Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 16
16 4- 17 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 Sport Lið Frakka á morgun Frakkar völdu 19 manna hóp fyrir leikinn gegn Islandi og eins og sjá má hér að neðan er þar hver stjaman á fætur annarri. í hópnum eru 10 af þeim 14 leikmönnum sem tóku þátt í úrslitaleik HM gegn Brasilíu í fyrra og 14 af þeim sem skipuðu 22ja manna hóp Frakklands í keppninni. Leikmenn Frakklands eru eftirtaldir: Bernard Lama, markvörður Paris SG. 36 ára, fæddur í Gvíjana. 40 landsleikir, sá fyrsti 1993. Hefur leikið með West Ham, Lens, Brest, Metz, Lille og Besancon. Stéphane Porato, markvörður Marseille. 26 ára, fæddur í Frakklandi. Nýliði. Lék áður með Mónakó. Laurent Blanc, miðvörður Inter Milano. 33 ára, fæddur í Frakklandi. 84 landsleikir, sá fyrsti 1989, 14 mörk. Hefur leikið með Marseille, Barce- lona, Auxerre, St. Etienne, Nimes, Napoli og Montpellier. Vincent Candela vamarmað- ur, Roma. 25 ára, fæddur í Frakklandi. 18 landsleikir, sá fyrsti 1996, 1 mark. Hefur leikið með Guingamp og Toulouse. Marcel Desailly miðvörður, Chelsea. 31 árs, fæddur í Gana. 59 landsleikir, sá fyrsti 1993, 2 mörk. Hefur leikið með AC Milan, Marseille og Nantes. Christian Karembeu, vamartengiliður Real Madrid. 29 ára, fæddur í Nýju-Kaledóníu. 42 landsleikir, sá fyrsti 1992, 1 mark. Hefur leikið með Sampdoria og Nantes. Franck Leboeuf, miðvörður Chelsea. 30 ára, fæddur í Frakklandi. 23 landsleikir, sá fyrsti 1995, 3 mörk. Lék áður með Strasbourg og Laval. Bixente Lizarazu, vinstri bakvörður Bayem Miinchen. 29 ára, fæddur í Frakklandi. 48 landsleikir, sá fyrsti 1992, 2 mörk. Lék áður með Athletic Bilbao og Bor- deaux. Lilian Thuram, hægri bakvörður Parma. 27 ára, fæddur á Gvadelúpeyjum. 50 landsleikir, sá fyrsti 1994, 2 mörk. Lék áður með Mónakó. Alain Boghossian, varnartengiliður Parma. 28 ára, fæddur í Frakklandi. 20 landsleikir, sá fýrsti 1997, 2 mörk. Lék áður með Sampdoria, Napoli, Marseille og Istres. Didier Deschamps, varnar- tengiliður Chelsea. 30 ára, fæddur i Frakklandi. 87 lands- leikir, sá fyrsti 1989, 4 mörk. Lék áður með Juventus, Mar- seille, Bordeaux, Nantes og Aviron. Fyrirliði heimsmeist- araliðsins i fyrra. Johan Micoud, tengiliður Bordeaux. 26 ára, fæddur í Frakklandi. 1 lands- leikur, í ágúst. Lék áður með Cannes. Patrick Vieira, tengiliður Arsenal. 23 ára, fæddur í Senegal. 17 landsleikir, sá fyrsti 1997, ekkert mark. Lék áður með AC Milan og Cann- Zinedine Zidane, tengiliður Juventus. 27 ára, fæddur í Frakklandi, ættaður frá Alsír. 47 landsleikir, sá fyrsti 1994,12 mörk. Lék áður með Bordeaux og Cannes. Leikmaður ársins i heiminum 1998. Youri Djorkaeff, sóknarmað- ur Kaiserslautem. 31 árs, fæddur í Frakklandi, ættaður frá Armeníu. 56 landsleikir, sá fyrsti 1993, 21 mark. Lék áður með Inter Milano, Paris SG, Mónakó, Strasbo- urg og Grenoble. Lilian Laslandes, sóknarmaður Bordeaux. 28 ára, fæddur í Frakklandi. 6 landsleikir, sá fyrsti 1997,3 mörk. Lék áður með Auxerre og St. Seurin. David Trezeguet, sóknarmaður Mónakó. 