Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
15
Lengi getur
vont versnað
„Álbræðsla á Reyðarfirði eins og hún er hugsuð mun bæta hartnær þriðj-
ungi við heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá íslandi!"
Ríkisstjóm fslands
hefur valið sér ein-
kennilegt hlutskipti í
afdrifaríkustu málum
mannkyns sem varða
umhverfið. Þar er fylgt
forskriftinni, ekki ég,
of lítið, of seint. Hér
verður tekið dæmi af
viðleitni heimsbyggð-
arinnar til að hamla
gegn loftslagsbreyting-
um og hlut íslands í
þvi samhengi. Ríkis-
stjómin valdi sér það
hlutskipti að undirrita
ekki Kyoto-bókunina,
þótt íslandi væri þar
ætlað minna en ekki
neitt í niðurskurði í
losun gróðurhúsaloft-
tegunda. Iðnríkin skuldbundu sig
í Kyoto til að skera niður losun
um rúm 5% á næsta áratug sem
fyrsta skref til að hamla gegn lofts-
lagsbreytingum. íslandi voru boð-
in 10% i plús en neitaði samt að
slást í hópinn.
Háskalegur framúrakstur
Mestöll orka íslenskra stjóm-
valda í þessu afdrifaríka máli fer í
það þessi árin að reyna að sann-
færa aðildarríki loftslagssamn-
ingsins um að íslendingar eigi að
fá að fara sínu fram,
óháð bókuninni þeg-
ar stóriðjufram-
kvæmdir eru annars
vegar. Við erum að-
ilar að sjálfum lofts-
lagssamningnum
sem gerir ráð fyrir
að ekki verði hér
meiri losun árið 2000
en á viðmiðunarár-
inu 1990. Það mark-
mið er fokið út í veð-
ur og vind og stefnir
í um 16% aukningu
á næsta ári og þaðan
af meira í framhald-
inu. Svigrúmið sem
Islandi var ætlað í
Kyoto er þegar upp
urið. Álbræðsla á
Reyðarflrði eins og hún er hugsuð
mun bæta hartnær þriðjungi við
heildarlosun gróðurhúsaloftteg-
unda frá Islandi!
Engin alvara er
hér i niður-
skurði í losun
frá öðmm upp-
sprettum enda
mun reynast
erfitt að fá al-
menning og ann-
an atvinnurekst-
ur til að sýna að-
hald þegar
þannig er geyst
fram úr hömlulaust í stóriðju og
samtímis ráðist 1 afar umdeildar
virkjanir.
Hvar er Guðmundur
Bjarnason?
Þann 28. september síðastliðinn
svaraði umhverfisráðherra í
Morgunblaðinu fyrirspurnum há-
skólanema um „aðgerðir stjórn-
valda vegna loftslagsbreytinga“.
Grein ráðherrans afhjúpar ræki-
lega aðgerðaleysi ríkisstjórnarinn-
ar í þessu efni. „Stærsta framlag
stjórnvalda til að hamla auknum
gróðurhúsaáhrifum" segir ráð-
herrann felast í auknum fjárfram-
lögum til landgræðslu og skóg-
ræktar.
í krafti umræddra 450 miljóna
króna er talið unnt að binda alls
22 þúsund tonn af gróðurhúsaloft-
tegundum. Það svarar til losunar
frá 11 þúsund tonna framleiðslu af
áli þannig að dýr yrði Hafliði all-
ur!
Fráfarandi umhverfisráðherra,
Guðmundur Bjarnason, þótti ekki
kröfuharður fyrir málaflokkinn
sem honum var trúað fyrir. Hann
viðurkenndi hins vegar vandann
sem við væri að fást og taldi ótækt
að ísland semdi um frekari stór-
iðju áður en niðurstaða fengist í
stöðu landsins gagnvart Kyoto-
bókuninni. Um afstöðu Guðmund-
ar til loftslagsmálanna geta menn
m.a. lesið í grein hans í Morgun-
blaðinu 29. ágúst 1997. Svo ótrú-
lega er nú komið málum vegna
framgöngu eftirmannsins að
margir eru farnir að sakna Guð-
mundar.
Óskammfeilni
Rikisstjórnin segir í öðru orðinu
að hún stefni að því að staðfesta
Kyoto-bókunina. Það er hins vegar
undir þvi komið, eins og fram kem-
ur í nefndri blaðagrein umhverfis-
ráðherra, að fyrir liggi „ásættanleg
niðurstaða í sérmálum okkar“. ís-
land ætlar að vera með, ef það er
með öllu útlátalaust! Islendingar
sem losa jafn mikið á mann af gróð-
urhúsalofttegundum (8,6 tonn) og
meðaltalið er innan Evrópusam-
bandsins og eru í fremstu röð hvað
lífskjör áhrærir, eiga að mati land-
stjórnarinnar að vera stikkfrí og
gott betur þegar aðrir axla byrðar.
