Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Page 7
i MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 1999 Fréttir Vilja útrýma minki meö líftækni og erfðafræði að vopni: Skorað á skakk- an ráðherra „Vestfirðingar hafa skorað á skakkan ráðherra," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um áskorun Fjórðungssambands Vestfirðinga á landbúnaðar- ráðherra og ríkisvaldið þess efnis að minkum verði útrýmt úr lífríki landsins. „Málið er ekki á forræði landbún- aðarráðuneytisins heldur umhverf- isráðuneytis. Þvi er það ekki mitt að taka á málinu sem fagráðherra. En ég vil taka undir með Vestfírð- ingum að ég hef miklar áhyggjur af framgangi minksins í lífríkinu, ekki kannski síst eftir að hann hefur orð- ið fyrir kynbótum af hálfu dýra sem hafa sloppið úr búrum. Minkurinn ógnar bæði fuglalífi og fiskivötnum og þess vegna er mjög mikilvægt að halda stofninum niðri. Það hvarflar kannski ekki að mér að honum verði útrýmt en vegna lífríkisins þarf að halda honum niðri þannig að ég tek undir þessa ályktun," sagði Guðni. í ályktun Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 9. október sl. er far- ið fram á að þegar verði hafist handa við að eyða minknum með árangursrikum, markvissum og óyggjandi aðferðum. Framlög til veiða verði stóraukin og sérstaklega verði leitað nýrra leiða á sviði líf- tækni og erfðafræði til að útrýma tegundinni. Áhættusamar erfðabreytingar Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra var stödd erlendis þegar DV náði tali af henni í gær og sagðist ekki hafa séð áskorun Vestfirðinga né kynnt sér málefni minkastofnins nægilega ítarlega til þess að geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Verður minkastofninum útrýmt með Trójuhesti innan frá? Aki Armannsson, veiðistjóri rik- isins, sagði að engar fjárveitingar hefðu verið til embættisins vegna könnunar á nýjum leiðum til minkaveiða en að á næsta ári hefðu þrjár milljónir króna verið settar til málaílokksins. „Við munum byrja á að meta stofnstærðina þannig að hægt sé að mæla þann árangur sem nýjar aðferðir skila. Gildruveiði verður sérstaklega skoðuð en hún hefur verið mjög vannýtt veiði- aðferð hérlendis fram að þessu. í Kanada og Noregi eru til dæmis 90 prósent af minki veiddar í gildrur," sagði Áki. Að sögn Áka er síðan möguleiki á að veiða mink með öðrum aðferðum ef í ljós kemur að gildruveiðin sé of dýr til að útrýma minknum, ef það sé það sem menn vilja. Það sé til dæmis hægt með því að sleppa erfðabreyttum minkum út í náttúr- una sem síðan valdi ófrjósemi í stofninum. „En það er alltaf sú hætta fyrir hendi að genin stökk- breytist og það gæti allt sprungið framan í okkur,“ sagði Áki. Þá sagði hann hugsanlegt að einangra lyktar- efni sem minkalæður nota til að laða að sér sterkara kynið og nota á gildrur. „Það yrði gífurlega árang- ursríkt en myndi jafnvel kosta hundruð milljóna króna að þróa slíkt efni,“ sagði Áki. Fjöldi veiddra minka hefur vaxið stöðugt á undanfómum árum og hefur tegundin náð útbreiðslu um allt land og er jafnvel farin að að búa um sig á miðhálendinu. Nú veiðast um 6.500 minkar á ári og segir Áki það til marks um að got- stofninn að vori verði a.m.k. 3.500 dýr. -GAR Eins og sjá má er fært til mikið af jarðvegi við Kóngsnefið þegar sneitt er af því. DV-mynd Þórhallur Borðaklipping ráðamanna