Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1999, Blaðsíða 10
Jæja, þá er komið að því: Þið eruð komin heim til hans. Þetta virðist ágætis náungi - annars hefðirðu látið hann keyra þig heim eftir eftirréttinn. En hvernig geturðu verið viss um að hann sé ekki bara að þykjast? Hvernig á að þekkja m a n n af plötusafninu hans Stundum hefur konum verið ráðlagt að kíkja á baðherbergis- skápinn hjá gæjanum en stefnu- mótavanar konur í dag hafa uppgötvað árangursríkari leið til að kanna viðfangsefnið. Ef þú kíkir sem snöggvast á plötusafn- ið hans getur þú ákveðið hvort þú átt að gera þér upp ógleði og flýta þér heim eða hvort þú átt Alda - Out of Alda Þér fannst þetta of gott til að vera satt: gaurinn var myndarleg- ur, mjór og snyrtilegur og eitt- hvað svo barnalegur með þetta yf- irvaraskegg. En nú veistu það fyr- ir víst; hann er tólf ára. Breiddu yfir hann sængina og bjóddu góða nótt, hann þarf að vakna snemma í skólann á morgun. Ef hann þrætir og þú sérð á ökuskírtein- inu hans að hann er fullorðinn maöur verðurðu að vona að hann eigi dóttur á unglingsaldri sem þessi diskur tilheyrir. Ef ekki, munið þið gera lítið annað en að fara saman í klippingu eða í búð- aráp. Ekki láta blekkjast af þeirri staðreynd að það var hann sem Raddir Ef hann er ekki þegar búinn að því, mun þetta ríkisstyrkta ungskáld bráðlega kæfa þig með ódýrum vindlareyk á meðan hann röflar út í eitt um eigin ljóðagerð, tíbetska búddamúnka, nýjustu sendinguna hjá Kor- máki og Skyldi og hvað það sé mikil og djúp tilfinning í vísna- söngli kotbændanna á Röddum. Þú kemst fljótt að því að það er ekki I eitt einasta „trend" sem þessi náungi hefur ekki náð að blóðmjólka áður en það varð jafn kalt og hrollurinn sem nú er farinn að gera vart við sig á bak- inu á þér. Nei, þú hefur ekki hugmynd um út á hvað „dogma" gengur og færð því hálftíma kynningu í staðinn fyrir að fá í'ana eins og þú vilt. Gaurinn er nefnilega gjörsamlega getulaus þótt hann segist búinn að fara í nokkra tantra-jógatíma. Líttu á björtu hliðarnar: Þú ferð heim jafn einmana og ófullnægð og áður en hefur þó óviðjafnanlega „stefnumót frá helvíti"-sögu til að segja í næsta saumaklúbbi. að byrja að hugsa upp nöfh á börnin ykkar. Tónlist gegnir þýðingarmiklu hlutverki í menningu samtím- ans og plötusafh einstaklingsins segir ekki aðeins sitt um tónlist- arsmekkinn heldur líka hvaða innri mann eigandinn hefur að geyma. Á mótunarárunum hefur maðurinn valið sér vini að hluta til eftir tónlistinni sem þeir hlustuðu á og í framhaldsskóla hefur uppáhaldstónlistin hans verið í bakgrunni á mörgum bjórfjjótandi kvöldstundum, sem sumar hafa endað með einhvers konar kynlífi. Plötusafhið segir því ekki bara sitt um eigandann heldur líka til um það sem finna má undir nærbuxunum hans. Stærðin skiptir kannski ekki alltaf öllu máli en þú skalt þó forðast menn sem eiga bara sjö diska eða færri, slíkir menn eru greinilega þunnyldi. Gleymdu líka þeim sem eru bara með tón- list á mini-disk. Það eru gaurar sem munu alltaf verða of upp- teknir af nýjasta dótinu sínu til að nenna að sinna þér. Hér eru nokkrir diskar og dæmi um hvaða mann eigand- inn hefur að geyma. Diskarnir ljóstra upp um karakterein- kenni sem hann myndi aldrei segja þér frá sjálfur. 