Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 5
MIÐVKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 5 DV Fréttir Hinn landlausi Christopher Bundeh frá Sierra Leone: Fékk loks landvistar- leyfi í Finnlandi - eftir áralanga baráttu og vonast eftir aö geta nú komið aftur til íslands Christopher Bundeh frá Sierra Leone, sem átt hefur í stríði við frnnsk yfirvöld um félagsleg réttindi sín og íslensk yfirvöld um landvist- arleyfi hér á landi, fékk loks lang- þráð sjúkrasamlagsskírteini í Finn- landi 10. september. Sjúkrasamlagsskírteinið fékk Christopher daginn eftir fertugs- afmæli sitt sem var 9. september sl. Sama dag og hann fékk langþráð skírteini voru nákvæmlega þrjú ár liðin frá því að hann var, eftir hand- töku á ísafirði, framseldur frá ís- landi til að afplána refsivist í finnsku fangelsi. Það var 13. ágúst sl. að Christoph- er fékk staðfestingu á því að finnsk yfirvöld veittu honum félagsleg rétt- indi sem veita honum dvalar- og at- vinnuleyfi í Finnlandi í eitt ár. Sjúkrasamlagsskírteini fékk hann svo eins og áður segir í byrjun sept- ember. Christopher hefur átt við mikil veikindi að stríða í kjölfar þess að berklar tóku sig upp hjá honum meðan hann afplánaði fangelsis- dóminn. Ekki var brugðist við kvörtunum hans um vanlíðan fyrr Christopher Bundeh vonast nú, eft- ir áralanga baráttu og sökum nýrrar réttarstöðu í Finnlandi, til að fá að flytja aftur til íslands. en hann hneig máttvana niður í klefa sínum og var þá orðinn mjög illa haldinn. Yfirvöld í Finnlandi hafa nú úrskurðað hann vinnufær- an en hann mun eigi að síður vera mjög máttfarinn og þarfnast endur- hæfingar og eftirlits. Christopher sótti ítrekað, 1997, 1998 og á þessu ári, um dvalarleyfi og að fá að njóta réttinda flótta- manns í Finnlandi. Þeim umsókn- um var hafnað. Héraðsdómstóll í Turku gagnrýndi harðlega þá ákvörðun framkvæmdavaldsins að hafna umsóknum Christophers. Tcddi héraðsdómstóOinn að synjan- ir væru ekki á rökum reistar og andstæð mannlegri hugsun. Christopher áfrýjaði vegna þessara synjana og hefur þeim nú verið breytt í eins árs dvalar- og atvinnu- leyfi. Hann sótti líka um dvalarleyfi á íslandi en var synjað á þeim for- sendum m.a. að hann nyti einskis réttar í Finnlandi þar sem hann hefði verið gerður brottrækur það- an og gæti auk þess ekki tryggt framfærslu sina á íslandi. Hann áfiýjaði þeim úrskurði og er sú áfrýjun nú til meðhöndlunar hjá Út- lendingaeftirlitinu sem viU að Christopher geti lagt fram ráðning- arsamning á íslandi sem samþykkt- ur sé af verkalýðsfélagi. Tómas Jónsson, lögfræðingur Hinn norski Frederik Raastad kominn á eftirlaun en íslenskuvæöir í heimalandinu: Boðberi íslensk- unnar í Noregi „Ég hef leitt norska nemendur í sannleikann um að nútímaísienska sé spennandi enda sjá þeir æ betur að hún líkist hinum Norðurlanda- tungumálunum," sagði norski kenn- arinn Frederik Raastad við DV í Flensborgarskóla rétt áður en hann hófst handa við að kenna nemend- um þar norsku þar sem hann notar m.a. gitarinn sinn til að ná tO ís- lensku ungmennanna. Frederik, sem hefur ásamt doktor Ivar Orgland gert tvær kennslubæk- ur í islensku fyrir Norðmenn og tvær orðabækur - íslensk-norska og norsk-íslenska, er í stuttri heim- sókn hér á landi. Hann er kominn á eftirlaun en lætur samt ekki deigan síga við að kynna og í raun berjast fyrir því að norska menntamála- ráðuneytið geri íslenskukennslu jafnt undir höfði og kennslu í öðr- um norrænum tungumálum á Hinn norski Frederik Raastad með gítarinn sinn hjá nemend- um í Flensborgarskóla. Hann berst fyrir því að íslenska tungumálið breiðist sem hraðast út í