Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 %enning 11 ' "k Nýir stjórnendur íslensku óperunnar gera tíu ára áætlun um síaukinn óperuflutning: Ætla að skjóta í mark Vetrardagskrá íslensku óperunnar hefst annað kvöld á glœsilegum óperu- tónleikum þar sem fram koma Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona, Rannveig Fríöa Bragadóttir messósópran, Kol- beinn Jón Ketilsson tenór, kór íslensku óperunnar og Gerrit Schuil píanóleikari og listrœnn stjórnandi hússins. Aöstand- endur búast viö fjölmenni því tónleikarn- ir veröa endurteknir kvöldiö eftir. Þeir hefjast kl. 20.30 bœói kvöldin. Ekki beint björgulegt bú í sumar og haust tóku nýir menn við stjórn íslensku óperunnar, þeir Gerrit Schuil og Bjarni Daníelsson óperustjóri. Við náðum tali af Bjarna og spurðum hann hvemig búi þeir félagar hefðu tek- ið við. „Ekki beint björgulegu," svarar Bjami. „enda býst ég ekki við að það hafi nokkum tíma verið það. En við höfum samning við ríkið um ákveðið árlegt framlag sem er miðað við að hægt sé að setja upp tvö verk á ári. Óperan á svo sjálf að afla á að giska 30 prósenta af rekstrarfé sínu en fimm prósent höf- um við fengið frá styrktaraðilum. Þetta em ósköp litlir peningar og má ekki mikið út af bera svo allt fari í vaskinn." - Nú em óperuuppfærslur frægar fyr- ir hvað þær eru dýrar. Miðast styrkur- inn við fullan kostnað við tvær uppsetn- ingar? „Ég veit ekki alveg hvemig ég á að orða þetta af hófsemi og mildi en þetta era of litlir peningar!“ segir Bjami. „Auðvitað er Óperan einkafyrirtæki sem má þakka fyrir allt sem hún fær en það er öllum ljóst að opinberir aðilar verða að styðja við óperaflutning ef það á að vera eitthvert vit í honum hér á landi.“ - Er þá raunveruleg forsenda fyrir rekstri óperuhúss á íslandi? „Ég er að reyna að telja mér trú um það,“ segir Bjami og dæsir. „Það er ástæðan fyrir því að ég lét hafa mig í þetta starf. Alls stað- ar þar sem ég þekki til er vaxandi áhugi á óperuflutningi; óperuhús í grannlöndum okkar em alltaf full út úr dymm.“ - En þetta hefur ekki að jafnaði tekist hér, er það? Eram við á eftir öðrum? Bjarni Daníelsson óperustjóri: Vel getur verið að stundum hafi verið skotið yfir markið eða undir markið eða fram hjá því. DV-mynd Hilmar Þór „Við emm ekki komin eins langt í upp- byggingunni. Ef við ætlum að setja upp tvær óperur á ári og reyna jafnframt að ná til nýma áhorfenda með nýstárlegum sýningum þá verður allt að ganga upp. Skaðinn er svo mikill ef eitthvað klikkar. Vel getur verið að eitthvað slíkt hafi gerst á undanfórnum áram - það hafi verið skotið yfir markið eða undir markið eða fram hjá því. Þá er strax helmingurinn af uppfærslum ársins í ólagi. En mér flnnst fólk uppörvandi núna og vona að okkur takist að efla óperuna." - Á hvað stefnið þið? „Það ætti að vera hægt að setja upp fjórar óperur á ári og við stefnum að þvi, kannski fimm með endurtekningu. Við ætlum að gera tíu ára áætlun og koma okkur upp sýningum sem má taka upp aftur. Við byrjum á að setja upp tvær sýningar á ári í vetur og næsta vetur og reyn- um svo að fjölga þeim. Meðfram er ætlunin að vera með fjöl- breytta dagskrá, stórauka fræðslustarf, halda konserta sem falla inn í heildarmyndina og bjóða upp á konsertuppfærsl- ur á óperum sem við getum ekki sett á svið í fullum búningi. Við emm einmitt núna að setja okk- ur ákveðna stefnu til að komast að því hvað við viljum, svo ætl- um við að vinna með uppbrett- um ermum að því að fram- kvæma hana!