Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 Viðskipti DV Petta helst: ...Viðskipti á VÞÍ 996 m.kr. ... Mest með húsbréf, 573 m.kr. ... Hlutabréf, 168 m.kr ... Úr- valsvísitala hækkaði um 0,49% og er nú 1.419,6 stig ... Mest viðskipti með Landsbankann, 30 m.kr., og 1,35 hækkun ... Skýrr hækkaði um 4,5% ... ÍS lækkaði um 3,7% ... Atvinnuleysi aðeins 1,4% ... Enn hækkar vísitala neysluverðs: 5,3% hækkun á einu ári - óviðunandi niðurstaða Ekkert lát virðist vera á hækkun neysluverðsvísitölunnar. Vísitalan hækkaöi um 0,8 prósent frá septem- ber og er þetta mun meiri hækkun en bæði Seðlabankinn og flest fjár- málafyrirtæki höfðu reiknað með. Þaö eru einkum hækkanir á ýmsum nauðsynjavörum sem kynda undir hækkun vísitölunnar nú. Föt og skór hækkuðu í verði um 4,0% og stuðlar að 0,22% hækkun vísitöl- unnar, markaðsverð á húsnæði hækkaði um 2,0% og hækkar vísi- töluna um 0,19%. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,9% og verð á bensíni og olíu hækkaði um 1,0% og samtals er þetta 0,8%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverös hækkað um 5,3% og vísitala neysluverðs án hús- næðis um 4,1%. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,0% sem jafngildir 8,3% verðbólgu á ári. Hins vegar ber að geta þess að kannski er eðli- legra að líta til hækkunnar vísitöl- unnar á lengra tímabili eins og gert er á grafinu. Þar sést greinilega hvemig verðbólgan, mæld yfir 12 mánaða skeið, hefur hækkað mikið. Óviðunandi I Morgunkorni FBA segir að 6% Vísitala neysluverðs - umreiknuð til árshækkunnar miðað við sl. 12 mánuði 4,9 b,3 4,2 3,2 2,6 f! 1S M 2’° 1,3 1-4 J'5 1 f ! t. h u ; t 1 1 1 1 -I 1 -1 ■ ■ , Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt _____________________________________________________ITSP3 hækkun vísita- lönnar um 5,3% síðustu 12 mán- uði sé óviðun- andi. Flestir sér- fræðingar á fjár- málamörkuðum hafa af þessu miklar áhyggjur. FBA bendir á að aðhald í peninga- stefnu Seðlabankans Blrglr ísleifur Gunnarsson. virðist enn ekki hafa teljandi áhrif en þó bend- ir FBA á að að gengi krónunnar hafi styrkst í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans en þaö ætti að hafa dempandi áhrif á verðlag. Ljóst sé að markaðsaðilar muni fylgjast vel með skilaboðum Seðla- bankans á næstunni en aö mati FBA er ekki hægt að útiloka frekari aðhaldsaðgerðir að svo stöddu. Mikil vonbrigði Birgir ísleifúr Gunnarsson seðla- bankastjóri segir þessa niðurstöðu mikil vonbrigði. „Þetta er meiri hækkun en við gerðum ráð fyrir og virðist vera töluvert meiri en al- mennt var gert ráð fyrir. Það er of snemt að segja til um hvort síðasta vaxtahækkun hafi ekki skilað sér því áhrifin koma fram með tvenn- um hætti. í fyrsta lagi í vaxtamun milli íslands og umheimsins. Sú breyting hefur þegar komið greini- lega fram í sterkari gengi krónunn- ar og draga úr verðbólgu til framtíð- ar. Hins vegar koma áhrif vaxta- hækkunar á útlán banka fram meö verulegri töf og því of snemt að full- yrða um að hækkunin hafi ekki skilað árangri því hann á enn eftir að koma í ljós. Eins og staðan er nú liggur engin ákvörðun fyrir um frekari vaxtahækkun en aukin veröbólga er vissulega áhyggju- efni,“ segir Birgir ísleifur. Mun meiri hér Verðbólga hér á landi er mun meiri en í nágrannalöndum okkar og skerðir það verulega samkeppn- ismöguleika íslensks atvinnulífs. Verðbólgan í EES-ríkjum, frá ágúst 1998 til ágúst 1999, mæld á sam- ræmda vísitölu