Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 5 DV Fréttir Sjúkraskrár sem enginn á: Voru opinberaðar í trássi við reglur - segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags íslands BIFREIÐASTILLINGAR GÓLFBÚNAÐUR SÍÐUMÚLI 14 • 108 REYKJAVÍK • SlMAR 510 5500 • 510 5510 OPIÐ: VIRKA DAGA KL. 8-18, LAUGARDAGA KL. 10-13 ítrekuð atvik þar sem upp- lýsingar úr sjúkraskrám hafa komist í hendur annarra en lækna og viðkomandi sjúk- linga, hafa vakið mikla athygli, nú síðast er fréttamaður Stöðv- ar tvö fletti sjúkraskrám óhindrað fyrir áhorfendur stöðvarinnar. Formaður Læknafélags Is- lands, Sigurbjörn Sveinsson, segir að ef einhver óviðkom- andi komist í sjúkraskýrslur, Sigurbjörn Svelns- son, formaður Læknafélags ís- lands. þá sé það í trássi við þær reglur sem í gildi eru. „Um það er enginn ágrein- ingur. Hins vegar ber að líta til þess við hvaða aðstæður þetta gerist. Það mætti segja um aðfór Stöðvar tvö, að þar hafi brotavilji verið íyrir hendi. Fréttin var ekki bara heimild um að sjúkraskrámar væru þarna til staðar, heldur voru þær teknar upp og flett af fréttamanni. Lögfræðingar gætu því kallað þetta ásetning og það voru ekki almannahagsmunir að sjúkraskránum væri flett fyrir framan myndavélina." Sigurbjörn segir að þar sem þetta sé í ólagi, þá skoðist það bæði á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda og lækna. Hann segir skýringar geta verið þær að ónógar fjárveitingar hafi fengist til að hafa þetta í góðu lagi. „Það er aftur á ábyrgð yfirvalda sem harðast gagnrýna lækna vegna örygg- isþáttarins." í raun hefur aldrei verið kveðið upp Bréf Gunnvarar: Erlendir starfs- menn fá ekki að kaupa - en aðrir hafa forkaupsrétt Lokuðu útboði á hlutabréfum í Gunnvöru hf., sem eru í eigu íslands- banka, lýkur í dag, þar sem 368 ís- lenskir starfsmenn fyrirtækjasam- steypu Hraðfrystihússins hf. höfðu rétt til að kaupa fyrir að hámarki 50 þús- und krónur að nafnvirði. Erlendir starfsmenn fyrirtækisins fá hins vegar ekki að kaupa. íslandsbanki keypti í sumar hluta- bréf í Gunnvöru til að liðka fyrir sam- runa fyrirtækisins við Hraðfrystihúsið hf. í Hnifsdal, sem gengið var frá í sept- ember. Bankinn seldi síðan aftur um 10% hlut í fyrirtækinu til Þormóðs ramma. Nú er 368 starfsmönnum Gunnvarar, íshúsfélags Isfirðinga og Hraðfrystihússins hf. boðið að kaupa í lokuðu útboði að hámarki fyrir 50 þús- und krónur að nafnvirði hver, á geng- inu 5,75. Ef allir nýttu sér það er verið að tala um 18,4 milljónir að nafnvirði. Síðasta skráða sölugengi hlutabréfa í Gunnvöru hf. var 6,60, en gengið hefur hækkað talsvert eftir sölu hlutabréfa til Þormóðs ramma. Hluti starfsmanna fyrirtækjanna hafa verið útlendingar með atvinnu- leyfi hér á landi. Þegar gengið var frá útboðsgögnum var hins vegar búið að hreinsa þá alla út af listanum. Sam- kvæmt upplýsingum frá viðskiptastofú íslandsbanka, þá er með því verið að framfylgja lögum sem segja að útlend- ingar megi ekki eiga hlut í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Verulegur hluti starfsfólks í vestfirskum sjávar- útvegsfyrirtækjum hefur hins vegar undanfarin ár verið útlendingar. Því má með sanni segja að umtalsverður fjöldi íbúa Vestflarða sé samkvæmt lögum útilokaður frá eignaþátttöku í atvinnustarfsemi á svæðinu. -HKr. úr með það hver eigi sjúkra- skrámar. Flestir telja sjúk- linginn hafa þar stærstan rétt, þó hann megi samt ekki Játa eyðileggja sjúkra- skrá sína. Löggjafmn segir einungis að það eigi að varð- veita sjúkraskrár á heil- brigðisstofnun, án þess þó að tekið sé nánar á eignar- haldinu. Formlega er því enginn eigandi að þessum skrám. Sjúkraskrár verða samt áfram til þó löggjafinn hafl ákveðið að færa heilbrigðisupplýsing- ar inn í einn stað í gagnagrunn. „Það á alls ekki að reyna að draga Qöður yflr þessa hluti og heilbrigðisyf- irvöld eiga að vera þakklát fyrir allar ábendingar sem leiða til aukins örygg- is í meðferð sjúkraskráa. Það er frá- leitt að uppákomur sem þessar séu regla, en ég læt mig þó ekki dreyma um að eitthvað geti ekki misfarist," segir Sigurbjöm Sveinsson. -HKr. Hrannar B. Arnarsson, borgarfulltrúi R-listans, skundaði glaðbeittur inn um aðaldyr Ráðhúss Reykjavíkur í fyrradag enda útlit fyrir að hann taki sæti í borgarstjórn á ný á næstunni. Hrannar vék sæti strax eftir kosningarnar í fyrra vegna rannsóknar sem fram fór á fjárreiðum hans og meintum skattsvikum. Nú þykir Ijóst að hann verði ekki lögsóttur og þess beðið að yf- irskattanefnd sendi erindi um að málinu sé lokið. DV-mynd Hilmar Þór K Vi' * ' ' - ' HEIMILIS- GÓLFDÚKAR Gott verð, frá kr. 920- m2 Dúkar sem auðvelt er að leggja, má leggja án límingar. Mikið úrval mynstra og lita í breiddunum 2-3-4m. rEPPAMO I Glæsilegt úrval ITIADAKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.