Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Side 12
Þjóðarbókhlaðan lítur ekki beint út
fyrir að vera mest spennandi staðurinn í
bænum. Veggirnir eru eitthvað svo þykkir
og gluggarnir þröngir, þannig að ekkert
sést inn. Svo er hún líka full af háskóla-
nemum sem húka þöglir við lítil borð
með andlitín á kafi ofan í hnausþykkum
skruddum. En ekki er allt sem sýnist.
Að fá bóki
aftur og;
Stemningin er fremur þunglama-
leg þegar þrammað er um tvær
efstu hæðir hússins. Þrátt fyrir
þennan þunga og sýndarlegt líf-
leysi er bókhlaðan einn mest sótti
samkomustaður borgarinnar í
miðri viku. Næstum hvert einasta
borð er upptekið og sumir eru svo
ákveðnir I einbeitingunni að þeir
eru með eymatappa. Þögnin er
greinilega of æpandi fyrir suma,
nema það sé glamrið í nálægmn
tölvuborðum sem ærir hljóðhimn-
una. Hvers vegna skyldi þessi ekki
hafa fengið sér sæti einhvers stað-
ar annars staðar?
Eftir því sem innar dregur fjölg-
ar sætum og borðum. Nema innst.
Allra innst. Fjærst dyrunum. Þar
úti í homi, eru nefnilega setustól-
ar. Þar lesa þeir sem eru latir og
langar í hænublund án þess að
mikið beri á. Einn hefur meira að
segja gerst svo djarfur að leggjast
út af á tveimur stólum. Annar
næstum hrýtur með galopinn
munn. Bókasöfn era svæfandi stað-
ir fyrir næturgöltrara. Og minna
áberandi að fá sér miðdegisblund-
inn þar en heima. Eða á fyrirlestri.
Þögnin breytir minnsta skijáfí í
æpandi hávaða. Brakið í buxunum
okkar vekur óþægilega mikla at-
hygli og fær annan hvem mann til
að hrökkva upp frá lestrinum.
Nema þá vanti afsökun til að líta
upp. Kannski allur þessi hátíðleiki
hljóðleysisins sé eintómt plat. í það
minnsta fylgja forvitin augu eftir
ferðlagi okkar milli bókahillnanna.
Hér er greinOega ekki hægt að
trufla neinn án þess að koma af
stað meiriháttar skandal. Hvur
fjárinn. Við sem erum hingað kom-
in til að kynnast þeim sem sitja á
þessu safni daglangt, allan vetur-
inn. Þeir era ekki svo fáir. Eða
vissuð þið að hingað leggja hund-
rað manna leið sína á hveijum ein-
asta degi.
Hávaði og freistingar
Loksins. Tvær ungar konur sitja
við borð nálægt miðjum gangvegin-
um. Þær stinga saman neíjum,
langt frá öllum öðram lestrarhest-
um. Þær líta tortryggnar upp þegar
við nálgmnst og önnur þeirra, Ella
Þóra Jónsdóttir, flýtir sér að taka
aftur til við lesturinn. Við náum
henni að vísu seinna, þar sem hún
situr niðri í anddyri. Þar er hún að
bíða eftir fari upp á Akranes. „Ég
neyðist til að keyra á milli af því ég
fékk enga íbúð í bænum.“ Hún
neyðist líka til að lesa á Þjóðarbók-
hlöðunni. „En það venst. Fyrst
fannst mér of mikill hávaði héma.
Sérstaklega á þriðju hæðinni þar
sem blöðin eru,“ segir hún. Það er
þá hægt að hafa meiri þögn en
þetta.
Samnemandi hennar, Heiður
Rós Geirsdóttir, fyrsta árs nemi í
félagsfræði stígur hins vegar beint
í snöruna sem Fókus leggur fyrir
hana. Viltu koma meö okkur í pásu?
spyijum við tælandi og hún svar-
aði: „Já, já,“ og stendur upp. Við
göngum alla leið niður. Þar fáum
við okkur sæti á bak við stigann
við innganginn. Kemurðu oft hing-
að'! spyrjum við og Heiður Rós trú-
ir okkur fyrir þvi að hún sé eigin-
lega nýfarin að stunda Þjóðarbók-
hlöðuna. „Ég byijaði að koma hing-
að i síðustu viku. Það era ekki eins
margar freistingar hér og heima.“
Freistingarnar eru sjónvarpið,
rúmið og kjaftagangur við hitt
heimilisfólkið.
Eina félagslífið
Heiður Rós er svo ný að hún er
ekki enn komin upp á lag með að
grúska í bókahillum safnsins heldur
les sínar eigin fjárfestingar. Hún leit-
ar ekki í safnið nema hana vanti
heimildir í ritgerðir. Það gerir hins
vegar íslenskufræðinemi með svart
sítt hár í blárri peysu. Við rekumst
fyrst á hana í handbókadeildinni á
fyrstu hæð, skammt frá tveimur
strákum að notfæra sér klukkutíma
ókeypis aðgang að Netinu. Hún er að
vísu ekki á Netinu þessi stúlka held-
ur í orðabókunum. En hún vill ekki
koma í viðtal. Hún færist undan og
horfir flóttalega önnum kafin á okkur
þegar við komum auga á hana aftur
uppi á fjórðu hæð. Hún er greinilega
fastagestur, þó hún neiti því. „Ég kem
Fyrsta árs nemarnlr í læknisfræð! voru á barml taugaáfalls á kaffistofunnl;
Magnús og Örvar þurftu að standa upp, en vlð boröið sitja Þórlr, Jóhann og Ein-
ar Þór.