neysluverðs, var 1,2% að meðaltali. Á sama tímabili var verðbólgan 1,6% í helstu við- skiptalöndum íslendinga en 3,1% á íslandi. Sambærilegar verðbólgutöl- ur fyrir ísland eru 3,8% í september og 4,2% í október. Forstjóri Þjóð- hagsstofnunnar hefur brýnt fyrir mönnum að nauðsynlegt sé að ná svipuðu verðbólgustigi og í ná- grannalöndum sem fyrst til að styðja við útflutning okkar. Flöggunarregl- ur brotnar? í 1/2 5-fréttum Búnaðarbank- ans á mánudaginn kemur fram að umsjónaraðili útboös Össurar var Kaupþing en í útboði því sem nú er lokið keyptu sjóðir Kaupþings meginhluta þeirra bréfa sem voru í boöi. Athygli vakti að í útboðslýsingu kom fram að Kaupthing Luxembourg S.A. var skráð fyrir 8% hluta. 1 1/2 5-fréttum segir enn fremur að ekki hafi fengist upp- gefið hver raunverulegur eig- andi að þeim hlut er þrátt fyrir að samevrópskar flöggunarregl- ur kveði á um að eignist aðili yfir 5% i félagi þá beri að til- kynna slíkt. Þekkt er umræðan um kaup Orca S.A. á hlut í FBA og kröfu Verðbréfaþings og Fjármálaeftirlits þess efnis að aðilar sem stóðu þar að baki til- kynntu sig, sem þeir og gerðu. Hins vegar eru tvö félög nú skráð á hlutabréfamarkaði, Össur og Baugur, þar sem fjár- festar sitja ekki allir við sama borð um upplýsingar um stærstu hluthafa. I útboðslýs- ingu Baugs, sem undirrituð er af Kaupþingi og FBA, kemur fram að 20% eigandi að Baugi sé Compagnie Financiére S.A. Luxembourg. Mikilvægt er fyr- ir aðra hluthafa að vita hverjir raunverulegir eigendur þessara bréfa eru og getur það haft mik- il áhrif á verðmyndun hluta- bréfanna á'markaði. Sameiningar í sjávar- útvegi fram undan? Mikil viðskipti voru með bréf einstakra sjávarútvegsfyrirtækja í síðustu viku. Á þetta er bent í Morgunkorni FBA í gær. Þannig námu viðskipti með hlutabréf Samherja 184 milljónum króna, með bréf Þormóðs-Ramma 68 millj- ónum, Granda 32 milljónum, Har- aldar Böðvarssonar 26 milljónum og Þorbjörns 15 milljónum. Óvenju- mikil velta var einnig með veltu- minni félög eins og Tanga þar sem viðskipti síðustu viku námu 14 milljónum, viðskipti með bréf Fiskiðjusamlags Húsavíkur námu 9 milljónum og með bréf Básafells 3 milljónum. Mestu verðbreytingar urðu á bréfum í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur sem hækkuðu um 13,3% í síðustu viku, bréf í HB hækkuðu um 11%, í Þormóði Ramma hækkaði um 5,7% og í Granda um 4,4%. FBA telur að stemningin á markaðnum sé þannig að fram undan séu samein- ingar í sjávarútvegi og til þess að missa ekki af neinni þeirra sé ein- faldast að eiga hlut í sem flestum sjávarútvegsfyrirtækjum. í þessu samhengi er athyglisvert að vísi- tala sjávarútvegs hefur hækkaö um 8,7% frá því í byrjun septem- Nýlega opnaði Antik 2000 verslun að Langholtsvegi 130, með úrval af fallegum mublum og ýmsum öðrum antik vörum Sérverslun með gamla muni og húsgögn Opiðalla daga: Mán. - föst. 12:00 - 18:00. Helgar: 12:00 - 16:00 Langholtsvegur 130, sími: 533 33 90 ber eftir að hafa hækkað mjög lítið framan af ári. Rétt er að minna á að í fréttaskýr- ingu Viðskipta- blaðsins fyrir nokkrum ' vikum var bent á að lík- lega væri mjög stutt í að sjávarútvegs- fyrirtæki hérlendis sameinuðust og eft- ir stæöu fjórir til fimm öflugir sjávar- útvegsrisar. FBA staðgreiddur Samkvæmt minn- isblaði fjármálaráöu- neytisins er ekki ástæða til að ætla annað en að fjár- málastofnanir lands- ins geti leyst það verkefni sem sala á 51% hlut ríkisins í FBA gegn stað- greiðslu hefur