Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 1 34 Afmæli Jóhann Gunnar Halldórsson Jóhann Gunnar Halldórsson, vaktmaður, Háholti 14, Hafnarfirði varð sjötugur í gær. Starfsferill Jóhann er fæddur og uppalinn í Bæ á Selströnd í Steingrímsfirði. Hann stundaði almennt skólanám á Drangsnesi, var einn vetur við nám í Reykjaskóla í Hrútafirði, og hlaut 120 tonna stýrimannsréttindi í Reykjavík. Jóhann starfaði í gegnum tíðina jöfnum höndum við landbúnað og sjómennsku í Steingrímsfirði, sem og á öðrum stöðum á landinu, en frá 1968 og fram á þennan áratug við sjómennsku og beitningu, aðallega í Sandgerði. Frá 1996 hefur Jóhann unnið í fullu starfi hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar sem vaktmaður í flotkví í Hafnarfirði Á yngri árum kenndi Jóhann skíðaíþróttir á heimaslóðum í Stranda- sýslu. Fjölskylda Jóhann giftist Sigur- rósu Jóhannsdóttur f. 20.6. 1947. Þau skildu. Hún er dóttir Jóhanns Bjömssonar og Þórunnar Sigurjónsdóttur. Synir Jóhanns og Sig- urrósar eru Jóhann Garðar Jóhannsson, f. 1.7. 1969, vél- fræðingur í Rvk og er eiginkona hans María Björg Magnúsdóttir. Eiga þau dótturina Viktoríu Von f. 29.10. 1998; Brynjar Gauti Jóhanns- son f. 4.3.1974, nemi við TÍ. Fóstur- dóttir Jóhanns og dóttir Sigurrósar er Rut Eiðs- dóttir f. 17.3 1966 og er dóttir hennar Lena Magn- úsdóttir f. 9.10. 1991. Systkini Jóhanns eru: Tómas Kristófer Hall- dórsson f. 20.10. 1919, lát- inn í ágúst á þessu ári, smiður í Rvk, giftur Jónu Tryggvadóttur. Börn þeirra era tvö; Guðmund- ur Halldórsson f. 5.5.1921, fyrrum skipstjóri og út- gerðarmaður á Drangs- nesi, giftur Rögnu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjá syni; Anna Hall- dórsdóttir f. 11.10. 1922, húsmóðir, gift Höskuldi Bjarnasyni og eiga þau sjö böm; Unnur Halldórsdóttir f. 18.8. 1925. Hún er látin; Ármann Halldórsson f. 23.10.1937, sjómaður í Sandgerði, giftur Evu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Fóstursystir Jó- hanns er Guðlaug Ólafsdóttir f. 9.10. 1943, húsmóðir, gift Jóni Cleon Sig- urðssyni og eiga þau þrjú börn. Jóhann er sonur Halldórs Guð- mundssonar f. 1.10.1897 d. 13.2.1975, bónda og sjómanns í Bæ á Selströnd og Guðrúnar Petrínu Árnadóttur f. 27.1. 1897 d. 20.6. 1974, húsmóður. Foreldrar Halldórs voru Guðmund- ur Guðmundsson, bóndi í Bæ og Ragnheiður Halldórsdóttir, húsmóð- ir. Foreldrar Guðrúnar Petrínu voru Árni Jónsson, bóndi frá Kaldraneshrepp og Guðrún Guð- mundsdóttir frá Kleifum. Jóhann er í faðmi fjölskyldunnar á afmælisdaginn. Jóhann Gunnar Halldórsson. Svava Pétursdóttir Svava Pétursdóttir, húsfreyja að Hrófbergi við Steingrímsfjörð, varð sjötíu og fimm ára í gær. Starfsferill Svava fæddist í Hólma- vík en ólst upp hjá ömmu sinni, Ragnheiði Helgu Magnúsdóttur á Hróf- bergi, ekkju séra Hans Hallgríms Hoffmanns Jónssonar. Hún var bamaskóla í sveitinni og sótti námskeið í Reykjavík veturinn 1941rf2. Svava og eiginmaður hennar hófu sinn búskap á Hólmavík 1945 en fluttu að Hrófbergi 1949 og hafa stundað þar búskap síðan. Svava starfaði í ungmennafélagi Hrófbergshrepps, hefur starfað í Kvennfélaginu á Hólmavík. Hún sat í áfengisvarnanefnd Hrófbergs- hrepps um árabil og var hreppstjóri Svava Pétursdóttir. þar í tvö ár eða þar til hreppurinn var samein- aður Hólmavík. Fjölskylda Svava giftist 12.2. 