Óskammfeilni ráðherranna er
slík að stefnt er að því að innsigla
samninga um stóriðjuver á Reyðar-
flrði og ef til vill víðar áður en fyr-
ir liggur hver verði niðurstaðan í
loftslagsmálunum að því er ísland
snertir. Hver skyldi eiga að borga
fyrir þessa mengun þegar þar að
kemur?
Hjörleifur Guttormsson
Kjallarinn
Hjörleifur
Guttormsson
fyrrv. alþingismaður
„Óskammfeilni ráðherranna er
slík að stefnt er að því að inn-
sigla samninga um stóriðjuver á
Reyðarfirði og ef til vill víðar
áður en fyrir liggur hver verði nið-
urstaðan í loftslagsmálunum að
því er ísland snertir
Náttúra íslands
- falin handan viö hornið
íslenska þjóðin byggir tilvist
sína og umhverfi á náttúru lands-
ins. Þjóðinni er því mikilvægara
en flest annað að þekkja til þessar-
ar náttúru og hafa greiðan aðgang
að sýnilegum upplýsingum um
hana. Auk þess laðar náttúra
landsins flesta ferðamenn hingað
til lands, en þeir sækjast eftir auð-
sæjum upplýsingum um þessa
sömu náttúru. Þeir eru vanir því
að hafa aðgang að góðum og vel
búnum náttúrusöfnum og sýning-
um í sínum heimalöndum.
í meira en þrjátíu ár
En hvemig er svo aðgangur
þjóðarinnar og þessara gesta
hennar að slíku safni í höfuðborg
þjóðarinnar, þar sem flest fólkið
býr, stjómvöld flest hafa aðsetur
sitt og ferðamenn fara flestir um?
Náttúmgripasafninu í Reykja-
vik er troðið í tvö herbergi, hand-
an við homið á Hlemmtorgi og
brattir stigar upp að fara. Þar hef-
ur það orðið að kúldrast í meira
en þrjátíu ár, þrátt fyrir stöðuga
eftirleitan Náttúrufræðistofnunar
íslands um úrbætur og ítrekaðar
áminningar áhugaaðila um nátt-
úrufræði og upplýsingarþjóðfélag-
ið í sömu átt. Þama er náttúra ís-
lands falin. Hún er þar illa að-
gengileg, afar takmarkaðir mögu-
leikar eru þar á að koma upplýs-
ingum um hana á framfæri og
þjónusta við ferðamenn eðlilega
afar rýr. Þessi staða og aðbúnaður
safnsins er, þvi miður, þjóðinni
allri og stjómvöldum hennar til
háborinnar skammar.
í hít ríkissjóðs
Safn þetta á sér 110 ára sögu,
eða frá stofnun Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags sumarið 1889, en
aðaltilgangur þess var þá sá, „að
koma upp sem fullkomnustu nátt-
úrugripasafni á
íslandi, er sje eign
þess (þ.e. félags-
ins) og sje geymt í
Reykjavík" (2. gr.
félagslaga frá
1889). Félagið rak
svo safn þetta við
kröpp kjör til árs-
ins 1947, er það
var afhent ríkinu
ásamt hússjóði fé-
lagsins en miðað var þá við að
byggt yrði yfir safnið. Með núver-
andi auglýsingaávöxtun verð-
bréfasjóða væri sjóður þessi nú
orðinn nokkur hundruð milljónir
króna. Sá sjóður hvarf hljóðalaust
í hit ríkissjóðs, en skuldbindingin
stendur enn. Svo illar em efndim-
ar að safnið er nú í sama her-
bergjafjölda og það var
meðan það var í
vörslu félagsins fyrir
100 árum, í allri fátækt
þess og þjóðarinnar
þá. - Úr þessari eymd
verður að bæta.
Það er gott verk og
þarft að halda alþjóð-
legar ráðstefnur í
Reykjavík um mikil-
væg málefni fyrir hátt
í tvö hundmð milljón-
ir króna, en ekki er
síður nauðsynlegt að
veita þjóðinni aðgang
að upplýsingum um
grandvöU hennar hér
á landinu, þó að það
kosti álíka mikið, í
stofnkostnaði. Þá væri
önnur og málefnalegri
umræðan um að-
kallandi málefni er varða náttúm
landsins, náttúravemd og nýtingu
náttúruauðlinda en raunin hefur
orðið. Mátt hefði t.d. skjóta í
skyndi á góðri sýningu um Eyja-
bakka, Kötluhlaup, hvalveiðar eða
annað það er valdið hefur ugg eða
deUum í þjóðfélaginu. Þannig
mætti lengi telja.
