Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 36
Mikael Torfason og Teitur Ijósmyndari stjórnuðu drykkju- keppni á milli Mono og FM síðastliðið laugar- dagskvöld. Sendu stöðvarnar tvo menn hvor. Frá Mono mættu Jóhannes og Ingó en FM sendi þá Bjarka og Halla. Þetta var hörku- keppni og augljóst að stöðvarnar eiga í harðri samkeppni. Hér er öll sagan í máli og myndum, óritskoðuð. Mónnkó nnbyrt j 011 3 ¦ m jr CII^ÖI c c *V1 fnmiki n^% i 1 I i i I 1^^^ i N M Arbæingurinn Jóhannes á Mono glottir og ætlar aö taka þetta kerfisbundiö. HPunkturinn' kl Ingó, Jóhannes, Bjarki og Halli á Punktinum, stuttu áöur en fyrstu bjórarnir fóru að kippa. lliA cm.Mi \vv*\ \ . „jk.__t ___ .« Á LA Café dugöi ekkert minna en stórt leöursófasett fyrir drukkin lið FM og Mono. Það er Bjarki sem heldur á tómu glasi enda alltaf bú- inn langt á undan hinum keppend- unum. m^^Wɧ^ „Bætti einhver kókosbollu ofan í þennan bjór?" spyr Ingó í fúlustu alvöru.Bjórbragðið er farið að renna saman í eitt hjá honum. Bjarki Sigurðsson mætti fyrstur og vissi ekki alveg í hvað hann var mættur. En eftir að hafa fengið að vita að um væri að ræða bjór- keppni með tveimur einföldum reglum - byrjað verður að drekka á Keisaranum og svo bara niður Laugaveginn, einn bjór á hverjum stað og undir tímapressunni - þrjár mínútur á bjór - leist honum ekk- ert svo vel á tímatakmarkið. Taldi tímann vera of lítinn og sagðist vera snafsamaður. 1 því augnabliki mætti samstarfs- maður kauða, Hallgrímur Krist- insson, með bjór í hönd - þvílík hetja. Og síðan var beðið eftir þeim Jóhannesi Ásbjörnssyni á Mono og félaga hans Ingólfi Árnasyni. Þegar þeir voru loks mættir - 10 mínútum og seint - var tölt inn á Keisarann og var klukkan rétt um niu. Sly Stallone Besti barinn í bænum stóð fylli- lega undir væntingum. Fjórum stórum og reffilegum bjórum var skellt á borðið. Halli hafði losað sig við Tuborginn sem hann hafði ver- ið að drekka og var því til í tuskið og því var bara byrjað. Bjarki á FM tók sinn á 27 sekúndum þrátt fyrir að vera snafsamaður. Hinir voru allir frekar jafnir en Jóhannes ójafnari en aðrir. Bjarki reynir þá að æsa sinn mann upp og hvetur hann til að verða FM til sóma. Jó- hannes flissar töffaralega og kveik- ir sér í sígarettu. Er ekkert að láta þetta vefjast fyrir sér. „Ég ætla að taka þessa keppni bara eins og Sly Stallone í The Specialist," útskýrir Jóhannes sem er víst morgunhani þeirra Mono- manna. „Þarna þegar hann er að hringja í James Woods og skellir á einni sekúndu áður en löggan nær að rekja sím- talið." Bjarki hlustar ekki á Jó- ¦ hannes og heldur áfram að hvetja sirm mann. Halli æs- ist upp og stynur: „I can do it." Og svo klárar hann og svo kemst Ingó Mono-maður að botni krúsarinnar en Jó- hannes heldur áfram að glotta og lætur háð gesta Keisarans sig engu varða. „Þú endar með því að drekka þennan bjór með barnabörnunum þínum," kallar einn útlifaður leður- jakkamaður með skrautleg sólgler- augu og gestir besta barsins í bæn- um skellihlæja. Jóhannes glottir áfram og klárar ekki fyrr en ég er farinn að telja niður: tiu, níu ... þrír, tveir. Og Jó- hannes lemur krúsinni i borðið. Útsending kl. 8 Einn bjór er náttúrlega ekki neitt og ekkert hægt að dæma menn út frá honum. En á Mónakó dældu fé- lagarnir bjór númer tvö niður og voru allt í einu orðnir ógurlegir fé- lagar. Sátu við sama borð og brostu settlega sín á milli og Halli mælti fyrir skál sem var óvenju væmin: „Megi þeir betri vinna" og eitthvað í þeim dúr. En það nennir enginn *Áa Keisarinn kl. 2 1.05.1 m é,, \ *j*?