1950 Halldóri Sigurbirni Hall- dórssyni, f. 23.6. 1925, bónda að Hrófbergi. Hann er sonur Halldórs Steinþórs Sigurðssonar og Sigurbjargar Bjama- dóttur sem bjuggu á Von- arholti í Tungusveit. Börn Svövu og Halldórs em Pétur Hoffmann, f. 5.9. 1946, vélamaður á Drangsnesi, var kvæntur Ásu Mar- íu Hauksdóttur, húsmóður í Stykk- ishólmi, og eru börn þeirra Haukur Ingi, Svava og Guðrún Svana; Sigur- björg Halldóra, f. 9.12. 1947, sjúkra- liði og húsmóðir á Drangsnesi, gift Friðgeiri Höskuldssyni skipstjóra og eru böm þeirra Svava Halldóra og Halldór Logi; Hreinn, f. 3.3. 1949, umsjónarmaður íþróttamannvirkja á Egilsstöðum og fyrrv. Evrópu- meistari í kúluvarpi, kvæntur Jó- hönnu Guðrúnu Þorsteinsdóttur, skrifstofumanni og húsmóður, og eru börn þeirra Sindri, Lovísa, Geisli og Bjarmi; Ragnheiður Hanna, f. 1.9.1954, sjúkraliði og hús- móðir á Hólmavík, gift Þorbimi Val Þórðarsyni verktaka og eru börn þeirra Þröstur Snær og Smári; Jón Hallfreður, f. 8.12. 1955, verktaki á Hólmavík, kvæntur Ingibjörgu Rebekku Valdimarsdóttur, húsmóð- ur, og em börn þeirra Hekla Björk og Valdimar Friðjón. Foreldrar Svövu voru Pétur Hoff- mann Hansson, f. 15.10. 1900, d. 25.5. 1925, og Jónfríður Þóröardóttir, f. 7.7. 1885, d. 24.4. 1963, húsfreyja. Ætt Pétur Hoffmann var sonur Hans Hallgríms Hoffmanns, pr. á Stað Jónssonar, b. á Slitvindastöðum, bróður Elísabetar, móður Sveins Björnssonar forseta. Bróðir Jóns var Hallgrímur biskup, faðir Frið- riks dómkirkjuprests. Hálfsystir Jóns var Sigríður, móðir Haraldar Níelssonar prófessors. Jón var son- ur Sveins, prófasts á Staðastað Ní- elssonar. Móðir Hans á Stað var Elínborg, dóttir Hans Hoffmanns á Búðum Péturssonar Hoffmanns. Systir Elín- borgar var Metta, móðir Ingunnar, konu Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Móðir Péturs á Stað var Ragn- heiður Helga Magnúsdóttir frá Hróf- bergi, systir Steinunnar, móður Steinunnar Finnbogadóttur. Jónfríður var dóttir Þórðar, b. á Neðri-Hóli í Staðarsveit, Bjarnason- ar, b. á Glaumbæ, Þórðarsonar. Móðir Jónfríðar var Herdís Jóns- dóttir, b. á Hólkoti, Þorgilssonar. Bróðir Herdísar var Jón, afi Alex- anders Stefánssonar. Skafti Einarsson Skafti Einarsson bæjarstarfsmað- ur, Úthaga 9, Selfossi, er sjötugur í dag. Starfsferill Skafti fæddist að Gljúfri í Ölfusi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum Ölfusi og lauk þaðan garð- yrkjuprófum 1950. Skafti hefur lengst af unnið við sjómennsku sem háseti og mat- sveinn. Hann réri bæði frá Suður- nesjum og Þorlákshöfn en sl. áratug hefur hann verið bæjarstarfsmaður á Selfossi þar sem hann hefur lengst af búið, ásamt fjölskyldu sinni, utan nokkurra ára í Þorlákshöfn. Fjölskylda Skafti kvæntist 30.12. 1960 Sig- rúnu Guðveigsdóttur, f. 1.1. 1939, verkakonu. Hún er dóttir Guðveigs Þorlákssonar og Sigurlaugar Stein- unnar Sigurðardóttur en þau eru bæði látin. Börn Skafta og Sigrúnar eru Sig- urður Jóhann Ragnarsson, f. 22.11. 