Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Side 28
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 I>'V’
Ummæli
Subbuskapur
„Þetta er stjómsyslulegur
subbuskapur og ég kalla þaö
subbuskap þegar
menn vinna ekki
faglega heldur
ráða þröng hag-
sjónarmiö ai-
mannahagsmun-
um.“
Hjálmar Árnason
alþingismaður, í gagn-
rýni sinni á Nýsköpunarsjóð
atvinnulífsins, í Degi.
Gaddfreðin einkavæðing
„í rauninni em menn hér á
tiltölulega gaddfreðinni einka-
væöingarbraut og það er
óneitanlega athyglisvert að
Framsóknarflokknum, hvort
sem honum þykir það ljúft
eða leitt, er beitt fyrir vagninn
I þessum efnum."
Steingrímur J. Sigfússon al-
þingismaður um væntan-
lega sölu á ríkisbönkum, í
DV.
Fundvísi á ógöngur
„Það sem heldur
fyrir manni vöku
eru íslensk stjóm-
mál, þessi ótrú-
lega fundvísi á
ógöngur.“
Pétur Gunnarsson
rithöfundur, í DV.
I
Innanlandsflug lagt niður?
„Ljóst er að forseti borgar-
stjómar, Helgi Hjörvar, ætlar
að verða maðurinn og póli-
tíkusinn sem lagði niður
Reykjavíkurflugvöll og þar
með innanlandsflug á ís-
landi."
Pétur Steinþórsson flug-
stjóri, í Morgunblaðinu.
Deilurnar við prestinn
„Það er í lagi frá mínum
bæjardyrum séð að séra
Gunnari (Björns-
syni) hafl þótt
ástæða til að geta
þess alveg sér-
staklega í bréfi
sinu til prófasts-
ins að ég sé
ófermdur. Það
er eitt af því mjög fáa í
bréfi Gunnars sem er sann-
leikanum samkvæmt."
Gunnlaugur Finnsson, sókn-
arnefndarformaður í Flateyr-
arsókn, í DV.
Aldrei neinar deilur
„Hér hafa aldrei verið deil-
ur. Hér er logn og gott veður
og við hlökkum til jólanna."
Ágústa Ágústsdóttir, eigin-
kona séra Gunnars Björns-
sonar, í DV.
Friðrik Karlsson gítarleikari:
Tónlist sem skapar vellíðan innan frá
Hinn kunni gítarleikari Friðrik
Karlsson, sem býr og starfar í
London, hefur meðfram því sem
hann starfar með þekktum tónlistar-
mönnum í upptökuverum gefið út
plötur undir eigin nafni sem inni-
halda tónlist sem fellur undir merki
nýaldartónlistar.
Um þessar mund-
ir er þriðja platan
í þessum flokki
tónlistar hans að koma út og nefnist
hún Hugar-Ró. Upphafið að þessari
tegund tónlistar frá Friðriki má
rekja til þess að hann fór að stunda
jóga og hugleiðslu og er það í dag
stór þáttur í lífi hans. Friðrik segir
tónlist sína á þessum plötum vera
andstöðu við tónlist sem hafi
örvandi áhrif á okkur: „Sú tónlist
sem finna má á Hugar-Ró er tU þess
fallin að hjálpa okkur að slaka á eft-
ir erUsaman dag eða einfaldlega þeg-
ar við þurfum á því að halda. Tón-
listin er samin með það fyrir augum
að róa hugann því þegar við náum
þvi slaknar á líkamanum og veUíð-
anin kemur innan frá.“
Friörik segist aUtaf hafa samið
melódísk lög og það sé engin undan-
tekning á því nú: í þessum geira tón-
listar er mikið um að hafa hljómana
sem lengsta, aUt upp í hálftíma.
Þannig er því ekki farið með mig. Ég
nota melódíur tU að ná fram þeim
áhrifum sem ég vU að komi fram.
Það virðist hafa fallið í kramið því
plöturnar hafa selst ágætlega og hef
ég verið að selja jafnmikið hér á
landi og poppararnir. Ég hef einnig
verið að koma plötunum á framfæri
erlendis. Ég hef stofnað eigið plötu-
fyrirtæki, River of Light Records, og
er að markaðssetja plötumar á ýms-
um sýningum og nú eru plöturnar
komar i eitthvað á mUli sjötíu og
áttatiu verslanir í Englandi og ég
býst við að eftir svona tvö ár geti ég
farið að lifa á þessari tónlist minni."
Friðrik kemur annars víða við í
tónlistinni þessa dagana: „Ég hef til
að mynda verið
að gera plötu
með píanóleik-
ara sem heitir
BUl Sharp, plata sem
er í svoköUuðum
„smooth" djass
anda en slík
músík gengur
mjög vel í
Englandi og
Bandaríkjunum
um þessar mundir.