1 stað þess að uppgötva það smátt og smátt sjálf með þrúgandi samneiti tek- ur Fókus af þér ómakið. Þú munt þakka okkur síðar. bauð þér út. Hann á alveg örugg- lega eftir að uppgötva nokkrar staðreyndir um sjálfan sig og eig- ið kynferði. Og við getum sagt þér það strax, að þú vilt ekki vera á staðnum þegar það gerist. Paparnír- Komplett Hvað erða við groddalega karl- menn sem þú hrífst að? Eru tvö kvöld af trúboðastellingarkynlífi í viku það sem þú ert að leita að? Langar þig virkilega til að hola þér niður og eyða því sem eftir er af lífinu í tilfinningasnautt og fyr- irsjáanlegt samlífi þar sem reynir á þjónustulund þína og undir- gefni? Ef þú svarar þessu játandi skaltu doka við þegar þú sérð alla Papadiskana í safninu. Jú, þitt verður 300 fermetra einbýlishús í úthverfi, 4 milljóna króna jeppi og 2,5 börn, en fljótlega verðurðu far- in að velta því fyrir þér hvers vegna þér fannst þetta svona eftir- sóknarvert. Fyrstu árin verða allt í lag, Húsasmiðjan um helgar og svona, en eftir að krakkarnir byrja í skóla fer sambandið að gliðna. Eftir áratugalanga þolin- mæði í garð fylliríisheimsókna kunningja hans og lélegs kynlífs, sem endar oftar en ekki með því að hánn deyr brennivínsdauða ofan á þér, verður allt sjálfsálit og metnaður fokið út i veður og vind. Þegar krakkarnir flýja hreiðrið ertu orðin bitur kerling sem tuðar og skammast út i allt og alla. Lifr- in gefur sig loks og hann deyr fyr- ir aldur fram. Þegar þú hendir verðlausum eigum hans finnurðu aftur þessa diska og gerir þér grein fyrir því að ef þú hefðir bara farið að okkar ráðum og sagst vera lesbía hefði allt farið miklu betur. Friðrik Karlsson - Lífsins fljót Þó móðurumhyggja sé eitthvað sem höfðar til þín kýstu að beina þeirri tilfinningu að ekta barni, ekki að manni sem lætur eins og barn. Ef þú rekst á þennan disk í safhinu skaltu byrgja inni allar móðurlegar tilfinningar því annars eyðirðu rest- inni af kvöldinu í að jánka endalaus- um straumi af niðurdrepandi þusi og væli um það hve gaurinn á bágt og þrautagangan sem hann hefur lent i, maður lifandi! Það hvarflar að þér að rukka manninn um þrjú þús- und kall á tímann því þér er að lok- um farið að líða eins og geðlækni. Þrátt fyrir allt endar kvöldið ekki með kynlífi - hann vill miklu frekar láta halda utan um sig þar sem hann liggur í fósturstellingu - og þar að auki hefur hann liklega ofhæmi fyr- ir kynlífi. Vertu bara fegin að þurfa ekki að sofa í sama rúmi og hann því hann pissar að öllum líkindum enn þá undir. Gunnar Jökull I - Hamfarir Þú hofðir getað sagt þér strax: Maðurinn er lúði. Skræpóttu jakka- fötin. Star Trek-bindið ¦ hans og hvernig hann i vitnaði ondalaust í Fóst- i bræðrabrandara þegar | hann royndi að vora fyndinn hefði áít að vora nóg f'vrir þig, en nú ortu föst i stofunni hjá hon- uin (liann býr reyndar í bilskúr foroldra sinna) og hann or nii þegar bii- inn að spila ..Bíllinn minn'" þrisvar. ..Hlustaðu," segir hann og tautar svo. „algjör snilld. algjör snilld". Það or engin framtíð í þossu. hann mim búa í bílskúrnum lengi áfram og þú hofur aðcins um tvennt að velja: Ef þii eri fyrir títuprjóna leyiir þú HamfarUPi honum