“ Frönsk Mannsrödd Fyrsta óperuuppfærsla árs- ins er á Mannsröddinni, La voix humaine, eftir franska tónskáldið Francis Poulenc. Hann hefur talsvert verið í fréttum undanfarið enda hundrað ára á þessu ári. Óperan er í einum þætti og verður sýnd í hádeginu sem er alger nýjung hjá okkur - hádegisópera! Við fylgjumst með konu sem er að tala í síma við manninn sem hún elskar og hefur yfirgefið hana. Hún reynir með öllum blæbrigðum raddar sinnar að fá hann til sín aftur. Signý Sæmundsdóttir syng- ur konuna á frönsku en islenskur texti verður á bandi með. Leikstjóri er Ing- unn Ásdísardóttir. Aðaluppfærsla ársins er á The Rape of Lucretia, hinni átakanlegu óperu Benja- mins Britten um eiginkonuna tryggu sem fyrirfór sér eftir að henni var nauðgað. Hún verður frumsýnd í febrúar 2000. Leik- stjóri er Bodo Igesz og fjölmargir söngvarar taka þátt í sýningunni. Auk þessa verða einsöngstónleikar Helgu Rósar Indriðadótt- ur 25. nóvember og óperutónleikar 14. des- ember. Óbó óbó Það telst fátítt að hér séu haldnir óbótón- leikar þar sem ekkert annað hljóðfæri kemur við sögu. Óbóið er ekki mikið einleikshljóð- færi, og því sýndi Eydís Franzdóttir óbóleik- ari töluvert hugrekki að halda ein síns liðs tónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudags- kvöldið og hafá á efnisskránni lítt þekktar tón- smíðar. Tónleikamir hófust á verki eftir Benjamin Britten sem ber nafnið Six Metamorphoses af- ter Ovid og er ópus 49. Það er í sex köflum og heitir hver kafli eftir grískri goðsagnavem. Fyrsti þátturinn, Pan, var nokkurs konar ákall og var ágætlega leikinn en Phaeton, „sem reið um í kerru sólarinnar í einn dag og var þeytt í ána Padus af eldhnetti", svo vitnað sé tii orða efnisskrárinnar, var dálítið klaufa- legur. Þetta er líflegur þáttur og heföi þurft meiri tilþrif tU að njóta sín. Hins vegar er Nio- be dapurlegur kafli og var faliega leikinn en í Bacchusi var fingraspU ónákvæmt og túlkun- in flöt. í heild var flutningur Eydísar á tón- smíð Brittens fálmkenndur og ómarkviss; það var eins og hún hefði engar sérstakar skoðan- ir á því hvemig tónlistin ætti að hljóma. Henni er þó vorkunn, því að mati undirritaðs er þetta eitt leiðinlegasta verk sem hér hefur heyrst og á ekki skUið að vera vel spilað. Tónlist Jónas Sen En hafl Britten verið leiðinlegur var Alef frá árinu 1965 eftir Niccoló Castiglioni ennþá verri. í efnisskránni sagði að tónverkið væri í frjálsu formi, þ.e. flytjandinn mætti raða sex hlutum þess að vild þó endirinn væri staðlað- ur. Útkoman var ótrúlega tUbreytingarlaus, engar andstæður og enginn tUgangur meö einu eða neinu. Hér var flutningur Eydísar yf- Eydís Franzdóttir. irvegaður og fágaður en það dugði bara ekki tu. Tvær íslenskar tónsmíðar vom fluttar á tónleikunum, Glerskuggar eftir Svein Lúð- vík Bjömsson og Sononymus I eftir Hilmar Þórðarson. Hin fyrri er tragískur söngur um einangraðan einstakling sem Eydís flutti prýðilega en innihald tónlistarinnar fór af einhverjum ástæðum fram hjá undirrituðum. Á hinn bóginn er Sononymus I eftir Hilmar hið skemmtilegasta verk, enda tölva með í spilinu sem sat á sviðsbrúninni og sneri skjárinn að áheyrend- um. Gallinn var þó sá að áður en verkið hófst þurfti að kveikja á tölyunni og tók það heila eilííð. Á meðan tvísteig Eydís á sviðinu, brosti vand- ræðalega og nartaði af og tU í óbóið. Þetta var neyðarleg uppákoma og hefði verið betra ef kveikt hefði verið á tölvunni í upphafi tónleik- anna. Sononymus I byrjaöi á djúp- um tónum úr hátölurunmn og minnti stemningin á ástralska frumbyggjaathöfn. Síðan kom seiðandi laglína sem Eydis lék einstaklega faUega en á bak við ómuðu myrk, mismikið unnin óbóhljóð úr tölvunni. Verk Hilmars er ágætlega samið, hnitmiðað en látlaust og hæfl- lega langt. Síðast á efnisskránni var Lament for Astralabe eftir Dra- ke Mabry og vora möguleikar hljóðfærisins þar nýttir til hins ýtrasta. Stundum hljómaði óbó- ið eins og mörg hljóðfæri og oftar en ekki