Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
13
Fréttir
Hreinsað til hjá iþróttahreyfingunni:
Getraunir undir Getspána
- framkvæmdastjórinn á förum
„Mér hefur alltaf þótt þetta vera
röng leið og ef hún verður farin þá
er ég líka á fórum,“ sagði Sigurður
Baldursson, framkvæmdastjóri ís-
lenskra getrauna til tólf ára sem
brátt mun taka pokann sinn og
hverfa til nýrra starfa. Stjóm
íþróttasambands íslands hefur lagt
til og stefnir að því að gerður verði
þjónustusamningur á mUli íslenskr-
ar getspár og íslenskra getrauna
þess eðlis að Getspáin taki við
rekstri Getraunanna.
„Spilamarkað-
urinn er alltaf að
verða erfiðari og
með þessari ráð-
stöfun eram við
að gera tilraun til
að nýta betur það
fjármagn sem
rennur til íþrótta-
hreyfingarinnar
Sigurður Bald- frá þessum tveim-
ursson: - Röng ur fyrirtækjum.
leið. Veltan er alltaf að
minnka," sagði
Stefán Konráðs-
son, fram-
kvæmdastjóri
íþróttasambands
íslands.
Þá hefur Frí-
mann Ari Ferdin-
andsson, starfs-
maður KSÍ, verið
Stefán Konráðs- gerður að fram-
son: - Veltan að kvæmdastjóra
minnka. íþróttabandalags
Reykjavíkur í stað Kolbeins Páls-
sonar sem hætti snögglega störfum
og sagði þá í DV: „... stjórnmálin
eru eins og sunnudagaskóli á við
íþróttamafiuna. Ég er búinn að fá
nóg af henni og fullsaddur." Þegar
Kolbeinn var að þvi spurður hvort
hér mætti sjá starfsaðferðir
„íþróttamafiunnar", sagði hann:
„Ég vil ekki tjá mig um það en þetta
kemur mér ekki á óvart.“
Mikil ólga er innan hluta íþrótta-
hreyfingarinnar vegna brotthvarfs
þeirra Kolbeins Pálssonar og Sig-
urður Baldurssonar: „íþróttaforyst-
an er að losa sig við alla þá menn í
ábyrgðarstöðum innan hreyfmgar-
innar sem hún tjónkar ekki við og
Kolbeinn og Sigurður eru dæmi um
slíka menn,“ sagði virkur félags-
maður í íþróttahreyfingunni sem
ekki vildi láta nafn síns getið af ótta
við „... hefndaraðgerðir forystunnar
sem hefur sýnt að hún lætur kné
fylgja kviði ef henni sýnist svo,“
eins og hann orðaði það. -EIR
Akureyri:
Tilboöi fjárfesta
tekið í hús
Skinnaiðnaðar
DV, Akureyri:
Rúmlega þrítug kona hlaut meiðsl á brjósti og baki þegar leigubílstjóri ók á hana. Slysið átti sér stað seinnipartinn
í fyrradag við Háaleitisbraut. Farþegi f bifreiðinni ienti með andlit í framrúðu og var sömuleiðis fluttur á slysadeild.
DV-mynd S
Tilboði fjárfesta með Rúmfatalager-
inn og Kaupfélag Eyfirðinga í farar-
broddi í fasteignir Skinnaiðnaðar hf.
á Gleráreyrum á Akureyri, hefur ver-
ið tekið, með ákveðnum fyrirvörum
þó sem leysa þarf fyrir 20. október, en
þar á meðal er að Skinnaiðnaður fái
nýtt húsnæði fyrir starfsemi sina og
er rætt um Folduhúsið svokallaða i
þvi sambandi.
Fasteignirnar sem um ræðir eru
m.a. hið stóra verksmiðjuhús Skinna-
iðnaðar, en þar hyggjast Rúm-
fatalagerinn og KEA-Nettó opna stór-
markað og eflaust er gert ráð fyrir
fleiri verslunum í húsnæðinu. Ef af
Ríkisfjármálin:
Enginn árangur í rekstri
- segir Sighvatur Björgvinsson, formaöur Alþýöuflokksins
„Það hefur enginn árangur náðst
í rekstrar- og launakostnaði ríkis-
ins,“ segir Sighvatur Björgvinsson,
formaður Alþýðuflokksins, sem tel-
ur tekjuafgang ríkissjóðs ekki vera
sérstakt afrek. „Tekjurnar hafa ein-
faldlega vaxið miklu meira en menn
gerðu ráð fyrir, að verulega leyti
vegna hallans á viðskiptum við út-
lönd. Viðskiptahallinn stafar af
miklum aukningi á innflutningi,
fyrst og fremst á dýrum varanlegum
neysluvöru, til dæmis bílum og felli-
hýsum, og ríkissjóður hefur gríðar-
legar tekjur af öllu saman. Tekju-
aukning ríkissjóðs stafar þannig af
gríðarlegri þenslu,“'segir Sighvatur.