21 árs, fæddur í Frakklandi. 13 landsleikir, sá fyrsti 1998, 2 mörk. Tony Vairelles, sóknarmaður Lyon. 26 ára, fæddur í Frakklandi. 4 landsleikir, sá fyrsti 1998, ekkert mark. Lék áður með Lens og Nancy. Sylvain Wiltord, sóknarmaður Bordeaux. 25 ára, fæddur í Frakklandi. 7 landsleikir, allir 1999, 2 mörk. Lék áður með Rennes. Roger Lemerre, þjálfari. 58 ára, fæddur í Frakklandi. Tók við landsliðinu eftir HM 1998 en var aðstoðarþjálfari þess frá janúar 1998. Þjálfaði áður Red Star Paris, Lens, Paris FC, Strasbourg og L’Espérance (Túnis). Lék 6 lands- leiki. Lék með Lens, Nancy, Nantes og Sedan, alls 414 leiki í A-deild Frakklands. -VS DV DV Sport Breytt hugarfar Tíundi og síðasti leikur ís- lands í riðlakeppni Evrópumóts landsliða í knattspymu hefst á Stade de France leikvanginum í St. Denis, útborg Parísar, klukkan 16 á morgun, laugar- dag. Þó ótrúlegt megi virðast fer ísland i þennan leik gegn sjálf- um heimsmeisturunum með þann möguleika fyrir hendi að slá þá út úr keppninni og kom- ast í aukaleiki um sæti' í sjálfri úrslitakeppni EM á næsta ári. Fjarlægur möguleiki, vissu- lega, og líkumar á íslenskum sigri em að sjálfsögðu ekki miklar. Frökkum er almennt spáð sigri, og það öruggum, enda væri annað óeðlilegt. Islenska liðið hefur komið geysilega á óvart í þessari keppni. Það er komið með 15 stig og hefur sigrað Rússland og gert jafntefli bæði við Úkra- ínu og Frakkland. Þetta er betri árangur en ísland hefur nokkru sinni náð á stórmóti í knatt- spymunni, og þá gildir einu hvernig leikurinn í París end- ísland hefur í níu leikjum skorað 10 mörk og aðeins feng- ið á sig 4. Liðið hefur sem sagt ekki fengið á sig mark nema í öðrum hverjum leik, og tæplega það. Ekkert lið hefur skorað meira en eitt mark hjá íslandi síðan í febrúar 1998. Þar með taldir heimsmeistararnir frönsku. Guðjón Þórðarson sagði fyrir leikinn gegn Frökkum fyrir 13 mánuðum síðan að ísland þyrfti alls ekki að tapa. Það þótti bjartsýni hin mesta, en gekk eftir. Fyrir útileikinn gegn Úkraínu sagði Guðjón að þar væra góðir möguleikar á stigi og það gekk eftir. Nú storka hann og íslensku leik- mennimir enn öll- um spádómum og ætla að spila til sigurs. í París. Það er einmitt þetta sem hef- ur breyst í kringum landsliðið undanfarin misseri. Hugarfar- ið. Það er liðin tíð að landsliös- menn íslands gangi inn á völl- inn gegn sterkum andstæðing- um með það að hugarfari að tapa með sem minnstum mun. Núna er ekki rætt um annað en að sigra, eða gera jafntefli i það minnsta. Það þarf allt að ganga upp, eigi íslensku leikmennimir og Guðjón að ná markmiði sínu í París. Ef menn virða fyrir sér leikmannahóp Frakklands hér til vinstri sést vel hverskonar verkefni liðið á fyrir höndum. Ekki síst þarf heppnin að vera 12. liðsmaður íslands. Og í Moskvu þurfa Úkraínumenn að knýja fram sigur á sama tíma, eigi ísland að komast lengra í keppninni. Langsótt, segja flest- ir. En knattspyman er óút- reiknanleg. Ævintýri