Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 5 Fréttir Campylobacter: Hreinu búin - 31% markaðshlutdeild Þau þrettán kjúklingabú, sem ekki hefur greinst campylobacter í, höfðu rétt tæp 31 prósent markaðs- hlutdeild á siðasta ári. Til saman- burðar má geta þess að það bú sem mest mengun mældist í var með 43.7 prósent markaðshlutdeild á sama tíma, samkvæmt skýrslu heilbrigðisyfirvalda til umhverfis- ráðherra um campylobacter-sýk- ingar. Þau bú, sem engin mengun hefur mælst í, eru: Fossgerði á Egilsstöð- um, sem er sjálfstæður framleið- andi, Víðigerði i Mosfellsdal, Breið- holt á Álftanesi, Hvammur hf. við Elliðavatn, Krókur í Ölfusi, Fagra- brekka, Akranesi, Selvangur í Mos- fellssveit, Reykjabúið hf. í Mosfells- sveit, og Heiðabær í Þingvalla- hreppi. Átta síðastnefndu búin framleiða undir merki ísfugls. Það gerði kjúklingabúið Gullkistan ehf. Laugarvatni einnig. Þar mældist Sigurbjörn Bárðarson með hluta verðlaunagripanna. í heimsmetabókina: Sigurbjörn telur „Ég er byrjaður að telja og flokka verðlaunagripina og er kominn upp í 830. Ætli gripimir séu ekki rúm- lega 2000 þannig að ég á töluvert eftir,“ sagði Sigurbjöm Bárðarson, margfaldur meistari í hesta- íþróttum, sem stefnir að því að fá nafn sitt skráð í heimsmetabók Guinness. „Þegar ég hef lokið táSningimni geng ég á fund stjómar Landssam- bands hestamanna og fæ skriflega staðfestingu á metum mínum og fjölda verðlaunagripa og sendi hana síðan utan til höfuðstöðva Guinness," sagði Sigurbjöm. Nokkuð víst má telja að Sigur- bjöm Bárðarson nái því takmarki sínu að komast í heimsmetabók Guinness því ólíklegt má telja að nokkur maður í veröldinni hafi hlotið jafnmarga verðlaunagripi fyr- ir þátttöku í hestaíþróttum og hann. Örlygur Hálfdanarson bókaútgef- andi og fyrrverandi útgefandi heimsmetabókar Guinness hér á landi mun hafa milligöngu um skráningu á metum Sigurbjöms í Guinness. -EIR Tugir afbrota á bakinu: Brynjar Örn handtekinn Brynjar Örn Valsson, sem komið hefur við sögu lögreglunnar svo tugum skiptir, hefur verið handtek- inn. Hann er í vörslu lögreglunnar eftir að kærum á hendur honum hefur rignt inn að undanförnu. Af- brotaferill Brynjars var rakinn í grófum dráttum í DV nýlega en þá hafði ekki náðst í hann vegna meintra svika vegna bílaviðskipta. „I framhaldi af umfjöllun DV um Brynjar hefur fólk haft samband við okkur um önnur mál sem gætu tengst honum,“ sagði Ómar Smári Ármannsson yfirlögregluþjónn. „Við erum að skoða mál hans en það verður, að skoða feril hvers einstaklings í heild sinni. Þó eru mörg mál hans upplýst," sagði Ómar Smári. -hól engin campylobacter-mengun þeg- ar rannsóknin var gerð, en sá fram- leiðandi er nú hættur. Hin þrjú búin, sem campylobacter hefur ekki fundist í, framleiða undir merki Reykjagarðs. Þau eru Eyja- berg í Kjósarsýslu, Staðarbúið í Grindavík og Vor ehf. í Villinga- holtshreppi. Guðni Jónsson, framkvæmda- stjóri ísfugls, sagði að þau bú sem seldu undir merkjum ísfugls byggðu á smærri einingmn og ein- yrkjum. „Litlu einingamar hafa sína kosti og galla. Stærsti kostur- inn er að komi eitthvað upp þá er það einangrað við það bú.“ -JSS Laus við campylobacter wSZdit - staðsetning búanna Fagrabrekka Akranesl ISHICL Víöigeröi Mosfellssveit Jsfugl Eyjaberg Kjósasýslu (fI ÍSFUGL Helóabær Þlngvallahreppi Breiöholt Álftanesl icfugl ÍSFUGL Hvammur við Elliðavatn Laugarvatni ÍSFUGL ,í?i , ÍSFUGL Krókur Ölfusl Staöarbúiö Vor Iwl Grindavík '% álS™ Toi Villingaholtshreppi Afburða hljómgæði og hönnun Staðreyndirnar um Bose Lifestyle eru ekki flóknar en |ieim mun mikilvægari: Bose Lifestyle eru margverðlaunuð hljómtæki sem sameina magnaðan hljóm og stílhreint útlit. Þótt ekkert sé gefið eftir varðandi hljómgæðin, eru hátalararnir mjög nettir og meðfærilegir og afar auðvelt að koma þeim fyrir eða fela þá ef þess er óskað. Fjölþættar lausnir eru í boði og þú velur samstæðuna sem hentar þér. Ýmsir stækkunarmöguleikar fyrir hendi. * mrÆjmÆjyjfl/ [KBDIHQIktBEiraD iS> Heimilistæki SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 www. ht. i s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.