Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
Fréttir
Rafveitur Hveragerðis seldar Rarik eftir átakafund i bæjarstjóm:
Fundurinn kærður
Hörð átök urðu á fundi bæjar-
stjórnar Hveragerðis í gærkvöld
þar sem fjallað var um sölu á
dreifikerfi rafveitu Hveragerðis.
Lyktir fundarins, sem stóð í tæp-
ar fjórar klukkustundir, urðu þær
að samþykkt var að ganga að til-
boði Rarik upp á 215 milljónir
króna. Sala dreifikerfisins til
Rarik var samþykkt með atkvæð-
um bæjarfulltrúa meirihlutans og
Samfylkingar gegn atkvæðum
Knúts Bruun og Árna Magnús-
sonar. Knútur Bruun bæjarfull-
trúi hefur kært fundinn til félags-
málaráðuneytis.
Forkastanlegt
„Þetta eru alveg forkastanleg
vinnubrögð," sagði Knútur í við-
tali við DV í gærkvöld. „Ég kærði
að fundurinn skyldi vera lokaöur,
þar sem fjallað er um eitt stærsta
hagsmunamál sveitarfélagsins í
langan tíma. Síðan er fundargerð-
inni dreift m.a. til fjölmiðla. Það
liggja fyrir tilboð sem virðast hag-
stæðari en það sem tekið var, en
það var ekki einu sinni hlustað á
þau. Það er með ólíkindum að
fólki skuli detta þetta í hug.“
Bæjarstjórnarfundurinn um sölu rafveitunnar stóö í tæpa fjóra klukkutíma.
Á myndinni eru m.a. Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri og Gísli Páll Pálsson
forseti bæjarstjórnar.
DV-mynd Eva
Eins og DV hefur greint frá
buðu þrír aðilar í dreifikerfi raf-
veitunnar, Orkuveita Reykjavík-
ur, Seifossveitur og Hitaveita Suð-
urnesja. Rarik var síðan heimilað
að taka þátt, eftir að tilboð höfðu
verið opnuð. Á fundinum lagði
Árni Magnússon, fulltrúi Fram-
sóknarflokks, fram bréf frá Orku-
veitu Reykjavikur og Selfossveit-
um þar sem fyrirtækin hækkuðu
sin tilboð upp fyrir tilboð Rarik,
að sögn Knúts. Hann lagði til að
ákvörðun um sölu yrði frestað í
ljósi nýrra upplýsinga. Knútur
sagði að meirihlutinn hefði neitað
að taka þessar upplýsingar til
greina.
Knútur sagði að ef samið hefði
verið við Orkuveitu Reykjavíkur
eða Hitaveitu Suðumesja hefði
það líklega þýtt lækkun á orku-
verði til almennings. Salan til
Rarik þýddi hins vegar 6 prósenta
hækkun á orkuverði í áfóngum.
Meirihlutinn hefði lagt fram
flókna útreikninga á tilboðunum
með sólarhrings fyrirvara sem
segði sitt um vinnubrögðin.
-JSS
Prestadeilan í Önundarfirði:
Séra Gunnar á
að jarða mig
Áslaugu og Kristjáni þótti mikið til þess koma að hitta Grýlu sjálfa á kynn-
ingarfundi Menningarársins 2000 í Laugardalnum í gær (sjá umfjöilun á bis.
25). Grýla hafði Leppalúða með sér en synir þeirra hjóna hafa enn ekki feng-
ið útivistarleyfi í byggð. Á blaðamannafundinum kom fram að tugir þúsunda
um land allt taka þátt í menningarviðburðum ársins. DV-mynd Teitur
Eldur í þurrkara
Slökkvilið Reykjavíkur var kallað
út til að ráða niðurlögum elds sem
kviknað hafði út frá þurrkara í gær-
kvöldi við Stífluseli í Reykjavík. Tölu-
verður reykur varð af völdum eldsins
og tók rúman hálftíma að reykræsta
húsnæðið. Þá kviknaði í vinnuskúr
við Miðhraun í Hafnarfirði um hálf
tvö i nótt. Þegar Slökkviliðið í Hafnar-
firði kom á vettvang var lögreglan á
staðnum en það tók tæpa klukku-
stund að ráða niðurlögum eldsins.
Snemma í morgun barst tilkynning
til Slökkviliðsins um að reykskynjari
hefði farið í gang í Þingholtsstræti.
Þegar komið var á staðinn var engin
brunalykt í íbúðinni en samkvæmt
upplýsingum frá Slökkviliðinu er
talið að þjófavöm hafi farið af stað.
