Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
íennmg
Eitthvað fyrir alla á
viðamikilli dagskrá
Reykjavíkur
menningarborgar:
í gœr var kynnt á blaðamanna-
fundi dagskrá menningarársins
2000 og er þá lokið fimm ára und-
irbúningsferli sem hófst þegar rík-
isstjórn íslands og Reykjavíkur-
borg tóku höndum saman árið
1994 um að sœkjast eftir hinum eft-
irsótta titli „menningarborg Evr-
ópu“ höfuðborg íslands til handa.
Undir yfirskriftina „menning og
náttúra" hafa nú raðað sér um 250
fjölbreyttir viðburóir sem þúsundir
manna hafa mótað og munu taka
þátt í á nœsta ári. Myndarleg bók
meó dagskránni verður borin í öll
hús á landinu milli jóla og nýárs,
enda leggur menningarnefndin
áherslu á að menningarárið sé
allra landsmanna, ekki aðeins í
Reykjavík.
Hluti af myndverki Sigurðar Árna Sigurðssonar. Það sýnir í heild grænt tré
með níu skálum sem tákna menningarborgirnar níu árið 2000: Reykjavík,
Avignon, Bergen, Bologna, Brussel, Helsinki, Kraká, Prag og Santiago de
Compostela.
2000
Á bak við verkefni menningar-
ársins, sem hefst formlega 29. janú-
ar 2000, stendur breið fylking allra
helstu menningarstofnana lands-
ins, skóla og menntastofnana, sjálf-
stæðra hópa og samtaka, félaga og
einstaklinga. Sveitarfélög víðs veg-
ar um land hafa einnig gengið til
samstarfs við borgina. í gær var
opnuð upplýsingaveita Menningar-
borgarinnar í Kringlunni og einnig
er hægt að kynna sér dagskrána á
vefnum www.reykjavik2000.is. í
Kringlunni verður viðburðamið-
stöð menningarársins þar sem dag-
skráin verður kynnt vikulega frá
22. janúar 2000.
Raddir Evrópu
Árið hefst með hátíðarveislu á
gamlárskvöld i Perlunni sem sjón-
varpað verður um heims-
*W byggðina og tekur
Reykjavik þá við titlin-
jT um „Menningarborg Evr-
' ópu“. Meðal þeirra sem
koma fram um kvöldið eru
Kristján Jóhannsson og
Björk sem syngur með
Röddum Evrópu, kór 90
ungmenna frá öllum
menningarborgunum níu
undir stjórn Þorgerðar Ing-
ólfsdóttur. Raddir Evrópu eru eitt
viðamesta samstarfsverkefni
menningarborganna og er því stýrt
héðan frá íslandi. Raddir Evrópu
verða með aðaltónleika sína 26.
og 27. ágúst í Hallgríms-
kirkju.
Formlega verður
menningarárið opn-
að 29. janúar með
veislu um alla borg.
Meðal þess fjölmarga sem verður i
boði eru tónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu,
upphaf viðamikillar þrískiptrar
tónskáldahátíðar og opnun ís-
lenskrar kvikmyndahátíðar í Há-
skólabíói. Víða verður opið hús
þennan mikla dag, meðal annars í
Þjóðleikhúsinu, þar sem haldið
verður uppboð á leikbúningum.
Eitthvað fyrir alla
Hér verður að nægja að stikla á
stóru í viðburðum ársins rétt til
CV. að kæta geðið í skamm-
^^^deginu.
Fyrstu tónleikar árs-
% ins undir heitinu íslenska ein-
söngslagið verða 6. febrúar i
Gerðubergi. Kristján Jóhannsson
syngur í Aidu eftir Verdi með Sin-
fóníuhljómsveit Islands 10. febrúar
'í Laugardalshöll. 11. febr. frumsýn-
ir íslenski dansflokkurinn nýtt
verk eftir Jochen Ulrich, Diag-
hilev, í Borgarleikhúsinu. Bók-
menntadagskráin 2000 orð yfir
Reykjavík verður á degi bókarinn-
ar 23. apríl í Borgarleikhúsinu,
undir stjóm Péturs Gunnarssonar.
Sinfóníuhljómsveit Islands flytur
Requiem eftir Verdi 14. april í Há-
skólabíói. Meðal einsöngvara verð-
ur Kristján Jóhannsson. Caput
frumflytur ný verk eftir islensk
tónskáld í maí og október. Annar
hluti tónlistarhátiðarinnar íslensk
tónlist á 20. öld verður 20. maí og
sá þriðji í október. Norræna bama-
kóramótið Þúsund böm verður í
Laugardalshöll, Hallgrimskirkju
og víðar 31. maí til 4. júní. Brúðu-
leikritið Prinsessan í hörpunni
verður framsýnt 6. júní af Ferða-
leikhúsinu. Leiklistarhátíðir verða
á Akureyri á vegum Bandalags ís-
lenskra leikfélaga 21.-25. júní og í
Reykjavík á vegum Bandalags at-
vinnuleikhópa í september og
október. Þar verða sýnd sex ný ís-
lensk verk sem öll fjalla um sögu
íslands frá öndverðu til okkar
tíma.
Kristnihátíð verður á Þingvöll-
um 1.-2. júlí og í október verður
frumflutt ópera eftir Atla
Heimi Sveinsson sem sam-
in er í tilefni af 1000
ára kristni í
land-
mu.
4.-9.
júlí verð-
ur
Landsmót
2000 haldið á Víöi-
völlum í Víðidal.
