Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 Fréttir Stórátak fyrir landsmót hestamanna 2000: Glæsileg aðstaða að verða til - kostnaður á þriðja hundrað milljónir Stefnt er að því að ljúka öllum helstu framkvæmdum við Fáks- svæðið vegna landsmóts hesta- manna 2000 fyrir 1. nóvember næst- komandi. Að sögn Haraldar Har- aldssonar, formanns Landsmóts 2000 ehf., hefur verkinu miðað vel. Áætlaður kostnaður vegna fram- kvæmda við velli, bílastæði o.fl. ut- anhúss er 150 miiljónir. Kostnaður við breytingar og endurbætur á Reiðhöllinni nemur um 55 milljón- um króna. Búið er að jafna brekkuna á bak við Reiðhöllina og sá í hana. Stæði fyrir kerrur er tilbúið fyrir innan höllina. Er stefht að því að tvær akstursleiðir verði inn á mótssvæð- ið. Önnur verður í gegnum gjána niður að Reiðhöllinni. Sú leið er ætluð keppendum, starfsmönnum mótsins, rútum og leigubílum. Er gert ráð fyrir leigubílastöð á svæð- inu. Suður af stóra hringvellinum hefur verið gert bílastæði fyrir 3000 bíla mótsgesta. Á Fylkisvellinum verður gert ráð fyrir húsvögnum og fellihýsum. Þeir sem hyggjast halda í gömlu, góðu stemninguna og tjalda geta lát- ið þann draum rætast á svokölluðu Hátúni sem er skammt frá móts- svæðinu. Haraldur Haraldsson, formaður Landsmóts 2000, sýnir framkvæmdir á félagssvæði Fáks. áhorfendabrekka og tveir keppnisvellir sem eru óðum að verða til. baksýn er gríðarstór DV-mynd GVA Tvær flugur Annar stórviðburður verður á Reykjavíkursvæðinu á sama tíma og Landsmót 2000, þ.e. landbúnaðar- sýningin í Laugardalshöll. Sam- vinna hefur tekist milli aðila sem standa að þessum viðburðum. Al- menningsvagnar munu ganga á milli Víðidals og Laugardalshallar og sami aðgangsmiði mun gilda fyr- ir báðar sýningarnar. Gagngerar endurbætur hafa átt sér stað á anddyri og áhorfenda- bekkjum í Reiðhöllinni í Víðidal. Verið er að innrétta eldhús og veit- ingaaðstöðu fyrir 200 manns uppi á svölunum. Veitingar verða líka seldar út úr höllinni. Þá er verið að teikna viðbyggingu á svölum út úr húsinu þar sem fólk getur notið veitinga og horft yfir Hvammsvöll- inn. Dansleikir verða í höllinni bæði fostudags- og laugardagskvöld. Einnig verður veitingasala i fé- lagsheimilinu. Tjald verður reist norður úr því. Þar verður tónlist, sem söngglaðir menn geta gamnað sér við á fóstudag- og laugardags- kvöld. Fjórir vellir Haraldur sagði við DV að vonir stæðu til að hægt yrði að leigja gamla Dýraspítalann undir stjórn- stöð ef sá nýi yrði kominn í gagnið, ella yrði fenginn færanlegur sumar- bústaður. Fjórir vellir verða í notkun með- an á landsmótinu stendur. Asavöll- ur og Hvammsvöllur eru fyrir en auk þeirra verða gerðir tveir vellir á svæðinu, annar fyrir gæðinga- keppni en hinn fyrir kynbótasýn- ingar. Áhorfendabrekkan hefur ver- ið lengd og tekur nú alls 20-23.000 manns, eða allt að 35.000 manns, í stæði. Stórum skermi verður komið fyrir framan við áhorfendabrekk- una þannig að gestir geti séð nýjar einkunnir um leið og þær eru slegn- ar inn. Næsta vor verður hafist handa við að fegra og snyrta svæðið. Haraldur kvaðst gera ráð fyrir að gestafjöldi á fostudag, laugardag og sunnudag gæti farið í 20-25.000 manns. Hann sagðist vonast til að Landsmót 2000 yrði öflug auglýsing fyrir íslenska hestamennsku. -JSS Gull úr greipum ægis Samfélagið allt er á öðrum endanum vegna þess að nokkur hundruð einstak- lingar eru nú í óðaönn að leysa út fóður- arf sinn. Það sem þykir ósiðlegt er að þama er um að ræða böm og bamabörn útgerðarmanna sem nú era að uppskera svo sem forfeður þeirra sáðu. Það er ekki nema eðlilegt að lífsstarf sem skil- ar gulli og grænum skógum sé virkjað afkomendum í hag. Það að fólk skuli rövla yfir sægreifum og auði þeirra er óskiljanlegt. Útgerðarmenn þessa lands hafa frá því land byggðist skilað verð- mætum afla á land og þannig haldið þjóðfélaginu gangandi. Þeir hafa af alúð grisjað þorskstofhinn og haldið úti at- vinnu fyrir pólskt verkafólk jafnt og ís- lenskt. Nú þegar fiskistofnar era í því- líku jafnvægi að það hálfa teldist nóg og fyrirhöfnin er engin við að sækja fisk í sæ þá er ranninn upp tími uppskerann- ar. Og hverjum ber að umbuna fremur en blessuðum bömunum sem tekið hafa þátt í lífsstarfi foreldra sinna - jafnt gleði sem sorg og hatrömmum átökum við Ægi konung? Það liggur í hlutarins eðli að böm hinna svokölluðu sægreifa eru þau sem taka eiga við þeim auði sem forfeðumir skópu. Leiðtogar sjómanna ættu að skammast sin fyrir að