að fara upp á þig i mooaumkunarskyni, annars gengurðu út. Hann mun okki taka eftir því þegar þú forð. svo upptokinn or hann af Gunnari Jökli og þvi skaltu stela báðum Tví- liöfða-diskunum hans. Hann á þá áritaða. tBW' BMlff^f ^WPIi w. W^P^W' Þú hefur þegar tekið eftir þvi að diskurinn sjálfur virðist óspil- aður en umslagið er krumpað og þakið klístrugum blettum. Legðu það frá þér undir eins og þvoðu þér vandlega. Þó gæinn segist hrífast af kvensöngkonum finnst þér grunsamlega lítið af góðri kvennatónlist í safninu og þér fmnst lika skrýtin þessi megna harðfiskslykt í íbúðinni hans. Ástand þessa disks sýnir einfald- lega að þegar kemur að kynlífi finnst þessum gaur bókstaflega best að taka til hendinni sjálfur. Anna Halldorsdóttir - Undravefurinn Jú, jú, hann opnaði dyrnar fyrir þig, borgaði matinn án þess að blikna og sagðist dást að fólki sem gefur vinnu sína til líknar- mála, en samt, ekki bíta á agnið alveg strax. Hvernig hann lætur þennan disk liggja fremstan (í stað þess að vera innan um disk- ana með Maus, Botnleðju og Qu- arashi sem eru í meiri hluta í safninu) er greinilegt merki um að gaurinn er slepjulegur kvennabósi. Með þvi að þykjast fíla þessa værukæru „stelputón- list" vill hann senda út þau skilaboð að hann sé tilfinninga- næmur og mjúkur maður sem á gott úrval af bæði reykelsi og tei - og hann segist ekki skammst sín fyrir að gráta. Sannleikurinn er samt auðvitað sá að þetta er svikull skíthæll sem mun sofa hjá vinkonum þínum um leið og hann getur. Þó hann sé klár í að hneppa frá brjóstahaldara og kunni ýmsar framandi stellingar er það ofar hans skilningi að hringja í þig daginn eftir. Fyrir utan þennan disk segir ilmvatns- lyktin á koddanum hans sitt og silkinærbuxurnar við hliðina á rúminu hans. Hann kallar þig lika enn þá Hönnu þó þú sért margbúin að segja honum hvað þú heitir. Þessi gaur fer greini- lega frjálslega með slátrið á sér. Ef þú ert ekki ánægð með að vera bara enn eitt nafnið í rauðu bókinni hans mælum við með því að hringir strax á bíl. Mundu svo eftir að taka símann úr sambandi næstu vikurnar. Serði r Monster - Tekið stærra upp í sig Þessi liggur efst í hrúgunni og diskurinn er í spilaranum. Hann hefur því haft þetta ógeð í gangi á meðan hann var að hafa sig til fyr- ir stefnumótið. Hlauptu stelpa, hlauptu! eru skilaboð okkar til þín, ef svo ólíklega vill til að þú sért svo græn að geta ekki sagt þér það sjálf. Hann er að mixa drykki inni í eldhúsi núna og þú getur bölvað þér upp á að hann er að setja svefnlyf í glasið þitt. Ef þú sleppur ekki út áður en hann kem- ur inn í stofu skaltu ekki hafa neinn fyrirvara á heldur dúndra sem fastast í klofið á honum og þjóta út. Þú ferð ekki heim til þín, heldur til vinkonu þinnar og sigar svo löggunni á hann þegar hann er að brjótast inn heima hjá þér. Og þér sem -leist svo ágætlega á hann þegar þig voruð að borða, hann talaði alla vega nóg um það hve vel hann þénaði í verðbréfun- um. Að vísu fannst þér skrýtið hvernig hann reif í sig blóðuga steikina og leifði öllu grænmetinu, en þegar hann kallaði á þjóninn - „Hei, þú þarna hommatittur!" - hélstu að þér hefði misheyrst. f Ókus 15. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.