Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Síða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 Afmæli Sigurbjörn Svavarsson Sigurbjöm Svavarsson, útgerðar- stjóri hjá Granda, Funafold 60, Reykjavík, er funmtugur í dag. Starfsferill Sigurbjöm fæddist í Reykjavík og ólst þar upp auk þess sem hann var í sveit í mörg sumur hjá skyld- fólki að Mýrum í Sléttuhlið Skaga- firði. Sigurbjörn stundaði nám við Stýrimannaskólann i Reykjavík, lauk þaðan prófum frá farmanna- deild 1972 og varðskipadeild 1974, þá stundaði hann nám í froskköfun 1973, kennaranám í skyndihjálp 1975, lauk rekstramámi í Útgerðar- tækni frá Tækniskóla íslands 1978, sótti ýmis námskeið í rekstri, stjómun og tölvum 1980-90 og nám- skeið í viðskipta- og rekstrarfræði við Endurmenntunarstofnun HÍ 1997-98. Þá stundaði hann nám í verðbréfamiðlun við HÍ. Sigurbjöm var messi, smyrjari háseti og bátsmaður á varðskipum ríkisins 1965-71, stýrimaður og kaf- ari á varðskipum ríkisins við út- færslu landhelginnar í 50 og 200 sjó- milur 1972-76, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga 1978-79, starfaði við útflutning hjá íslensku Umboðsölunni hf. og var rekstrar- stjóri Sjöstjömunnar hf. í Njarðvík 1980-83, var deildarstjóri flutnings- deildar Hafskips hf. 1984-85 og hefur verið útgerðarstjóri Granda hf. frá 1986. Sigurbjörn sat í stjóm Félags útgerðartækna 1980-84, í stjóm Útvegs- mannafélags Reykjavíkur og formaður þess frá 1987, varamaður í stjóm LÍÚ frá 1988, í stjóm Aflamiðl- unar og formaður hennar 1989-90, í stjórn Fiski- félags íslands 1990-93, varamaður í stjóm Frios- ur SA. Chile frá 1997. Sigurbjörn var ritstjóri Morguns, tímarits Sálar- rannsóknarfélags íslands 1984-88, varaformaður Sálar- rannsóknarfélagsins 1985-87, er for- maður Áhugamanna um Þróunar- heimspeki frá 1992 og hefur starfað i Oddfellowreglunni frá 1990. Sigurbjöm hefur skrifað ýmsar greinar um sjávarútvegsmál í blöð og tímarit og þýtt greinar um sálar- rannsóknir og andleg mál, m.a. í tímaritið Morgun. Fjölskylda Kona Sigurbjöms er María Krist- ín Kristjánsdóttir, f. á Flateyri 13.9. 1952, skrifstofumaður. Hún er dóttir Kristjáns Guðmundssonar, f. á Pat- reksfirði 25.8.1927, d. 17.6.1974, bak- arameistara á Flateyri, og Þorbjarg- ar Jónasdóttur, f. á Flateyri 20.5. 1926, fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og síma á Flateyri, nú í Reykjavík. Böm Sigurbjöms og Maríu eru Kristjana Þorbjörg Sigurbjömsdótt- ir, f. 10.8. 1974, B.A. í Mannfræði frá HÍ og svæðistjóri hjá Össur hf.; Björn Þór Sigurbjörns- son, f. 20.6. 1979, nemi. Systkini Sigurbjöms em Láras Björn Svavarsson, f. 12.9. Í950, sjómaður og á hann þijú böm; Valdi- mar Svavarsson, f. 12.9. 1950, sjómaður; Rúnar Svavar Svavarsson, f. 19.11.1952, rafmagnsverk- fræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur en kona hans er Bima Ingadóttir og eiga þau eitt bam; Rósa Svavarsdóttir, f. 22.1. 1955, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík en maður hennar er Þorsteinn og á hún tvö böm með fyrri maka. Foreldrar Sigurbjöms: Svavar Bjömsson, f. í Fljótum í Skagafirði 10.10. 