Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 wnmng Glæstar vonir Bókmenntir Ármann Jakobsson Þessi ævisaga er vitaskuld fyrst og fremst saga tón- skálds. Maðurinn er merkur vegna tón- verka sinna; saga hans er því tónlistarsaga. í þessari ævisögu er lýst á greinargóðan hátt dýptinni í tónlist Jóns Leifs og hugmyndafræð- inni að baki. Hugmyndir hans eru þó harn síns tíma og það þarf vart að koma á óvart að Jón hafi ekki notið mikillar hylli á Jón Leifs - aðlaðandi maður í eig- in ævisögu. Mynd úr safni DV Þo að Ahlen nálgist Jón Leifs á gagnrýninn hátt og al- gjörlega laust við helgislepju rökstyður hann vel hrifningu sína á tónlist hans. Þá lýsir hann viðtökum tónlistar hans (iðulega Qandsamlegum) á írónískan hátt en þó af skiln- ingi bæði á viðhorfum gagn- rýnendanna og Jóns Leifs sjálfs. Áhlen heldur á penna með miklu fjöri. Hann nálgast viðfangsefni sitt af næmi og oft af glettni sem hefur kannski skort í umfjöllun um Jón Leifs. Hann veitir skemmtilega innsýn i tónlist- arlíf Evrópu á tíma Jóns og stundum er gestsaugað býsna glöggt þegar lýst er fátæklegu tónlistarlífi íslands á þessum árum. í ævisögu Jóns Leifs fléttast saman stormasamt einkalíf, taumlaus metnaður og alls kyns starf í þágu tónlistarinn- ar, til dæmis við söfnun þjóð- laga og réttindabaráttu tón- skálda. Frá þessu öllu segir Áhlen á skemmtilegan og gagnorðan hátt. Og þó að frá- sögnin sé ekki löng dregur hann upp eftirminnilega mynd af Annie, konu Jóns, tengdaforeldrum hans og dætrum þeirra. Hann er að lýsa fólki af holdi og blóði og lesandi stendur eftir sann- færður um að einmitt svona hafi Jón Leifs verið. Það er gleðiefni að aldaraf- mælis Jóns Leifs sé minnst með þessu riti. Carl-Gunnar Áhlen hefur með því átt sinn þátt í að færa íslendingum þann Jón Leifs sem þeir eru fyrst nú teknir að skilja. Ævisaga Jóns Leifs eftir Carl-Gunnar Áhlen er vægð- arlaus. Áhlen lýsir hrein- skilnislega sjálfhverfu Jóns, framadraumum og hégóma- skap. Þá greinir hann vand- lega hugmyndir hans um nor- rænt og suðrænt eðli og sam- band loftslags, eðlis og tónlist- ar. Hann dregur að auki enga fjöður yfir tilraunir Jóns til að komast í náðina i ríki Hitlers. En þrátt fyrir þetta - og kannski einmitt þess vegna - er Jón Leifs aðlaðandi maður í þessari ævisögu. Ekki er annað hægt en hafa samúð með manni sem þrátt fyrir ýmsa galla var bæði hugsandi og skapandi og þurfti mestalla ævina að glíma við skilnings- lausan umheim. Það er ástæða til að þakka Áhlen fyr- ir að hafa ekki reynt að semja hefðbundið varnarrit eða helgisögu. Hann gengur nærri Jóni Leifs en tónskáldið stendur eftir sterkara en áður. eftirstríðsárunum. En úr þess- um hugmyndum varð til óviðjafnan- leg tónlist sem hefur náð betur til nútímans en samtíðar sinnar. Carl-Gunnar Áhlen: Jón Leífs - tónskáld í mótbyr Helga Guömundsdóttir þýddi Mál og menning 1999 Lofgjörð til ástarinnar Erlingur E. Halldórsson heldur áfram að auðga íslenskar bók- menntir með þýðingum sínum . Fyrir nokkrum árum kom út þýðing hans á Rabelais, því næst Satýrikon og nú bætist við eitt nafntogaðasta verk endurreisnartímans: Tídægra Giovannis Boccaccios. Stytt útgáfa þess verks mun reyndar hafa birst á íslensku fyrir alllöngu (ef mig hefur ekki dreymt það á bókasöfnum bernskunnar) en hér birtist verkið í heild sinni. Tídægra dregur nafn sitt af þeim ramma sem höfundur setti sögum sínum. Tíu ungmenni, sjö konur og þrír karlar, stytta sér stundir við að segja sögur þar sem þau hafa leitað sér athvarfs undan ógnum drep- sóttar sem geisar í heimaborg þeirra. Þessi sagnaskemmtan varir í tíu daga og þar sem hver þátttakandi segir tíu sögur verða þær eitt hundrað talsins. í inn- gangsorðum víkur höfund- ur nokkuð að þeim hörmungum sem herjuðu á Flórensborg á þvi herrans ári 1348 og hvernig menn brugðust við ógnarfári pestarinnar því ekki skemmtu sér allir með sög- um, sumir iðruðust sárlega og áköll- uðu guð en aðrir svölluðu sem mest þeir máttu. Sannast þar að mörg eru úrræðin þegar á