Þetta er í fyrsta skipti
sem alþjóðlegt hesta-
mannamót er haldið í
Reykjavík en einnig
verður þetta skemmtun
fyrir alla fjölskylduna.
11. -13. ágúst verður Fut-
urice haldið i Laugardalslaug og á
fleiri óvæntmn stöðum! Þetta er
fjöllistaviðburður sem á að koma
Reykjavík inn á hið alþjóðlega
tískukort. Meðal annars munu
Björk, Gus Gus og Móa koma fram
og alþjóðlegir hönnuðir sýna sköp-
unarverk sín.
Vindhátíðin 2000 verður 3.-9.
september á hafnarsvæðinu og víð-
ar með dansi, tónlist og myndlist-
argjömingum. Alþjóðleg bók-
menntahátíð verður í Norræna
húsinu 10.-16. sept.
Aldarspegill íslenskrar hönnun-
ar verður opnaður á Kjarvalsstöð-
um 14. október. Sinfóníuhljómsveit
íslands frumflytur nýtt verk eftir
Hjálmar H. Ragnarsson 7. desem-
ber.
Þá eru ótalin atriði sem verða á
Listahátíð í maí og júni en í sam-
vinnu við menningarborgina, til
dæmis Svanavatnið í flutningi San
Francisco-ballettflokksins undir
stjóm Helga Tómassonar 26.-28.
maí, frumsýning Völuspár í Mögu-
leikhúsinu 27. maí, leikbrúðusýn-
ingin Don Giovanni 3.^4. júní og
hátíðartónleikar í Laugardalshöll
8. júní með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, Kristjáni Jóhannssyni,
Kristni Sigmundssyni, Rannveigu
Friðu Bragadóttur og Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur.
Myndlist
Meðal myndlistarsýninga má
nefna Jaðar Önnu Lindal í Gall-
eríi Sævars Karls (29. jan.),
^^^sýningu Birgis Andréssonar
» í Galleríi 8 (29. jan.), Nýtt
{ upphaf Guðnýjar Magnúsdótt-
ur i Listasafni ASÍ (29. jan.), yf-
irlitssýningu á verkum Kjarvals á
Kjarvalsstöðum (30. jan.), Roni
Hom í Listasafni íslands (5. febr.)
og Svövu Bjömsdóttur á sama stað
í mars. Sýningamar Hvít, Blá og
Rauð verða í Nýlistasafninu í
mars, maí og október en á þeirri
síðastnefndu verða verk Rósku.
Þessum sýningum verður fylgt eft-
ir með viðburðum af ýmsu tagi.
Sýningin Af listmálarafjölskyldu
verður í Hafnarborg frá 3. júní en
þar verða sýnd verk eftir Louisu
Matthíasdóttur, mann hennar,
Leland Bell, og dótt-
ur þeirra, Temmu
Bell, í tilefhi af ný-
útkominni veglegri
bók um Louisu og feril
hennar. Yfirlitssýning Þórarins B.
Þorlákssonar verður opnuð í Lista-
safni íslands í október og sýning
Sigurðar Guðmundssonar á sama
stað í nóvember.
Nýtt safn á vegum Listasafns
Reykjavíkur verður opnað í Hafnar-
húsinu við Tryggvagötu 19. apríl
með sýningunni ísiensk myndlist á
20. öíd og svokallað Safnahús,
Tryggvagötu 15, verður tekið í notk-
un 18. ágúst, á afmælisdegi Reykja-
vikur. Þar verða til húsa Borgar-
bókasafn, Borgarskjalasafn og Ljós-
myndasafn Reykjavíkur. Einnig
verður Þjóðmenningarhúsið við
Hverfisgötu opnað 20. april með
sýningunni íslands þúsund ljóð á
Listahátíð, en þetta hús verður vett-
vangur kynningar á íslenskri sögu
og menningararfi.
Fyrir þá sem meira eru fyrir úti-
vist en innisetur verður opnuð ný
langþráð baðaðstaða og ylströnd í
Nauthólsvík 17. júní. Borgarstjóri
mun vígja hana með þvi að stinga
sér tO sunds.
25
Duo Clinique eini sinnar tegundar hér á landi.
Jafnt lyrir konur og karla.
Ótrúlegur árangur eftir einn tíma.
Nýtt tækl sem ásamt jurtaefnum gefur
náttúrulega cindlitssnyrtingu, fjarlægir
hrukkur, fæðingarbletti, ör, ftlapensla
og valbrá.
Gerður Benediktsd. nuddari
kynnir nýja aðferð sem byggist
á kínverskri jurtaftæði og norrænni tækni.
Meðferðin er sársaukaiaus.
Hringið og pantið reynslutíma.
Nudd fyrfr heilsuna,
Skúlagötu 40, sfml 561 2260.
Veitinga- og skemmtistaðurinn Klaustrið
Kuipparstíg 26 • Sitni 552 6022
Hljómsveitin
Furstamir ásamt
Geir Ólafs á
Klaustrinu í
kvöld.
Tónleikar hefjast kl. 22.30.
KLAUSTKÍÐ
A N N O M C M X C I X
V
Reykvíkingar
Munið borgarstjórnarfundinn
ídag kl. 17.00.
Fundurinn er öllum opinn.
Á dagskrá er m.a. fyrri umræða
um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
fyrir árið 2000.
Útvarpað verður á
l\lær
msammMí
Reylqavíkurborg
Skrifstofa borgarstjórnar