-hól
DV; Flateyri:
„Ég hef bara ekkert undan hon-
um að kvarta, nema síður væri,“
sagði Þórður
Jónsson, eigandi veitingastaðar-
ins Vagnsins á Flateyri, um séra
Gunnar Björnsson í Holti og þær
deilur sem geisa I sókninni. Hann
segir að preststörf séra Gunnars
hafi síður en svo plagað sig. Þórð-
ur vagnstjóri fer í kirkju hjá
Gunnari í hvert skipti sem hann
messar og hefur meira að segja
pantað hann til að jarða sig þegar
þar að kemur.
„Þetta er maður sem hugsar vel
um söfnuðinn, hann gerir það.
Hann er boðinn og búinn og alltaf
til staðar ef eitthvað bjátar á.
Hann er nú ekki verr liðinn en
það að hann er umdæmisstjóri
Lions á Vestfjörðum. Þá er ég bú-
inn að panta hann til að lesa yfir
mér þegar ég dey,“ sagði Þórður.
„Ég hef heldur ekkert slæmt af
Lára Thorarensen og Þórður Jóns-
son á Vagninum þykir vænt um sr.
Gunnar Björnsson.
DV-mynd Hilmar Þór.
honum að segja,“ sagði Lára
Thorarensen, eiginkoria Þórðar.
Hann hefur hjálpað okkur mikið
þegar við höfum þurft að leita til
hans. Mér þykir vænt um Gunnar
Björnsson, hann er vinur minn.“
-HKr.
Ráöuneytisstjóri vísar fullyröingum Guðmundar Bjarnasonar á bug:
Við seldum ekki Hól
„Ég veit ekki um neina embættis-
menn í ráðuneytinu sem komu að
þessu máli á þessu tímabili, 1. janú-
ar til 11. maí. Og mér þætti gaman
að vita hverjir það væru,“ segir
Bjöm Sigurbjömsson, ráðuneytis-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
vegna fullyrðinga Guðmundar
Bjarnasonar, fyrrverandi landbún-
aðarráðherra, í útvarpsviðtölum
um að embættismenn í ráðuneyt-
inu hefðu undirbúið umdeilda sölu
á eyðijörðinni Hóli í Fljótsdals-
hreppi. „Enginn sem ég hef spurt
segist hafa komið nálægt því, það
gæti í mesta lagi verið að ritari
hefði véíritað afsalið," segir Björn.
Guðmundur fól Jón Höskulds-
syni lögmanni, sem er fyrrverandi
starfsmaður jarðadeildar landbún-
aðarráðuneytsins, að sjá um sölu
nokkurra jarða fyrir hönd ráðu-
neytisins og var Hóll þar á meðal.
Þá höfðu leigjendur Hóls meðal
annars beitt fyrir sig Jóni Krist-
jánssyni, alþingismanni Framsókn-
arflokks af Austurlandi, til að
freista þess að knýja kaupin í gegn.
Hóll var síðan seldur 11. maí sl.
með undirskrift Guðmundar
Bjamasonar.
Hólshjónum fannst verðið hátt
Björn ítrekar það sem hann sagði
í samtali við DV 19. október sl. að
starfsmönnum ráðuneytisins hafi
ekki oröið ljóst fyrr en í ágúst að
Hóll hafi verið seldur enda hafi
skjöl þess efnis ekki borist ráðu-
neytinu frá Jóni Höskuldssyni fyrr
en seint í júlí. Fram kom
í Degi í gær að 29. júlí sl.
hefði blaðamanni þar ver-
ið sendur listi sem ná átti
yfír allar seldar jarðir á
vegum ráðuneytisins, allt
aftur til ársins 1993, en
Hóll var ekki á þeim lista
þótt jörðin hefði veriö
seld rúmum tveimur og
hálfum mánuði áður.
Hjónin á Egilsstöðum,
sem höfðu haft Hól á
leigu frá árinu 1984 og
nýtt sem sumardvalar-
stað frá árinu 1986 er þau
bragöu búi á Hóli, höfðu
um nokkurra ára skeið falast eftir
jörðinni til kaups. Fleiri áhugasam-
ir kaupendur voru reyndar í sveit-
inni í kring en þeim
gafst ekki kostur á að
bjóða í jörðina.