1958, verkamaður á Selfossi en hann eignaðist fimm börn og eru fjögur þeima á lífi; Páll Skaftason, 13.5. 1963, sjómaður í Grímsnesi en eigin- kona hans er Ingveldur Eiríksdóttir og eiga þau tvö börn; Sigurlaug Gréta Skaftadóttir, f. 20.3. 1968, verkakona á Selfossi, gift Helga Jónssyni og eiga þau tvö börn; Ein- ar Skaftason, f. 1.8. 1976, nemi í Reykjavík í sambúð með Halldóru Alexandersdóttur og eiga þau eitt barn. Systkini Skafta eru Gunnar f. 1912 d. sama ár; Gunnar f. 1913 dá- inn; Valur f. 1915 dáinn; Vigdís f. 1917 dó ung; Sigurður f. 1918, lista- maður á Selfossi; Hjalti f. 1921 dá- inn; Vigfús f. 1924 fyrrum bóndi Seljatungu, nú búsettur á Selfossi; Valgerður f. 1926, húsmóðir í Reykjavík; Álfheiður f. 1928, látin; Sigríður f. 1931, vann lengi hjá Pósti og síma; Benedikt f. 1932, dáinn; Sig- tryggur f. 1935 bílst. Foreldrar Skafta vom Einar Sig- urðsson, f. 1884, d. 1963, 'bóndi að Helli í Ölfusi, og Pálína Benedikts- dóttir, f. 1890, d. 1962, húsfreyja. Andlát Lárus H, Blöndal Lárus H. Blöndal bóka- vörður, lést 2. október sl.. Hann var jarðsunginn frá Háteigskirkju í gær. Starfsferill Lárus fæddist í Reykja- vík 4.11. 1905. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1927, lagði stund á íslensk fræði við HÍ næstu árin en hvarf frá námi um sinn, hóf svo aftur háskólanám 1944 og lauk magister arti- - um-prófi í íslenskum fræð- um við HÍ1945. Lárus var þingskrifari 1928-34, starfsmaður Búnaðarbanka íslands 1934-36 og jafnframt ritari Kreppu- lánasjóðs, var starfsmaður í skrif- stofu Alþingis og umsjónarmaður með bókasafni þingsins 1936-41, var skipaður bókavörður við Landsbóka- - 'safn íslands 1941, varð forstöðumað- ur handritadeildar safns- ins 1962 en fékk lausn að eigin ósk 1967, var ráðinn borgarskjalavörður í Reykjavík 1967 og gegndi því starfi til 1971 er hann réðst til Alþingis. Hann var ráðinn alþingisbóka- vörður 1975 og gegndi því starfi til 1982. Lárus dvaldi i Kaup- mannahöfn 1952 við könn- un handrita Sverrissögu í Árnasafni. Hann sat í full- trúaráði Máls og menning- ar frá stofnun 1939-76. Rit Lárusar, Um upprana Sverris- sögu, kom út á vegum Stofnunar Árna Magnússonar 1982. Hann tók saman, ásamt Vilmundi Jónssyni, ritið Læknar á íslandi, og tók saman ritið Alþingismannatal, ásamt fleir- um. Þá sá hann um útgáfu á Sálmum og hugvekjum Hallgríms Péturssonar fyrir Tónlistarfélagið, sá um útgáfu á Endurminningum Sigfúsar Blöndals, og útgáfu á ritgerðarsafni Þorkels Jó- hannessonar, Lýðir og landshagir, auk fleiri rita. Lárus var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1987. Fjölskylda Fyrri kona Lárusar var Kristjana Benediktsdóttir, f. 10.2. 1910, d. 17.3. 1955, húsmóðir. Hún var dóttir Bene- dikts Sveinssonar, f. 2.12. 1877, d. 16.11. 1954, alþm., og k.h., Guðrúnar Pétursdóttur, f. 9.11. 1878, d. 23.11. 1963, húsmóðir. Börn Lámsar og Kristjönu: Bene- dikt, f. 11.1. 1935, d. 22.4. 1991, hæsta- réttardómari, var kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur húsfreyju; Halldór, f. 24.8. 1938, forseti Alþingis og fyrrv. ráðherra, kvæntur Kristrúnu Ey- mundsdóttur framhaldsskólakenn- ara; Kristin, f. 5.10. 1944, d. 11.12. 