Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Qupperneq 6
Ólafur Jóhann Ólafsson er ameríski draumurinn í íslenskum veruleika. Annar tveggja framkvæmdastjóra hjá Time Warner og virtur rithöfundur. Jafnvígur á ólíklegustu sviðum og draumur sérhvers meðalmanns. Fókus langaði að vita hvaða lyklar gengju að þessari velgengni og hringdi til Manhattan. Ólafur svaraði í símann á sama tíma og hann setti síð- ustu hafragrautsskeiðina upp í son sinn. „Síðasta hafragrautsskeiðin!" hróp- ar Ólafur Jóhann, viðskiptajöfur og rithöfundur, í símann. Síðan hætir hann við: „Það er borðaður hafra- grautur hér eins og annars staðar." Fókus spyr hvort hann sé tilleiðan- legur í að svara 9 spumingum um lyklana sem ganga að manninum Ólafi Jóhanni og hann tekur vel í það. Setur síðustu hafragrautsskeið- ina upp í son sinn og hlustar á fyrstu spurninguna. Nú virðistu eiga nokkuö ríki- dœmi í fiölskyld- unni þinni. Hvaða lykil notarðu að góðu fiöl- skyldulífi? „Það hefur verið mikil blessun allt mitt líf að ég hef alltaf lifað góðu fjöl- skyldulífi. Bæði þegar ég var strákur á heimili foreldra minna og núna þeg- ar ég er sjálfur kominn með fjöl- skyldu. Lykillinn að góðu fjölskyldu- lífi, ætli hann sé ekki sá sami og að flestu öðru. Að reyna að koma fram við aðra eins og maður vill að þeir komi fram við sig. Pabbi og mamma voru hálffimmtug þegar þau áttu mig og þeirra gildismat fór aldrei fram hjá manni. Án þess að það væri pré- dikað. Það var sveigjanleg festa í öllu saman þegar ég var krakki og veitti heldur ekki af. Ég var ansi fyrirferð- armikill og ódæll. Ekki illur en uppá- tektasamur. Mjög svo. Móðir mín þurfti oft að biðjast vægðar svo mér yrði ekki hent úr skóla,“ hlær Ólafur og bætir góðlátlega við að hann muni vel eftir eigin pjakksárum. „Þess vegna álít ég ekki að himinn og jörð séu að farast þótt strákamir mínir taki upp á einhverju, svo fremur sem uppátækið er ekki illt. Ég fékk mjög eindregna lífsskoðun á æskuheimili minu og held að ég hafi mestmegnis haldið henni." Þú dúxaóir í MR. lyfcu gengUr að slíkum súper námsárangri? „Ég veit varla hver lykillinn er að góðum námsárangri. Það var aldrei nein sérstök hugsjón að dúxa. Þetta bara varð svona. Ég tók námið alltaf eins og vinnu. Þegar ég var strákur þá vann ég í mjólkursamsölunni á sumrin. Þar var mætt klukkan sex á morgnana og unnið til fjögur á dag- inn. Þá fór maður að gera eitthvað annað. Ég leit mjög svipuðum augum á námið. Fór í skólann og hafði mörg önnur áhugamál heldur en námsbæk- umar og las margt annað en þær. Ég var mikið í íþróttum og átti góða vini. Fór í bíó og gerði það sem krakkar gera. Ég var ekkert frábrugð- inn öðmm. Maður settist niður i ein- hverjar mínútúr eða klukkutíma þeg- ar skólinn var búinn. Renndi yfir þetta og lauk því sem þurfti að ljúka. Það var ekkert flóknara. Sem betur fer hef ég alltaf getað notað tímann og það er nú bara þannig að maður hef- ur takmarkaðan tíma á þessum bless- aða hnetti," fullyrðir Ólafur og ein- lægni gætir í röddinni. Nýjasta bókin þín Slóð fiðrild- anna er vœntanleg hjá stórútgáfunni Faber and Faber. Auk þess fœróu mjög góða gagnrýni hér heima. Hvaða lykil notarðu til aó semja fagurbók- menntir? „Jahá, af hverju er maður að þessu?