Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 Spurningin Ætlarðu í leikhús í vetur? Eva Kristjánsdóttir nemi: Já, ætli það ekki. Sigrún Steingrímsdóttir nemi: Já, og ætla að sjá Sjálfstætt fólk. Sara Sigurbjörnsdóttir nemi: Já, á Sjálfstætt fólk. Hafþór Hafsteinsson, vinnur við bólstrun: Já, vonandi. Haukur Örn Harðarson tölvunar- fræðingur: Nei. Ástríður H. Gunnarsdóttir: Já. Lesendur_______________________ Virkjunarmál og stór- iðja á Austurlandi - orð í eyra nokkurra andstæðinga Stóriðja og virkjanir er stórt og mikið alvörumál fyrir Austfirði og Austfirð- inga, segir Söivi m.a. - Frá Fáskrúðsfirði. Sölvi Ólason, Fáskrúðsfirði, skrifar: Ég hef fylgst nokkuð vel með um- fjöllun um þessi mál í fjölmiðlum en nú get ég ekki setið lengur hjá án þess að tjá mig nokkuð um það sem ég hef séð, lesið og heyrt um mál þessi. Ég las t.d. grein eftir Þóru Guð- mundsdóttur, arkitekt á Seyðisfirði, undir fyrirsögninni „Hvernig ver viljum vér?“ Það væri við hæfi að spyrja hana: Hvers vegna í ósköp- unum farið þið ekki að framleiða líf? Það er ekki nóg að tala um hlut- ina, það verður að framkvæma líka. Málæðið eintómt dugar ekki. Við Þóru vil ég segja: Þú ert arkitekt, láttu nú sjá hver dugur er i ykkur, andstæðingum virkjunar. Staðreyndimar eru þessar: Við höfum tvær virkjanir hér á Austur- landi sem varla anna miklu meiru en tveimur vásaljósum, ef svo má að orði komast. Þessi vasaljós feng- um við eftir að á daginn kom að strengur sem við áttum að fá frá Laxárvirkjun hafði ekkert rafmagn til að flytja, hefði hann verið byggð- ur. Ég las einnig langhund í Degi eft- ir Illuga Jökulsson sem talaði til okkar Austfirðinga og frændfólks síns á Austurlandi. - Auðvitað mátti ekki virkja! - Hann lét sig hafa það að segja Austfirðinga hafa lélegan húmor. Þyngra feilhögg gat hann vart slegið því að alþjóð veit að þessi mál eru bláköld alvara af Austfirðinga hálfu. Hann flengdi sjálfan sig líka illi- lega þegar hann fór út í það að kalla Egilsstaðafundinn „múgsefjun". Ef tala á um múgsefjun þá á hún við um niðurstöður skoðanakönnunar um 80% kjósenda sem áttu að vera á móti virkjunarffamkvæmdum. Áður en sú skoðanakönnun fór fram var hafður uppi gegndarlaus áróður gegn framkvæmdunum, bæði villandi og beinlínis rangur. Við Ómar Ragnarsson fréttamann vil ég segja þetta: Þjóðin er að sjálf- sögðu þakklát fyrir það sjónvarps- efni af mönnum og málefnum sem þú hefur fært okkur heim í stofu. En það var mikið feilspor þegar þú fórst að kynna Eyjabakkana. Þar fór allt út í áróður gegn virkjunar- áformum, Oft óheiðarlegan, að mínu mati. Það er alvarlegt mál þegar fréttamaður á íjölmiðli allra landsmanna heldur uppi slíkum áróðri. Fréttamaðurinn á að vera hlutlaus. Hér er um stórt mál að ræða og ég hef ekki lokið ádrepu minni til andstæðinga virkjunar og stóriðju á Austurlandi, svo mikið alvörumál sem hér er um að að ræða fyrir Austfirði og Austfirðinga. Alþjóðaflugvöllur á Egilstöðum? Reynir skrifar: Ég las annars ágæta grein rithöf- undarins Andra Más Magnasonar í DV sl. þriðjudag. Þar ræddi hann um möguleikana á að Austfirðingar björg- uðu m.a. ferðaþjónustu á Vestfiörð- um, og