Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 Fréttir Tveir frystitogarar slást um mesta aflaverðmæti íslandssögunnar: Stefni í milljarð - segir Árni Sigurðsson, skipstjóri á Arnari HU sem þegar hefur slegið met „Ég ætla að ná milljarði í afla- verðmæti á árinu og vona að það gangi eftir,“ segir Ámi Sigurðsson, skipstjóri á frystitogar- anum Arnari HU frá Skagaströnd, sem hefur náð þeim áfanga að bera verð- mætari afla að landi það sem af er ár- inu en nokk- urt íslenskt fiskiskip á heilu ári. Alls er Amar búinn að flska fyrir um 825 milijónir króna nú, þegar tveir og hálfur mánuður er eftir af árinu. Að baki því afla- verðmæti er 5900 tonna afli. Hið fyrra íslandsmet átti frystitogari Samherja, Baldvin Þorsteinsson EA, sem fiskaði fyrir tæpar 800 milljón- ir króna allt árið í fyrra. Þá kom Arnar fast á hæla Baldvins með um 750 milljónir króna sem þótti gífur- legt aflaverðmæti. Nú er metið fall- ið, og allt útlit er fyrir mikinn toppslag milli frystitogaranna tveggja, þar sem Baldvin Þorsteins- son EA er kominn með aflaverð- mæti sem nemur um 750 milljónum króna og afla sem nemur tæplega 5600 tonnum. Samkvæmt upplýsingum DV er nokkur spenna mifli útgerðanna tveggja, Skagstrendings hf. og Sam- herja, sem báðar ætla sínu skipi toppsætið um aldamót. Ekki fást menn þó til að viðurkenna að keppni sé í gangi. Til gamans má þó geta þess að Samherji mun sigra slaginn hvemig sem er því fyrir- tækið á stóran hlut í útgerð Amars HU. Árni skipstjóri segist ekki vera í neinum slag um mesta aflaverð- mæti íslandssögunnar. Það verði Baldvin Þorsteinsson EA er undir, eins og er, en hefur tvo mánuði tii að skjóta Arnari aftur fyrir sig. bara að koma i ljós hver verði efstur. „Aðalatriðið er að allt hefur gengið upp. Ég hef góðan mann- skap og er hjá góðri útgerð. Það hefur ekkert komið upp á það sem af er árinu. Hvort það geng- ur hjá okkur að kljúfa milljarð- inn ræðst af því að allt snúist eðlilega og veðurguð- imir verði okkur hagstæðir," segir Ámi. Þess má til gamans geta að há- setahlutur úr einum milljarði er um 12 milljónir króna og skipstjórahlut- urinn er um 24 milljónir króna. Það nær þó enginn úr áhöfninni að vera Arnar HU sækir að toppsæti Bald- vins Þorsteinssonar EA. DV-mynd Snorri Snorrason 12 mánuði um borð og algengast er að menn haldi út sem nemur tveim- ur þriðju úthaldsins. Þannig má ætla að meðallaun háseta á Amari séu um 8 milljónir króna og skip- stjórinn hafi um 16 milljónir króna í sinn hlut. Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Baldvini Þorsteinssyni EA, segist held- ur ekki vera í baráttu um toppinn sem hann hefur átt undanfarin ár. „Ég er ekki í neinni keppni. Þetta snýst um það hvað menn mega fiska og maður gerir bara sitt besta,“ sagði Guðmundur. -rt Árni Sigurðsson, skipstjóri á Arn- ar HU 11, og hans menn hafa þegar slegið íslandsmet í aflaverðmæti sem er orðið um 820 milljónir króna. Enn lifa rúmir tveir mánuð- ir af árinu og Arnarsmenn stefna á milljarð krfóna. DV-mynd Hilmar Þór Leikskólakennari á ferð með barnahóp í Heiðmörk gekk fram á sprautur og notaðar náiar. Þessi ófögnuður fíkniefnaneytenda getur verið stórhættulegur. Lögreglan í Hafnarfirði var því látin vita. DV-mynd ÞÖK Fínn miðill vill Bylgjuna - og öfugt - viðræður en engir samningar „Báðir aðilar hafa sýnt áhuga á eignum hins. Menn hafa talað sam- an en engar samningaviðræður standa yfir þessa dagana," sagði Björn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Fínum miðli, um viðræð- ur sem fram hafa farið um samruna útvarpsstöðva íslenska útvarpsfé- lagsins og Fíns miðils. íslenska út- varpsfélagið rekur sem kunnugt er Bylgjuna og Mono en Fínn miðill sex útvarpsstöðvar, þar á meðal Björn Sigurðsson. FM, X-ið og Gull. Tilboð frá ís- lenska útvarpsfé- laginu barst til Saga Communi- cation í Banda- ríkjunum en fyr- irtækið er helm- ingshluthafi og ráðandi afl í Fín- um miðli. Þar á bæ brugðust menn við með gagntilboði sem ekki hefur verið svarað. „Starfsfólk hér heima veit ekki annað en þessar þreifingar hafi átt sér stað en ég á bágt með að trúa því að íslenska útvarpsfélagið selji Bylgjuna frá sér. Líklegra er að menn séu að ræða um einhvers kon- ar samruna í hagræðingarskyni," sagði Bjöm Sigurðsson hjá Fínum miðli. -EIR Odincova: Höfum ekkert fengið - segir skipstjórinn en er enn bjartsýnn Noröurlands eystra: Dæmdur fyrir líkamsárás DV Akuieyri: Selfyssingur á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á forstöðumann sambýlis á Akureyri. Mönnunum tveimur sinn- aðist og réðst Selfyssingurinn á for- stöðumanninn og sparkaði m.a. í