uppnefna blessuð bömin og kalla þau sægreifa og kvótaaðal þó þau hafi fengið nokkur hundrað milljónir króna í vöggugjöf. Þó svo 30 milljarðar króna hafi horfið úr sjávarútveginum á nokkrum árum þá er það ekki nema dæmi um að stór hópur útgerðarmanna hefur lokið því hlutverki sínu að koma fiskistofnunum í jafn- vægi. Nú munu afkomendur þeirra hasla sér völl annars staðar í atvinnulífinu þar sem siðvæða þcuf. Afrek feðranna eiga að koma bömunum til góða og sjómönnum væri nær að gleðjast nú þeg- ar auðlindin er komin í það stólpajafnvægi að orðatiltækið „gull í greipar ægi“ lýsir staðreynd einni. Það vora útgerðarmennimir sem komu reglu á fiskimiðin og þeirra er að njóta afrakst- ursins. Það starf þeirra skilar því nú að sjómenn eiga náðuga tíma og dorga geispandi eftir fiski sem nánast stekkur um borð i báta þeirra. Þorsk- urinn er aðeins hársbreidd frá því að synda sjálf- ur upp í fiskvinnsluvélarnar. Nokkur illmenni í þjóðfélaginu virðast ætla að sækja að börnunum og hrifsa af þeim foðurarfinn. Þetta er sláandi dæmi um það hvernig fólk á ekki að haga sér. Ekki skal sækja að bömum; hvorki í smáu né stóra. Hverjum dytti til dæmis í hug að hrifsa sleikjó af bami sælgætisframleiðanda? Þegar aft- ur kemur að bömum útgerðarmanna þá er allt leyfilegt og ekkert tillit tekið til þess að böm eru líka fólk. Þeir sem á annað borð vilja ekki láta flokka sig sem flfl verða að gera sér grein fyrir að sonur rakarans erfir skærin og sonur sægreifans fiskinn í sjónum og það er ekkert eðlilegra. Dagfari Kamfýlubarátta Kjúklingabúið Reykjagarður, sem framleiðir Holtakjúkling, hefúr átt í kröppum dansi að undanfómu. Heil- brigðiseftirlit Suður- lands hefur gert for- svarsmönnum fyrir- tækisins gramt í geði meö ótímabærum rannsóknum á kam- fýlubakteríunni sem samkvæmt rannsóknum var allt að því eins áberaridi í bú- rekstrinum og kjúklingamir sem þó era aðalbúgreinin. Nú hafa menn tek- ið sér tak og ákveðið að kveða niður kamfýludrauginn. Auglýst er fýrir tug- miiljónir og sérstakur maður er í því að hjálpa fjölmiðlum til að skilja eðli reksturs kjúklingabús í klemmu. Það er kjarkmaðurinn og kúrekinn Bjarni Dagur Jónsson sem hefur það erfiða hlutverk með höndum að gæta þess að fjölmiðlar „segi satt“ um Reykjagarð... Minkurinn farinn Uppákoman á fundi íslenskra lækna um helgina hefur komið af stað ýmsum vangaveltum. Hinn skýrmælti heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir mætti á fundinn og setti ofan í við læknana eins og óþekka pottorma - skýrmælt- ari en nokkru sinni fýrr. í kjölfarið virð- ist sem sögulegar sættir séu nú í upp- siglingu. Heilbrigð- isráðherra talar um að nú sé löngum leiðindakafla í samskiptum við læknana um gagna- grunnsmálið vonandi lokið. Nýr for- maður Læknafélagsins, Sigurbjöm Sveinsson, segir að nú muni kveða við nýjan tón í samskiptum lækna og heilbrigðisráðuneytisins. Á það má benda í þessu samhengi að Guð- mundur Bjömsson hefur skilað for- ystubjöllunum og helgar starfskrafta sína nú NELÍ í Hveragerði og Sjóvá-Al- mennum. Þar með er enginn minkur í hænsnakofanum lengur... Englar í aðflugi Nú ríkir taugaveiklun meðal þeirra kvikmyndaframleiðenda sem ætluðu að koma myndum sýn- um I frumsýningu á þessu hausti. Um tíma leit út fýrir að renna mundi upp haust íslensku bíó- myndanna með ara- grúa nýrra ís- lenskra kvikmjmda en blikur era á lofti. Tafir hafa orðið á mynd Hrafhs Gunnlaugs- sonar, Myrkrahöfðingjanum, þar sem enn er ekki búið að hljóðsetja hana. Aðrar myndir bíða og þar á meðal Englar alheimsins. Friðrik Þór Frið- riksson, framleiðandi og leikstjóri, er sagður naga neglur sinar enda mun mynd hans frestast um ár ef ekki næst að frumsýna fyrir áramót. Hann mun nefhilega búa við þá hjátrú að ekki megi frumsýna frá janúarbyrjun og fram í september... Siv bálreið Nú hefur forysta Framsóknarflokks- ins staðfest þann hyldjúpa ágreining sem er miiii fýlk- inga umhverfis- sinna og virlqun- arsinna í flokkn- _____ um. Halldór Ásgrímsson mun hafa séð sitt óvænna og samþykkt skipan sáttahóps sem ætlað er að móta sam- eiginlega stefhu flokksins varðandi fljótsdalsvirkjun. Þetta er talinn mik- ill sigur fyrir Ólaf M. Magnússon hjá SÓL í Hvalfirði. Ekki eru allir hressir með þetta fyrirkomulag og þannig heyrist að Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra sé bálreið enda áköfust allra í að sökkva Eyjabökk- um... Netfang: sandkorn @ff- is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.