Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 £■ Afmæli Guðmundur Haraldsson Guðmundur Haraldsson, skóla- stjóri Brunamálaskólans, Fifuseli 6, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Sandgerði en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi í húsgagnabólstrun 1963 og meistaraprófi í sömu grein 1967. Guðmundur starfaði við hús- gagnabólstrun 1959-67, hjá Slökkvi- v liði Keflavíkurflugvallar 1967-75, hefur starfað hjá Bnmamálastofnun ríkisins frá 1975 og verið skólastjóri Brunamálaskólans frá 1994. Guðmundur var formaður Starfs- mannafélags slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, vann að stofnun Landssambands slökkviliðsmanna og var fyrsti formaður þess 1973, og var formaður Félags tæknimanna í brunamálum 1979-80. Guðmundur var formaður Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur 1980-84, varaformaður fimleika- deildar Ármanns 1987-90, varafor- maður Fimleikasam- bands íslands 1990-94 og formaður þess 1994-96, varaformaður Norræna fimleikasambandsins 1992-94, formaður stjóm- ar Heilsugæslustöðvar Austurbæjar syðri 1996- 97, sat í stjóm Sorpu 1997- 98, hefur setið í ýmsum nefndum á veg- um Alþýðuflokksins, Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar, sit- ur í umferðar- og skipu- lagsnefnd Reykjavíkur auk fleiri fé- lags- og trúnaðarstarfa. Guðmundur hlaut þýska orðu fyr- ir samskipti og störf aö branamál- um 1974. Hann var sæmdur gull- merki ÍSÍ fyrir störf í þágu fimleika. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 13.9. 1969 Guðfinnu Sigurðardóttur, f. 28.9. 1943, talsímaverði. Hún er dóttir Sigurðar Ein- varðssonar, stýrimanns á Akureyri, og Sigríðar Jónsdóttur húsmóður. Börn Guðmundar og Guð- finnu eru Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 17.8. 1971, vörastjóri hjá Olíufélag- inu hf., búsett í Mosfells- bæ en sambýlismaður hennar er Hannes Blön- dal, f. 5.8.1969, tæknimað- ur; Bryndís Guðmunds- dóttir, f. 22.4. 1974, laga- nemi en unnusti hennar er Bjami Hrafn Friðriksson, f. 13.4. 1975, ið- rekstrarfræðingur; Ragnhildur Guð- mundsdóttir, f. 7.2. 1982, nemi við VÍ; íris Halla Guðmundsdóttir, f. 16.6. 1984. Alsystkini Guðmundar era Marin Ella Ragnheiður Haraldsdóttir, f. 14.9.1933, húsmóðir í Hafnarflrði en maður hennar er Jón Guðmundsson útgerðarmaður; Kristján E. Haralds- son, f. 12.5. 1936, framkvæmdastjóri í Reykjavík en kona hans er Erla Hjartardóttir matráðskona; Þórður Haraldsson, f. 8.10. 1939, verktaki í Garðabæ en kona hans er Halla Sig- ríður Þorvaldsdóttir skrifstofu- stjóri. Hálfbræður Guðmundar, sam- mæðra: Gunnar H. Valdimarsson, f. 25.10. 1925, fyrrv. aðalvarðstjóri í Keflavík; Valdimar R. Valdimars- son, f. 13.7.1927, d. 3.5.1975, vélstjóri en eftirlifandi eiginkona hans er Fanney Bjömsdóttir, búsett í Ytri- Njarðvík. Foreldrar Guðmundar vora Har- aldur Kristjánsson, f. 1.4. 1905, d. 23.6.1980, skipstjóri í Sandgeröi og í Reykjavik, og Ragnheiður Sigríður Erlendsdóttir, f. 9.3. 1896, d. 16.1. 1977, húsmóðir. Guðmundur og Guðfinna taka á móti ættingjum og vinum að Fjarð- argötu 15-17, í miðbæ Hafnarfjarð- ar, 7. hæð, í dag, milli kl. 18.00 og 20.00. Guðmundur Haraldsson. Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir hús- móðir, Ólafsvegi 5, Ólafsflrði, verð- ur sjötug á mánudaginn. Starfsferill Gígja fæddist í Hrísey og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Hún lauk barna- og unglingaskólaprófum í Hrísey, lauk gagnfræðaprófl frá MA f. og stundaði nám við Kvennaskól- ann á Blönduósi veturinn 1948-49. Gígja flutti með foreldrum sínum úr Hrísey og til Skagastrandar er hún var sextán ára. Þar stundaði hún verslunarstörf og var síðan ráðskona hjá Sveini Jónssyni, hafn- arverkstjóra á ÓMsflrði. Gígja gifti sig 1951. Þau hjónin fluttu til Skagastrandar og vora þar búsett í þrjú ár. Þá fluttu þau aftur til Ólafsfjarðar þar sem þau hafa átt heima síðan. Gígja gekk í kvennfélagið Æsk- una á Ólafsfirði og sat í stjóm þess í tuttugu ár. Þá starfaði hún í Kirkjukór Ólafsfjarðar í fjölmörg ár. Fjölskylda -< Gígja giftist 12.10.1951 Jóni Stein- dóri Ásgeirssyni, f. 22.5. 1931, vél- stjóra. Hann er sonur Ásgeirs Frí- mannssonar, skipstjóra á Ólafsflrði, og Gunnlaugar S. Gunnlaugsdóttur húsmóður. Börn Gígju og Jóns eru óskírður Jónsson, f. 16.11. 1951, d. 20.11. 1951; Hafdís Elísabet Jónsdóttir, ritari, gift Guðmundi Ólafssyni sjómanni og era dætur þeirra Díana, nemi við HÍ en sambýlismaður hennar er Héðinn Jónsson, nemi við HÍ, Jóna Gígja, nemi við HÍ en sambýlismað- ur hennar er Björn Huldar Björns- son, nemi við HÍ, og Ólöf Elsa; Gunnlaugur Kristján, framreiðslu- stjóri og er sambýliskona hans Ásta Sólveig Hreiðarsdóttir en böm hans frá fyrri sambúö eru Gunnlaug Ses- elía, Eysteinn og Hilmir er dó í bemsku; Guðlaug leikskólakennari, gift Sveini Ingvarssyni, húsasmíða- meistara og umsjónarmanni Ölfus- borga og era börn þeirra Jón Stein- dór, nemi við HÍ en sambýliskona hans er Jensína Kristín Gísladóttir, Heiða Rún kvennaskólanemi og Ágúst Leó; Kristinn, vélfræðingur og framkvæmdastjóri Reka hf. en kona hans er Sigrún Björg Einars- dóttir kjólameistari og era börn þeirra Gígja Sæ- björg, nemi við Fjöl- brautaskólann í Ármúla, Hanna Bára og Einar Ingi; Sigríður Soffla verkakona, gift Ásbirni Má Jónssyni verkstjóra og er sonur þeirra Jón Már en sonur Sigríðar frá þvi áður er Bryngeir; Katrín leikskólakennari, gift Vigni Þór Siggeirs- syni flutningabílstjóra og eru börn þeirra Ester Harpa, Elsa María og Sigurjón Óli. Systkini Gígju: Bjöm Ottó, f. 1.10. 1918, d. 29.6. 1992, vélsmíðameistari og stofnandi og fyrsti skólastjóri Vélskóla íslands á Akureyri, var kvæntur Halldóra Gunnlaugsdótt- ur sem er látin og eignuðust þau þrjú böm; Árni Garðar, f. 27.12. 1920, d. 14.7. 1987. listmálari og aug- lýsingastjóri Morgunblaðsins en fyrri kona hans var Katrín Óladótt- ir sem er látin og eignuðust þau fimm börn auk þess sem hann átti tvö fósturbörn með seinni konu sinni, Ragnheiði Kristjánsdóttur; Magnús Bæringur, f. 9.10. 1923, d. 20.7. 1995, skóla- stjóri Kópavogsskóla og einn af stofnendum Leik- félags Kópavogs, var kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur og eignuð- ust þau fimm böm; Guð- mar Jón, f. 25.9. 1926, d. 26.2. 1974, listmálari og rafvirkjameistari og gæslumaður Laxárvirkj- unar við Blönduós en kona hans var Ólöf Frið- riksdóttir og eignuðust þau þrjú börn; Stefán Sigurður, f. 23.7.1931, verkamaður á Reyðarfirði en kona hans er Anna Einarsdóttir og eiga þau tíu böm; Brynhildur Steinunn, f. 6.1. 1934, d. 20.1. 1935. Foreldrar Gígju voru Kristinn Ágúst Ásgrímsson, f. 19.8. 1894, d. 21.12. 1971, járnsmíðameistari í Hrísey, og Pálína Elísabet Árnadótt- ir, f. 16.9. 