Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 17
Ahöfn______ Kringlunnar Kringlan springur út í dag og breytist í langstærstu verslunarmiðsöð íslands - í gær var hún bara stærst. Fókus fór því á stjá og skoðaði allskonar hluti og tók púlsinn á áhöfn Kringlunnar. En Kringlan er auðvitað rammíslenskt Titanic sem sekkur ekki á malbikinu og á eflaust eftir að stækka meira á næsta árþúsund • ••#••#•;• ••-••• ;•¦-• Jón Sveinsson hársnyrtir: því hvo Ertu ekki hress, Jón? „Jú, en plís kallaðu mig Nonna í Quest, undir því nafni er ég þekktur," svarar Nonni í Quest og fitlar við hökutoppinn. Þetta er alveg ný stofa sem þú ert aö opna, er það ekki? „Jú, splunkuný. Þessi stofa er fyrir yngri markhóp, kannski 12 til 30 ára. Við ætlum að reyna að fara aðeins yfir strikið og því verður þetta ekki þessi hefð- bundna hárgreiðslustofa." Að hvaöa leyti? „Það verður alltaf eitthvað nýtt að gerast, alltaf einhverjar uppákomur. Svo má til dæmis nefna að afgreiðsluborðið verð- ur baðkar fullt af fiskum, við verðum með svakagræjur og 600 watta hátalara í loftinu og margt fleira." Sumir eru skíthrœddir um aö rakarinn geri einhverja tóma vit- leysu, hefur þú einhvern tímann gert stór mistök í starfi? spurð a ^ ég sé homrrí „Já, Hebbi Guðmundsson kom einu sinni til min og vildi láta klippa sig í flýti af því að hann var að fara í sjónvarpsviðtal. Ég kippti honum í stólinn og klippti hann eins vel og ég gat en siðan þegar ég ætlaði að serja í hann Hebba-greiðsluna þá bara gekk ekkert. Ég þurfti því að setja hann aftur í stólinn og þvo hon- um en það var sama hvað ég reyndi, ekkert gekk. Á endanum kallaði ég á reyndan klippara sem túberaði hann, setti hann bara í lagningu og náði þannig réttri greiðslu. Þannig að ég komst að því þarna að lagning er galdurinn á bak við Hebba- greiðsluna. Þetta voru nú engin stór mistök en samt mistök en sem betur fer tók Hebbi þessu vel." Þegar sumt fólk sest í stólinn hjá þér þá vill þaö spjalla. Hefur þú stundum heyrt eitthvað svœs- iö? > „• •/•••••-,•- • „Fólk er rosa- lega misjafnt, sumir vilja tala en aðrir þegja. Ég hef eiginlega mest gaman af því að tala við börn því þau eru svo opin og segja allt. Ég fékk einu sinni lítinn krakka í stólinn og svo byrjaði hann allt í einu að blaðra og fór að segja mér frá því þegar mamma hans og pabbi voru uppi í rúmi á fullri keyrslu. Svo kom mamma hans, sem hafði setið á kaffistof- unni, á harðahlaupum, eldrauð í framan, og náði að þagga niður í krakkanum. Annars eru nú til fullt af skrýtnu fólki og maður er búinn að heyra margar sög- ur." Karlkyns rakarar eru oft stimplaóir hommar, hvaö finnst þér um þessa umrœðu? „Það er rosalega algengt að • •••••iÉ hommar séu í þessari stétt og margir af okkar bestu klippurum eru hommar. Til að umgangast mik- ið kvenmenn þarf að hafa í sér þennan fínleika og það er kannski þess vegna sem margir hommar eru í þessari stétt og þá hinir karlarnir sem ekki eru hommar eru stimplaðir homm- ar." Ert þú oft stimplaður hommi vegna starfs þíns? „Ég er oft spurður að þessu og meira að segja kærastan mín er oft spurð að því hvort ég sé hommi. Þannig að ég myndi kannski ekki segja að ég hafi fengið stimpilinn á mig en ég hef oft verið spurður út í þetta mál," svarar Nonni og segir að sem betur fer geti hann bara hlegið að þessu. • • # m m m m • Hanna María Þórhallsdóttir, afgreiðsludama í 17: Ekkert mál að brosa Hvernig er að vinna í búð? „Það er bara ógeðslega fínt og skemmtilegt. Áður en ég byrjaði að vinna í 17 vann ég á veitinga- stað og ég held að þjónustustörf eigi vel við mig," svarar Hanna María um leið og hún roðnar. Þú ert að þjóna fólki, er það guðsgjöfað geta þjónaö fólki? „Úff, ég veit það nú ekki, kannski. Ég veit samt ekki hvort þjónustarf sé framtíðin hjá mér, maður stefnir kannski eitthvað aðeins hærra en aldrei að segja aldrei." Afgreiðslufólk þarf að standa allan daginn upp á endann, verð- ur þú aldrei þreytt ífótunum? „Nei, nei, bara þegar það er mjög mikið að gera og jú, það er nú alltaf mikið að gera en þreyt- an gleymist í hita leiksins. Maður reynir bara að vera í góðum skóm og þá reddast þetta allt saman." Þið þurfið, eins og flugfreyjurn- ar, að brosa mikið... „Maður verður að geta það og það er stór hluti starfsins. Mér finnst ekkert mál að vera bros- andi allan daginn," svarar Hanna brosandi út að eyrum. Hefurþú einhvern tímannfeng- ið lúða inn í búðina, selt honum eitthvað flott og bara bjargað lífi hans? „Það er alveg sama hver kem- ur inn í búðina, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Jú, jú, oft á tíðum er þetta mjög gefandi starf og stundum kemur fyrir að maður getur sagt: þarna bjarg- aði ég einum, eins og læknarnir gera. Þegar svoleiðis gerist þá fer maður brosandi í háttinn." Þarftu ekki stundum að fegra sannleikann, Hanna? „Nei, nei, ég hef aldrei gert það," svarar Hanna hlæjandi og bætir því við að oft megi satt kyrrt liggja, bæði i afgreiðslu- störfum og í hinu daglega lífi. Þannig aó þú hefur aldrei fengið samviskubit yfir því aö hafa selt einhverjum eitthvað semfór viókomandi mjög illa? „Nei, maður reynir að láta það ekki koma fyrir. Maður reynir alltaf að gera það besta fyrir kúnnann. Ég myndi ekki vilja að svoleiðis væri gert við mig og því geri ég það alls ekki við aðra," svarar Hanna ákveðin. Hver er þinn œðsti draumur? „Úff, ég vil helst sleppa við að svara þessari spurningu af því að ég er svo lítil draumóra- manneskja." 15. október 1999 f ÓkUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.