Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 32
meömæ 11 Páll Óskar verður í Kringlunni í dag. Það verða að sjálfsögðu einhver læti í honum en á milli kl. 16-18 mun kauði árita forsíðu Fókuss - sérprent- aða. Fókus mælir með því að allir sannir aðdáend- ur Páls Óskars fari í Kringluna í dag og fái áritað plakat frá goðinu. í "tJHf COMfOTEVIMTOJFTMjyrt Annars eru þær nokkrar Kringlumyndirnar sem þúnar hafa verið til og óhætt að mæla með Mallrats eftir Kevin Smith. Hún lýsir stemmn- ingunni á ágætis hátt. Þetta er fin ræma með þeim Shannon Doherty, Jeremy London, Jason Lee og Ben Affleck í að- ' ^ " f alhlutverkum. Það verður samt að við- urkennast að þessi mynd er ekki nærri því jafn góð og Clerks sem Kevin gerði um sjoppu í Bandaríkjunum. En fyrir þá sem vilja ást í stórmarkaði er Scenes From a Mall málið. Woody Allen og Bette Midler leika í henni en leiksrjórinn er Paul Mazurski sem gerði meðal annars Enemies: A Love Story. Þessi mynd fjallar hrikalega mikið um tilvistarkreppu hjóna og það að Woody reið hóru - tvehn. þvi að upparnir mæti með golfbílana á opnun Kringlunn- ar í dag. Að visu er ekki alveg vitað hvort það er löglegt eða siðlaust eða bara 1 fullkomnu lagi. Allavega væri gaman ef nýríku upparnir okkar gerðu eitthvað til að gleðja börnin og rúntuðu með þeim um Kringluna í dag og á morgun. Annars er Jackie Brown eftir Tarantino rétta myndin til að komast í þvilíkt Kringlustuð og óhætt að mæla með þeirri ræmu. Kringlusenurnar þar eru þokkalega spennandi. Myndin er líka gerð eftir bók Elmore Leonards og hann svikur ekki. Kringlan er annars að verða svo stór að Fók- us mælir með ^ Sigurveig Þ. Sigurðardóttir læknir: í5^ /*°i Áhöf n Kringlunnar vciiiucii acai Hvernig er að vera lœknir á Is- landi? „Ég er barnalæknir og það er alltaf mjög skemmtilegt og gefandi starf," svarar þessi indæla kona sem starfar á skrifstofu sinni í Kringlunni og auð- vitað á spítala. Margir 5 ára krakkar segjast œtla aó verða lœknar. Var það svo með þig? „Ég ákvað það nú ekki 5 ára og ég held að ég hafi endanlega ákveðið að verða læknir þegar ég skráði mig i læknisfræðina. Því er þó ekki að neita að það að verða læknir er draumur sem ég átti mér." Þú léstþinn draum rœtast en heldur þú að annaðfólk sé eins duglegt viö að láta drauma sína rœtast? „Það hugsa ég að það geri í dag. Fólk hefur oftast nær tækifæri til að láta drauma sína verða að veruleika." Heldurfólk stundum að þú getir gert kraftaverk? „Flestir eru nú raunsæir í þessum málum. Fólk finnur hins vegar oft að maður getur gert gagn þegar það kem- ur til dæmis með vandamál sem eru ómeðhöndluð. Þegar þetta gengur upp verður fólk svo ánægt." Gleður það þig mest? „Já, það gleður mig mikið þegar ég sé vandamál leysast og þá sérstaklega þegar börn eru lasin því þegar þau eru lasin þá kemur það niður á aílri fjöl- skyldunni. Þegar maður finnur að maður er að gera gott þá líkur maður vinnudeginum með bros á vör." Hvernig er ástandið á þjóðinni? „Ástandið er að batna. Fólk er farið að verða sér betur meðvitandi um Loksins geta h jónin gert það - sem þau hefur lengi langao til. Verslao í nýju Tekk Vöruhúsi í Kringlunni. TEKK V Ö R U H U S Kringlunni • Sími: 581 4400 • Bæjarlind 14 : 16 • Sími: 564 4400. hollustu