gerast af og til, og það er engin ástæða til að afskrifa fyrirfram að eitt slíkt geti átt sér stað á Stade de France á morgun. íþróttaljós Vífiir Sigurðsson Mikill áhugi fyrir leiknum í París: Tvö þúsund miðar óseldir í gærkvöld - leikvangurinn tekur 78 þúsund áhorfendur Frakkar ætla svo sannarlega að styðja við bakið á sínum mönnum í leiknum gegn ís- lendingum á morgun. Rífandi aðgöngumiðasala var í gær í forsölu og þegar henni var lok- að í gærkvöld voru tvö þúsund miðar óseldir. Þjóðarleikvangurinn, Stade de France, sem byggður var fyrir heimsmeistarakeppnina 1998, tekur 78 þúsund áhorf- endur í sæti og er því ljóst að uppselt verður á leikinn á laug- ardag. Uppselt var á leiki franska liðsins gegn Rússum og Úkraínu í riðlinum á þess- um glæsilega leikvelli. Leikvangurinn er í St. Den- is-hverfmu sem er rétt fyrir utan París en Frakkar léku flesta sína leiki á þeim velli í heimsmeistarakeppninni og tryggðu sér að lokum þar sjálf- an heimsmeistaratitilinn eftir úrslitaleik við Brasilíu. -JKS Bera virðingu fyrir íslenska landsliðinu Franskir fjölmiölar hafa í umfjöllum sinni um landsleikinn farið lofsamlegum orðum um íslenska landsliðið. Fram hefur komið að frönsku heimsmeistaramir megi alls ekki van- meta íslendingana og er fyrri leikur þjóðanna í Reykjavik fyrir rúmu ári síðan þeim víti til vamaðar. Viðureign þjóðanna hefur fengið geysilegt rými í öllum blöðum, og sjónvarps- stöðvar hafa ekki látið sitt eftir liggja og hafa þær verið að mynda íslenska landsliðið á æf- ingum hátt og lágt. Roger Lemerre, landsliðsþjálfari Frakka, ít- rekaði í gær mikilvægi leiksins fyrir báðar þjóðir. Hann sagðist bera virðingu fyrir ís- lenska liðinu og taldi ljóst að hans menn þyrftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Árang- ur íslendinga í riðlinum sýndi að ekki mætti sofna á verðinum og menn yrðu að halda vöku sinni frá byrjun til enda. Það yrði mikið áfall fyrir Frakka ef heims- meistaramir sjálflr myndi ekki komast í úr- slitakeppni Evrópumótsins. -JKS Körfuknattleikur-Eggj abikarinn: Stórsigrar á öllum vígstöðvum Eggjabikarinn í körfuknatt- leik karla hófst í gærkvöld með þremur leikjum og var um fyrri viðureignir liðanna að ræða. 1. deildarlið ÍR-inga varð Grindvíkingum auðveld bráð í íþróttahúsi Seljaskóla. Grindvíkingar sigraðu, 61-93, eftir að staðan í hálfleik var, 31-47. Kristinn Harðarson var stigahæstur hjá IR með 14 stig og Guðni Einarsson gerði 12 stig. Brendan Birmingham skoraöi 28 stig fyrir Grindavík og Bjami Magnússon 17. í Borgamesi vora KR-ingar ekki í neinum vandræðum með heimamenn í Skallagrími. Lokatölur þar, 57-75, eftir að staðan í hálfleik var, 33-38, fyr- ir gestina. Hjá Skallagrími var Dragisa Saric stigahæstur með 21 stig og Hlynur Bæringsson gerði 15 stig. Ingvar Ormars- son skoraði 16 stig fyrir KR og þeir Steinar Kaldal, Ólafur Ægisson og Jonathan Bow skoraðu 10 stig hver. Á Akarnesi unnu Haukar auðveldan sigur á ÍA, 56-80. -JKS/EP 4 » IVBðPUKIPPNIM Úkrainumenn eru án tveggja