Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
Spurningin
Á að banna spilakassa?
Þóra Kristjánsdóttir: Já, það á að
loka þeim öllum með tölu. Leyfa fólki
að fá frið. Það er að missa eigur sín-
ar út í loftið af þessum völdum.
Árni Þór Jónsson: Já, það á að
loka þeim öllum. Það á ekki að fjár-
magna hjálparstofnanir með flkni-
efnum.
Guðrún Elsa Grímsdóttir: Já,
þetta er orðið allt of mikið vanda-
mál sem sumt fólk ræður ekki við.
Guðmundur Oddur Magnússon,
grafískur hönnuður: Alveg skil-
yrðislaust. Þetta ýtir undir
spilaflkn.
Arndis Pálsdóttir nemi: Já, þetta
er hættulegt fyrir þá sem kunna sér
ekki hóf.
Björg Friðriksdóttir: Já, alveg hik-
laust.
Lesendur
Hvalfjörður og
Polaris-kafbátar
Frá Clyde í Skotlandi. Þar eru enn mikil umsvif á sviði skipasmfða og við-
gerða.
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Flestir sem komnir eru um og
yflr sextugt muna eflaust eftir sög-
unni um áform vamarliðsins
bandaríska hér á
landi um að leggja
uppbyggðan og
snjóléttan malbik-
aðan veg frá Fitj-
um í Njarðvík upp
í Hvalfjörð
miklu ofar en nú-
verandi vegur til
Suðurnesja liggur
ofan Rauðavatns.
Sagt er að þessi
vegur hafi átt aö hafa fáar beygjur,
enda Bandaríkjamenn þekktir fyrir
góöa vegi. En spumingin er: Til
hvers?
Flotann vantaði aðstöðu fyrir Pol-
aris-kafháta sína. Þeir sóttu þetta
mál því fast, en var endanlega synj-
að árið 1959. íslendingar vildu ekki
kjamorkuvopn hér né geymslur fyr-
ir þau. Þó fengu Bandaríkjamenn að
reisa Lóranstöð á Gufuskálum fyrir
þessa kafbáta til að miða út skot-
mörk. Bandaríski flotinn tók við
stöðinni í Keflavík í maí 1961, og ég
man vel eftir því enn þann dag í dag
er ég var drengur á Vatnsleysu-
strönd. Ég hef ekki séð jafnmargar
bílarútur í lest (43 minnir mig) er
þær héldu til Reykjavíkur um nónbil
en þar beið þeirra skip. Flotinn var
að koma fyrir risaflotkví af sömu
gerð og sjá má í Hafnarflrði nú.
Á Hooly Loch-firðinum við Clyde
í Skotlandi má sjá svipaða aðstöðu
flotans. Gamall maður sem ég hitti
er ég ferðaðist á hjóli um Skotland
sagði mér að Skotar hefðu mátt taka
við þessari þjónustuaðstöðu fyrir
Polaris-kafbáta því íslendingar
hefðu ekki viljað þessa stöð. Þegar
ég kynnti mér þessi mál árið 1992 er
verið var að loka þessari stöð sá ég
að Hvalfjörður hefði hentað betur
en Hooly Loch. Þama fóru fram
áhafnaskipti á 3 mánaða fresti og
var áhöfnum ekið til Prestwickflug-
vallar þar sem flugvélar tóku við.
Einnig tóku skipin þarna vistir og
fleira.
Árið 1990 höfðu um 2000 Skotar
beint lifibrauð af veru flotans
þama, þar af um 400 leigubílstjórar.
Þar er komin skýringin á áður
nefndum vegaframkvæmdum upp í
Hvalflörð.
Hefði þessi starfsemi verið í Hval-
firði stæðu þar nú mannvirki,
ásamt 3000 manna bæ með öllu til-
heyrandi, og þessi margumræddi
vegur kæmi að góðum notum þegar
færa þarf Reykjanesbraut ofar frá
Reykjavík að Straumsvík. Eftir
stendur spurningin: Var verra að
geyma kjamorkuvopn í Hvalfírði en
að hafa þau allt í kringum landið í
kafbátum frá Rússum og NATO-
þjóðunum, er kalda stríðið var í al-
gleymingi? Ég læt öðrum eftir að
svara því.
Vesældómur forseta
borgarstjórnar
Aðstandandi öryrkja sendi þenn-
an pistil:
Það er athyglivert hvernig forseti
borgarstjórnar, Helgi Hjörvar, kemur
sér oft undan því að verja ákvarðan-
ir sínar þegar þær koma illa niður á
þeim sem minnst mega sín. Nógu er
hann samt duglegur við að koma
fram í flölmiðlum, t.d. þegar hann
þarf að ráðast á Árna Þór Sigurðsson
sem er einn af fáum heiðarlegum
mönnum í borgarstjóminni.