og aðra þætti sem gera því gott. Læknirinn er ekki lengur eitt- hvert goð og allir trúa orðum hans eins og hinum heilaga sannleika." Er borin nógu mikil virðing fyrir lœknum eða eru íslendingar þverir? „Ég held nú svona yfir höfuð að ís- lendingar séu samvinnuþýðir. Fólk tekur mark á lækni sínum og vinnur með honum. Það er lítið um að fólk sé með einhvern mótþróa ef það á við einhvern vanda að glíma." Hvað verður um okkur þegar vió deyjum? „Ef ég vissi það nú. Ég eyði ekki • • • • • Í miklum tíma í að íhuga hvað verður um okkur eftir dauðann, ég verð nú bara að viðurkenna það. Það er samt örugglega framhald en ég get ekkert fullyrt um það." Efþéryrði sagt að heimsendir yrði á 'morgun, hvað yrði það síðasta sem þú myndir gera? „Ég hugsa að ég myndi nú ekki gera neitt sérstakt því ég gæti alls ekki treyst á að þetta væri rétt. Ætli ég myndi ekki bara láta það koma í ljós hvort heimsendirinn kæmi eða ekki," svarar Sigurveig brosandi. Jens Ólafsson verslunamnaðun Er með lyklakippunni Hvað gerió þið í þessdri verslun? „Við bætum skó og smíðum lykla og fleira sem fylgir þessu tvennu," segir Jens Ólafsson, eigandi Þráins skóara. Hugsar þú betur um skóna þína og lykla en annaðfólk? „Já, ég held það svei mér þá," svar- ar Jens um leið og hann skellir hægri löppinni upp á borð og sýnir íþrótta- skóna sem hann er í. Hva, afhverju ertu í svona skóm? „Þeir eru bara svo þægilegir og svo þarf ekkert að pússa þá. Það þýðir nefnilega ekkert að vera í spariskóm hérna inni, þeir verða bara skítugir." Hvað ertu með marga lykla á lykla- kippunni? „Þeir eru nú ansi margir... ég er með 13 lykla," svarar Jens eftir að hafa gefið sér góðan tíma í að telja og bætir við: ,Jíg held að það sé ekkert meira en gengur og gerist. Helming- inn af þessum lyklum nota ég einu sinni á dag, hina oftar." Finnst þér fólk vera kœrulaust þeg- ar kemur að því að lœsa eignum? „Já, og fólk í dag er að fiýta sér of mikið, það er málið. Fólk er að gleyma lyklum, veskjum, gleraugum og fleiru hérna á borðinu hjá okkur. Það er alltaf eins og fólk sé að missa af einhverju. Alltaf á einhverju spani." Eru Islendingar stressaðir? „Ég er nú ekki stressaður, kannski af því að mánaðamótin eru búin," svarar Jens, skellihlæjandi. Hver er lykillinn að velgengni? „Það er framkoma við kúnnann, þegar máður er að afgreiða. Ef ég er elskulegur við kúnnann þá er kúnn- inn elskulegur við mig. Það er lykih- inn og skiptir bara öllu máli. Samt erum við nú öllu vanir hérna því fólk er svo misjafnt." Kanntu ekki einhverja skemmtilega sogu afkúnna? „Hmmm, ég veit það nú ekki. Kannski er best að segja sem minnst svo kúnnarnir hætti ekki að koma," svarar Jens glottandi. Hvað er þaö leióinlegasta sem þú gerir? „Að bursta skó..." Og þú vinnur við það! „Já, pældu í því. Nei, ég er að fífl- ast, það er ágætt að busta skó. Mér finnst ekkert sérstakt leiðinlegt. Lífið hefur bara sinn gang og maður þarf að takast á við þann vanda sem kem- ur upp hverju sinni, sama hver hann er." Hvernig veróur ísland eftir 200 ár? „Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Þjóðfélagið breytist og fólk bara fylgir með. Vonandi verður fólk samt ekki eins stressað." ¦I w f Ó k U S 15. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.