Sýnum reisn
Gott náttúrusafn í Reykjavík
með lifandi náttúrufræðisýning-
um er besta og fljótvirkasta leiðin
tU að upplýsa almenning á höfuð-
borgarsvæðinu og þarsitjandi
stjómvöld um íslenska náttúra og
forsendur vandamála þeirra, sem
að henni lúta, en þau
eru bæði mörg og
mikil. Um leið er
slíkt safn ómetanlegt
sem fræðsluvett-
vangur fyrir skóla-
nema á öUum stig-
um. Eru þá ónefnd
arður sá og aukinn
sómi þjóðarinnar,
sem leiðir af því að
geta sýnt erlendum
ferðamönnum svona
safn, en það dregur
langan dilk á eftir
sér í aukinni vel-
gengni okkar sjálfra
og virðingu meðal
þjóða.
Svona safh verður
ekki sett upp með
söltuðum nefndará-
litum og sviknum
loforðum. Það er komið nóg af
þeim. Tími er tU þess kominn að
sýna reisn í þessu máli og leggja af
skömm sína. Aðilar þeir er málið
varðar verða umyrðalaust að taka
höndum saman og koma upp við-
unandi náttúrasafni í höfuðborg
þjóðarinnar. Hún á að verða
menningarborg Evrópu á næsta
ári. Ósagt skal látið um aðra
menningu, en hætt er við að hún
verði náttúralaus í sjálfsmynd
sinni, nema hér verði úr bætt. Það
er öUum hlutaðeigandi aðilum tU
sóma að bregðast við vel og rösk-
lega og húsa myndarlega Náttúra-
safn i höfuðborginni.
Freysteinn Sigurðsson
„Aðilar þeir er málið varðar verða
umyrðalaust að taka höndum
saman og koma upp viðunandi
náttúrusafni í höfuðborg þjóðar-
innar. Hún á að verða menningar-
borg Evrópu á næsta ári.u
Kjallarinn
Freysteinn
Sigurðsson
jarðfræðingur, form.
Hins íslenska náttúru-
fræðifélags
Með og
á móti
Er raunhæft að reikna með
því að ísland komist áfram
í Evrópukeppninni í knatt-
spyrnu?
ísland mætir heimsmeisturum
Frakka i París á morgun og þarf
að sigra og treysta á að Úkraína
vinni Rússland til að komast
áfram í keppninni.
Alla burði
til að sigra
„Það er mjög raunhæfur
möguleiki að ísland komist
áfram. íslenska
landsliðið er í
dag skipað at-
vinnumönnum,
rétt eins og það
franska, og
eini munurinn
er sá að þeir
frönsku heita
heimsmeistar-
Magnús V. Péturs-
dr' son, kaupmaður og
Guðjón Þórð- fyrrum knatt-
arson er búinn spymudóman.
að ná frábær-
um árangri með íslensku strák-
ana og í París þurfa þeir að
leggja sig alla fram og spila af
krafti frá byrjun, ekki bara sið-
ustu 5 mínúturnar eins og gegn
Úkraínu. Ef þeir gefa sig 125 pró-
sent í leikinn hafa þeir alla burði
til að sigra í París, það er engin
spuming. Ég er viss um að Úkra-
ínumenn geta unnið Rússa í
Moskvu, þeir hafa sýnt í þessari
keppni að þeir era ekki meö
síðra lið.
Að lokum vil ég segja þetta: Þó
Frakkar séu viðsjálir, seinir til
en sérgóðir, sigra má þá alls stað-
ar. Áfram ísland."
Frakkar tapa
ekki aftur
„Því miður er þetta ekki raun-
hæft þó að alltaf sé gaman að láta
sig dreyma og
ég vonist eftir
kraftaverkinu
eins og aðrir
íslendingar.
Ég sé það ein-
faldlega ekki
gerast hvort
tveggja í senn
að ísland sigri
í ParíS Og íþróttafróttamaöur
Rússar fari að íy“,og
tapa á sínum
geysisterka heimavelli í Moskvu.
Möguleikinn var fyrir hendi
hjá íslenska liðinu en hann hvarf
nánast með ósigrinum gegn
Úkraínu. Ástæðurnar eru aðal-
lega tvær. í fyrsta lagi eiga
Frakkar mun betri fótboltamenn
en við íslendingar, með fullri
viröingu fyrir þeirri seiglu og
dugnaði sem strákamir hafa
sýnt. í öðra lagi eru Frakkar með
það leikreynt lið að þeir brenna
sig ekki á því sama og í árslok
1993, er tap gegn Búlgörum á
heimavelli kom í veg fyrir að
Frakkar kæmust á HM 1994.
Ég hef líka vissar áhyggjur af
íslenska hópnum fyrir þennan
leik því of margir í liðinu era
lúnir eftir átök undanfarinna
vikna. Eyjólfur er t.d. nýkominn
úr uppskurði, og Guðjón hefði
þurft að gera róttækari breyting-
ar á liðinu. -VS
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á þvi að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efni á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@fF.is