sterkra leikmanna gegn Rússum í Moskvu. Sergiy Popov fékk sitt annað gula spjald í keppninni gegn íslandi og tekur út leikbann og Roman Maksy- myuk handarbrotnaði á æfingu i Moskvu í vikunni og er úr leik. Andriy Husin kemur aftur inn i hóp- inn en hann var í banni gegn íslandi. Rússar tefla að mestu fram sínu sterkasta liði gegn Úkraínu en Oleg Romantsev valdi ekki Alexander Mostovoi, leikmann Celta Vigo, sem er nýkominn af stað eftir uppskurð á nára. Þá verður markvörðurinn reyndi, Stanislav Tchertchesov, ekki í markinu en rússneska sam- bandið hefur átt i stríði við félag hans, Tirol Innsbruck í Austurriki. Fabian Barthez, Frédéric Dehu, Thierre Henry og Christophe Dug- arry eru i banni hjá Frökkum gegn íslandi. Siguróur Jónsson er hins- vegar í banni hjá íslandi. Staöan í 4. riöli: Úkraina Rússland Frakkland ÍSLAND Armenía Andorra 9 5 4 0 9 6 0 3 9 5 3 1 9 4 3 2 9 12 6 9 0 0 9 13- 3 19 21-11 18 14- 8 18 10-4 15 5-15 5 3-25 0 Sigurliöiö i riölinum fer beint i úr- slitakeppnina í Hollandi og Belgíu næsta sumar. Liðið í öðru sæti fer í útsláttarkeppni siðar í haust um sæti í úrslitakeppninni. Veröi liö jöfn að stigum, ráða inn- byrðis úrslit röðinni. Ef ísland, Rúss- land og Frakkland verða jöfn með 18 stig fær ísland annað sætið, veröur þá með 7 stig í innbyrðis leikjum lið- anna, Rússland 6 og Frakkland 4. Eitt lió sem verður í öðru sæti í sin- um riðli kemst beint í úrslitakeppn- ina. Besti árangur ræður því hvaða lið nær þessu sæti. Tékkland, Svíþjóð, Spánn og Nor- egur hafa tryggt sér sigur í sinum riðlum og Slóvenía og Skotland eru búin að tryggja sér annað sætiö i sín- um. Mesta spennan er i riðli íslands þar sem fjórar þjóðir beijast um tvö efstu sætin. í 1. riðli beijast Italia, Danmörk og Sviss um tvö efstu sæt- in, í 3. riðli er úrslitaleikur milli Þýskalands og Tyrklands um efsta sætið, í 5. riðli berjast England og Pólland um annað sætið, í sjötta sæti berjast ísrael, Kýpur og Austurríki um annað sætið, í 7. riðli dugar Rúm- eníu að vinna Liechtenstein og Portú- gal verður þá númer tvö, og í 8. riðli berjast Júgóslavía, írland og Króatía um tvö efstu sætin. -VS Tekur Logi við FH- ingum? FH-ingar hafa ekki gengið frá ráðningu á þjálfara í meistaraflokki karla fyrir næsta tímabil. Magnús Pálsson stýröi liðinu í sumar en vænt- anlega verður breyting hjá Hafnarfjarðarliöinu sem hafn- aði í 3. sæti 11. deildinni þriðja árið í röð. Logi Ólafsson hefur sterklega verið orðaður við þjálf- cirastöðuna og hefur hann verið í viðræðum við FH-inga að undanfórnu. Logi var sem kunnugt er rekinn frá Skagamönnum undir lok tímabilsins og er því á lausu. Hann er ekki alveg ókunnugur herbúðum FH en á sínum yngri árum lék hann með félaginu og var í liðinu sem vann sér sæti í fyrsta skipti i efstu deild. -GH HM í júdó í Birmingham: Gísli þrettándi - en Vernharð endaði í 20. sæti Gísli Jón Magnússon hafnaði í 13. sæti af 40 keppend- um í +100 kg flokki á heimsmeistaramótinu í júdó sem hófst í Birmingham í gær. Gísli sigraði