varð tónninn hálfrafkenndur. Þetta er mögnuð tón- list sem krefst þrautþjálfaðrar öndunartækni og var Eydís hér í essinu sínu. Hún spUaði með virtuósískum tUþrifum aUt til loka og var þetta glæsUegur endir á tónleikunum. DV-mynd GVA Trú í sögum HaUa Kjartansdóttir hefur skrifað bókina í sögulegum Trú í sögum um trúarátök skáldsögum Gunnars Gunn- arssonar. Þar fjaUar hún um sögulegar skáldsögur Gunnars frá Sórða áratug aldarinnar út frá þessum óvænta sjónarhóli og veltir fyrir sér hvers vegna átök heiðni og kristni eru svo snar þáttur í þeim. Hvað í samtímanum vakti þessa þanka hjá höfundinum? Vora trúarátök kannski nærtæk í samtíma hans? Reynist þessi þáttur í sögun- um varpa skýra ljósi á sögusýn Gunnars og skírskota beint til samtima hans. Með sögulegum skáldsögum sínum skrif- aði Gunnar sig rakleiðis inn í bókmennta- hefð norrænnar þjóðemisrómantíkur þótt sögumar geymi einnig endurmat á róman- tískum sagnaheimi. Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands og Háskólaútgáfan gefa Trú í sögum út. Óperettukvöld hjá Sinfóníunni Áhugafólk um ópera- og óperettutónlist á úr vöndu að velja annað kvöld. Auk ópera- tónleikanna hjá íslensku óperunni sem sagt er frá annars staðar á síöuhni verður óperettu- og söngleikja- kvöld hjá Sinfóníuhljómsveit íslands með tveimur úrvals söngvurum, Bergþóri Pálssyni og Hönnu Dóru Sturludóttur. Þau ætla að syngja létta tónlist úr hringiðu leikhússins, bæði vestan hafs og austan, lög eftir Stolz, Suppé, Rodgers, Kern, Gershwin og fleiri. Bergþór hef- ur undanfarið verið að syngja meö Diddú á tónleikum í Salnum sem ætluðu að verða endalausir af tómum vinsældum. Hanna Dóra er fastráðin við óperuhús í Þýskalandi og hlaut nýverið frá- bæra dóma fyrir titilhlutverkið í Madame Butterfly. Tónleikarnir hefjast að venju kl. 20. Þeir verða endurteknir á laugardaginn kl. 16. Rómönsur í Norræna húsinu Og enn þá meiri músík. Annað kvöld kl. 20.30 verða tónleikar í Norræna húsinu, þar sem fram koma Bjöm Blomqvist, bassasöngvari frá Álandseyjum, og Magnus Svensson píanóleik- ari. Á efnisskrá eru sönglög eftir Jean Sibelius, Oskar Merikanto og þrír söngvar eftir álenska tónskáldið Jack Mattsson sem hann samdi með Björn Blomqvist í huga. Reyndar eru Björn og Magnus á Akureyri i dag og halda tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.30 á vegum Tónlistarfélagsins á Akureyri. Tónlistarmennimir koma hingað til lands frá Færeyjum, þar sem þeir héldu tónleika í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Það er Nor- ræna stofnunin á Álandseyjum sem hefur haft veg og vanda af tónleikaferðinni og hefur Nor- ræni menningarsjóðurinn styrkt ferð þeirra fé- laga. Tyrkjaránið dansað Annað kvöld er líka frumsýning hjá ís- lenska dansflokknum og verða eingöngu sýnd ný verk eftir unga íslenska danshöfunda, Katrínu Hall, Ólöfu Ingólfsdóttur og Láru Stef- ánsdóttur. Dans Láru, Æsa, ljóð um stríð - sem raunar er dansleikverk - vekur forvitni vegna efnis síns. Æsa fjallar um Tyrkjaránin 1627 þegar sjóræningjar námu brott um það bil 400 íslendinga og fluttu í ánauð í Marokkó og Al- sír. Lára samdi verkið ásamt Guðna Franzsyni tónskáldi og klarínettuleikara og Þór Tulini- us leikstjóra og studdust þau við ýmsar heimildir. Kveikjan að verkinu er sagan af konunni sem ákvað að hún vildi ekki fara frá Alsír þeg- ar hópurinn sem Danakonungur keypti úr prísundinni beið á hafnarbakkanum eftir að fara út í skip. Þrátt fyrir nýfengið frelsi og skipspláss heim til eyjarinnar í norðri valdi hún að vera kyrr. Hvers vegna - og hvað gerð- ist svo? spyrjum við. Frá því segir í Æsu. Sýning íslenska dansflokksins hefst kl. 20. Umsjón Silja Adalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.