Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
9
Utlönd
Allt að tólf fórust í
lestarslysi í Ástralíu í morgun:
Fremsti vagninn eins
og upprifin sardínudós
upprifin sardínudós eða Coca Cola
dós,“ sagði Jackie Kelly, ráðherra
íþrótta- og ferðamála,
Farþegar úr Sydney-lestinni
sögðu að lestarstjórinn hefði
hlaupið úr stjórnklefanum ör-
skömmu fyrir slysið og fyrirskip-
að farþegunum að leggjast niður.
Að sögn lögreglunnar voru allir
hinna látnu í síðari lestinni.
Farþegar lestarinnar sem var á
leið miiii stranda sögðu að starfs-
menn hennar hefðu greint frá bil-
unum í merkjakerfi á brautartein-
unum örfáum sekúndum áður en
slysið varð.
Meðal þeirra sem lifðu af slysið
í morgun var maður að nafni
Christian Dupressoir. Hann lifði
einnig af mannskæðasta lestarslys
í sögu Ástralíu, þegar áttatíu og
þrír fórust þegar lest ók á brú í
vesturhluta Sydney árið 1977.
Óttast er að allt að tólf manns
hafi farist þegar tvær farþega-
lestir rákust saman í úthverfi
Sydney í Ástralíu í morgun. Slys-
ið gerðist við rætur Bláfjalla, á
mesta annatíma í morgun. Sextíu
og fimm farþegar að minnsta
kosti slösuðust.
„Það verður mikil sorg hjá tiu
til tólf fjölskyldum i Nýja Suður-
Wales,“ sagði Bob Carr, forsætis-
ráðherra fylkisins, við frétta-
menn þegar hann hafði skoðað
sig um á slysstaðnum.
Slysið varð með þeim hætti að
lest á leið inn til Sydney, full af
skólabörnum og skrifstofufólki,
ók aftan á lest sem var á leið
þvert yfir Ástralíu á sama spori
en fór mun hægar. Fremstu vagn-
ar lestarinnar þeyttust út af spor-
inu. Björgunarmenn virða fyrir sér flök tveggja lesta eftir árekstur þeirra í útjaðri
„Fremsti vagninn er eins og Sydney í Ástralíu í morgun. Allt að tólf farþegar fórust í slysinu.
Horta heim úr
útlegðinni
Þúsundir fögnuðu er Nóbels-
verðlaunahafinn Jose Ramos-
Horta kom til A-Tímor í gær úr 24
ára útlegð. Horta flúði frá eyjunni
nokkrum dögum áður en Indónes-
ar hertóku hana 1974. 1 ávarpi til
landa sinna í gær sagði Horta að
raunverulegu hetjurnar væru
þeir sem hefðu verið um kyrrt og
orðið að þola þjáningar.
Búist er við að frelsisleiðtoginn
Xanana Gusmao verði forseti
Austur-Tímor og Horta utanríkis-
ráðherra. Báðir hittu þeir Abd-
urrah Wahid, forseta Indónesíu, í
fyrradag.
Líkin við Juarez
af fórnarlömbum
innbyrðis átaka
Bandariskir og mexikóskir lag-
anna verðir hafa nú fundið sex lík í
einni gröf nærri borginni Juarez í
Mexíkó, hinum megin Rio Grande
árinnar frá E1 Paso í Texas. Líkin
fundust á búgarði nokkrum þar sem
grunur leikur á að fíkniefnabarónar
hafi grafið tugi fórnarlamba sinna.
Leitað er að líkum á fjórum stöð-
um við Juarez, þriggja milljóna
manna borg þar sem glæpir og of-
beldi tröllríða öllu. Að sögn blaða í
borginni voru fórnarlömbin í fjölda-
gröfunum drepin fyrir tveimur ár-
um, í innbyrðis átökum fikniefna-
smyglara, eftir dauða foringja
klíkunnar sem kennd er við Juarez.
Sá lést eftir misheppnaða skurðað-
gerð hjá lýtalækni.
Bandarískir embættismenn segja
að grafafundurinn sýni að þörf sé á
samstarfi ríkjanna i baráttunni
gegn fíkniefnasmyglurum.
Schröder ekki
ánægður með
svör Kohls
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, er meðal þeirra sem
sætta sig ekki við útskýringar
Helmuts Kohls, fyrrverandi Þýska-
landskanslara, á leynireikningum
flokks síns, kristilegra demókrata.
Segir Schröder nauðsynlegt að
leggja staðreyndimar á borðið.
Þingnefnd, sem mynda á í dag, verði
að komast að því um hversu mikil
framlög á leynireikningana hafi
verið að ræða og hvaðan þau hafi
komið.
Kohl tók á sig í fyrradag ábyrgð á
leynireikningum flokks síns. Hann
lagði hins vegar áherslu á að kristi-
legir demókratar hefðu aldrei verið
til sölu.
erum Selmúlomegin]
imperial ctvgzjo
Nicam stereo, ísl. textavarp, Black Matrix myndlampi, 2 Euro Scarttengi,
S-VHS inngangur, Fullkomin fjarstýring, Sjálfvirk stöövaleitun, Stórir
hljómmiklir hátalarar að framan, Allar aðgerðir á skjá, Heyrnatólatengi.
Armúla 38 • Síml 5531133
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT: Reykjavflc: Heimskringlan - Hafnarflörður Rafbúð Skúla - Gnndavflc: Rafborg - KeflavflcSónar - Akranes: Hljómsýn - Borgames:Kaupfélag Borgfirðinga
Hellissandun Blómsturvellir - Stykkishólmun Skipavík - Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauöárkrókun Skagfirðingabúð
Búflardalur Verslun Einars Stefánssonar - (safjörBun Frummynd - SigluQörðun Rafbær - Akureyri: Ljósgjafinn - Húsavik: Ómur Vopnafjörður Verslunin Kauptún - Egilsstaðin
Rafeind Neskaupsstaðun Tónspil Eskifjörður. Rafvirkinn - Seyðisfjörður: Turnbræður - Hella: Gilsá - Selfoss: Radíórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjan Eyjaradló