Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Side 7
Hún minnir eiginlega meira á Snæfríðí íslandssól en Sölku
Völku í útliti, svona Ijóshærð og bláeygð með sannkallaðan
álfakropp. Magnea Björk Valdimarsdóttir, manneskjan á bak
við hina ungu Sölku Hafnarfjarðarleikhússins, er ekki heldur
úr neinu saltfiskskrummaskuði heldur veraldarvanur
Garðbæingur. Þrátt fyrir allt þetta stendur hún sig furðu vel
á leikhúsfjölunum í hlutverki Sölku.
Salka Valka hefur verið í uppá-
haldi hjá Magneu síðan hún var
krakki. Það er því ekkert slor að fá
slíkt draumahlutverk í fyrsta alvöru
leikritinu hjá atvinnuleikhúsi. Þetta
er þó ekki í fyrsta skipti sem
Magnea Björk Valdimarsdóttir er
viðriðin leiklistina, hún var í stjóm
leikfélags MH i fyrra og hefur leikið í
þremur verkum sem leikfélagið hefur
sett upp, í Poppleiknum Óla II, Mak-
beð og Náttúruóperunni.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik
í atvinnuleikhúsi. Ég hef farið á fullt
af leiklistamámskeiðum, bæði í MH
og annars staðar, ég var meðal ann-
ars í mörg ár á leiklistamámskeiðum
i Kramhúsinu þegar ég var litil,“ seg-
ir Magnea.
Leikskóli og leiklistarskóli
Þau kvöld sem Magnea er ekki að
leika er hún að klára stúdentinn af
nýmálabraut í MH. Eins og þetta
tvennt sé ekki nóg þá hefur Magnea
verið að spá i að takast á við það hug-
sjónastarf að fá sér vinnu á leikskóla
á daginn, núna á þessum síðustu og
verstu timum.
„Það er ágætis tækifæri til að gera
eitthvað sem er gefandi, á annan hátt
en peningalega séð, annars er ég svo-
lítið óákveðin með það,“ segir
Magnea en bætir við að hún sé mikil
bamakona í sér. Hún hefur m.a. unn-
ið á leikskóla og einnig kennt krökk-
um leiklist, bæði í félagsmiðstöð í
Garðabæ og í Kramhúsinu.
Er Leiklistarskólinn ekki næsti rök-
rétti áfangi?
„Jú, ég er að spá í að fara í leiklist-
arnám, ég bara veit ekki hvar. Það er
allt opið enn þá, ég er ekki búin að
ákveða neitt. Mig langar að læra eitt-
hvað af öðram þjóðum, Evrópubúum,
Suður-Amerikubúum eða hvað sem
er, eitthvað í sambandi við leiklist og
tungumál. Kannski tengja þetta
tvennt saman, eða ekki,“ segir
Magnea og er greinilega ekki alveg
búin að ákveða sig.
„Ég myndi vilja gera eitthvað sjálf
með skemmtilegu fólki. Ég fékk mjög
skrýtið og súrrealískt uppeldi í
Kramhúsinu, þannig að mig langar
ekkert sérstaklega að fara þessar
hefðbundnu leiðir."
Leigði með fertugum an-
arkista
Það er ekki bara leiklistin og nám-
ið sem Magnea tekur alvarlega, hún
er með króníska ferðadellu og talar
um hana af brennandi áhuga. Hún er
búin að vera á flækingi flest summ'
síðan hún byrjaði í menntaskóla,
enda með tungumálin á hreinu.
„Ég hef verið að gera alls konar
hluti, farið í málaskóla, unnið og
hangið bara. Ég hef mest verið á
Spáni, enda tala ég spænsku. Ég var
einu sinni au-pair þar og svo leigði ég
ibúð með fertugum karli sem var an-
arkisti og hafði setið í fangelsi í sjö
ár. Ég hef hitt alls konar típur og
eignast fullt af skrýtnum vinum,“
segir Magnea.
Nú ertu komin í alvöru leikrit og
hefur fengið fina dóma, ertu orðin
frœg? Er fólk farið að taka eftir þér úti
á götu og heilsa þér?
„Nei, ég hef ekki tekið eftir því. En
mér flnnst gaman þegar það sem
maður er að gera hefur áhrif á fólk,
þegar koma til mín ókunnugar konur
og fara að knúsa mann og hvisla í
eyrað á manni eftir sýningar. Þá græt
ég bara. Mér finnst gaman að hafa
þessi áhrif. Annars langar mig síst af
öllu að verða fræg þó ég vilji starfa
við leikhús, ef maður má segja svo-
leiðis," segir þessi álfakroppur að
lokum. -ubk
S. 553-3344, Kringlunni www.only.com
19. nóvember 1999 f Ó k U S
7