fram undan á SigluQarðarvegi: Vegagerðarmenn hræddir við vegstæðið - óttast að jarðsigið geti komið í veg fyrir viðhald Frá því að aurskriða féll á Siglu- fjarðarveg við Kóngsnef á Almenn- ingum í sumar hafa verið miklar framkvæmdir á þessu svæði og á tímabili í sumar þurfti að loka veg- inum að nóttunni vegna þeirra. Þær eru nú langt komnar og að sögn Einars Gíslasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, er áætlað að frágangi vegarins á þessum slóðum verði lokið um miðjan októbermánuð. „Það sem við höfum verið að gera er að sneiða af Kóngsnefinu og lækka það til þess að minnka hætt- una á að skriða hlaupi þarna fram að nýju, þó svo að engan veginn sé hægt að tryggja það,“ segir Einar en framkvæmdimar hafa verið unnar í umsjón Vegagerðarinnar. Stefán Einarsson frá Siglunesi hefur unnið það með sínum tækjum og tólum og einnig hafa tæki frá Firði verið not- uð við verkið nú upp á síðkastið. Kostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður á bilinu 15-20 milljónir, en þarna er búið að flytja til efni á bilinu 25-30 þúsund rúmmetrar. Kóngsnefið er á svæði á Almenn- ingum sem gjarnan er kallaö jarð- sigið og árlega þarf að leggja í nokkurn kostnað við viðhald á veg- inum sökum þess að misgengi myndast á nokkrum stöðum. Við- haldið ásamt snjómokstri á Stráka- veginum til Siglufjarðar er talið á ársgrundvelli að jafnaði um 15 millj- ónir króna, að sögn Gunnars Guð- mundssonar umdæmisstjóra. Vegna skriðunnar sem hljóp fram í sumar og jarðsigsins á þessum slóðum hafa vegagerðarmenn áhyggjur af vegi þarna um til framtíðar. Menn óttist að jarðsigið geti í raun þá og þegar bundið enda á að unnt sé að halda við vegi þama um. Engu að síður verður þó með formlegum hætti klippt á borða á næstunni í tilefni þess að nú fyrir skömmu var síðasti spottinn frá Siglufirði til Reykjavík- ur bundinn varanlegu slitlagi. -ÞÁ Tveir fypir 25. októbep og 1. nóvembep frá 14.390,- Bókaðu í dag eða á morgun og tryggðu þér vlðbótarsæti til London Gildir 18. og 25.okt., og 1 .nóv. frá mánudegi til fimmtudags. London er tvímælalaust eftirsóttasta heimsborg Evrópu í dag og vinsældir hennar hafa aldrei verið meiri, enda finnur þú hér frægustu leikhúsin, heimsþekkta listamenn í myndlist og tónlist, glæsilega veitinga- og skemmtistaði og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Nú getur þú tryggt þér 2 sæti á verði eins til London og valið um gott / / okf%' úrval hótela, frá 2-A stjarna, W e/'" Hp:> allt eftir því hvað þér hentar. °Sq, ýiQb, er. Flugsœti til London Verð kr. 14.390,- Flugsæti til London með flugvallarsköttum. Ferð frá mánudegi til fimmtudags, 18. og 25. október, 1. nóv. Flugsæti kr. 21.200 Skatturkr. 3.790x2 = 7590 Samtals kr. 28.780., kr. 14.390 á mann. Flug og hótel í 4 nœtur\ helgarferð 28. okt. Kr. 24.990.- Sértilboð 28. okt, Grand Plaza, 2 stjörnur, 4 nætur í 2ja manna herbergi, flug, gisting með morgunverð, skattar. Hótel í London Kr. 3.700. 2 stjörnur Verð á mann á nótt í tveggja manna herbergi, Bayswater. Kr. 4.200 > 3 stjörnur Verð á mann á nótt í tveggja manna herbergi, Stakis. Kr. 5.300 3 1/2-4 stjörnur Verð á mann á nótt í tveggja manna h erbergi, Kensington Gardens. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, 562 4600, www.heimsferdir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.