fyrst 200 kílóa Spánverja, Ruano Aytami, á „ippon“, eða með fullnaðar- sigri, en tapaði síðan á svipaðan hátt fyrir Shinohara frá Japan, sem síðan stóð uppi sem heimsmeistari i flokkn- um. Gísli fékk uppreisnarglímu en tapaði henni og var þar með úr leik. Vemharð Þorleifsson varð í 20. sæti í -100 kg flokki. Hann sigraði fyrst Georgiumann en tapaði næstu glímu og var úr leik. Vernharð var með rúmlega 39 stiga hita og því ekki vel upplagður. Bjami Skúlason og Friðrik Blöndal keppa á mótinu í dag. -VS ^ Yozhef Shabo, þjálfari Úkraínu: Gttast dómgæsl- una í Moskvu Yozhef Shabo, landsliðsþjálfari Ukraínu, er mættur til Moskvu með sína menn fyrir stórleikinn gegn Rússum í 4. riðli Evrópukeppninnar á morgun. Hann verður flautaður á klukkan 16 að íslenskum tíma, um leið og Frakkar og íslendingar hefja leik sinn á Stade de France-leikvangin- um í París. íslendingar þurfa að treysta á sigur Úkraínu til að eiga möguleika á öðru sætinu i riðlinum. Shabo segist hafa mestar áhyggjur af dómgæslunni en dómari leiksins í Moskvu verður David Elleray, hinn kunni enski skólastjóri sem íslend- ingar þekkja mæta vel. „Hann er að dæma sinn síðasta leik á ferlinum sem alþjóðadómari og það getur haft slæm áhrif á leikinn. Það vita líka allir að áhrif Koloskovs, forseta rússneska knattspyrnusambandsins, innan hreyfingarinnar í Evrópu eru mikil. Ég vona bara að Elleray dæmi eins og sannur enskur heiðursmaður," sagði Shabo. -VS fyrir Frakkaleikinn Islenska landsliðið undirbýr sig fyrir stóra slaginn gegn Frökkum í lokaumferð riðla- keppni Evrópumóts landsliða sem hefst á morgun klukkan 16 á Stade de France-leikvang- inum. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari var með liðið á tveimur æfingum í gær á æf- ingasvæði eigi langt frá dval- arstað liðsins. I kvöld mun landsliðið æfa á þjóðarleik- vanginum þar sem viðureign þjóðanna fer fram á. Guðjón sagði í samtali við DV seint í gærkvöld að andrúmsloftið væri afslapp- andi og hann hlakkaði mikið til leiksins á morgun. „Það fer vel um hópinn hér í París, heilsufar leikmanna virðist í góðu lagi og veðrið hefur leikið við okkur síðan við komum. Það era allir klár- ir í slaginn og það era góðar líkur á því að ég geti teflt fram Eyjólfl Sverrissyni sem hefur verið frá í siðustu tveimur leikjum vegna meiðsla," sagði Guðjón. - Þú hlýtur hafa velt þessum leik lengi fyrir þér, ekki satt? „Jú, en ég er með vangavelt- ur um hvort ég eigi að breyta sóknarleiknum. Þá með þeim hætti að tefla tveimur sóknar- mönnum í fremstu víglínu og spila þannig 5-3-2. Spuming er svo líka hvort maður haldi sig við gamla formið og stilli upp 5-4-1. Freistandi að breyta sókninni Ég er ekki að breyta vöm- inni enda ekki hriflnn að vera meö fjóra menn þar. Það er kannski ekki margt sem bend- ir til þess að maður fari að hrófla eitthvað við sókninni en engu að síður er það freist- andi. Maður myndi þá annað hvort gera það strax í upphafi eða sæta lagi,“ sagði Guðjón. - Verður þessi leikur ef til vill sá erflðasti