1922, d. 1990, vélstjóri á fiski- skipum frá Siglufirði og Reykjavík, og Ólafía Sigurbjömsdóttir, f. i Reykjavík 1911, d. 1990, húsmóðir. Ætt Svavar var sonur Bjöms, b. í Teigum í Fljótum Jónssonar Sæ- mundar, b. í Hvammi og í Höfn í Fljótum Ingimundarsonar, b. í Höfn Ingimundarsonar, b. á Bökkum Þorleifssonar. Móðir Ingimundar í Höfh var Sigríður Skúladóttir. Móð- ir Jóns Sæmundar var Sigurbjörg Stefánsdóttir frá Þrastarstöðum. Móðir Bjöms var Guðrún Bjöms- dóttir. Móðir Svavars var Rósa Jóakims- dóttir, b. á Minna-Holti í Fljótum Guðmundssonar, b. á Kálfsá í Ólafs- firði Þorsteinssonar, b. á Hrapps- stöðum Þorsteinssonar, b. í Kot- gerði á Höfðaströnd Sturlusonar. Móðir Rósu var Sigurlína Sigurðar- dóttir, systir Þorkels, fóður Jó- hanns, héraðslæknis á Akureyri. Ólöf var dóttir Sigurbjörns Vetur- liða, bakara og matsveins Jóhannes- sonar, b. í Kjós í Grunnavík Ólafs- sonar, b. á Hrafnsfjarðareyri í Jök- ulfjörðum Sigfússonar, b. í Kjós Steinssonar. Móðir Ólafs var Krist- ín Jónsdóttir. Móðir Jóhannesar var Jóhanna Jóhannesdóttir. Móðir Sigurbjörns var Jóhanna Gideons- dóttir. Móðir Ólafar var Bergþóra Bjömsdóttir, smiðs og stöðvarstjóra á Þingeyri Magnússonar, pr. á Gils- bakka á Mýrum Sigurðssonar, pr. Auðkúlu Sigurðssonar. Móðir Magnúsar var Rósa Magnúsdóttir. Móðir Bjöms var Guðrún Péturs- dóttir. Móðir Guðrúnar var Júliana Soffia Þórðardóttir, systir Guðrún- ar, ættföður Blöndals-ættar. Móðir Bergþóru var Guðrún Sveinsdóttir en hún var systurdóttir Sveins Skúlasonar alþm. og pr. á Kirkjubæ í Hróarstungu. Sigurbjörn Svavarsson. Einar Gunnarsson Einar Gunnarsson blikksmíða- meistari, Þrándarsel 3, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Einar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Höfðaborgarhverfinu. Hann lauk miðskólaprófi frá Aust- urbæjarskólanum í Reykjavík, prófi frá Iðnskólanum i Reykjavík og sveinsprófi í blikksmiði 1976 og ööl- aðist síðar meistararéttindi í blikk- smíði. Þá stundaði Einar söngnám við Söngskólann i Reykjavík og var í einkatímum hjá Vidar Moa í Stokk- hólmi. Einar starfaði lengst af hjá Nýju blikksmiðjunni, Blikkiðjunni og Blikksmiðjunni Höfða. Starfaði mikið að félagsmálum. Hann var formaður Félags blikk- Frfpóstur veítir smiða 1984-98, sat í sambandsstjóm ASÍ, miðstjóm Málm- og skipa- smiðasambands íslands og Samiðn- ar, í fræðsluráði málmiðnaðarins og sem fulltrúi ASÍ í Iðnfræðsluráði, í miðstjórn Alþýðubandalagsins, í stjóm og síðar formaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík um nokk- urra ára skeið, hefur setið í stjóm SVR fyrir Alþýðubandalagið, í stjóm Innkaupastofnunar Reykja- víkur og varamaður í stjóm Orku- veitu Reykjavíkur. Einar er nú formaður í félaginu Heymarhjálp sem starfar að hags- munamálum heymarskertra. Einar byrjaði að syngja með Óratóriukómum sem Ragnar Bjömsson stofnaði 1970. Hann söng með Karlakór Reykjavíkur 1976-86, og með Þjóðleikhússkómum 1975-93. Fjölskylda Einar kvæntist 18.4. 1970 Ingi- björgu Harðardóttur, f. 3.10.1951, yf- irgjaldkera hjá íslandsbanka. Hún Fréttir er dóttir Harðar Hjálmarssonar sem lést 1993, húsgagnasmíðameistara, og Önnu Sigmundsdóttur, húsmóð- ur í Reykjavík. Böm Einars og Ingibjargar eru Anna María, f. 22.4. 1972, þjónustu- fulltrúi hjá íslandsbanka, í sambúð með Andrési Karli Sigurðssyni sölu- manni hjá Aco og er sonur þeirra Atli Snær, f. 10.2.1998; Þórður Karl, f. 11.4. 1975, vinnur við auglýsinga- og kvikmyndagerð; Bryndís Björg, f. 17.1. 