Nú er ákveðið að bera 50 skjól-
stæðinga Félagsþjónustunnar í
Reykjavík út úr leiguíbúðum borgar-
innar. Ákvörðunin er tekin á þeim
tíma þegar mikill íbúðaskortur er í
Reykjavík og húsaleiguokur aldrei
verið meira. Fólkinu er þannig vísað
á Guð og gaddinn, strax eftir hátíðar,
og fólkið á ekki í nein önnur hús að
vemda.
Aðstandendur þessa fólks hafa
fengið þau svör hjá Félagsbústöðun-
um að útburðurinn sé pólitísk að-
gerð. Útburðurinn var endanlega
ákveðinn af Félagsmálaráði sem
stjórnað er af R-listanum.
Þegar flölmiðlar sögöu frá málinu
lét Helgi Hjörvar, formaður Félags-
málaráðs, og sá pólitíkus sem ber
mesta ábyrgð á útburðinum, ekki ná
í sig. í staðinn var embættismaður
látinn svara fyrir þessa aðgerð, nán-
ar tiltekið flármálastjóri Félagsbú-
staða. Það er mikill vesældómur að
þora ekki að svara fyrir eigin
ákvörðun. Sérstaklega þegar aðgerð-
in kemur þetta illa niður á þeim sem
minnst mega sín.
Það mega Páll Pétursson félags-
málaráðherra og Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðisráðherra eiga, að þó
að þau hafi oft tekið óvinsælar
ákvarðanir gagnvart þeim sem verst
eru settir, hafa þau alltaf haft mann-
dóm að svara sjálf fyrir þær, en ekki
sent embættismenn fyrir sig.
Vinnuskúr verður að skála
- minning á fölskum forsendum
Böðvar Böðvarsson skrifar:
Þeir sem hafa lagt leið sína aust-
ur fyrir flall og fara ekki Grímsnes-
ið, fara tilneyddir yfir Ölfusárbrú.
Það sem fyrir augu ber þar er Hótel
Selfoss til hægri, en á vinstri hönd
er vinnuskúr brúarsmiðsins
Tryggva Gunnarssonar; magur og
þreyttur skúr af stærri gerðinni,
enda viðbættur á marga vegu frá
upprunalegri gerð.
Én með árunum skapast gersem-
ar. Það eitt að vera látið í friði, gef-
ur ákveðnar fomminjar og Selfoss-
búar eiga þann rétt að ráðskast með
hvað skal standa og hvað skal riflð.
- Og skúrinn skal standa brúna.
n-íl^n[flníD)/^ þjónusta
allan sólarhringinn j
H H
H r\x) H
---- jSjP55
Lesondur geta sent mynd af
sér nteð bréfum sínum sem
blrt verða á lesendasíðu
Á Selfossi. - Séð að Tryggvaskála ásamt skúrn-
um.
Seinna komu athafnamenn að
þessum skúr og gerðu hann að
skála og kölluðu hann
Tryggvaskála. Þaðan eiga margir
minningar sem einnig er framlag til
sögunnar. En skálinn varð aftur að
skúr, þreyttur eins og hann væri
mennskur maður sem engin stofn-
un vildi vita af. Ekki fer það fram-
hjá vegfarendum, að hér er einbúi
allslaus, og lengur en
nokkur hefði þolað á
stofnun.
Ekki er þó samstaða
um meðferð öldungsins.
Frá fyrstu gerð ungur og
reisulegur, en nú orðinn
skakkur og snúinn, en
Tryggvi er gleymdur.
Brúin geymir minningu
smiðsins, en skúrinn er
síðari tíma mönnum og
þeim sem á eftir komu til
skammar. Verktakinn
Tryggvi hefði betur flar-
lægt skúrinn því þessi
nýja kápa vinnuskúrsins
er ekki til að halda uppi minningu
þessa ágæta brúarsmiðs.
Miklu frekar er að minnast
Tryggva fyrir aðra gerð hans sem er
garðurinn við Álþingishúsið í
Reykjavík. Þar gleymdi hann ekki
að flarlægja vinnuskúrinn, og er því
að allra áliti góður smiður. - Sú
framkvæmd sem nú á sér stað á
ekkert skylt við endurgerð húss.
