Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Page 13
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
13
Á Fljótsdalsvirkjun-
ar-, Erfðagreiningar- og
Fjárfestingarbankaár-
inu mikla hefur orðið
vart við mikinn áhuga
á löngu dauðu skáldi að
nafni Jónas Hallgríms-
son. Nú á haustmánuð-
um eru komnar út þrjár
bækur þar sem glímt er
við Jónas.
Fræðimaður og
heimspekingur
í ævisögu Jónasar
eftir Pál Valsson er
ýmsum goðsögnum um
Jónas hafnað. Jónas
var ekki próflaus held-
ur fullgildur fræðimað-
ur. Jónas drakk sig ekki í hel
heldur stafaði dauði hans af
volki í íslandsför. Jónas var ekki
höfuðandstæðingur Jóns Sig-
urðssonar. Jónas dó ekki þrotinn
af lifsþrótti, andagift eða verkefn-
um. - í stuttu máli var Jónas
ekki aumingi og líf hans enginn
harmleikur.
Svava Jakobsdóttir nálgast
Jónas sem fagurfræðing og heim-
speking. Meginhugmynd hennar
í bókinni Skyggnst á bak við ský
er að Jónas hafl ætlað að skapa
nýja fagurfræði úr bæði gömlu
og nýju og kalla megi hann kenn-
ara skálda. Hún tekst á við dýpt-
ina og margræðnina i verkum
Jónasar og telur að í Ferðalokum
þættist saman ævi skáldsins,
helstu verk og hugmyndir hans
um veruleikann og Guð. Svava
horfir i texta skáldsins og hvers
kyns hliðstæður
við hann, Páll á
lífshlaupiö. Niður-
staðan er þó gletti-
lega hliðstæð.
Sá Jónas sem
Svava lýsir er
fræðimaður og
heimspekingur
sem vinnur kvæði
sín af nákvæmni
og vandvirkni.
Hvert orð er hlað-
ið merkingu.
Skáldskapur Hans
er erfið vinna.
Jónas er ekki
ónytjungur eða
iðjuleysingi og
þaðan af síður
þunglyndur eða
með æskuástir á heilanum.
Draumóramaður
Sveinn Yngvi Egilsson skoðar
Jónas í bókinni Arfur og umbylt-
ing sem hlekk í keðju róman-
tískra skálda sem sóttu kraft til
nýsköpunar í fortíðina. Hann
horfir sérstaklega á hvernig
Jónas sækir
orku í ýmis
gömul form,
hvort sem eru
bragarhættir
eða bókmennta-
greinar. Myndin
af hinum hugs-
andi og vinn-
andi Jónasi
verður enn skýr-
ari. Nýr og
flóknari Jónas
Hallgrímsson er
að verða til.
Jónas var þjóðskáld. Hann var
maðurinn sem vOdi endurreisa
alþingi á Þingvöllum. Fyrir það
var hann hylltur en varð um leið
óhjákvæmilega að draumóra-
manni. Jarðfræðingi án jarðsam-
bands, manni sem sveif á skýi
yfir samtíma sínum. Nú hafa
fræðimennirnir kippt Jónasi nið-
ur á jörðina og sett hann í sam-
hengi bæði við tíðarandann og
hefðina sem mótaði hann. Það
Kjallarinn
Jakobsson
islenskufræðingur
„Nú hafa íslendingar veríð sjálf-
stæð þjóð í rúma hálfa öld. Því
sjálfstæði hefur fylgt vaxandi
sjálfstraust og síminnkandi þörf
fyrir píslarvotta. í tíðaranda nú-
tímans eiga mislukkuð skáld
sem dóu ung hvergi heima.“
Auðnuleysingi deyr
Jónas Hallgrímsson skáld. - Harmrænn dauði hans var rökrétt afleiðing
harmræns lífs, segir greinarhöfundur m.a.
merkir ekki að skáldskapur hans
missi dýptina, eins og sést í 200
síðna ritgerð Svövu um Ferða-
lok.
Líka misheppnaður
Jónas var líka misheppnaður.
Þó að hann væri hylltur var ævi
hans skilin sem harmleikur.
Harmrænn dauði hans var rökrétt
afleiðing harmræns lifs. Hann var
ógiftur og drykkfelldur, alþingi
var ekki endurreist á Þingvöllum
og Islandslýsing hans kom aldrei
út. Jónas varð því píslarvottur
þjóðernisbaráttunnar, að vísu
ekki skotinn af Dönum heldur
drepinn af dönskum stiga en þó
sýndu örlög hans að sjálfstæði ís-
lands kostaði fómir.