“ spyr Ólafur á móti og svarar jafnóðum að hann þurfl þess öðru fremur. „En... ég man ekki til þess að ég hafi æft mig að skrifa til að verða rithöfundur. Einhvern veginn þrengdi þetta sér fram, óumbeðið. Ég held að ég hafi verið krakki, innan við fermingu þegar ég byrjaði að krota í laumi. Ætli ég hafi ekki verið 23 ára þegar fyrsta bókin kom út. Það var einmitt smásagnabókin 9 lyklar. Ég var búin að skrifa smásögur í nokkur ár en mig minnir að þessar hafi verið nokkuð nýlegar. Fólk þroskast svo hratt á þessum árum. Það sem maður gerir eitt árið frnnst manni ómögulegt það næsta. Ég byrj- aði mjög fljótlega að skrifa skáldsögu eftir að smásögumar komu út. Ólafur segist umbera dag án þess að sinna viðskiptum en það væri erfitt að umbera marga daga í einu án þess að skrifa. „Það er þessi þörf sem maður er ekki laus við. Höfundurinn er ansi ráðríkur. Samt gildir það sama um skriftimar og annað sem maður tekur sér fyrir hendur. Það krefst yfirlegu, tima og fyrirhafnar. Maður gerir það ekki öðruvísi. Lík- lega er það lykillinn.“ Vœntanlega ertu ágœtlega staddur í Hfinu og laus vió skuldabagga heimilanna. Hvaða lykill gengur að fiárhagslegu góöæri? „Ég er náttúrlega í þeirri skrýtnu stöðu að ég hef aldrei sóst eftir peningum. Ég horfi ekki á peninga sem neitt markmið," segir Ólafur og bætir við að þrá eftir peningum og ríkidæmi hafi hvorki verið í hans uppeldi né persónu. Hann minnist heilbrigðrar skynsemi á sínu bernskuheimili. „Það var ekkert bmðl. Samt man ég ekki til annars en ég hefði allt sem hugurinn girntist. í uppeldinu er líka margt mikilvægara en það sem hægt er að kaupa. Það er kjánalegt mark- mið þegar menn ætla sér öðra fremur að græða peninga. Stundum gerist það að menn gera eitthvað og þeim er umbunað fyrir. En í þessum heimi er mönnum misjafnlega umbunað fyrir hluti og ég skrifa ekki upp á að það sé í réttu hlutfalli við mikilvægið." Þú þarft að Vera heilsu- hraustur til aö gera allt sem þú gerir. Hvaða lykill gengur aó góðri heilsu og hreysti? „Ég hef gert það sem ég hef getað. Ég geng þó nokkuð á Manhattan, bæði til og frá vinnu eða fer í göngutúr. Eins um helgar, þá fórum við fjölskyldan oft í Central Park eða eitthvað slíkt og hreyfum okkur. f Ó k U S 19. nóvember 1999 Hvort sem það er að hjóla eða fara í boltaleik með strákunum. Sjálfur reyni ég að fara í líkamsrækt svona 3-4 sinnum í viku. Það er ekkert sér- stakt mataræði á heimilinu. Bara hollur íslenskur matur. Annars er ég mikill matmaður og þykir bæði gam- an að elda mat og borða hann.“ Nú kemur spurningin sem flesta fýs- ir aö vita svarió vió. Hvaða lykill gengur aðframa hjá stórfyrirtœki í út- löndum? „Ég ætla ekki að þykjast hafa fund- ið lykilinn að frama. En það hefur dugað mér ágætlega að haga mér þar eins og annars staðar í lífrnu. Ég er sami maðurinn hvað sem ég fæst við. Það gildir jafnt um heimilið, skrift- imar, viðskiptin og samskipti við fólk,“ segir Ólafur og tekur fram að yfirleitt vinni hann við uppbygging- arstarfsemi í fyrirtækjum. Hann vilji nefnilega skapa og búa til hluti. „Ég hef gaman af því að púsla einhverju saman og láta verða af því. í mínu til- felli getm- verið skapandi að búa til fyrirtæki og reyna þá að hafa eitt- hvað gaman af þvi. Ég reyni að láta gott af mér leiða sem gæti orðið til þess að nýir hlutir verði til. Annars sit ég alls ekki langa fundi þar sem fólk fer hægt yfir mikla bunka af blöðum og les ofan í mig það sem stendur á pappír fyrir framan nefið á mér. Ég er þekktur fyrir að fara á seinustu blaðsíðuna í öllum bunkum sem mér era réttir. Fá efnið i hnot- skum á stuttum tíma og skilja hismið frá kjamanum. Samt geng ég ekki um með nein plögg þar sem ég raða nið- ur mínútum. Þetta er frekar svona innbyggt í mann.