ef til viill víðar á landinu með því að millilandaflugvélar lentu á Eg- ilsstöðum í stað þess að lenda á Kefla- víkurflugvelli. Hann talar um alþjóða- flugvöU á Egilsstöðum sem vannýtta mihjarðafjárfestingu. Satt er það, þama er um miUjarðaijárfestingu að ræða, en ekki veit ég tU þess að Egils- staðaUugvöUur sé enn kominn í tölu alþjóðaflugvaUa, og ekki jafnoki KeflavíkurflugvaUar í neinu tilliti. EgUstaðaflugvöllur er að mörgu leyti vanbúinn flugvöUur og aðaUega fyrir þá sök að fyrrverandi samgöngu- ráðherra, sem var við völd á þeim tíma sem íslendingum bauðst að byggja þarna fuUkominn varaflugfóU á vegum Mannvirkjasjóðs NATO lagði aUt kapp á að svo yrði ekki. FlugvöU- urinn er því í dag vanhæfur tU að taka á móti stærri tegundum farþega- Uugvéla, sem algengastai' eru á flug- leiðum yfir hafið í dag, svo sem Boeing 747 flugvélunum. Hugmyndir Andra Snæs er að öðru leyti prýðilegar og mér flnnst þær verðar þess að vera skoðaðar miklu betur. Ég bendi t.d. á að samgöngur hér á landi tU aksturs eru enn mjög ófullkomnar og aUtof langar leiðir á mUli byggðakjarna, jafnvel hér á höf- uðborgarsvæðinu. Þá er nú ekki von til að þær séu miklu betri annars stað- ar. Og alveg ófærar á Vestfjörðunum öUum. í skugga klukkunnar Bréfritari hvetur aðra stjórnmálaflokka og samtök til að fara að fordæmi húmanista og sameina krafta sfna til að eyða fátækt hér. - Forsvarsmenn Húmanista- flokksins á góðri stundu. Sigrún Ármanns Reynisdóttir rithöf. skrifar: Ég sá í litlum dálki í DV frétt um að húmanistar væru að hefja baráttu fyrir afnámi fátæktar hér á landi. Virtist mér sem fréttamenn hefðu frekar lítinn áhuga á þessu máli. AUa vega virtust þeir sem mættu á Lækjartorgi rúmast vel í skugganum af klukkunni ásamt Júlíusi Valdimarssyni, talsmanni húmanista. Það var líka talað um að þeir réðust ekki á garðinn þar sem hann væri lægstur. Finnst mér þetta frábært framtak hjá húmanistum. Því miður er það nöpur staðreynd hér á landi að fátækt er mikil og hrekst fátækt fólk á miUi rándýrra leiguíbúða og margt af þessu fólki hefur ekki að borða stóran hluta af mánuðinum. Stjómmálamenn tala um að fátækt hafi aUtaf verið tU og muni aUtaf verða tU eins og það sé eitthvert lögmál. Fátækt er iUt mein sem fjarlægja á strax. Það sagði við mig eldri kona um dag- inn að hún hefði þrælað aUa ævi. I fá- tækt barðist hún við að ala upp sín böm. En hún sagði að bömin væra nú að basla áfram í fá- tækt, það væri erfitt að komast út úr þessu mynstri. Á meðan vUji þeirra er stjóma hér er lítiU eða eng- inn til að breyta þessu heldur þetta áfram. Margt af þessu fólki, sem er ofurselt þeim for- lögum sem það fæð- ist við, hefur góðar gáfur og er hæfi- leikaríkt fólk sem aldrei fær aö njóta sín - og það er sárt. Ólíkt stjómvöldum sem ráðast á garð- inn þar sem hann er lægstur ráðast húmanistar á garð- inn þar sem hann er hæstur. Finnst mér að aðrir stjómmálaflokkar og sam- tök ættu að fara að fordæmi húmanista og sameina krafta sína tU að eyða fá- tækt hér. Stöndum ekki í skugga klukk- unnar. Tökum undir kjörorð húman- ista í herferð sinni: „Mannleg reisn á nýrri öld“. I>V Fjórar kökur eða bara ein? Kristjana