Nú hafa íslendingar verið sjálf-
stæð þjóð i rúma hálfa öld. Því
sjálfstæði hefur fylgt vaxandi
sjálfstraust og síminnkandi þörf
fyrir píslarvotta. í tíðaranda nú-
tímans eiga mislukkuð skáld sem
dóu ung hvergi heima. Og niður-
stöður fræðimannanna gefa
einmitt allt aðra mynd: Jónas var
hugsandi skáld sem vann i stað
þess að bíða eftir innblæstri. Hann
var vísindamaður i fremstu röð og
mikils metinn af þjóðmálastarfi
sínu þó að hann væri líka um-
deHdur. - Auðnuleysinginn Jónas
Hallgrímsson er dáinn. Við höfum
eignast nýjan Jónas; vonandi tek-
ur þjóðin ástfóstri við hann líka.
Ármann Jakobsson
Þjóðgarður norðan Vatnajökuls
Ef virkjað verður norðan
Vatnajökuls verða það ragnarrök
stærsta ósnortna íslenska víðern-
isins og reyndar allrar Evrópu og
að eHífu óafturkræfar há-
lendisperlur. En það er ekki það
eina illa sem af gerð þeirri hlýst.
Þaö er verið að taka áhættu með
afkomu allrar þjóðarinnar til
langs tíma litið fyrir stundar-
hagsmuni fárra.
Á mörkum hins
efnahagslega sjálfstæöis
Að sjálfsögðu vU ég að Aust-
firðingum sé hjálpað og að þeim
verði ekki meinað að bjarga sér
eins og Vesfirðingum, en fyrr má
nú vera. Það er stundum eins og
íslendingar hafi ekki hundsvit á
peningamálum og lifi bara fyrir
líðandi stund. Vita menn ekki að
ísland er á mörkum þess að
halda efnahagslegu sjálfstæði og
samt á að taka hundrað, já jafn-
vel tvö hundruð milljarða lán hjá
erlendum bönkum og innlendu
lífeyrissjóðunum tU að virkja og
byggja stóriðju sem fá skynsam-
leg rök eru fyrir.
Þetta hafa ráð-
herrar ríkis-
stjórnarinnar
forðast að skýra
fyrir þjóðinni
og notað þess í
stað ómældan
tima og peninga
tU að ófrægja
það fólk sem
vinnur fórnfúst
starf tU vamar
landi og þjóð.
Auk þessa eru
stjórnvöld að
draga athygli
frá þeim þætti fiskveiðistefnunn-
ar sem aðaUega hrekur fólk úr
hinum dreifðu byggðum.
í pókerspil með
lífeyrissjóöina
Virkjunin er sú ógnarstærð að
jafnvel tugmiUjóna þjóðir þyrftu
að hugsa sig rækilega um. Norð-
menn settu stóriðju á Austur-
landi í arðsemismat og hættu við
en tóku svo upp þráðinn þegar ís-
lensk stjórnvöld buðust til að
ljármagna dæmið. ÞvUík rausn,
þvilík heimska. Þau háttvirtu
sem þessum klafa koma á þjóð-
ina mimu ekki
lækka í launum né
lífeyri. En það verð-
ur ekki svo um
venjulegan líeyris-
þega þegar sjóðimir
eru horfnir.
Sér fólk virkilega
ekki hættuna? Sér
það ekki hvað erind-
rekar ríkistjórnar-
innar eru blindir
eða visvitandi sjón-
skertir í allri sjálf-
umgleðinni og ör-
uggir um að komast
upp með nánast
hvaða vitleysu sem
er. Sér fólk ekki að
valdhafarnir eru að
fara í pókerspil með
lífeyrissjóðina og
gera þá að líkindum gjaldþrota?
Að í bjartsýnisfyUiríinu sýna
valdhafarnir enga viðleitni tU að
stemma stigu við ofurþenslu
þeirri sem nú stefnir þjóðarbú-
inu í þrot. Veit fólk að þjóðfélags-
hópar, t.d. iðnaðarmenn, voru
þjakaðir af atvinnuleysi en eru
það nú í vinnuálagi og að Uytja
þurfti inn erlenda menn tU að
viðhalda þenslunni? Eftir höfði,
sem ekkert virðist skUja, dansa
limirnir.
Hugsa ekki, bara böðlast
Fólk hlýtur að sjá hvað lítið er
byggt í kringum fiskiðnað eða
aðra þá starfsemi
sem raunverulega
heldur þjóðinni uppi
og að öðru máli
gegnir um verslim-
arhahimar. Veit al-
menningur hvaðan
sá undarlega mikli
auður kemur? Hefur
fólki komið til hugar
að þar sé mikið af
þeim mUljörðum
sem horfnir eru úr
sjávarútvegi? Þeirra
valdhafa sem komast
upp með slíkt kæru-
leysi 1 öryggismál-
um sem íhaldsstjórn
Davíðs Oddssonar
virðist ætla að gera
með því að neita lög-
formlegu umhverfis-
mati norðan Vatnajökuls verður
minnst sem meistara sjónhverf-
inga, enda ofríki þeirra og blekk-
ingar á heimsmælikvarða.
