Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Side 28
44 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 I>"V •nn Ummæli Skuldir sjávar- útvegsins „Skuldir sjávarútvegsins hafa aukist um 55 milljarða. Þjóðhagsstofnun L telur að hægt sé að gera grein , fyrir 25 milljörð- : um í auknum , Qárfestingum. Þá eru eftir 30 milljarðar sem ekki er hægt að gera grein fyrir. Við teljum að þama sé um það að ræða að sægreifar hafa farið úr greininni með þetta fé.“ Guðjón A. Kristinsson al- þingismaður, í Degi. Horft á sama nefið „Maður furðar sig á því þegar maður hefur horft á sama nefið í klukkutíma að eytt skuli dýrmætum sjón- varpstíma í að flytja efni sem miklu betur ætti heima í út- varpi.“ Gunnhildur Hrólfsdóttir rit- höfundur um þáttaröðina Maður er nefndur, í DV. Að stofna flokk „Flokksstofnun er ekki hrist fram úr erminni og á heldur ekki að hrista fram úr ermi. Það skal vanda sem lengi á að standa.“ Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður, í Degi. Áburðurinn „Auðvitað er ekki hægt að fara að öllum óskum bænda. Þeir vildu náttúrlega fá áburðinn frítt.“ Haraldur Haraldsson, stjórnarformaður Áburðar- verksmiðju ríkisins, í Bændablaðinu. Apótek ekki sama og Apótek Með tilvitnun í reglugerð sem fer greini- lega út fyrir gildissvið lag- anna kemst Lyfjaeftirlitið að annarri nið- urstöðu. Heilsu okkar vegna vona ég að þeir fari ekki jafn frjálslega með formúlurnar sinar.“ Ragnar Tómasson lögfræð- ingur, um deiluna um nafn- ið Apótek, í DV. Ráðhús Reykjavíkur: Pétur Östlund og stórsveitin Stórsveit Reykjavíkur heldur sína síðustu tón- leika á þessari öld í Ráð- húsi Reykjavíkur í kvöld kl. 21. Að þessu sinni mun Pétur Östlund stýra sveit- inni auk þess að leika á trommur. Pétur er búsettur í Svíþjóð en kemur hingað tU landsins í boði Stór- sveitarinnar. Á dagskránni er fjölbreytt efni sem Pétur hefur valið af þessu tilefni. í kvöld gefst því einstakt Tónleikar tækifæri fyrir tónlistarunn- endur að sjá Pétur Östlund leika með og stjórna stór- sveit hér á landi og víst betra að vera tímanlega en aðgangur er ókeypis og eru aUir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Stórsveit Reykjavíkur verður stjórnað af einum þekktasta djassmanni okkar íslend inga, Pétri Östlund. Hrafnkell Marínósson, formaður Sundfélags Hafnarfjarðar: Langtímaáætlun sem hefur borgað sig „Árangurinn hefur náðst með vinnu allra sem nálægt þessu hafa komið hvort sem það eru keppendur eða þeir sem standa í félagsmálunum. Maður er í þessu af lífi og sál og svo er einnig um fjölskylduna. Börnin fjögur eru öU i sundinu og eiginkon- an er hjá sundsambandinu þannig að okkar líf snýst mikið um sundið," segir HrafnkeU Marinósson, formað- ur Sundfélags Hafnarfjarðar, en sund- fólkið hjá SH sýndi það eina ferðina enn þegar það sigraði í Bik- arkeppninnu um síðustu helgi að það hefúr á að skipa sterkasta liði landsins, en þetta var fjórða árið í röð sem SH sigrar í keppninni. HrafnkeU segir það skipta miklu máli fyrir sundfólkið að hafa félags- legu hliðina í lagi: „Krakkamir þurfa aUtaf að vita að það er hlúð að þeim, ekki bara ætlast tU að það æfi vel og nái árangri heldur einnig að þau viti það að félagið styður við bakið á þeim. Við byggjum mikið á samstöð- unni og vinnum í því á æfingum með krökkunum." Hinn góði árangur SH í sundi hef- ur gert það að verkum að mikU ásókn er í sundið í Hafnarfirði: „I fyrra vor- um það um 200 sem æfðu hjá okkur og nú erum við með 260 krakka og það sem er merkUegt við þetta er að engin affóll eru. Krakkamir eru áhugasamir og leggja mikið á sig og segja má að þeir sem æfa mest séu um sautján klukkustundir í vatni á viku. Þau yngstu sem eru alveg niður í fimm ára æfa vissulega minna en áhuginn er jafn mikiU. Þetta byggist líka heUmikið á þjálfumnum og ég er ekkert að leyna þeirri skoðun minni að ég tel okkur vera með bestu þjálf- Maður dagsins ara landsins. í þrjú ár höfum við ver- ið með Brian Daniel MarshaU sem yf- irþjálfara og hefur hann unnið frá- bært starf. Við höfum ágæta aðstöðu hér í Hafnarfirði og í Sundlaug Kópa- vogs en segja má að fjöldinn sé að sprengja þetta aUt.“ í Sundfélagi Hafnaríjarðar er mik- ið afreksfólk sem skipar landsliðssæti og er HrafnkeU spurður hvort á næstu árum muni koma upp ný kyn- slóð afrekssundmanna sem muni ______________________ taka við þeim sem fyrir eru: „Það em að koma inn miklir afrekskrakkar sem era ekki síðri en þeir sem fyrir eru svo samkeppnin á eftir að aukast og víst er að við eigum eft- ir að vera jafn áberandi í sundinu á næstu árum eins og við erum í dag.“ HrafnkeU hefur verið formaður SH í tvö ár: „í átta ár hef ég ver- ið viðloðandi starfið í Sundfé- laginu og segja má að nú sé að ganga eftir sex sjö ára áætlun sem gerð var og nefnd var Plan 2000. Nú er framundan að búa tU nýja áætl un þar sem stefnan er tek- in á Aþ- enu 2004. Það hefur sýrit sig hjá okkur að það borgar sig að vinna eftir lang- tímaáætlun ekki einblína eingöngu á næsta mót þótt vissulega þurfi að huga að því líka. Næsta stóra verk- efnið era Ólympíuleikarnir í Sidney á næsta ári, þar ætlum við að eiga keppendur og kem ég tU með að sitja stoltur fyrir framan sjónvarpið í sept- ember.“ Hrafnkell syndir mikið eins og vænta má og segist hafa verið þokka- legur sundmaður áður fyrr: „Ég var einnig mikið á skíðum og var aldrei sérstaklega frambærUegur sem keppnismaður enda tel ég mig aUtaf íafa verið betur máli farinn." Eiginkona Hrafn- kels er Hlín Ást- þórsdóttir og börn þeirra fjögur eru Kolbrún, Kjartan, Konráð og Kolbeinn. -HK til Tískusýning á Broadway íslensk fatatíska verður á Broadway í kvöld en þá mun María Lovisa fatahönn- uður sýna það nýjasta af hönnun sinni fyrir vetur- inn 1999-2000. Einnig mun snyrtistofan Guerlain kynna haust- og vetrarlín- una í fórðun og einnig Samsara- ilminn í nýjum aldamótabún- ingi. Um hár- greiðslu á tiskusýn ingardömum sér Hárgreiðslustofan Cleo. Húsið veröur opnað kl. 20 og dag- skráin hefst kl. 20.30. AUir era vel- komnir. Hermenn standast áhlaup Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Olgu Bergmann í Nýlistasafninu. Fjórar mynd- listarkonnr Um síðustu helgi voru opnaðar fjórar einkasýningar Nýlistasafn- inu. Sýnendur eru: Didda Hjartar- dóttir Leaman, Þórunn Hjartar- dóttir, Olga Bergmann og Anna Hallin. Didda Hjartardóttir Leaman sýnir olíumálverk og innsetning- una í Gryfjunni. Didda er búsett í London og er þetta sjötta einka- sýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Þórunn Hjartardóttir sýnir ol- íumálverk í Forsal safnsins og er yfírskrift sýningarinnar Antikabstrakt. Þórunn býr í Reykjavík og hefur verið þátttak- andi í nokkrum samsýningum en þetta er önnur einkasýning hennar. Sýningar Olga Bergmann er með sýning- una Wunderkammer - Undrasafn i Bjarta og Svarta sal á annarri hæð. Undrasafnið samanstendur af landslagsmyndum, furðudýr- um, klippimyndum, skúlptúr og ljósmynd. Olga er búsett í Stokk- hólmi og Reykjavík og er þetta fjórða einkasýning hennar. Anna Hallin sýnir tvær raðir myndverka í Súm-salnum. Ann- ars vegar Ijósmyndaröð sem unn- in er sem stuttar frásagnir og hins vegar teikningar og smáhluti sem hún kallar Hlátur í litlum líkama. Þetta er sjöunda einkasýning Önnu. Hún er búsett í Stokkhólmi og Reykjavík. Bridge Fjögurra hjarta samningur var spilaður á 16 borðum af 20 í AV í fyrsta spili fyrstu umferðar íslands- mótsins i tvímenningi. SpOið liggur frekar illa, enda voru þeir ekki margir, sagnhafarnir, sem fengu að vinna þennan samning. Algengast var að sagnhafar fengju 8-9 slagi og það gaf reyndar nokkuð góða skor að fara aðeins einn niður í 4 hjört- um (22 stig af 38 mögulegum). Fjór- ir sagnhafar urðu reyndar að sætta sig við að fá aðeins 7 slagi. Norður gjafari og enginn á hættu: 4 DG42 *K * 10732 4 G863 * Á83 • ÁD1093 4 K6 4 1072 4 K97 *G42 ♦ D854 4 K94 Aðeins tveir sagnhafar náðu að landa heim 10 slögum en þurftu þó á hjálp frá vörninni að halda. Á öðru borðanna var suður svo óheppinn að spila út tígulfimmunni í upphafi. Sagn- hafl fékk slaginn á gosann heima og var heppinn þegar hann spil- aði hjarta á ásinn í öðrum slag. Allt slagir öruggir, 5 á tromp, 3 á tígul og tveir á svörtu ásana. Fjögur hjörtu, slétt staðin, gáfu 37 stig af 38 mögulegum í dálk AV. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.