Vagnsdóttir, Þing- eyri, hringdi: Ég fór í búð um daginn, búð sem á að vera ódýr, Samkaup á ísa- firði. Ég keypti þar Ross jarðar- beijaköku frá Englandi. Kakan kostaði 433 krónur - nærri fjórfalt verð! Á umbúðunum sá ég að hún kostaði 99 pens úr búð í heima- landinu eða 116 krónur. Þetta er eflaust ekki eina dæmið um ftmðu- legan verðmun á matvörum hér á landi og í öðrum löndum. Mat- vörusalar græða á tá og fingri, enda fer þénustan að mestu leyti í þeirra vasa. Lesa má um mikla auðsöfnun þessara kaupmanna og ljóst að ekkert eðlilegt er að gerast í matvöraverslun íslendinga. Watson vill hjálpa Garðar Björgvinsson bátasjó- maður skrifar: Paul Watson vill hjálpa okkur við að stöðva yfirgang þeirra manna sem rányrkju stunda og hafa eignað sér fiskimiðin fyrir sig og nýta þau eins og sjálfendurnýj- andi fiskeldisstöð og nota til þess þung tíoll uppi á grunnslóð. Þetta var allt og sumt. Ég minni lands- menn á að varast að dæma aðra. Paul Watson er ekki illmenni, þvert á móti er Watson náttúru- barn sem þorir að leggja sig í hættu vegna áhuga síns á velferð jarðarbúa. Hann er í raun líkt hugsandi maður og ég í flestu. Ég hef rætt við Paul Watson og þekki betur hans hugsanagangheldur en þeir sem dæma hann. Ég tel það betri aðferð að losa trollin aftan úr fáeinum togurum en t.d. að leggja stein í götu afurðasölu okkar. En eitt er ljóst; ofbeldi í nafni laga sem notað hefur verið gegn velferð almennings á íslandi í frelsi og mannréttindum verður stöðvað í þessari lotu. Veröi látnir éta dópið sjálfir Sigrún H. sendi þessar línur: Sem foreldri er ég afar óhress með hvernig réttarkerfið tekur á málum dóp- eða fíkniefnasmyglara hér á landi. Refsing er enn sem komið er tiltölulega væg, það er jú afplámm í fangelsi einhverja mán- uði og svo sektir sem þessir menn greiða yfirleitt lítt eða ekki. Eyði- leggingin sem þeir skilja eftir sig er sem sviðin jörð og kal í hjarta fjölda ungmenna sem ánetjast eitr- inu og ná sér sjaldnast að fuOu. Ég myndi vilja nota einfalt en afdrifa- ríkt ráð sem refsingu fyrir að flytja inn fikniefni. Það er að láta viðkomandi éta aOt það efni sem finnst í fórum þeirra sem koma með það til landsins. Er það ekki raunhæf refsing? Hún er a.m.k. sterk viðvörun til þessara kóna. Skyldu þeir ekki' hugsa sig tvisvar um áður en þeir koma með dópið? Súludansarar ekki þvingaðir í störf Magnea hringdi: Ég horfði nýlega á viðtal I sjónvarpsfréttum við tvær þeldökkar sfúlkur frá London (minnir mig) um störf þeirra sem nektardansmeyja á einum nektardansstaðnum hér á landi. Þær staðfestu báðar að enginn neyddi þær til að stunda starf þetta og væri raunar mikO ásókn í starfið alls staðar. Laun- in sem þær nefndu fengu mig til að taka andköf. Ekki af öfund og eftirsjá heldur af því að vita hve við íslendingar erum orðnir rík- ir að geta boðið útlendingum þessi laun sem eru aðeins og oft- ast nær greidd forstjórum stærstu fyrirtækja hér á landi eingöngu. En hvers vegna þarf að flytja þessar stúlkur tii lands- ins, er ekki viturlegra að halda þessum peningum í landinu og þjálfa innfæddar til starfans? ’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.