglýstan kaupsamning fyr- ir skipið en það var slegið Seifi ehf., Sjóvá-Almennum og Hinriki Matthí- assyni fyrir 126 milljónir króna. eitt ár. Á móti kæmi að tvívegis á tímanum fram aö samningum kæmu fram launahækkanir sem samið yrði um sérstaklega. Nokkrar umræður urðu um þessa hugmynd, hún virtist hafa allgóðan hljóm- grunn meðal þeirra félaga sem enn lúta forustu VMSÍ, en engin ákvörð- un tekin. „Þetta útspil félaganna þriggja við Faxaflóa kallaði á nokkuð sterk viðbrögð Iandsbyggðarfulltrúa á fundinum. Ég lýsti því yfir að þessi Heitar umræður urðu í borgar- stjórn Reykjavíkur um tillögu Ólafs F. Magnússonar um að skora á Alþingi að koma Fljótsdalsvirkjun í umhverf- ismat. Alfreð Þorsteinsson skoraði á Ólaf að draga tillögu sína til baka ella myndi hann leggja fram frávísunartil- lögu og ávítaði, eins og Óskar Bergs- son, Ólaf fyrir að vega að Halldóri Ás- grímssyni, formanni Framsóknar- flokksins, í ræðu sinni. Ólafur sagði Halldór setja eigin metnað og skammtímahagsmuni kjós- enda sinna ofar þjóðarvilja. „Ég tel siðferðilega stöðu hans í þessu máli afar hæpna vegna þeirrar staðreyndar að fjölskylda hans nýtur forgangs og erfða að þeirri miklu eign sem felst i fiskimiðunum í kringum ísland. Hann hefur sjálfur tekið þátt í að skapa það kerfi sem hefur fært fjöl- skyldu hann forréttindi langt umfram aðra landsmenn. Ég vil fyrir hönd okkar hinna, sem ekki eiga lengur fiskinn á miðunum i kringum ísland, ákvörðun ylli mér miklum von- brigöum, því ef einhvern tíma hefur verið þörf fyrir breiða samstöðu innan Verkamannasambandsins þá er það núna. Mér finnst það mjög slæmt að hægt sé að túlka mál þannig að höfuðborgarsvæöiö sé sér á báti og landsbyggðin sér“, sagði Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og for- maður flskvinnsludeildar VMSÍ, eft- ir fundinn. „Ég treysti Birni Grétari til Alfreð Þorsteinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi borgar- stjórnar í gærkvöld. fara þess á leit við ráðherrann að leyfa okkur og allri þjóðinni að eiga góðra verka, en svona hefur spilast úr þessu og ekki meira um það að segja“ segir Sigurður T. Sigurðs- son, formaður Hlífar, en hávær orðrómur er uppi, þess efnis að ákvörðun „flóabandalagsmanna" sé ekki hvað síst tilkomin vegna þess að félögin þrjú við Flóann treysti ekki Birni Grétari til að leiða samningaviðræðurnar fyrir þau. „Flóafélögin“ eru þrjú af fjór- um stærstu félögunum innan VMSÍ, og í þeim er um helmingur allra félagspianna innan Verka- mannasambandsins. „Menn hafa auðvitað heimild til að taka sínar ákvarðanir, hvert fé- lag tekur sínar ákvarðanir. Ég neita því þó ekki að ég hefði viljaö sjá breiða samstöðu að þessu sinni" segir Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar í Eyjafirði, sem er eitt af fjór- um stóru félögunum innan VMSÍ. Um þá hugmynd Bjöms Grétars að seinka samningaferlinu sagði Bjöm Snæbjörnsson að menn vildu skoða þá leið, og hann myndi kynna hugmyndina innan síns fé- lags. áfram náttúruperlur á hálendi ís- lands,“ sagði Ólafur. Ellefu borgarfulltrúanna tóku tO máls um tillöguna og taldist Ólafi sjálfum til að átta þeirra hefðu lýst yf- ir stuðningi við innihaldið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði tillögu Ólafs eingöngu til þess fallna að leiða í ljós að skipt- ar skoðanir væru í borgarstjórn um málið en að það hefði verið vitað fyr- ir. Borgarstjóri sagði að samþykkti borgarstjórn tillöguna væri verið að skerpa Íínur milli höfuðborgar og landsbyggðar. Margir