Noregi. DV-mynd ÞÖK námskrá framhaldsskóla í Noregi. „Ég fer í framhaldsskólana og kynni íslenskuna fyrir nemendum. Þetta gerist í móður- máls- kennslu- stundum, þ.e. norsku. Fyrst þykir norsku nemendun- um íslensk- an dálítið erfið en þegar við fórum að skoða hana betur segja þau „þetta líkist okkar máli“. Þeim finnst nútímaíslenskan spennandi,“ sagði Raastad. -Ótt Christophers hér á landi, sendi ný gögn um stöðu hans til dómsmála- ráðuneytisins 23. september og er nú beðið eftir nýjum úrskurði. Þar kom einnig fram að Christopher hefur fengið ráðningarsamning hjá byggingarverktakanum Eiríki og Einari Val ehf. á ísafirði. Segir Tómas að ný réttarstaða Christoph- ers í Finnlandi gjörbreyti stöðu hans. Hann segist því bjartsýnn á að Christopher fái landvistarleyfi hér á landi þar sem öll rök um synj- un hafi nú verið hrakin. -HKr. $ SUZUKI Suzuki Baleno GLX 4x4, skr. 6/96, ek. 78 þús. km, bsk., 4 d. Verð 990 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr. 4/97, ek. 63 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.220 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr. 10/96, ek. 113 þús. km, bsk., 5 d.Verð 980 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 9/97, ek. 34 þús. km, bsk., 4 d. Verð 1.040 þús. Susuki Vitara 2,0 dísil, skr. 6/97, ek. 56 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.800 þús. Susuki Vitara JLX ,skr. 11/98, ek. 24 þús. km, ssk., 5 d. Verð 1.850 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 1/96, ek. 77 þús. km, bsk., 3 d. Verð 720 þús. Suzuki Swift GLS.skr. 4/96, ek. 56 þús. km, bsk., 3 d. Verð 680 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 5/99, ek. 18 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.690 þús. Suzuki Sidekick JX, skr. 9/97, ek. 117 þús. km, ssk., 5 d. Verð 760 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 9/95, ek. 72 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.230 þús. Suzuki Baleno Gl, skr. 2/97, ek. 58 þús. km, bsk., 3 d. Verð 790 þús. Suzuki Jimmy, skr. 3/99, ek. 22 þús. km, bsk., 3 d. Verð 1.250 þús. Suzuki Swift GLX„ skr. 6/97, ek. 56 þús. km, bsk., 5 d. Verð 760 þús. Suzuki Swift GLX ,skr. 6/98, ek. 22 þús. km, bsk., 5 d. Verð 870 þús. Suzuki Swift GX ,skr. 2/97, ek. 55 þús. km, bsk., 5 d. Verð 680 þús. Suzuki Swift GX, skr. 1/96, ek. 81 þús. km, bsk., 5 d. Verð 570 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 4/99, ek. 17 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.690 þús. SUZUKIBÍLAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Nöfn allra þeirra sem kaupa SHARR Proneer AEG tæki eða aðrar vðrur fyrir að lágmarki 10.000 kr., frá Bræðrunum Ormsson, eða hjá umboðsmönnum, komast í lukkupott sem dregið verður úr í desember næstkomandi. Verðlaunin eru ekki af verri endanum O Þrír farseðlar á leik Manchester United í Manchester í byrjun næsta árs. (Innifalið: Rug, gisting, morgunverður og miðar á leikinn). O 2 flugmiðar til Akureyrar með íslandsflugi og gistinótt á Fosshótel KEA O 5 stk. Game Boy Color O 10 SHARP-bolir O 100 stk. Nintendo Mini Classics Alls eru 120 vinningar í Lukku-pottinum. Þú kaupir SHARP, PIONEER, AEG tæki eða aðrar vörnr að verðmæti 10.000 kr., á tímabilinu sept.-des. og ferð í Lukku-pottinn (fyllir út miöa með nafni og heimilisfangi). Gildir hjá Bræðrunum Ormsson og hjá öllum umboðsmönnum. Æiusfbpcc TEFAL ÖYAMAHA sJamQ ©inDesiT FtNUIX Nikon LOEWE. ÍNintAndo) Ifþ NINTENDO.64 GAMEBOY AEG _ Manchester United. - sameiginleg sigurganga frá 1982 •SHAWtmturmðaóa&yrktaraditUancesterUnltedtri 1982

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.