“ Þú umgengst og þekkir mikió af fólki. Hver er lykillinn að góðum vin- um? „Ja, sko, ég á vini frá öllum aldurs- skeiðum. Frá bamaskóla, gagnfræða- skóla, háskóla og síðan eftirskóla. Vinnu, skriftmn og nágrönnum. Ég á vini úr mörgum geirum, hér, heima og annars staðar. Frá mörgum þjóð- um og af mörgum litarháttum og trú- arbrögðum. Það er lítið varið í lífiö ef maður á ekki góða vini og þeir hafa alltaf verið mér mjög mikilvægir. Ég reyni að vera vinur vina minna. Það er hlutur sem ég trúi mikið á. Ég vil vera þeim eins góður vinur og hægt er sem þýðir margt. Bæði að reyna eftir bestu getu að vera ráðhollur og þiggja ráð frá þeim. Kunna að gleðj- ast með þeim. Ég geri margt fyrir vini mína ef ég mögulega get.“ 8. Þegar þú birtist á síð- um dagblaöa og tímarita ertu vel tilhafóur og reffi- legur að sjá. Hver er lykillinn aó smart útliti? „Ég er óskaplega lítill fatamaður og það er aðallega Anna konan mín sem sér um það. Þegar ég er hérna heima að skrifa þá era það yfirleitt gallabux- ur eða eitthvað svoleiðis. Hins vegar gerist það í skorpum að konan mín rekur mig af stað til að kaupa fot og oft kaupir hún þau reyndar sjálf. Anna er eiginlega lykillinn að því að ég er yfirleitt sæmilega til fara svo ég get ekki tekið kreditið. Það að eiga góða konu er ómetanlegt ef maður ætlar að komast skammlaust í skóna á morgnana. Mér þykir merkilegt að maður skuli komast af þá daga sem eiginkonunnar nýtur ekki við frá morgni til kvölds." Þú viróist glaóur og kátur að sjá svo hér kem- ur stóra spurningin. Hver er þinn lyk- ill að hamingjunni? „Ja...lykill að hamingju! Lifið er náttúrlega endalaus leit að hamingju og sáttinni við sjálfan sig og aðra. Og ég held að það sé markmið sem vert er að eltast við. Að mínu mati er eng- inn hamingjusamur sem er ekki sátt- ur við sjálfan sig. Líklega era margir ósáttir við aðra því þeir era ekki sátt- ir við sjálfa sig. En ég held að margt sem þú spurðir um áður leiði í þetta svar. Ef fólk er heilsuhraust og á góða fjölskyldu og vini, ef fólk er sátt og finnur árangur í starfi - þá þræðir í þennan vef. Það skiptir mig miklu máli aö láta eitthvað af mér leiða. Skriftimar ganga út á það að koma einhverju í hendumar á fólki sem maður heldur að hafi einhver áhrif á það. Þó ekki væri nema einhver gæti skemmt sér við lesturinn í smá tíma eða hugsað einhverja hugsun sem annars hefði ekki hvarflað að við- komandi. Þá er maður búinn að láta eitthvað að sér leiða þótt áhrifin valdi kannski ekki straumhvörfum í lífi fólks. Það er svipað í viðskiptum. Maður hefur áhrif á fólk daglega og mér er mikilvægt að fólk mæti ánægt til starfa og fari sátt heim. Það að koma einhverju til leiðar er mér feikilega mikilvægt," ítrekar Ólafur Jóhann að lokum og snýr sér aftur að hafragrautnum, milljónaviðskiptum og skáldskap. -AJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.