í því máli vUja valdsmenn um-
fram aUt ekki hugsa, bara böðl-
ast. Þeir sem treysta á lífeyris-
sjóðina þegar aldurinn segir til
sín ættu að athuga sinn gang því
valdhafamir eru og verða að
grípa til örþrifaráða ætli þeir að
ganga í ábyrgð fyrir Norðmenn
og fjármagna í leiðinni svo ógn-
vænlega að skuldafangelsi bíði
þjóðarinnar. íslendingar skulda
erlendum þjóðum nú þegar
meira en þeir ráða við.
Albert Jensen
„Sér fólk ekki að valdhafarnir eru
að fara i pókerspil með lífeyris-
sjóðina og gera þá að líkindum
gjaldþrota? Að í bjartsýnisfyllirí-
inu sýna valdhafarnir enga við-
leitni til að stemma stigu við ofur-
þenslu þeirri sem nú stefnir þjóð-
arbúinu íþrot.“
Kjallarinn
Albert Jensen
trésmiður
Með og
á móti
Sala ríkisbanka
og þensluáhrif
Ríkisstjórnin mun leggja frumvarp um
sölu 15% af hlut ríkisins í Landsbanka
og Búnaöarbanka fyrir Alþingi. Með
sölunni, sem fram á að fara fyrir ára-
mót, er áætlað að ríkissjóður fái sex
milljarða króna í sinn hlut. Með söl-
unni vill ríkisstjórnin m.a. hvetja til
aukins sparnaðar heimilanna og þar
með slá á þenslu í þjóðarbúskapnum.
Dregur úr
þenslu
„Ég er fylgjandi því að ríkið
selji hluta af hlut sínum i Lands-
banka og Búnaðarbanka. Það er í
samræmi við
stjómarsátt-
málann og
ástæða til að
stíga skref á
þeirri braut
sem mun stuðla
að hagræðingu
í bankakerfinu.
Það er full þörf
á því enda er
bankakerfið
dýrt og við-
skiptavinir bankanna gjalda þess
með hærra vaxtastigi en annars
væri. í öðru lagi dregur salan úr
þenslunni þar sem 5-6 mUljarðar
króna, sem annars færu i útgjöld
af öðru tagi, að öUum líkindum
neyslu, renna í ríkissjóð. í þriðja
lagi er, samkvæmt ákvæðum
stjómarsáttmálans um að verja
hluta af hagnaði af sölu bank-
anna tU byggðamála eins og sam-
gönguverkefna og verkefna á
sviði fjarskiptatækni, verið að
afla tekna til að standa undir
stefnu ríkisstjórnarinnar á þeim
sviðum.“
Dregur ekki
úr þenslu
„Það er skynsamlegt út af fyrir
sig að flytja rekstur frá ríkinu til
einkaaðUa en það hefur ekki
áhrif á þenslu.
Dregið er úr
þenslu með
vaxtahækkun-
um og aðgerð-
um á sviði rík-
isfjármála. Ef
ríkiseignir eru
seldar á sann-
virði skiptir
eign einfaldlega
um eigendur og
ef verðið er of
hátt er það eins og aukin skatt-
lagning og dregur úr þenslu. En
ef ríkiseignir eru seldar undir
sannvirði þannig að kaupendur
hagnast verður meira fjármagn í
umferð. Þegar hlutir í bönkunum
voru seldir síðast skráðu fjöl-
margir einstaklingar sig fyrir
kaupunum. Eftir fáar vikur hafði
stór hluti þeirra selt sinn hlut.
Það var ekki til að draga úr
þenslu. Fyrirhuguð sala nú hvet-
ur ekki tU aukins sparnaðar
heimilanna. Ég spái að bankarnir
muni bjóða fólki lán til
kaupanna. Það verður ekki búinn
til nýr sparnaður frekar en síðast
og samdráttaráhrif á þenslu
verða engin. En ríkisstjórnin er
að búa sér tU afsökun, þykist geta
sagt að nú hafi hún gert sitt til að
draga úr þenslu.“
-hlh
Kjallarahöfundar
Athygli kjaUarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt tU að birta aðsent efni á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@ff.is
Sighvatur Björg-
vinsson alþingis-
maður.
Kristinn H. Gunn-
arsson alþingis-
maður.