Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 29
Hvaöa fólk er það sem er aö stela? „Það er eiginlega gamalt fólk, aðallega konur og svo unglingarn- ir. Fólk er ekki að þessu af því að það vantar pening heldur er ein- hver önnur hugsun þarna á bak við, til dæmis að fá eitthvert kikk." Fœröu stundum hjartslátt þegar þú sérð einhvern grunsamlegan? „Jú, jú, það kemur fyrir, en í þessu starfi get ég ekki fengið út- rás fyrir adrenilínflæðið. Ég má ekki nota það og það getur stund- um verið erfitt. Maður æsist en verður að halda ró sinni. Ég verð því að fá útrás með öðrum leiðum og mín leið er að stunda íþróttir. íþróttirnar gefa mér kannski það sem upp á vantar í starfinu." Öryggisvörður, er það ekki bara löggu"wanna be"? „Nei, það held ég nú ekki, en samt gera margir sér það í hugar- lund þegar þeir verða öryggisverð- ir en þetta er aldeilis ekkert svo- leiðis. Þetta er miklu meira eftirlit með einhverju sérstöku. Búning- urinn er nú samt ekkert ófrá- brugðinn löggubúningi nema hvað ég hef smellubindi á meðan lög- regluþjónar hafa teyjubindi," svar- ar Sigurður, kíminn. Hlýtur þú þá virðingu sem þú átt í skilið í starfi? „Já, ég held það. Fullorðið fólk er mjög ánægt með þetta og finnst gott að hafa gæslu í búðum. Það er kannski helst að það séu einhverj- ir ungir krakkar sem eru að skjóta einhverju að manni en maður þyk- ist bara ekki heyra það." Ef heimsendir yrði á morgun, hvað vœri það síðasta sem þú myndir gera? „Ég á nú eftir að gera svo margt þannig að ég myndi bara fara heim og leggja mig. Það væri best að sofa þetta bara af sér." Ahöfn Kringlunnar Sigþór Sigurjónsson, eigandi Kringlukrárinnar: Eldra fólkið er verst með víni ^ Hvaöa kosti hefur Kringlukráin góðan mat og erum með ball- • fram yfir aðrar krár? rekstur," segir Sigþór Sigur- % „Sko, það sem margir átta sig jónsson, eigandi Kringlu- * ekki á er að við seljum ekki bara krárinnar. „Þetta er fyrst og H vín og bjór, við seljum einnig fremst góður veitingastaður með hátt þjónustustig. Ekki „bara krá", svona eins og „bara hús- móðir"." Er þá nafnið ekki svolítið rugl- andi? „Það sem íslendingar gera sér kannski ekki grein fyrir er að kráar-nafnið er elsta heitið yfir veitingarrekstur í norrænu máli og krár til dæmis í Danmörku eru einhver bestu veitingahús þar í landi. Veistu, ég held að það sé Ula komið fyrir þeim stað sem býður bara upp á brennivín." Þannig að þú sérð ekki eftir nafninu þó svo að það geti valdiö misskilningi? „Nei, alls ekki, þetta er gott nafn og góður staður, það vita þeir sem versla við okkur," svar- ar Sigþór, viss í sinni sök. Eru íslendingar kröfuharöir? „Já, og mjög góðir kúnnar en stundum eru þeir ósanngjarnir. Þetta er svo skritið að sumir ís- lendingar gera kröfur hérna heima sem þeir gera til dæmis ekki erlendis. Ég myndi segja að kröfurnar væru alltaf að aukast og sem betur fer segi ég því það heldur manni við efhið." Kunna íslendingar að drekka? „Já, ég held að þetta sé að breytast. Ég hef nú séð ýmislegt og mér finnst að meðferð á víni hafi batnað til mikilli muna eftir að bjórinn var leyfður. Ég verð að segja að það sé fólkið sem er eldra en sextugt sem er verst með víni því það er einfaldlega af gamla skólanum og vill drekka sinn harða drykk og finnst bjór- inn vera sull. Hins vegar er yngra fólkið mikið í bjórnum og soft drykkjum og verður ekki of drukkið og kann að skemmta sér í hófi." Finnst þér að það œtti að lækka aldurinn sem til þarf til að mega kaupa vín? „Ég vildi geta svarað þessu ját- andi en verð að svara þessu neit- andi. 18 ára maður í dag er ein- faldlega ekki eins þroskaður og 18 ára maður var þegar ég var á þessum aldri. Þetta er ekki sagt í einhverjum hroka. Sem betur fer er kannski 18 ára maður ekki orðinn nógu þroskaður því mér finnst að börn eigi að fá að vera börn. Það var ekki upp á teningn- um i gamla daga þar sem krakk- ar þurftu að vinna og axla ábyrgð." Sigþór, ein samviskuspurning: Fœrðu stundum samviskubit þeg- ar þú heyrir um það ífréttunum að það sé alltaf fleira og fleira fólk aðfara í meðferð? „Nei, nei, ég get ekki tekið þetta inn á mig og ég gæti ekkert verið í þessum bransa ef ég ætl- aði að gera það. í mínu starfi hef ég kynnst mörgum og ég verð að segja það af hreinskilni að ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem tekur á sínum málum og horfist í augu við vandann. Ef viðkom- andi hefur ekki vald á því sem hann er að gera, þá finnst mér bara virðingarvert ef hann reyn- ir að laga vanda sinn," svarar Sigþór. HAGKAUP 15. október 1999 f ÓkUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.