DV
Margrét líti
sér nær
Guðjón skrifar:
„Álþýðubandalagið er mjög
sterkt um þessar mundir,“ sagði
Margrét Frímannsdóttir eftir lands-
fund flokksins um daginn. Meiri öf-
ugmæli hef ég sjaldan heyrt. Undir
hennar stjóm hefur flokkurinn
splundrast og að engu orðið. Hún
er á sömu leið með Samfylkinguna
(sbr. síðustu skoðanakönnun). Hall-
ærislegast var svo að heyra Mar-
gréti halda því fram í sjónvarpinu
sl. fimmtudagskvöld, að niðurstað-
an hefði orðið mun betri fyrir fylk-
inguna, hefði könnunin verið tekin
eftir landsfund Alþýðubandalags-
ins! Hvaða máli heldur eiginlega
Margrét Frímannsdóttir að Alþýðu-
bandalagið skipti í dag? Það eru
svona ummæli sem skapa ótrúverð-
ugt andrúmsloft í kringum Sam-
fylkinguna.
„Stutt í spunann“
hörmulegur þáttur
Sigurrós skrifar:
Maður er nú smám saman að gef-
ast upp á dagskrá Sjónvarpsins. Og
þegar búið er að færa þátt eins og
„Stutt í spunann" yfir á laugar-
dagskvöldin, þá er ekki margs að
bíða í helgardagskránni. Þessi þátt-
ur, Stutt í spunann, er að minu
mati hörmulegur, mest fiflalæti,
með lítt áhugaverðar persónur í
bak og fyrir. í síðasta þætti tók þó
steininn úr. Það kemur að því mjög
fljótlega að fólk krefst þess að losna
undan nauðungaráskrift Sjónvarps,
og ekki bætir þessi endurskapaði
„stuttspuni" neinu við til að halda
fólki við Ríkissjónvarpið.
„Barnaþrælkun“ og
móðursýki
Adolf hringdi:
Það hefur komið fram að Stein-
grímur J. Sigfússon, alþm. með
meiru, hóf störf í sláturhúsi í ná-
grenni sínu er hann var 9 ára gam-
all. Hví rekur fólk nú ekki upp
ramakvein um „barnaþrælkun" og
úthrópar foreldra hans fyrir kúgun
og illa meðferð? í þætti Bylgjunnar
sl. sunnudag var rætt við fram-
kvæmdakonuna Hjördísi Geirsdótt-
ur sem upplýsti að hún hefði farið
að vinna í frystihúsi 9 ára gömul og
verið þar tvö næstu sumur. Á að
fara að kalla þetta „barnaþrælkun"?
Hér vöndust krakkar við það á
árum áður að byrja snemma að
vinna. Einkum úti á landsbyggð-
inni, en þó líka hér í þéttbýlinu. Er
okkur íslendingum stætt á því að
hrópa „barnaþrælkun" og „sví-
virða“ vegna barna t.d. í Pakistan
og víðar, þótt þau sjáist vinna við að
hnýta mottur? Er ekki bara mál til
komið að íslenskir krakkar verði
skikkuð til að starfa í frítímum að
hluta til, a.m.k. í stað þeirrar
ómennsku sem gildir hér í dag, að
slæpast við spilakassa, og síðar ung-
lingadrykkju eða annað enn verra?
Fundir um Reykja-
víkurflugvöll
Óskar Sigurðsson skrifar:
Það er fordæmanlegt hvemig
staðiö hefur verið að fundahöldum
um Reykjavíkurflugvöll á vegum
samgöngunefndar Alþingis á Akur-
eyri og hann tengdur landsbyggð-
inni fyrst og fremst. Hinir 17 sem
fluttu þama ávörp tengdust fyrst og
fremst dreifbýlinu, ásamt fyrrv.
samgönguráðherra, og flugmála-
fulltúum. Sagt var að fundirnir
væm öllum opnir, en það var nú
öðra nær. Við, sem erum búsett
hér í Reykjavík, höfðum einfald-
lega ekkert val um aö geta lagt inn
athugasemdir sem eru, eins og allir
vita, mjög margar og þýðingarmikl-
ar. Nú er tími til kominn að við,
höfuðborgarbúar, fáum sérstakan
fund um Reykjavíkurflugvöll og
Vatnsmýrina, sem er að flestra
mati næsta byggingarland hér á
svæðinu. Ef völlurinn fær aö vera
til ársins 2016, þá er meira en lík-
legt að hann verði áfram næstu
áratugina og þar með orðinn
augnstunga í miðri Reykjavík um
aldur og ævi.