í riðlinum til þessa? „Hann verður í það minnsta mjög erfiður og Frakkar mæta til hans dýrvitlausir enda verða þeir að vinna. Ef þeir lenda í þeirri stöðu að gera jafntefli, og Rússar og Úkra- ínumenn einnig, myndu þeir sitja eftir í þriðja sæti í riðlin- um. Það er hlutur sem þeir myndu aldrei una við. Það yrði geysilegt áfall fyrir úr- slitakeppnina ef sjálfir heims- meistaramir sætu eftir heirna." - Heldur þú að Frakkar blási til sóknar strax frá byrj- un? „Ég held að þeir komi mjög grimmir inn í leikinn og reyna þannig að ná forystunni fljót- lega. Markmiðið hjá þeim er að stjóma leiknum og létta sér vinnuna með þeim hætti. Það er skemmtilegt til þess að vita að við sjálfir eigum enn mögu- leika í síðasta leik. Ég held það hljóti að vera skemmtilegt að leika frammi fyrir troðfullum velli. Hvet mfna menn Það er hugur í mér og ég mun hvetja mína menn og gera þeim grein fyrir því hversu gaman þetta getur orð- iö,“ sagöi Guðjón Þórðarson við DV. Bland i poka Þegar keppni var hálfnuö seint í gærkvöld á heimsbikaramótinu í keilu í Las Vegas hafði Jón Helgi Bragason hækkað sig um eitt sæti. Hann var kominn í 13. sæti af 78 keppendum en átta efstu komast í úrslitakeppnina. Ásgeir Elíasson hefur veriö ráðirrn þjálfari 1. deildarliðs Þróttar úr Reykjavík í knattspymu tii þriggja ára. Ásgeir, sem hefur þjálfað Fram undan- farin fjögur ár, var þjálfari og leikmað- ur hjá Þrótti á árunum 1981 til 1984. Hann var síðan meö Fram 1985 til 1990 og landsliðinu frá þeim tíma til 1995. Landsliö íslands, skipað leikmönnum 21-árs og yngri, mætir Frökkum i Evr- ópukeppninni á morgun, laugardag, kl. 12 aö íslenskum tíma. Leikið er í bænum Blois, sem er í um 100 kíló- metra flarlægð frá París þar sem leik- ur A-liða þjóðanna fer fram fjórum tím- um síðar. Gilles De Bilde, leikmaður Sheffield Wednesday, hefur á ný verið valinn í landsliðshóp Belga í knattspymu en þeir mæta Englendingum í vináttuleik á sunnudag. De Bilde neitaði að spila með landsliðinu i febrúar vegna ósætt- is við Georges Leekerts, þáverandi þjálfara þess. Eftirmaður Leekens, Ro- bert Waseige, kallaði hinsvegar á De Bilde í gær þegar Emile Mpenza dró sig út úr hópnum vegna meiösla. Demetrio Albertini getur ekki leikið með Itölum gegn Hvit-Rússum í Evr- ópukeppninni í knattspymu í Minsk á morgun en hann meiddist á lands- liðsæfingu á miðvikudag. Albertini er næst leikjahæsti ieikmaöur ítalska liðsins. Panathinaikos, lið Helga Sigurðs- sonar, sigraði Panaitolikos, 5-1, i grísku bikarkeppninni í knattspymu í gær. Helgi var að sjálfsögðu ekki í hópnum þar sem hann var kominn til Parisar á móts við íslenska landsliðið. Gerhard Houllier, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur mikinn hug á aö kaupa norska miðjumanninn Erik Mykland frá Panathinaikos, sam- kvæmt fréttum í grískum fjölmiðlum í gær. Helgi Kolviðsson æfði ekki með lands- liðinu i gær því hann var með hita. Guöjón Þóróarson átti ekki von á öðm en að Helgi næði sér fljótt og yröi því klár fyrir