Sighvatur segir
viðleitni ríkis-
stjómarinnar til
að draga úr
þenslu með því
að draga úr fram-
kvæmdum litlu
geta skilað.
„Framkvæmdir
ríkisins eru að-
eins um 1,5% af
þjóðarframleiðslu
þannig að hvort
þær eru skornar
niður um milljarð til eða frá hefur
ekki svo ógurleg áhrif.“
Sighvatur Björg-
vinsson.
Launahækkanir til vandræða
Að sögn Sighvats hefur ekki ver-
ið reynt að draga saman seglin í
rekstrarútgjöldum ríkisins.
„Ef metið er hlutlaust hvað ríkið
ætti að gera til að draga úr þenslu
við núverandi aðstæður og hvaða
kostir koma til greina, án þess að
gera upp á milli þeirra, þá er í
fyrsta lagi spurning um skatta-
hækkun. Hækkun á sköttum dregur
úr þenslu. í öðru lagi er hægt að
draga úr framkvæmda- og útlána-
getu ríkisfyrirtækja og ríkisbanka
með því að krefja þau um háar arð-
greiðslur í ríkissjóð. í þriðja lagi
ætti að taka á rekstrar- og útgjalda-
vanda ríkisins. Af fjárlögum síðustu
tveggja ára sést að launapólitík rík-
isins er gjörsamlega úr samhengi
við það sem gerist á frjálsum mark-
aði. Það eru launahækkanir til ein-
stakra stétta ríkisstarfsmanna upp
á allt að70 prósent, til dæmis til
hjúkranarfræðinga og lækna. Ætli
ríkisstarfsmenn séu ekki komnir 13
til 14 prósent fram úr sambærileg-
um stéttum í launagreiðslum? Hvað
halda menn að það þýði fyrir aðila
hins frjálsa vinnumarkaðar sem
senn setjast niður til að semja að
horfa upp á þetta?“ spurði Sighvat-
ur Björgvinsson.
-GAR
sölunni verður innleysir það sölu-
hagnað og lækkar skuldir og mun það
koma fram í árshlutauppgjöri Skinna-
iðnaðar vegna fyrri hluta rekstrarárs-
ins 1999-2000. Áætlaður söluhagnaður
er talinn nema um 150 milljónum
króna og lækkun langtímalána um 55
milljónir. Talið er að kostnaður
Skinnaiðnaðar vegna flutnings í nýtt
húsnæði muni nema um 100 milljón-
um króna. -gk
.W'r
Barnaflispeysur
990.-
Kaupfelagið fekk loðina
sem Safnahúsið vildi fá
>
Opíð alla daga
DV, Vestnrlandi:
Þegar Guðmundur Guðmars-
son, forstöðumaður Safnahússins,
staðfesti umsókn sína um lóð und-
ir nýtt Safnahús við Borgarbraut
í Borgamesi þar sem nú standa
gömul áhaldahús bæjarins, lágu
fyrir aðrar umsóknir um sömu
lóð, m.a. frá Kaupfélagi Borgfirð-
inga.
„Þar sem fjármögnun nýs
Safnahúss lá ekki skýr fyrir og.
bygging hússins ekki á dagskrá á
næstu árum þótti okkur, í núver-
andi meirihluta í bæjarstjóm, rétt
að láta verslunar- og þjónustuað-
ila ganga fyrir um viðkomandi
lóð og úthlutuðum henni til Kaup-
félags Borgfirðinga," sagði Guð-
rún Jónsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar Borgarbyggðar, í samtali
við fréttaritara DV.
„Þetta þýðir ekki að við van-
metum þýðingu Safnahúss Borg-
arfjarðar fyrir okkur Borgfirð-
inga. Við höfum lýst þvi yfir við
Guðmund Guðmarsson að um leið
og nánari áætlanir um byggingu
Safnahúss liggja fyrir munum við
kappkosta að finna því góðan stað
í Borgarnesi þar sem þau fimm
merku söfn, sem þar eru innan
dyra, fá notið sin sem best,“ sagði
Guðrún Jónsdóttir.
-DVÓ
Myndatökuverð hækkar
1. nóvember.
Óbreytt verð út október.
Ljósmyndararnir eru meðlimir í FIFL. w Mwifl
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.