1992, framhaldsskólakennari, gift Áma Þórssyni lækni; Haraldur, f. 6.7. 1946, hrl; Ragnhildur, f. 10.2.1949, gift Knúti Jeppesen arkitekt. Barnabörn Lámsar eru fimmtán og langafabörnin sextán. Seinni kona Lárasar var Margrét Ólafsdóttir, f. 4.11. 1910, d. 7.6. 1982, skrifstofustjóri. Hún var dóttir Ólafs Gíslasonar framkvæmdastjóra og Jakobínu Davíðsdóttur húsmóður. Systkini Lárasar vora Bjöm Auð- unn, f. 21.8. 1908, d. 2.6.1911; Sölvi, f. 25.12. 1910, d. 11.6. 1989, hagfræðing- ur; Kirstín, f. 9.2. 1914, d. 28.9. 1955, hjúkrunarkona; Björn Auðunn, f. 14.6. 1921, d. 5.4. 1995, rannsóknar- maður; Gunnar, f. 14.6. 1921, d. 1.11. 1997, bankafulltrúi. Foreldrar Lárusar voru Haraldur Blöndal, f. 10.9. 1882, d. 22.10. 1953, ljósmyndari og verslunarmaður i Reykjavík, og k.h., Margrét Auðuns- dóttir, f. 7.3. 1881, d. 2.9. 1936, hús- móðir. Til hamingju með afmælið 13. október 80 ára Karólína R. Petersen Bye, Fellsenda dvalarh., Búðardal. Sigurlaug Guðbrandsdóttir, Hólavegi 19, Siglufirði. Svavar Jóhannsson, Bugðulæk 1, Reykjavík. 75 ára Hilmar H. Gestsson vélfræðingur, Granaskjóli 14, Reykjavík. Hann er að heiman. Gunnlaugur J. Snædal, Vesturbrún 12, Reykjavík. 70 ára Guðlaug Guðjónsdóttir, Háaleitisbraut 47, Reykjavík. 60 ára Eyjólfur Hjálmsson, Ásbrún 2, Borgarnesi. HaHdór Einarsson, Fagrabergi 34, Hafnarfirði. 50 ára_____________________ Björgvin Ármannsson, Heiðarbrún 98, Hveragerði. Guðmundur Ölason, Hábergi 38, Reykjavík. Guðrún Júlía Haraldsdóttir, Safamýri 17, Reykjavík. Hallgrimur Hreinsson, Dalbraut 7, Dalvík. Rut Ragnarsdóttir, Stífluseli 10, Reykjavík. Sigurjón Ástmarsson, Bogabraut 3, Skagaströnd. 40 ára Anna Soffía Svavarsdóttir, Stapasíðu 24, Akureyri. Freyja Magnúsdóttir, Móatúni 23, Tálknafirði. Gestný Bjarnadóttir, Eyrarholti 7, Hafnarfirði. Hera Ósk Einarsdóttir, Foldahrauni 39i, Vestmannaeyjum. Katrín Karlotta Brandsdóttir, Hnotubergi 13, Hafnarfirði. Margrét Ólöf A. Sanders, Hlíðarvegi 80, Njarðvík. Pétur Svavarsson, Hellisgötu 17, Hafharfirði. Sigrún Birgisdóttir, Kambsvegi 12, Reykjavík. Stefán Arnar Þórisson, Merkjateigi 8, Mosfellsbæ. Stefán Örn Betúelsson, Fjarðarseli 11, Reykjavik. Sjálfboðastarf fyrir alla Reykjavíkur- deild Rauða krossins heldur kynningarfund um sjálfboða- starf í Sjálf- boðamiðstöð að Hverfisgötu 105 miðvikudaginn 13. okt. kl. 20.00. Hjá Rauða krossinum koma sjálfboðaliðar að margs konar verkefnum. Sum eru í gangi árið um kring en önnur standa yfir í skamman tíma, frá nokkrum tím- um upp í nokkrar vikur. Að jafnaði er miðað við um 6-10 tíma sjáifboðið starf á mánuði í fóstum verkefnum, oft 2-3 tímar í senn. Nánari upplýsingar eru í síma 551 8800. Skyndihjálparnámskeið Reykjavíkurdeild Rauða krossins gengst fyrir nám- skeiði í almennri skyndihjálp sem hefst á morgun, fimmtudag, kl. 19. Kennsludagar verða 14., 18. og 19. októ- ber. Námskeiðið telst vera 16 klst. og verður haldið í Fákafeni 11, annarri hæð. Þátttaka er öllum heimil, 15 ára og eldri. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið geta skráð sig í síma 568 8188 frá klukkan 8-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.