borgarfulltrú- anna sögðu efni tillögunnar einfald- lega ekki eiga erindi fyrir borgar- stjórn fremur en mörg önnur mál sem tengjast landsstjórninni. Ellefu greiddu frávísunartillögunni at- kvæði, þrír voru á móti en einn sat hjá. Þau sem voru á móti frávísun auk Ólafs voru Árni Þór Sigurðsson og Guðrún Jónsdóttir en Guðrún Pétursdóttir sat hjá. -GAR Strobe Talbot, aðstoðarutanríkisáðherra Bandaríkjanna, kom til landsins skömmu eftir miðnætti í nótt. Hann mun setja ráðstefnuna Konur og lýðræði sem hefst í Borgarleikhúsinu kl. 13 í dag. DV-mynd E.ÓI. Fljótsdalsvirkjun í borgarstjórn: Umhverfismati vísað frá Stuttar fréttir ðv Styr um hálendisnefnd Mikil ólga er nú uppi innan Framsóknarflokksins, og raunar stjómarflokk- anna beggja, vegna skipunar Sivjar Friðleifs- dóttur umhverf- isráðherra á formanni sam- vinnunefndar miðhálendisins. Hún skipaði Óskar Bergsson, for- mann byggingarnefndar Reykja- víkurborgar, í formennskuna. Halldór Ásgrímsson útilokar ekki að skipt verði um formann. Dagur sagði frá. Áætlun SVR úr skoröum I borgarráði vakti athygli á dög- unum að Helgi Pétursson, borgar- fulltrúi og stjórnarformaður SVR, sat hjá þegar greidd voru atkvæði um 30 kílómetra hámarkshraða við Seljabraut. Helgi segir ástæðuna þá að hraðatakmarkanir sem þessar setji tímaáætlun SVR úr skorðum. Dagur sagði frá. Barnanauögun Hæstiréttur dæmdi rúmlega tvítugan mann. Ingimund Lofts- son, í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára blaðburðar- ’stúlku í fjölbýlishúsi. Ingimundur bar við minnisleysi vegna áfeng- isdrykkju. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða máls- kostnað og miskabætur til stúlkunnar að upphæð 450 þús- und krónur. Vísir.is sagði frá. Hommar þolinmóðir Þorgerður Gunnarsdóttir, for- maður allsheijarnefndar Alþingis, sagði í viðtali við Rás 2 að breyta þyrfti lög- um um staðfesta samvist til að ná fram auknum réttindum sam- kynhneigðra en ekki sé hægt aö hrófla við ættleiðingarlögunum sjálfum. Hún segir frumvarpið um ættleiðingarnar ekki verða stoppað en hún óttast að breytingartillögur vegna samkynhneigðra tefji málið. Vísir.is sagði frá. Akureyrarkringla Verslanamiðstöð verður væntan- lega opnuð á Gleráreyrum með vor- inu en m.a. KEA og Rúmfatalager- inn hafa gert kauptilboð í húsnæði Skinnaiðnaðar hf. þar. Ætlunin er að m.a. Nettó og Rúmfatalagerinn verði þar til húsa. Dagur sagði frá. Fimm ár fyrir vopnað rán Hæstiréttur dæmdi 23 ára Reykvíking, Hákon Rúnar Jóns- son, til fimm ára óskilorðsbund- innar fangelsisvistar fyrir aö hafa framið vopnað rán í verslun að Norðurbrún í vor. Hákon hafði um 160 þúsund krónur upp úr ráninu en hann var handtekinn síðar sama kvöld með fenginn. Hann var á skilorði þegar ránið var framið. Vísir.is sagði frá. Deila um sættir Miklar umræður urðu um fyr- irhugaða Fljótsdalsvirkjun á Al- þingi í gær en þá var tekin til fyrri umræðu þingsályktunartil- laga Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs, um mat á um- hverfisáhrifum virkjunarinnar. Deildu menn um hvort líklegt sé að sættir séu mögulegar í málinu úr því sem komið er. Mbl. sagði frá. Hækkun lágmarkslauna Edda Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur Alþýðusambands íslands, segir að sam- kvæmt fjárlaga- frumvarpinu sé svigrúm til al- mennra launa- hækkana metið 4-5%, en hún telur að það sé lágmarkstala því taka verði tillit til fleiri þátta í mati á þessu svigrúmi. Mbl. sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.