Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 10
enning FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 UV Örlög dúkkunnar Tatyana Lazareva - ekki nógu þung. DV-mynd E.ÓI. Verk þriggja rússneskra tón- skálda voru á efnisskránni á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói í gærkvöldi, Prokoílevs, Stravinskys og Shosta- kovichs. Þeir voru samtímamenn, en sá síðastnefndi var þeirra yngstur. í endurminningum sin- um segir Shostakovich frá kynn- um sínum af kollegum sínum, og þar kemur fram að hann mat Stra- vinsky mikils en þoldi ekki Prokofiev. Honum fannst Prokofi- ev vera spillt undrabarn sem hefði bara áhuga á sjálfum sér og tónlist sinni. Sérstaklega fóru tvö uppá- haldsorð Prokoíievs í taugarnar á honum, en þau voru „skondið" og „skilurðu?“. Sagðist Shostakovich ekki skilja af hverju Prokofiev þyrfti endilega að tala eins og ómenntuð mannæta. En báðir áttu þó sameiginlegt að lifa í skugga Stalíns, og mótaði það óneitanlega tónsköpun þeirra. Mörgum þótti þvi „skondið" að Prokofiev skyldi deyja sama dag og Stalín fór til helvítis. Fyrsta verkið á efnisskránni var Gullöldin, ball- ettsvíta op. 22a eftir Shostakovich. Svítan var yflr- leitt ágætlega leikin af Sinfóníuhljómsveitinni, þó blásaramir hafi ekki alltaf verið samtaka í upp- hafi. Flautur og hom áttu góða spretti í öðrum kafla, en ýmsir aðrir blásarar vom ekki eins heppnir. Ástríðufullt sóló Sigrúnar Eðvaldsdóttm- var hins vegar fallegt og í heild var flutningur ballettsvítunnar glæsilegur og kraftmikill. Túlk- unin var alveg eins og hún átti að vera þrátt fyrir einstaka tæknilega vankanta, og greinilegt að Tónlist Jónas Sen hljómsveitarstjórinn, Alexander Lazarev, þekkti verkið út í ystu æsar. Næst á dagskrá var píanókonsert nr. 2 eftir mannætuna og var það Tatyana Lazareva, dóttir hljómsveitarstjórans, sem lék einleik. Eins og aðr- ir píanókonsertar Prokofievs er nr. 2 afar erfiður, sérstaklega er kadensa fyrsta þáttar hálfgert sadómasó-atriði, miklar bar- smíðar og allt að því dónaleg heljar- stökk upp og niður hljómborðið. Laz- areva gerði margt vel, enda með góða tækni og fallegan tón, en hún er smá- vaxin og grönn, og stundum vantaði þyngdina í ásláttinn. Hún sat fremur neðarlega við flygilinn; ef hún hefði verið ofar hefði hún betur náð hinum þunga og volduga hljómi tónverks- ins. Kadensan var einfaldlega ekki nógu áhrifamikil, það var enginn stigandi og sum hlaupin mistókust. Margt annað í konsertinum var þó vel gert, t.d. var annar kaflinn tær og jafn, og hinir tveir þættirnir stund- um tilþrifamiklir. En í heild missti flutningurinn marks. Lokaatriðið á tónleikunum var Petrúshka, balletttónlist eftir Stra- vinsky. Petrúshka er tuskudúkka, og í efnisskránni var henni lýst sem „hinni átakanlegu, vorkunnarverðu hornreku" sem misst hefur af síðasta strætó. Stravinsky lýsir dapurlegum örlögum dúkkunnar í verki sínu, en þrátt fyrir það er tónlistin bæði litrík og glæsileg. Þess má geta að rödd píanósins er einstaklega krefjandi, og skOaði Anna Guðný Guðmundsdóttir hlutverki sínu þar af stakri prýði. Ennfremur var Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari með allt sitt á hreinu í erfiðri rullu, sömuleiðis Martial Nardeau flautuleikari. Bæði í heOd og í smáatriðum var flutningur sinfóníunnar stórkostlegur undir raf- magnaðri stjórn Alexanders Lazarev, túlkunin lit- rík og þrungin andstæðum, og stóðu áheyrendur upp fyrir listafólkinu að tónleikunum loknum. ÍEinleikur á óbó CAPUT-hópurinn stóð fyrir röð ein- leikstónleika í Salnum í Kópavogi í fyrravetur og byrjar nú slíkt tónleika- Ihald á ný með einleikstónleikum Ey- dísar Franzdóttur óbóleikara á sunnudagskvöldið kl. 20.30. Eydís lauk burtfar- arprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1987 og stundaði fram- haldsnám í London. j Auk þess að vera óbó- | leikari Caput-hópsins hefur hún komið fram ; sem einleikari, með kammerhópum og með hljómsveitum víöa um Evr- ópu og hér heima. Nýlega lauk tón- leikaferð hennar um Bandaríkin og Kanada, ásamt tríói skipuðu Kristínu MjöU Jakobsdóttur fagottleikara og Unni VUhelmsdóttur píanóleikara. Á efnisskrá Eydísar á sunnudags- kvöldið eru verk eftir Benjamin Britt- en, Niccoló Castiglioni, HUmar Þórð- arson, Svein Lúðvík Björnsson og Drake Mabry. HUmar og Sveinn Lúð- vík sömdu báðir verk sín sérstaklega fyrir Eydísi. Úr djúpinu Áhugamenn um myndlist minnast j eflaust bráðskemmtUegrar sýningar i Listasafni ASÍ áriö 1997 sem hét Óð- I urinn tU sauðkindarinnar. Þetta var fyrsta þemasýning Félags íslenskra ? myndlistarmanna en nú er önnur slík í uppsiglingu á sama stað. Hún heitir Úr djúpinu og verður opnuð á morg- un kl. 15. Þar munu yfir 30 listamenn sýna úrvinnslu sína úr þessu spenn- | andi yrkisefni. Sýningin stendur til 24. október. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Tinna Gunnlaugsdóttir kristalhafi ásamt Önnu Kristínu Arn- grímsdóttur í sýningu Þjóðleikhússins á Fedru. DV-mynd S Fyrsti Kristallinn í gærkvöldi hóf á ný göngu sina á Stöð 2 menningarþátturinn KristaU. Hann er með svipuðu sniði og i fyrra, en þau nýmæli hafa verið tekin upp að veita í viku hverri viðurkenningu þeim sem hafa skarað fram úr í listum og menningarmálum. Viður- kenningin er að sjálfsögðu kristall, hand- gerður gripur úr gleri sem Brynhildur Þor- geirsdóttir hefur hannað. Þó að yfirbragðið sé hið sama eru engir tveir alveg eins. „Okkur langar til að vekja athygli á framúrskarandi listviðburðum og þeim listamönnum og listastofnunum sem okkur finnst gera góða hluti, ekki síst til þess að auka umræðu um það sem vel er gert,“ sagði Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, umsjónarmaður þáttarins. - En heldurðu að það valdi ekki gengis- fellingu á Kristalnum að veita hann viku- lega? ? „Ja, þættirnir eru ekki nema þrjátiu yfir veturinn og það er úr svo geysimörgu að velja,“ sagði Sigríður Margrét. „Þetta eru engin Óskarsverðlaun heldur okkar viðurkenning, og mér finnst alls ekki of oft að veita hana einu sinni í viku.“ Fyrsta Kristalinn fékk í gærkvöldi Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarið fyrir þau stóru hlutverk sem hún leikur í Fedru og Ungfrúnni góðu og Húsinu. Auk þess er hún virk í félagsstarfi sem forseti Bandalags íslenskra listamanna. Tinna fær svo að tilnefna næsta handhafa kristalsins ásamt stjórnanda og Jóni Karli Helgasyni, framleiðanda þáttarins. Gísli og Sigrid á Selfossi Á morgun kl. 14 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafni Ámesinga á Selfossi. Þar sýna verk sín tveir j myndlistarmenn af ólíkum uppruna j sem hafa samanlagt unnið í djúpri j snertingu við íslenskt landslag í fimmtíu ár. Listamennirnir em Gísli Sigurðsson, umsjónarmaður Les- hókar Morgunblaðs- ins, sem nú heldur sína tólftu einkasýn- ingu á myndum frá Tungnamannaaf- rétti, og Sigrid Valt- ingojer sem kallar | sýningu sína Grafík í tuttugu ár. Hún 1 er fædd í Tékklandi 1935 en hefur ver- ið búsett á íslandi írá árinu 1961. 1 Þetta er sextánda einkasýning Sigrid, l en auk þess hefur hún tekið þátt í fiöl- j mörgum samsýningum heima og er- | lendis og hlotið margvíslegar viður- | kenningar. Á sýningunni gefur að líta I yfirlit yfir 20 ára feril listakonunnar. I Sýningamar standa til 31. október. Safnið er opið fimmtudaga til sunnu- f; daga frá 14-17. I y Ut í vorið Kvartettinn Út í vor- ið og Signý Sæmunds- dóttir óperusöngkona I halda tónleika í Lang- holtskirkju á morgun kl. 17.00. Efnisskráin I einkennist af þeirri músík sem vinsæl var á millistríðsárunum og m.a. þýski sönghópur- 1 inn „Comedian Harmonists" gerði j ódauðlega. Einnig- em klassísk ís- | lensk kvartettlög á efnisskránni og verk eftir Schubert og Donizetti. Þar | má nefna Stándchen eftir Schubert | fyrir sópran og fiórar