1895, d. 6.2. 1962, húsmóö- ir. Gígja tekur á móti gestum í Húsi eldri borgara, Ólafsflrði, laugardag- inn 9.10. frá kl. 16.00. Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir. Auður Axelsdóttir Auður Axelsdóttir fóta- aðgerðarfræðingur, Kleppsvegi 60, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Auður fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Auk þess var hún mörg sumur í Reykhólasveit hjá i- systkinunum á Kinnastöð- um. Auður starfaði viö Fæðingarheimilið í Reykjavík lun skeið. Hún lærði fóta Auður Axelsdóttir. Seinna aðgeröarfræði og lauk prófum í þeirri grein. Auður hefur nú starfað við fótaaðgerðir á Hrafn- istu sl. þrettán ár. Hún hefur gegnt trúnaðarstöf- um fyrir Félag fótaað- gerðarfræðinga. Fjölskylda Auður giftist 12.6. 1959 Guðmundi Steingríms- syni, f. 12.6. 1935, d. 18.6. 1966, leigubifreiöastjóra. giftist Auður Snorra Sig- jónssyni. Þau skildu. Dætur Auðar era Katrín Guð- mundsdóttir, f. 18.10. 1958, tann- tæknir, búsett í Kópavogi, gift Valdimar Óla Þorsteinssyni fast- eignasala og era böm þeirra Guð- mundur, f. 31.10. 1973, Kristján Freyr, f. 7.1. 1977, og Þorsteinn Óli, f. 31.5. 1987; Sigrún Theodórsdóttir, f. 1.8. 1966, húsmóðir í Þorlákshöfn, gift Jóni Ólafi Vilmundarsyni sjó- manni og era böm þeirra Auður Helga, f. 17.2.1984, Linda Rós, f. 21.3. 1988, Sindri Freyr, f. 27.8. 1989, og Guðjón Axel, f. 13.4. 1997. Systkini Auðar era Júlíus Viðar, f. 17.8. 1935, d. 1959; Jóhanna, f. 15.7. 1941, húsmóðir í Reykjavík; Axel, f. 29.5. 1945, málarameistari í Reykja- vík; Sigrún, f. 14.4.1947, tanntæknir í Kópavogi; Edda, f. 18.5. 1953, flug- freyja í Reykjavík; Bjöm, f. 13.1. 1957, málarameistari í Reykjavík. Foreldrar Auðar voru Axel Bjömsson, f. 10.3. 1911, d. 24.9. 1981, bryti í Reykjavík, og Katrín Júlíus- dóttir, f. 12.10. 1915, d. 13.10. 1997, húsmóðir og verslunarmaður. dv Til hamingju með afmælið 8. október 90 ára Finnbogi Lárusson, Laugabrekku, Ólafsvík. 80 ára Bjarney Sigurðardóttir, Mýrargötu 18b, Neskaupstað. Hólmfríður Stefánsdóttir, Skarðshlíð 29d, Akureyri. 70 ára_______________________ Ásmundur Guðmundsson, Árskógum 6, Reykjavík. Ásta Björnsdóttir, Einholti lOe, Akureyri. Ásta S. Magnúsdóttir, Húnabraut 22, Blönduósi. Indriði Hannesson, Bárufelli 1, Akureyri. fvar Árnason, Hólavegi 1, Laugum. Jón Karlsson, Gýgjarhólskoti, Biskupstungum. 60 ára Bára Finnsdóttir, Hornbrekkuvegi 16, Ólafsfirði. Guðmunda J. Sigurðardóttir, Kirkjubóli, Langadal, Hólmavík. Guðmundur Ingólfsson, Háaleiti 34, Keflavík. Jón Hermannsson, Heiðarlundi 18, Garðabæ. Þórður Haraldsson, Sunnuflöt 24, Garðabæ. Ævar Guðmundsson, Krossholti 12, Keflavík. 50 ára Claudia Elizabeth Baker, Frostaskjóli 91, Reykjavík. Einar Halldórsson, Fögruhlíð 3, Hafnarfirði. Eygló Magnúsdóttir, Seljabraut 50, Reykjavík. 40 ára_______________________ Ásta Sveinsdóttir, Fosshóli, Hvammstanga. Bryndís Sigurðardóttir, Víkurtúni 12, Hólmavík. Grétar Henriksen, Gránufélagsgötu 20, Akureyri. Halldóra Jónsdóttir, Álfhólsvegi 139, Kópavogi. Hannes Lárus Jóhannsson, Aragerði 9, Vogum. Ingólfur Kristjánsson, Búlandi 3, Reykjavík. Ólafur Gunnarsson, Blöndubakka 14, Reykjavík. Steimmn Gimnlaugsdóttir, Háaleitisbraut 39, Reykjavík. Þorbjöm Bjartmar Bjömsson, Grenigrund 2a, Kópavogi. Beltin bjarga W www.umferd.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.