1979, verslunarmaður, í sam- búð með Sigmari Vilhjálmssyni, þáttagerðarmanni hjá íslenska út- varpsfélaginu. Hálfsystir Einars, samfeðra, er Ámý Gunnarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur í Vodskov í Danmörku, gift Jorn Erik Larsen tæknifræðingi og eiga þau þrjú böm. Hálfsystkini Einars, sammæðra, eru Inga Gunnarsdóttir, húsmóðir í Reykjavík og á hún þrjú börn og eitt bamabam; Þórunn Gunnarsdóttir, verslunarmaður í Solna í Svíþjóð, gift Skarphéðni Helgasyni húsamál- ara og eiga þau íjögur börn; Gunnar Theodór Gunnarsson, skrúðgarð- yrkjumeistari á Reyðarfirði, kvænt- ur Ástu Ásgeirsdóttur kennara og eiga þau tvö böm auk þess sem Gunnar á eitt barn frá því fyrir hjónaband. Foreldrar Einars: Gunnar Einars- son, f. 5.6. 1926, d. 30.9. 1997, lög- reglumaður og bóndi, og Theodóra Sveinsdóttir, f. 28.5. 1924, d. 11.8. 1998, húsmóðir. Ætt Föðurforeldrar Einars vom Einar Þórðarson frá Fellskoti í Biskups- tungum, skósmiður í Reykjavík og k.h. Maria Kristín Jónsdóttir, f. í Stuðlakoti við Bókhlöðustíg í Reykjavík. Móðurforeldrar Einars voru Sveinn Jónsson, mótoristi, f. í Norð- urkoti í Miðneshreppi og k.h. Krist- ín Sigurðardóttir frá Lambastöðum á Seltjamarnesi. Tll hamingju með afmælið 24. nóvember 80 ára Auður Júlíusdóttir, Ámatúni 4, Stykkishólmi. Daníel Ingólfsson, Kópavogsbraut 57, Kópavogi. Hann verður að heiman á af- mælisdaginn Jóhann G. Guðnason, Vatnahjáleigu, A-Landeyjum. Sigurbjöm Hansson, Selhóli, Hellissandi. 70 ára Eiríkur Thorarensen, Ásbraut 21, Kópavogi. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í Sólmarsalnum, Skipholti 50 A, Reykjavík, • laugard. 27.11. kl. 18.00-22.00. Magnús Jónsson, Langholtsvegi 162, Reykjavik. Rannveig Kristjánsdóttir, Blikahólum 2, Reykjavík. Sigurður Hallmarsson, Baughóli 29, Húsavík. 60 ára Jóhanna Jónsdóttir, Heiðarholti 31, Keflavík. Kolbrún Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 53, Keflavík. 50 ára Benedikta Theódórs, Sandbakka 6, Höfn. Einar Gunnarsson, Þrándarseli 3, Reykjavík. Gísli Ásgeirsson, Kleppsvegi 68, Reykjavík. Guðlaugur Jóakimsson, Leynisbraut 11, Grindavík. Sigurbjörn Svavarsson, Funafold 60, Reykjavík. 40 ára Heimir Einarsson, Laxakvísl 13, Reykjavík. Jón Helgason, Vesturgötu 105, Akranesi. Kristmar Jóhann Ólafsson, Borgarbraut 12, Borgamesi. þér auldð Danskir farandsveinar: A5 heiman í þrjú ár og einn dag „Ég rakst á þá á Ránargötunni og fyrr en varði var ég búinn að ráða þá í vinnu til mín,“ sagði Hafberg Þórisson, garðyrkjumað- ur hjá gróðrarstöðinni Lambhaga, í samtali við DV um danska far- andsveina sem starfa víða um heim. Þeir tilheyra þýskri iðnað- armannareglu sem á rætur að rekja til ársins 1780. Hafberg hafði rekist á frásögn um þessa menn og tók þá því tali. Þeir störf- uðu hjá honum í vikutíma og hafði Hafberg góða reyrislu af mönnunum tveimur og sagði þá hafa verið skemmtilegt krydd i tilveruna. Markmið þessarar reglu er að menn læri sem flest handbrögð hjá sem flestum. „SkOyrðið er að þeir séu undir þrítugu og séu á faraldsfæti í að minnsta kosti þijú ár og einn dag. Hver atvinnu- rekandi skrifar svo umsögn í þar til gerða bók sem þeir færa regl- unni og fá þá sveinsbréfið sitt að tímanum loknum," sagði Hafberg. Mennimir tveir komu hingað frá Grænlandi en hafa meðal ann- ars haft viðkomu í Ástralíu og Suður-Ameríku. Þeir fóru frá ís- landi og lá þá leiðin til London og þaðan tO Parísar. -hól Alþjóðlegir þúsundþjalasmiðir. Þessi tveir föngulegu, vel klæddu menn eru farandverkamenn frá Danmörku en þeir höfðu viðkomu á íslandi og störfuðu hjá gróðrar- stöðinni Lambhaga í síðastliðnum mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.