leikinn á morgun. Leikurinn gegn Frökkum á morgun er 10. landsleikur íslands á árinu, og sá síöasti nema kraftaverkið gerist og ís- land komist áfram í keppninni. Af þessum 9 leikjum í ár hefur ísland unn- ið 6, gert 1 jafiitefli og tapað 2 leikjum, skorað 13 mörk og fengið á sig 5. Hvemig sem Frakkaleikurinn endar er ljóst að árið 1999 er besta ár íslenska landsliðsins frá upphafi. Tveir leikmenn hafa spilað alla 9 leik- ina í ár, þeir Birkir Kristinsson og Hermann Hreiöarsson. Þóröur Guö- jónsson hefur skorað flest mörk, 3, Rikharóur Daöason hefur gert 2 en átta leikmenn hafa skorað hin átta mörkin. Það hafa því 10 leikmenn skor- að fyrir liðið i ár, sem er met. -JKS/VS West Ham slapp fyrir horn Knattspyrnusamband Evrópu álívað í gær að West Ham yrði ekki vísað úr UEFA-bikarnum þrátt fyrir að liðið hafl notað Igor Stimac, sem átti eftir að taka út tveggja leikja bann, gegn Osijek frá Króatíu í 2. umferð. Stimac fékk leikbannið árið 1995 en íiefur ekki haft tækifæri til að taka það út fyrr en nú þar sem liö hans, Cadiz á Spáni og Derby í Englandi, tóku ekki þátt í Evrópukeppni. Hann má ekki spila tvo næstu Evrópuleiki West Ham en forráðamenn enska félagsins vissu ekki um bannið. -VS Kristinn og Pétur til Belgiu Kristinn Albertsson körfuknattleiksdómari hefur verið tilnefndur til að dæma tvo leiki í Belgíu í Evrópukeppni félagasliða síðar í þessum mánuði. 19. október dæmir hann leik Antverpen og Ovar frá Portúgal Daginn eftir dæmir Kristinn leik Mons og Malaga. Pétur Hrafn Sigurðsson verður eftirlitsmaður með viður- eignum Ostende og Estudiantes frá Madríd og Gent og Vacallo frá Sviss. -JKS Hermann hækkar enn Söluverö Hermanns Hreiðarssonar hækkaði enn í gær þegar Ron Noades, framkvæmdastjóri Brentford, tilkynnti að hann væri falur fyrir minnst 360 milljónir króna. Sú upphæð gæti reynst of há fyrir Wimbledon sem er tilbúið til að greiða 240 milljónir fyrir Hermann. Noades sagði að það væri ekki einu sinni víst að hann myndi selja Hermann strax, hann myndi jafnvel biða þar til ljóst væri hvemig hann myndi fylla skarð hans í liðinu. -VS Eyjólfur fyrirliði á morgun Eyjólfur Sverrisson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspymu sem mætir Frökkum á morgun í París. Eyjólfur, sem er kominn að nýju inn í liðið eftir meiösli, leikur á morgun sinn 52. A-landsleik. Rúnar Kristinsson nálgast óðum 80. lands- leikjamúrinn en hann klæðist peysunni í 79. skipti gegn Frökk- um. Helgi Sigurðsson á möguleika á að leika sinn 30. landsleik í París. Tveir Islendingaleikir I gær var dregið í 3. umferð þýska bikarsins í handbolta og í tveimur leikjanna mætast Islendingaliö. Wuppertal (Dagur/Heið- mar/Valdimar) mætir Willstátt (Gústaf/Magnús) og Göppingen (Rúnar) tekur á móti Magdeburg (Ólafur/Alfreð). Nordhorn (Guö- mundur) sækir Gensungen heim, Wetzlar (Sigurðm- B.) fer til Minden, Essen (Patrekur/Páll) fer til Bremen og Eisenach (Dura- nona) fer til Frankfurt. -VS <* i f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.