í för með sér. Því til stuðnings megi benda á að fjár- málastofnanir geti aukið lausafé með svokölluðum end- urhverfum viðskiptum við Seöla- banka íslands en til tryggingar þess- um viðskiptum leggja fjármálastofn- anir fram tiltekin markaösverðbréf. Þá megi einnig nefna að mánaöar- legt laust ráðstöfunarfé lífeyrissjóða sé nálægt 10 milljörðum króna og að þessir aðilar hafi nokkra aðlögun að þessum viðskiptum. íiii ■■■ ■■aaiií I MPllWjlMra na^faiajiii Fjárfestingabankinn. Loks megi nefna að ríkissjóður hafi þegar tilkynnt um þau áform að innleysa fyrir gjalddaga um 7 milljarða króna í ríkisverðbréfum til áramóta. Þannig verður upp- kaupsútboð haldið 10. nóvember nk. Það er því niðurstaða ráðuneytis- ins að þeir skilmálar standi er komi fram í sölulýsingu og kveði á um staðgreiðslu á hlut ríkisins í FBA. Fiármáteeftirlitið skoðar SIF og IS Samkvæmt upplýsingum frá Verðbréfaþingi íslands hefur stærstur hluti af gögnum, sem þingið hefur aflað vegna við- skipta með hlutabréf ÍS og SÍF áður en viðskipti með félögin voru stöðvuð vegna væntanlegr- ar fréttar um samruna fyrir- tækjanna, verið sendur til Fjár- málaeftirlitsins. Skoðun þings- ins er á lokastigi og aðeins á eft- ir að leiða nokkur útfærsluatriði til lykta. Að því loknu er málið í höndum Fjármálaeftirlitsins. Flugfélag íslands bætir við morgunflugi Flugfélag íslands hefur ákveð- ið að áfrýja niðurstöðu Sam- keppnisráðs, um að félaginu sé óheimilt að bæta við eftirmið- dagsflugi til Egilsstaða, til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála. Þá hefur Flugfélag íslands ákveðið að bæta við nýju morg- unflugi til Egilsstaða og mun það flug hefjast nk. miðvikudag. Met slegið á Little Caes- ars Little Caesars, pitsustaðurinn í Faxafeni í Reykjavík, sló sölu- met hjá Little Caesars á heims- vísu fyrstu opnimarvikuna. Alls seldust 9.000 pitsur sem bætir fyrra met um 20%. íslenska pit- dugerðin ehf. er rekstraraðili Little Caesars hér á landi. NIB styður frumkvæði kvenna Á ráð- stefnunni Konur og lýðræði, sem haldin var í Reykjavík, ræddu full- trúar frá Norðurlönd- unum, Eystrasalts- ríkjunum, Bandaríkjunum og Rússlandi hugmyndir og áætlan- ir sem gætu stuðlað að aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífi og stjórnmálum. Ráðstefnan miðaði að því að benda á verkáætlanir sem gefa færi á jákvæðri mis- munum í því skyni að ná þessu markmiði. Að þéssu tilefni hefur Nor- ræni fjárfestingarbankinn (NIB) ákveðið að setja á laggimar nýj- an lánaflokk að upphæð 1 millj- ón evra sem varið verði til fjár- mögnunar slíkra verkefna. Lán- in verða veitt til 5-7 ára á mark- aðskjörum. Fyrirgreiðsla bank- ans er bundin því skilyrði að Bandaríkjastjórn beiti sér fyrir sams konar verkefni í Rúss- landi. Planet Hollywood í greiðslustöðvun Veitingahúsakeðjan Planet Hollywood tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að óska eftir greiðslustöðvun í samræmi við ákvæði kafla 11 í gjaldþrotalög- um Delaware í Bandaríkjunum. Greiðslustöðvunin er liður í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu en þarf ekki að vera undan- fari gjaldþrots. Meðal þeirra aðgerða sem Planet Hollywood hefur í hyggju að grípa til er að loka 32 veit- ingahúsum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur verið rekið með miklu tapi síðustu ár og í aprU síðastliðnum tókst félaginu ekki að standa við endur- greiðslu lána á tUskildum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.