Nokkurt þref mun
hafa staðið um kaupverð
sem Hólshjónunum mun
hafa þótt nokkuð hátt en
að endingu var samið
um að það skyldi verða
tæpar 1.700 þúsund krón-
ur. Til frádráttar kæmi
leiga aftur til ársins
1993. Leigan nam 48 þús-
und krónum á ári og því
hafa tæplega 300 þúsund
krónur komið til frá-
dráttar ákveðnu kaup-
verði og hjónin því greitt rúmar
1.400 þúsund krónur fyrir jörðina.
-GAR
Björn Sigurbjörns-
son: „Gæti í mesta
lagi verið að ritari
hefði vélritað afsal-
ið.“
Stuttar fréttir r>v
Norsk Hydro hopar
„Ég vil ekki, og Norsk Hydro
ekki heldur, taka þá áhættu sem
af því hlýst að
fara að draga
málið og þar af
leiðandi verði
ekkert af verk-
efninu," sagði
Finnur Ingólfs-
son iönaðarráð-
herra við Dag
um yfirlýsinguna sem Norsk
Hydro sendi frá sér í kjölfar um-
mæla upplýsingafulltrúa Norsk
Hydro eftir fundi með WWF um
að fyrirtækið hefði ekkert á móti
lögformlegu umhverfismati tæki
Alþingi íslendinga ákvörðun um
slíkt. Dagur sagði frá.
Loksins, loksins
íslendingur datt í lukkupottinn
í gærkvöld og var með 6 réttar töl-
ur í Víkingalottói og fær fyrsta
vinning óskiptan, rúmar 39 millj-
ónir króna. Vinningstölurnar
voru: 7-13 - 20 - 21-30 - 33. Mið-
inn var keyptur í Hafnarfírði.
Vísir.is sagði frá.
7000 á biðlistum
AIls voru 6.988 sjúklingar á
biðlistum sjúkrastofhana landsins
í október síðastliðnum samanbor-
ið við 6.666 á sama tíma í október
1997, að því er segir í greinargerð
landlæknisembættisins. Mbl.
sagði frá.
Varðhaid til 15. mars
Tveir karlmenn, sem setið hafa
í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn-
ar stóra fíkniefnamálsins, voru
úrskurðaðir í áframhaldandi
gæsluvarðhald til 15. mars í Hér-
aðsdómi Reykjavikur í gær að
kröfu lögreglunnar í Reykjavík.
Báðir undu úrskurði dómara.
Mbl. sagði frá.
Gefur miiljón
Jón Kristinsson hefur gefið
eina milljón króna til væntanlegs
menningarhúss
á Akureyri. Jón
vill að gjöfm
verði nýtt til að
standa undir
kostnaði við
lokafrágang leik-
hússins (menn-
ingarhússins) og
kemur til greiöslu þegar innrétt-
ing byggingarinnar er hafin. Jón
er faðir leikaranna Arnars og
Helgu. Dagur sagði frá.
Uppsagnir Nóa-Síríusar
Öllu starfsfólki framleiðslu-
deildar Nóa-Síríusar á Akureyri
hefur verið sagt upp störfum. Um
er að ræða átta manns. Svavar
Hannesson framleiðslustjóri segir
aö í kjölfar þessara uppsagna
stefni í að framleiðslu á vegum
fyrirtækisins verði hætt í bæn-
um. Danskur kaupandi lakkrís-
framleiðslu Nóa-Síríusar sagði
samningum við fyrirtækið upp í
vikunni. Mbl. sagði frá.
Sýknaður af hestadauða
Maður hefur verið sýknaður af
ákæru ríkissaksóknara í Héraðs-
dómi Austurlands um brot á lög-
um um dýravernd og útflutning
hrossa með því að hafa vanrækt
eftirlit með níu hestum sem hann
fylgdi um borð í ferjuna Norrænu
við flutning þeirra frá Seyðisfirði
til Danmerkur. Mbl. sagði frá.
Ókeypis á Netið
Tæplega 1.600 manns höfðu
skráð sig fyrir ókeypis netaðgangi
hjá Íslandssíma og íslandsbanka
laust fyrir klukkan níu í gær-
kvöld en tilkynnt var um tilboðið
rúmum sex tímum fyrr. Mbl.
sagöi frá.
Landssíminn í slaginn
Ólafur Stephensen, talsmaður
Landssímans, segir að sam-
starfsviðræöur
hafi veriö í gangi
við ýmis fyrir-
tæki um svipaða
lausn og þá sem
Islandssími og
íslandsbanki
bjóða nú upp á,
og segir að
vænta megi fregna af þeim fljót-
lega. Mbl. sagði frá. -GAR