hann þannig að forstöðumaðurinn nefbrotn- aði og hlaut fleiri áverka. Maðurinn við- urkenndi brot sitt en með því rauf hann skilorð sem hann var á vegna annars dóms. Dómurinn nú var einnig skilorðs- bundinn en bundinn því einnig að mað- urinn sæti sérstakri umsjón og var Fangelsismálastofnun tilnefnd sem um- sjónaraðili mannsins. -gk „Nei, við höfum enn ekki fengið greitt," sagði Gennady Karmanov, skipstjóri Odincovu, í gær. „Lánardrottnar skipsins hafa eng- an áhuga á fólki, aðeins pening- um, og eru enn að reyna að semja um betri kjör vegna kaupanna. Þeir sögðust ætla að borga okkur á föstudag og ég var bjart- sýnn á það. Síðan var sagt að við fengjum greitt á mánudag og ég var sömu- leiðis bjartsýnn á það. Nú er kominn þriðjudagur og ég er enn bjartsýnn á að málið leysist en það hefði vissu- lega getað gerst fyrr.“ Karmanov sagði þó að ekki hefði verið reynt að hrófla við því samkomulagi sem gert hefði verið við áhöfn hans í síðustu viku. Hann sagði ekki rétt að skipverjar á Odincovu hefðu þegar bókað flug úr landi heldur hefðu þeir aðeins kynnt sér fargjöld og ferðaáætlanir Flug- leiða, enda væri þeim sjálfum ætlað að bera öll útgjöld vegna heimferðar- innar til Lettlands.-GAR Odincova. Stuttar fréttir i>v FBA-fjárfestar hikandi Eftir rúma viku þarf að skila inn tilboðum í hlut ríkisins í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins. Hljótt er yfir fjárfestum og þeir sagðir hikandi í að gera tilboð. Salan er það stór að hún gæti haft áhrif á vexti banka. Dagur sagði frá. Halldór til VISA Halldór Guð- bjarnason, fyrrver- andi bankastjóri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri VISA. Hann tekur við starfl Einars S. Einarssonar 1. júlí á næsta ári en starfar þangað til að sérstökum verkefnum fyrir VISA. RUV sagði frá. Nauðungarvinna Simaat tólf ára drengs endaði með því að pitsastaðurinn Domino’s við Grensásveg skipaði honum að vinna fyrir tjóninu og bauð honum að því loknu starf við brauðstangagerð. Móður hans var ekki skemmt yfír aðgerðum Domino’s. Mbl. sagði frá. Ráðgjafaslagur í Hrísey Byggðastofnun hefúr ráðið Harald Líndal Haraldsson hjá Nýsi sem ráð- gjafa til að skoða og bæta erfitt at- vinnuástand í Hrísey. Atvinnuþró- únarfélag Eyjaflarðar vildi hins veg- ar ráða Magnús Magnússon hjá .VSÓ-ráðgjöf á Akureyri til verksins. Dagur greindi frá. Kröfluholur efhilegar Önnur tveggja holna sem boraðar voru við Kröflu í sumar gefur 8 megavött og er hún þar með ein öfl- ugasta holan á svæðinu. Önnur hola var einnig boruð þar í sumar og kemur í ljós á næstu vikum hvert afl hennar er. Mbl. sagði frá. Ráðherra fær bréf Stefán Thors skipulagssfjóri hef- ur sent Hafldóri Ás- grímssyni utanrík- isráðherra bréf vegna ummæla hans sem starfandi umhverfisráðherra á Alþingi, um hæfni skipulagsstjóra og alþingismanna til að svara þeirri spumingu hvort rétt sé að setja Eyjabakka undir vatn eða ekki. Hafl- dór segist undrandi á bréfl skipu- lagsstjóra og telur það óvenjulegan samskiptamáta. Mbl. sagði frá. Siv spjallar við ESB Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra fundaði í gær með nýjum framkvæmdastjóra umhverfismála hjá ESB, Margot Waflström. Um- hverfisráðherra segir þær hafa rætt fjölmörg mál sem varði sérhags- muni íslendinga og þeirra áherslur. Vísir.is sagði frá. Heimasíða löggunnar Sameiginleg heimasíða fyrir öll lögreglulið landsins verður formlega opnuð í dag. Þar er hægt að skoða öfl lögregluembætti landsins með innbyrðis tengingum. Veffang á að- alsíðuna er www.logreglan.is og www.police.is. Vísir.is sagði frá. Landsvirkjun í Iðnaðarráðherra mun leggja fram á yfirstandandi þingi frumvarp um breyt- ingar á lögum um Landsvirkjun í þá veru að fyrirtækinu verði heimilað að eiga aðild að ijarskiptafyrirtækjum. Er það gert vegna aðildar Landsvirkj- unai' að fyrirtækinu TNet ehf. sem hyggst setja upp og reka nýtt far- stöðvakerfí samkvæmt TETRA-staðli. Mbl. sagði frá. Óskar valinn áður Misritun varð í frétt um um- hverfishóp í Framsóknarflokkn- um. Af fréttinni mátti ráða að Siv Friðleifsdóttir umhverfísráðherra hefði valið Óskar Bergsson til for- mennsku í hálendisnefnd eftir að hann flutti vantraust á stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur. Hið rétta er aö gengið hafði verið frá því að Óskar yrði formaður áður en hann flutti vantrauststil- löguna. Þetta leiðréttist hér með. -GAR/JSS fjarskiptin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 235. tölublað (13.10.1999)
https://timarit.is/issue/198988

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

235. tölublað (13.10.1999)

Aðgerðir: