Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 20
Ahöfn Krínglunnar —- |KJU..-WWf löiiofiui fólkið sem nenmr ao vir Aó þvo og hreinsa er nú þaö leiðin- legasta sem margir gera, hvernig dett- ur þér í hug að vinna vió þetta? „Þetta er, skal ég segja þér, bara mjög fínt. Þetta er mjög lifandi starf þar sem ég hef mikil persónuleg sam- skipti við kúnnana sem er mjög gam- an því ég myndi segja að íslenskir kúnnar væru mjög fínir. Ef maður gerir sitt besta þá eru þeir mjög ánægðir," svarar Vilhelm Guð- mundsson, sposkur á svip. Þegar heim er komið er þaö þá það fyrsta sem þú gerir að setja í vélina? „Neihei, ég fer yfirleitt beint að sofa eftir erfiðan vinnudag.“ Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur veriö beðinn um að hreinsa? „Það hefur nú komið margt skrýtið en held ég verði nú að segja að það skrýtnasta sem mér finnst að hreinsa séu jólasveinabúning- ar,“ svarar Vilhelm skellihlæjandi, án þess að útskýra af hverju. Eru íslendingar ekki bölvaðir subbar? „Nei, alls ekki. Ég myndi frekar segja að íslendingar væru þrifa- legir. Það koma margir hingað með fót til að láta hreinsa þau og það er oft ekki út af því að þau séu drulluskítug heldur að því að þeir vilja hafa þau í toppstandi. Eg held til dæmis að það sé miklu meira þrifið hérna af fótum en erlendis.“ Hvernig týpur eru íslendingar? „íslendingar eru upp og ofan, þeir eru yfirleitt í góðum gír. Ég held að það sé bara lúxuslif á fólki svona gegnumsneitt en því miður verða alltaf einhverjir út undan.“ Það sést á þér aó þú ert með töfra- lausn... „Það er nú kannski ekki til nein töfralausn en ég myndi vilja sjá hækk- un á skattleysismörkum upp í 90 til 100 þúsund. Ég meina, þetta er þannig séð engin peningur. Veistu að ef ég myndi komast í ríkisstjórn þá myndi láglaunafólk lifa kóngaiífi því það er fólkið sem heldur landinu gangandi, það eru ekki einhverjir ráðherrar niðri í bæ sem halda landinu gang- andi. Láglaunafólkið er fólkið sem nennir að vinna, samt er ég nú ekki að segja að ráðherramir vinni ekki, þeir vinna bara öðruvísi en láglaunafólk- ið.“ Vinna íslendingar of mikið? „Já, sérstaklega láglaunafólkið, það á eiginlega aldrei frí en stóru karlarn- ir í landinu hafa það gott og eiga alltaf frí um helgar. Svona er þessu mis- skipt,“ svarar Vilhelm og er greinilega ekki sáttur. Þaö kitlar nú smástjórnmálamaður í þér? „Nei, nei, uss, uss og svei. Þetta er bara eitt stórt leikhús þama niðri í bæ eða leikvöllur og þangað vil ég ekki fara. Það eru ekkert nema rifr- ildi þarna, eins og krakkar í leikskóla, uppfullir af hroka.“ Ertu alltaf bros- andi, Vilhelm? „Ég á alla vega ekki í erfiðleikum með það og hef alltaf verið tal- inn mjög brosmildur, sem betur fer kannski því það gefur mér og öðrum svo mikið,“ svarar Vilhelm bros- andi að lokum. Einar Þráinsson sýningarstjóri: I hverju felst starf þitt? ® „Ég þarf að stjóma vélunum og Q kimna á þær ef eitthvað klikkar. Svo er ég líka rekstrarstjóri þegar ég er ekki að sýna,“ svarar Einar Þráinsson, sýningastjóri Kringlu- bíós, og segist eyða svo mörgmn stundum í bíóinu að hann sé eigin- lega bíóið. - Geta allir unnið þetta djobb? „Varla. Þetta er nú í einhverri at- hugun núna að viðkomandi þurfi að 4| vera með gráðu í rafmagni en ég er rafvélavirkji. Málið er nefnilega það að ef eitthvað kemur upp á þá kem- ur enginn til með að hjálpa þér. Ég var nú svo heppinn að ég var héma 4| þegar bíóið var byggt og setti því mikið af þessum vélum og hátölur- um saman. Þannig að ég þekki þetta ,, hús mjög vel.“ Afhverju fara íslendingar svona 4§ oft í bíó? „Það er nú bara eins og með allt annað, við íslendingar eigum met í öllu, sama hvort það eru ferðir í bíó á hvern haus eða gsm-síma- notkun." Erum viö ekki bara á svona lágu menningarplani? „Nei, ég held ekki. Alls ekki. Leikhúsmenningin er að mínu mati á háu plani. Málið er bara það að ef myhdin er góð þá fara íslend- ingar í bíó.“ Eru íslendingar kröfuharóir eóa getur þú sett hvaða rœmu sem er í tœkin? „Það er ekki nóg að vera bara með spennu og hasar og læti. Það verður að vera einhver söguþráð- ur. Hins vegar þegar THX kom fyrst þá var bara nóg að setja ein- hverja ræmu í og allir mættu en núna þarf að vanda valið vel.“ Er ungt fólk aö berja hvaö annaö Vilhelm Guðmundsson, eigandi Hvíta hússins: I TINOFJÖLL Náttúran hefur tryggt Tindfjöllum miklar vin- sældir meðal fjallgongu- og skiöafólks. Tindtjöll eru i norðanverðri hrínglaga öskju í miðju eld- stöðvakerfi - aðeins rúmlega þriggja tíma akstur frá Reykjavik. Á 2.500 fm svæði í Kringlunni höfum við opnað nýja útivistarperlu, sannkallaðan ævintýraheim útivistarfólks. í Nanoq bjóðast á einum og sama staðnum ýmis þekktustu vörumerki á sviði útivistar, þar af mörg sem ekki hafa áður boðist á íslandi. Þú getur einnig fengið hjá okkur mikið úrval af íþróttavörum og þægilegum 20 f Ó k U S 15. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.