karlaraddir. Söngkvartettinn Út í vorið var stofnaður haustið 1992 af Ásgeiri Böðvai’ssyni, Einari Clausen, Hall- dóri Torfasyni og Þorvaldi Friðriks- syni. Snemma árs 1993 kom píanóleik- j arinn Bjarni Þór Jónatansson til liðs I við kvartettinn og Signý Sæmunds- dóttir hefur verið raddþjálfari kvart- ettsins um árabil. Ef Kossinn vaeri bíómynd... Skopstæling á íslensku nútímasamfélagi. Bjarni Haukur Þórsson og Steinn Ármann Magnússon í Kossinum. DV-mynd Teitur í gærkvöldi bauð nýtt leikhús, Bíó- leikhúsið, til sinnar fyrstu frumsýning- ar í Bíóborginni við Snorrabraut. Á meðan húsið hét Austurbæjarbíó var oft leikið þar og margir minnast mið- nætursýninga Leikfélags Reykjavíkur á vinsælum gamanleikritum og förs- um. Uppsetningar þessar skiluðu drjúg- um tekjum í húsbyggingarsjóð félags- ins enda gengu þær oft fyrir fullu húsi svo mánuðum skipti. Fyrirfram hefði mátt ætla að Kossinn hefði alla burði til að verða vinsælt kassastykki. Aðal- leikarinn, Bjarni Haukur Þórsson, fer með eina hlutverkið í Hellisbúamun sem hefur notið gríðarlegra vinsælda og höfundurinn er Hallgrímur Helga- son sem þýddi og staðfærði það verk. Aðalpersónan í Kossinum er Ámi Hafstein sem er þrítugur og hundleiður á að vera piparsveinn. Eitthvað gengur honum samt illa að finna sér konu en eftir heimsókn til spákonu sem segir honum að hann þekki nú þegar lífsförunaut sinn og allt sem þurfi sé einn koss færist fiör i leikinn. Eins og í Hollywood-kvikmyndunum fer allt vel að lokum og auðvitað giftist Ámi konunni sem áhorfendur vita frá upphafi að er hin eina rétta. Eins og við var að búast er texti Hallgríms oft bráðfyndinn og mörg atriðin skemmtileg þó klisjurnar séu aldrei langt undan. Kossinn er hins vegar meingallað leikhúsverk og að upp- byggingu minnti það frekar á kvikmyndahand- rit. Atriðin eru ótalmörg en stutt og framvind- an í sífellu brotin upp meö meira og minna óþörfum sviðskiptingum. Mörg atriði höfðu ekkert með hina eiginlegu sögu að gera og næg- Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir ir þar að nefna barsenuna þar sem Þórhallur Sigurðsson fer á kostum í hlutverki örlagabyttu sem komin er af léttasta skeiði. Ekki þarf að fiölyrða um reynslu Jóhanns Sigurðarsonar sem leikara en Kossinn er framraun hans sem leikstjóra og ber sýningin þess greinileg merki. Reyndari leikstjóri hefði án efa verið duglegri að stytta og hér hefði ekki sakað að hafa dramatúrg með í ráðum. Leikarar fara að mestu eigin leiðir við persónusköpun og gengur misvel. Guð- björg Thoroddsen og Þórhallur Sigurðs- son báru af og sömuleiðis skiluðu þau Nanna Kristín Magnúsdóttir og Davíð Þór Jónsson sínu ágætlega. Laufey Brá Jónsdóttir var fin sem Hanna Magga en hin hlutverkin urðu ansi keimlík þar sem líkamsbeitingin var alltaf eins. Steinn Ármann Magnússon var sjálfum sér líkiu- en sú ágæta gamanleikkona Sigurveig Jónsdóttir virtist engan veg- inn finna sig. Útlit Bjama Hauks Þórs- sonar passar vel við hlutverk hallæris- gæjans Árna en leikur hans var allur á yfirborðinu eins og kom berlega í ljós í atriöum sem áttu að sýna raunverulega sálarangist. Leikmynd Vignis Jóhanns- sonar var vel hugsuð og í flestum tilvik- um hefði lýsing nægt til að gefa breytt umhverfi til kynna, í stað þess að láta menn burðast endalaust með húsgögn um sviðið. Tæknilega hefði sýningin þurft tölu- vert lengri æfingatíma. Kossinn á að vera einhvers konar skopstæl- ing á íslensku nútímasamfélagi en missir því miður marks. Leikhús þar sem allt er sagt og ekkert látið ímyndunaraflinu eftir skilur líka lítið eftir sig. Bíóleikhúsið sýnir í Bíóborginni: Kossinn eftir Hallgrím Helgason Tónlistarumsjón: Þorsteinn Gauti Sigurðsson Leikgervi: Kolfinna Knútsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Búningar: Ásta Guðmundsdóttir Leikmynd: Vignir Jóhannsson Leikstjóri: Jóhann Sigurðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.