Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 28
/ FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum alian sólarhringinn. 550 5555 Odincova: Kaupin að renna út í ~ sandinn? Kaup Vélsmiðjunnar Gjörva á tog- aranum Odincovu er nú í uppnámi og allt útlit er fyrir að þau muni renna út í sandinn náist ekki að ganga frá þeim í dag. Nokkrir kröfuhafanna munu vilja fá hærri greiðslur en áður samd- ist um. Samkvæmt heimildum DV er kaupverð Odincovu ríflega 50 milljón- ir króna en það dugar hins vegar ekki fyrir kröfum á hendur útgerðinni og því hafði verið samið um niðurfærslu skuldanna. Það munu vera Eimskip og rækjusalan ísafang sem enn telja sig eiga óuppgerðar sakir í málinu en þessi tvö fyrirtæki hafa jafnframt átt í viðskiptum sín á milli sem tengjast •Ýiðskiptunum við útgerð Odincovu og blandast þau við uppgjör málsins. Eins og ég sagði í upphafi var þetta aldrei frágengið alveg og ýmsir fyrir- varar. Það eru aðrir sem ekki hafa gengið frá sínu. „Það hefur ekki verið gengið frá skuldunum sem hvíla á skipinu og við ætlum ekki að taka við þeim,“ segir Vilhjálmur Óskarsson, eigandi Gjörva. „Ef þetta gengur ekki hjá þeim í dag getum við ekki staðið í þessu og erum bara hættir." -GAR Bónusfeðgar: Minnsti grun- ur nægir til stöðvunar „Það er einfalt mál að Bónus vill ekki eiga viðskipti við fyrirtæki þar sem einn eigendanna er aðili að svona viðbjóðsmáli. Minnsti grunur um svona ógeð nægir til að við stöðvum viðskipti við fyrirtæki," sagði Jóhannes Jónsson eigandi Bónusbúðanna i morgun en vísaði að öðru leyti til framkvæmda- stjóra búðanna vegna Rimax- kjötsins." „Þessi aðgerð er á ábyrgð fram- kvæmdastjórans. Ég kom þarna hvergi nálægt og framkvæmdatjóri Bónuss hlýtur að hafa sínar ástæður fyrir þessu,“ sagði Jón Ásgeir Jóhann- esson forstjóri Baugs í morgun um þá ákvörðun að fjarlægja allar kjötvörur kjötvinnslunnar Rimax úr hillum og af lager Bónusverslana á höfuðborgar- svæðinu. * Ekki náðist í Guðmund Marteins- son framkvæmdastjóra Bónuss í morgun. -EIR/JBP Kjötvörur Rimax fjarlægöar úr Bónusverslun í Breiðholti síðdegis í gær. DV-mynd Hilmar Þór Tannlæknirinn grunaður um peningaþvætti í stóra fikniefnamálinu: Kjötvörur frá Rimax fjarlægðar úr Bónusi Allar kjötvörur frá Rimax-kjöt- vinnslunni voru fjarlægðar úr hill- um Bónusverslana í gær að kröfu framkvæmdastjóra Bónuss. Átti þ^ð jafnt við um kjötvörur í hill- um, svo og á lager, og gerðist í framhaldi af handtöku og gæslu- varðshaldsúrskurði yfir Agli Guðjohnsen, tannlækni og aðaleig- anda Rimax. „Ég hef ekkert um þetta að segja. Það segir sig sjálft hvað gerist í framhaldi af svona uppákomu," sagði Geir Ericson, framkvæmda- stjóri Rimax og meðeigandi Egils í fyrirtækinu, er starfsmenn hans óku á milli Bónusverslana á höfuð- borgarsvæðinu og hlóðu sendibíl með kjötvörum fyrirtækisins. Egill Guðjohnsen tannlæknir var hnepptur í gæsluvarðhald að Veðrið á morgun: Rigning fyr- ir sunnan og vestan Á morgun verður suðlæg átt, 10-15 m/s. Skýjað en úrkomulítið verður norðaustan til en rigning um landið sunnan- og vestanvert. Hiti 7 til 12 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. - fleiri líklega handteknir á næstunni kröfu efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra og er, samkvæmt heimildum innan lögreglunnar, grunaður um peningaþvætti í tengslum við stóra fikniefnamálið. Einn starfsmanna Rimax, Sverrir Þór Gunnarsson, sem lengst allra hefur setið í gæsluvarðhaldi í stóra fíkniefnamálinu, var búinn að leggja fé í kjötvinnsluna Rimax og hugðist verða meðeigandi Egils í fyrirtækinu. í upphafsrannsókn stóra fikniefnamálsins fann lög- reglan milljón krónur í seðlum í skrifborði Sverris Þórs hjá Rimax, seðla sem voru vandlega pakkaðir inn i plastpoka. Er talið að pening- unum hafi verið ætlað að fara beint inn í rekstur kjötvinnslunn- ar sem hlutafé Sverris Þórs í Rimax. Þar sem ætla má að hér hafi verið um að ræða ágóða af fikniefnaviðskiptum, illa fengið fé, er málið rannsakað sem peninga- þvætti. Egill Guðjohnsen hefur verið í yfirheyrslum hjá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra. Sam- DV; Eskifiröi: Þrjú skip eru að leita loðnu norður af landinu, Eskiíjarðarskipin Guðrún Þorkelsdóttir SU, Seley SU og Örn KE. Lítið hefur fundist. Seley fékk 60 tonn af smáloðnu og er á leiðinni til Bolungarvíkur með þennan slatta. kvæmt áreiðanlegum heimildum DV má fastlega búast við því að fleiri verði handteknir vegna stóra fikniefnamálsins í dag eða næstu daga. Verður tala hinna handteknu þá komin á annan tug. -EIR Öminn fór yfir lóðningar í kantinum um 50 sjómílur út af Djúpinu í gær en gat ekki kannað málið nánar sökum brælu. Nú bíða bátarnir átekta eftir að veðr- ið gangi niður en bræla er á Hal- anum og Grænlandssundi eins og er. -Regína Bræla og lítið um loönu MERKILEGA MERKIVÉLIN bfother PT-igos___ (slenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.