Heiöur Rós Geirsdóttir ies í fimm tíma á dag og tekur þrjár pásur.
Ellu Þóru Jónsdóttur fannst of miklll
hávaði.
hingað bara tvisvar til þrisvar í
viku,“ segir hún og er horfín. Henni
er illa við ljósmyndavélar.
Við snúum okkur því aftur að
Heiði Rós sem hefur uppgötvað aðra
hlið á bókasöfnum en kyrrðina. „Hér
fæ ég betra tækifæri til að kynnast
þeim sem era með mér í tímum. Ég
veit ekki af hverju það er auðveldara
að kynnast fólki héma en uppi í
skóla. Kannski hefur það eitthvað
með andrúmsloftið að gera,“ segir
Heiður, sem tekur þrjár pásur á dag,
þar af eina í kaffi. Bókasafhspásur
halda hreinlega lífinu í sumum há-
skólanemum.
„Þær eru eina félagslífið sem
læknanemar geta stundað," segir
Magnús F. Ólafsson fyrsta árs
nemi. Hann situr á kafílstofunni
með örvari Gunnarssyni Þóri
Sigmundssyni, Jóhanni Vil-
hjálmssyni og Einari Þór Haf-
berg. Frá borðinu þeirra berast há-
vær hlátrasköll. Okkur granar að
þeir séu létt taugveiklaðir þó ekki
sé enn komið að prófum. „í dag eru
eftir 203 nemar á fyrsta ári af þeim
212 sem létu innrita sig.“ Magnús
hefur áfram orðið fyrir hópnum, en
Einar Þór staðfestir þessar tölur.
„Og það eru ekki nema 40 sem
komast áfram eftir jólaprófm," seg-
ir hann og skellir upp úr eins og
þetta sé besti brandari ársins. Vin-
ir hans taka undir hláturinn. Þetta
er læknanemahúmor.
Keyrt yfir fertugasta sætið
Þið eruð sem sagt hér alla daga,
spyrjum við og öfundum þá ein-
hvem veginn ekki neitt. „Ég fer auö-
vitað heim að borða klukkan sjö,“
segir Einar Þór og flnnst spumingin
kjánaleg. Auðvitað. Þió hafið sem
sagt engan tíma fyrir skemmtanir
eóa aðra afþreyingu? segjum við með
misheppnuðum lærdómssvip. „Jú,
maður les auðvitað Moggann þegar
maður kemur heim klukkan tíu,“
svarar Jóhcmn. Við erum greinilega
dottinn yfir á aðra plánetu. Hvernig
datt ykkur í hug að fara í lœknis-
frϚi? er eina spumingin sem kem-
ur upp í hugann. Glatað. Þetta er
víst arfgengt.
Hvað œtlið þió svo aö gera þegar
þiö fallið, segjum við þá og sjáum
strax á Þóri að hann ætlar að ná í
fyrstu tilraun. „Ef ég verð númer 41,
þá keyri ég yfir þann sem var í fer-
tugasta sæti,“ segir hann og er
greinilega fúlasta alvara. Einar Þór
og Örvar láta hins vegar lítið fyrir
sér fara, enda í annarri atrennu við
lækninn. „Er þetta ekki sigur eða
dauði?“ spyr Þórir og gefur þeim
ekki einu sinni svigrúm til að svara.
Er þetta ekki brjálœöislega
stressandi? er svo augljós spuming
að við erum næstum búin að missa
af svarinu. „Atburöurinn er ekki
stressvaldandi í sjálfur sér,“ heyrist
svo lágt í örvari að við hváum. En
hinir era ekki lengi að taka við sér:
„Þú hefur þá lesið sálfræðikúrsinn!“
Bannað innan sautján
Við erum fegin að hitta Guð-
mund sallarólegan í útlánunum.
Við náum að spjalla við hann í smá
stimd, áður en enn einn háskóla-
neminn birtist, að þessu sinni til að
skila bók. „Ég ætla að fá hana aft-
ur,“ segir hún, en Guðmundur leyf-
ir henni það ekki. „Það er bannað
að framlengja lán oftar en einu
sinni. Það þurfa kannski fleiri á
bókinni að halda," segir hann og
bifast ekki þrátt fyrir þrýsting.
Stelpan er ekki ánægð með þessa
niðurstöðu mála, en við stöndum
með Guðmundi. „Nei, við eram
ekki með allan þann bókakost sem
háskólanemar þarfnast,“ segir Þor-
steinn Hilmarsson, aðstoðarmaður
landsbókavarðar.
Skortur á fræöibókum er ekki
eina vandamálið sem Þjóðarbók-
hlaðan þarf að gllma við. „Notkun
á safninu hefur aukist tilfinnanlega
í haust,“ segir Þorsteinn. „En það
Þorsteinn Hllmarsson, aðstoðarmaöur
landsbókavarðar, segir að víst skorti
safniö bækur.
er þó ekki nema á próftíma sem við
lendum i verulegum vandræðum
með aðsóknina." Þá ryðjast há-
skólanemar til inngöngu og
menntaskólanemar fylgja fast á eft-
ir. „Við erum auðvitað fyrst og
fremst háskólabókasafn þó allir
sem orðnir eru 17 ára hafi frjálsan
aðgang að safninu." Það er nefni-
lega enginn stéttaskipting í Þjóðar-
bókhlöðunni, bara aldurstakmark.
Þess vegna þýðir ekkert fyrir þá
sem era yngri en 17 að mæta þama
á sunnudögum til að hlusta á plöt-
ur og horfa á vídeó, sem er líka
hægt. -MEÓ
12
f Ó k U S 19. nóvember 1999