±. Bja: Njarvíkingur, Jo: Árbáefiligó: Vestmannaeyingur frá helvíti, Halli: Seljahverfi. að hlusta á ástarhót erkifjenda og því er krúsunum kastað í þá og öskrað: „Byrja!" Klukkan tifar og Mono-mennirn- ir halda kúlinu á meðan Bjarki tæmir í einum teig og Halli fylgir honum fast á eftir og minnir félaga sinn á að hann á að mæta í útsend- ingu kl. 8 um morguninn. „Já," segir Bjarki og hlær. „Það má þvi kalla það svona lokatest. Ef ég meika það þá get ég allt." Nú byrjar ropið. Langar strokur sem leggja af stað frá maganum og fikra sig upp vélindað og breytast í dimmar drunur rétt áður en þær læðast út í reykmettað andrúms- loftið. En Halli og Bjarki kvarta undan reykingastrompunum frá Mono. Segjast vera sjálfum sér, stöðinni og Þorgrími Þráinssyni til sóma. Jóhannes hlustar ekki á þá. Seg- ist bara telja að það væri gott að vera kýldur í magann núna. „En þá myndirðu spýja yfir þann sem kýldi," segir Bjarki og piltarn- ir hlæja og Jóhannes klárar siðast- ur eins og vanalega. Þá er haldið á Punktinn og þar birtast fjórar SoL bjórflöskur og Jó- hannes segir: „Einn bar í viðbót og þá er hægt að ná af okkur ælumynd." Halli samþykkir það ekki og tek- ur upp simann. Hringir í konuna til að útskýra fyrir henni í hverju hann er lentur og að þess vegna skuli hún ekkert vaka eftir honum og leyfa honum að sofa út. Það virð- ist ganga eftir - skilningsrík kona - og keppnin heldur áfram. Ingólfur: „Djöfull er þetta vond- ur bjór." Enginn mótmælir því en piltarn- ir okkar láta sig hafa það. Gera þetta bara eftir hefðinni. Bjarki fyrstur og Jóhannes síðastur. Frek- ar tilbreytingalaust. Bætti einhver kókos- bollu ofan í þennan bjór? „Ég sé að stór bjór er á 400 og lít- ill á 300. Er Fókus ekkert fyrir það að spara?" segir Halli þegar gengið er inn á LA Café og hlammað sér í leðursófasett ásamt fjórum stórum. A 22 var Æ. stemmning-in orðin ." E frekar • {,: skemmtileg. Piltarnir ^L voru orönir m Jlindfullir og fannst bjór-inn ekki f Dragöast ^¦'¦¦¦^sjHpr-* Bjarki gefur lítið út á lítinn bjór og klárar auðvitað fyrstur og segist ætla að læra dönsku til geta leikið í næstu Thule-auglýsingu. En Jó- hannes og Ingó eru enn rólegir og einhver grunur vaknar um það að Jóhannes hafi ælt strax á Punktin- um til að hliðra til fyrir fleiri bjór- um. En það getur ekki talist ólög- legt enda laumast Bjarki á klósettið með Halla um leið og hann klárar. Jóhannes: „Ég sé það í hylling- um að standa yfir FM liggjandi í jörðinni seinna i kvöld." Ingó kinkar kolli og þeir félagar klára sína á Sly Stallone sekúnd- unni. Bjarki: „Næsta Thule-auglýsing verður með mér." Á Lilleput, sem er næsti bar, vakna hinsvegar upp efasemdir um mig og Teit. Keppnismennirnir eru að verða drukknir og finnst ósann- gjarnt að þeir einir séu með brenglaða dómgreind og stútfullan maga. Því heimta þeir að við fáum okkur bjór. En auðvitað neitum við. Erum í vinnunni og