bjátar. Tómstundaiðja áðurnefndra ung- menna kann að virðast sárasaklaus en söguefnin sem þau gamna sér við eru órafjarri dauða og drepsóttum. Sögurnar eru fyrst og fremst lof- gjörð til ástarinnar, unaðar ástalifs- ins og holdlegs munaðar. Þóttu þvi margar hverjar fyrr á tímum og jafnvel fyrir ekki svo löngu vafa- samar og ekki óhætt að hafa þær á glám- bekk ef ístöðulitlir og óþroskaðir skyldu komast yfir. Halldór Lax- ness nefnir I túninu heima að þeir Sigurð- ur Einarsson skáld hafi komist í þessa bók á dönsku þá er spænska veikin herjaði 1918, „og fylgdi bókinni sú saga að væri ágæt í drepsóttum enda hafði Boccaccio upphaflega sett hana saman til að skemmta mönnum í svartadauða. Þetta er ágætisrit handa þeim sem eru tæpir í gallan- mn. í þann tíð var fólk svo saklaust að það kallaði þetta klám“. í gegnum aldirnar mátti verkið oft sæta strangri ritskoðun og rekur þýðandi þá sögu ritsins ágætlega í fróðlegum viðbæti. En hvað sem líð- ur mismunandi orðspori Tídægru er þetta hin mesta yndislesning með mörgum gáskafullum sögum þó aðr- ar séu að visu beiskari. Tídægra er sem sé tilkomin á einum mestu um- brotatímum í menningarsögu álfu vorrar og Boccaccio lengi talinn meðal risanna í ítölskum bókmennt- um ásamt Dante og Petrarca. Allir voru þeir tengdir Flórensborg þó ekki dveldu þeir þar alla tíð og Tí- dægra er samin á máli þess héraðs, Toscana. Þá voru blómatímar nýrr- ar þjóðmenningar og athyglisvert er að nefnd hafa verið rittengsl milli Bókmenntir Geirlaugur Magnússon Grettissögu og fyrstu sögu þriðja dags í Tídægru. Þýðing Erlings E. Halldórssonar virðist mér með miklum ágætum þó hafl ekki sökum kunnáttu- og að- stöðuleysis átt tök á að bera saman við frumtexta. Málfarið er nokkuð upphafið sem hæfir tímaskeiðinu án þess að vera fyrnt og textinn létt- ur og lipur, geislar oft af fjöri, háði og ísmeygilegri tvíræðni sem og hæfir söguefnum. Ekki verður of oft kveðið að slík stoðrit sem Tídægra er sé hinn mesti happafengur á okkar tungu. Hafi þýðandi og útgáfa hina mestu þökk fyrir. Giovanni Boccaccio Tídægra Erlingur E. Halldórsson þýddi Mál og menning 1999 11 $ SUZUKI -////------ Suzuki Baleno Wagon, skr. 6/97, ek. 52 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1090. þús. Suzuki Baleno GL, skr. 2/97, ek. 58 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 790 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr. 10/96, ek. 113 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 980 þús. Opel Corsa, skr. 6/97, ek. 74 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 750 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 11/98, ek. 24 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1850 þús. MMC Lancer st., 4WD, skr. 6/96, ek. 59 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1180 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 4/96, ek. 56 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 650 þús. Renault 19 RN, skr. 118/95, ek. 49 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 695 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 9/95, ek. 72 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1230 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 2/97, ek. 58 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 790 þús. Suzuki Sidekick JX, árg. '93, ek. 98 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 790 þús. VW Golf S, skr. 5/96, ek. 74 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 930 þús. Suzuki Swift GLX, skr. 6/98, ek. 22 þús. km, bsk. 5 dyra. Verð 870 þús. Suzuki Swift GX, skr. 2/97, ek. 55 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 680 þús. Suzuki Swift GX, skr. 1/96, ek. 81 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 570 þús. Renault Laguna, skr. 8/96, ek. 19 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1590 þús. Renault Clio RT, skr. 9/91, ek. 108 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 480 þús. SUZUKIBÍLAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.