Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 5 Fréttir Nóatún kauplr Keisarann: Allir velkomnir á Mónakó segir veitingamaöurinn „Allir sem haga sér samkvæmt venjulegum reglum eru velkomnir á Mónakó nú þegar Keisarinn er brátt allur," sagði Margeir Margeirsson veitingamaður sem selt hefur Einari Jónssyni í Nóatúni og aðilum tengd- um honum veitingastaðinn Keisarann við Hlemm. Nóatúnsmenn hyggjast leigja húsnæðið úr fyrir verslun en hluta staðarins tekur Tryggingastofn- un ríkisins á leigu. „Þetta eru 600 fer- metrar þannig að rúmt verður um alla,“ sagði Margeir Margeirsson sem einnig rekur veitingastaðinn Mónakó við Laugaveg 78, gegnt Austurbæjar- útibúi Landsbankans. Víst má telja að Nóatúnsmenn hafi keypt Keisarann til að skapa frið um 11-11 verslun sína Fjársektir fyrir smygl DV, Akureyri: Tveir menn á fimmtugsaldri hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir í fjársektir vegna smygls á áfengi og öðrum varningi til landsins og fyrir sölu á smygl- góssinu. Annar mannanna var dæmdur í 400 þúsund króna sekt og 3 mánaða varðhald greiði hann ekki sektina innan 4 vikna. Sá var ákærður fyrir smygl í Akureyrarhöfn í febrúar 1998 og aftur I Reykjavíkurhöfn í febrúar á yfirstandandi ári. Um var að ræða vodka, tóbak og „snuff*. Hinn maðurinn, sem dæmdur var til 100 þúsund króna sektar og 20 daga varðhalds greiði hann ekki innan 4 vikna, var ákærður fyrir að hafa selt hluta smyglvamingsins. _________________________ Öxarfjörður: Þetta er orð- ið virkilega spennandi - segir veitustjórinn DV, Akureyri: „Það má eiginlega segja að borun- in sé að komast á lokastig. í morgun var búið að bora 1620 metra en við áætlum að komast 1700-2000 metra,“ segir Hreinn Hjartarson, veitustjóri á Húsavík og eftirlitsmaður Orku ehf. með boruninni eftir heitu vatni á Austursandi í Öxarfirði. Borun þar getur lokið á hverri stundu því menn hafa verið að bora um 100 metra á sólarhring en að sögn Hreins ræðst það af því hvenær menn „missa skolvatniö" í holunni hvenær bomn lýkur. Hreinn segir að hitinn í holunni sé enn um 250 gráður og holan sé ekki óálitleg. „Þetta er orðið virki- lega spennandi og lítur vel út en það er auðvitað ekki hægt að segja fyrir um það á þessu stigi hver verður endanleg niðurstaða. Þegar borun lýkur verður farið í það að ganga frá holunni og hún fer svo í prófan- ir í vetur og niðurstaðan mun ekki liggja fyrir á næstunni,“ segir Hreinn. Hann segir að verði niðurstaðan góð, eins og flest virðist benda til, verði án efa farið i frekari boranir og farið í virkjunarframkvæmdir. Hversu umfangsmiklar þær fram- kvæmdir gætu orðið eða hversu hratt þær yrðu unnar kæmi í ljós síðar. sem er í næsta húsi en Keisarafólk vandi komur sínar þangað og var öðr- um viðsklptavinum til ama. „Ég er ekki með neinar ráðagerðir um að selja Landsbankanum Mónakó enda nóg af mönnum sem vilja kaupa húsnæðið við Laugaveg 78 þar sem Mónakó er. Við nágranna mína þar vil ég segja það eitt að þeir þurfa ekki að óttast sambýlið við mig - og mína,“ Mónakó - arftaki Keisarans? sagði Margeir Margeirsson. Keisarinn verður opinn fram til 1. nóvember frá klukkan 11 að morgni og fram eftir nóttu. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.