verðum að taka faglega á þessu. Þá kemur bar- þjónninn skyndilega með áskorun um að keppendurnir fái sér staup með bjórnum en það eyðileggur al- veg móralinn. Ég tek því helvítis staupið og skola því niður til að halda Mono og FM á mottunni. Það róar þá niður og bjórarnir renna ofan í þá með sama hætti og áður. „Bætti einhver k'ókosbollu ofan 1 þennan bjór?" spyr Ingó í fúlustu alvöru. Bjórbragðið er farið að renna saman í eitt hjá honum. Jóhannes: „Hvað segiði drengir, getum við ekki samið um það að ef þið vinnið þá hætti Mono og öfugt? Eða að við Ingó fáum kannski bara að vita hvaða hljóð þetta er í þess- um peningaleik ykkar?" FM-piltarnir hlæja en Halli tekur þetta sem hrós. Að Jóhannes vilji vita hljóðið i peningaleiknum. En sá leikur er þannig að spilað er hljóð á FM og sá sem getur upp á því fær einhvern haug af peningum. Þetta er þó stundargaman því næsti bar bíður. Svo á Halli í vand- ræðum með að losa um því hann getur ekki migið og kann ekki við að æla. Ingo, „Vest- mannaey- "X 'ngur frá Æmm helvíti", mÆ% náði bjórn- BÉ^ ðl um niður en ^pisnt.- stuttu síðar Bfe skilaði "^l hann hluta 1 ' 1 af honum. Vegamot k Mamma og pabbi stolt „Við erum á leiðinni á rassgatið. Þið vitið það?" segir Jóhannes og flissar það mikið að hvaða leikmað- ur sem er gæti séð að hann er hrein- lega á rassgatinu. Og bjórarnir versna í vitum strák- anna. Þeim fmnst bjórinn á 22 alla- vega ekki góður en láta sig hafa það. En nú er.þetta farið að verða virki- lega erfitt og maginn farinn að þenj- ast aðeins of mikið út. Allir drengirnir klára samt á tima en nokkrum sekúndum eftir er Ingó á leiðinni á klósettið með glas i hönd og skilar smá gumsi ofan í glasið. En það kemur nú fyrir bestu menn og hann má eiga það strákurinn að hann var ekkert viðkvæmur fyrir því að Teitur skyldi ná mynd af magasýrunum. Engin spéhræðsla þar. Og svo eftir að bjórarnir á Vega- mótum eru horfnir ofan í maga í full- miklum vinskap útvarpsdrengjanna mætum við á Kaffibarinn og Bjarki fer að biðja um einhver bónusstig fyrir að vera alltaf langfyrstur með bjórinn. Honum fmnst timatakmörk- in nú vera of rúm, sem er annað en fyrr um kvöldið. Enda margt breyst síðan. Strákurinn er orðinn ærandi hávær og blindfullur eins og félagar hans. En það eru ekki nein bónus- stig og því smellir Bjarki bara einum kossi á bardömuna og er ánægður með lífið og tilveruna. Jóhannes: „Mamma les alltaf Fókus og hún og pabbi munu segja vinum sínum að þetta sé ég í blaðinu og að þau séu rosalega stolt af mér. Þetta er eitthvað sem þau hafa alltaf dreymt um." Á Grand Rokk fagnar barþjónninn okkur og þakkar fyrir að fá drengina þó ekki fyllri en þetta. Strákarnir hlusta ekkert á það því Mono-pilt- arnir eru uppteknir við að reyna að fá peningahljóðið upp úr FM-strák- unum. Það gengur eitthvað illa og stemmningin er að breytast hægt yfir í nettan ríg á milli liðanna. Þessi rígur fer þó framhjá Jóhannesi. Hann virðist vera þannig náungi að hann tekur ekkert nærri sér. Jóhannes: „Ég hef aldrei á ævi minni innbyrt jafn mikið af alkóhóli á jafn stuttum tíma." Og stundum voru allir bestu vinir og langaði bara til að djamminu alla nóttina. f Ó k U S 15. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.