Sú plata var að koma
út í Englandi og
Bandaríkjunum í
síðustu viku og
kemur út hér á
landi á næsta ári.
Svo vinn ég mik-
ið í upptökuver-
um, leik með
ýmsum tónlist-
armönnum og
inn á bíó-
myndir. Stutt
er síðan ég lék
með Cliff Richard
inn lagið MUlenium
Prayer, sem er í öðru sæti
breska vinsældalistans,
og í desember er ég að
fara að leika tónlist í
bíómynd sem heitir
Sleeping Beauty þar
sem þær leika að-
alhlutverkin
Maður dagsins
Cher og Emma
Thompson."
Hugar-Ró er ekki
eina platan á jóla-
markaðnum sem Frið-
rik kemur nálægt. Út
er komin plata sem á er
aUt það besta frá Mezzof-
orte: „Þetta er aldamótaplat-
an okkar. Við gerum vonandi
eitthvað nýtt á næsta ári. Við
erum búnir að vera fullrólegir
í tíðinni enda erum við aUir í
einhverju öðru.“
Friðrik flutti til London fyrir
nokkrum árum og er ánægður
þar: „Ég er kominn tU að vera
þar, er búinn að kaupa hús
og hef það ágætt og á
ekki von á því að ég
flytji heim.“
-HK
Six pack Latino leikur lög af
nýrri plötu á Súfistanum.
Erótík, matur
og tónlist
í kvöld verður gælt við
skilningarvitin á Súfistan-
um, bókakafli í verslun
Máls og menning-
ar á Laugavegi 18.
Þar les Tómas R.
Einarsson úr þýð-
ingu sinni á Af-
ródítu-sögu, upp-
skriftir og önnur
kynörvandi fyrir-
bæri eftir Isabel
AUende, og Hafl-
gerður Gísladóttir
kynnir bók sína,
íslensk matarhefö.
Að þvi loknu leik-
ur hljómsveitin
Six pack Latino
seiðandi salsa af
nýútkomnum geisladiski
Skemmtanir
sínum, Björt mey og
Mambó. Dagskráin hefst kl.
20 og er aðgangur að vanda
ókeypis og öllum heimUl
meðan húsrúm leyfir.
Myndgátan
Hælkrókur Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn.
Eitt gluggatjalda Aðalbjargar Er-
lendsdóttur í íslenska handverks-
húsinu.
Máluð silki-
gluggatjöld
Aðalbjörg Erlendsdóttir
(Budda) fatahönnuður heldur sýn-
ingu á handmáluðum sUkiglugga-
tjöldum í íslenska handverkshús-
inu, Lækjargötu 4. Budda sýnir
þar gluggatjöld úr ýmsum gerðum
af sUki. Gluggatjöldin einkennast
af sterkum litum og stórum form-
um. Sýningin stendur tU loka des-
ember.
Sýningar
Sjö myndlistarkonur í
Sparisióðmim
Þessa dagana stendur yfir sýn-
ing í Sparisjóðnum, Garðatorgi 1,
Garðabæ, á verkum sjö lista-
kvenna. Þær heita: Áslaug Davíðs-
dóttir, Hrönn VUhelmsdóttir,
textUlistamenn, Dröfn Guðmunds-
dóttir, Guðný Jónsdóttir, glerlista-
menn, Árdís Olgeirsdóttir,
Charlotta R. Magnúsdóttir, Sigríð-
ur Helga Olgeirsdóttir, leirlista-
menn. Þær hafa aUar viðurkennt
myndlistamám að baki og hafa
tekið þátt í fjölda sýninga. Þær
reka ásamt fleii GaUerí Listakot
að Laugavegi 70.
Sýningin er opin á afgreiðslu-
tíma Sparisjóðsins frá-kl. 8.30-16
aUa virka daga og stendur tU 31.
desember.
Bridge
Sveit Samvinnuferða-Landsýnar
hefur yfirburði yfir aðrar sveitir í
hraðsveitakeppni Bridgefélags
Reykjavíkur sem nú stendur yfir.
Þegar tveimur kvöldum af þremur
er lokið í keppninni er sveit Sam-
vinnuferða með 1198 stig (meðal-
skor 1008). Langt er i næstu sveitir:
Jón Þorvarðarson er með 1135 og
Rúnar Einarsson 1101. Sveit Sam-
vinnuferða hefur skorað grimmt
bæði kvöldin, að meðaltali rúmlega
3 impa í hverju spUi sem er með
ólíkindum. SpU dagsins er frá síð-
asta spilakvöldi. Hönd vesturs er af
því taginu sem sjaldan koma upp,
heilir 24 punktar. Þeir sem fengu
frið í sögnum fundu samleguna í
hjarta og létu flestir staðar numið i
fjórum. Sá samningur reyndist hins
vegar mörgum ofviða,- enda legan
slæm:
4 ÁG105
44 ÁKG5
4 Á6
* ÁDG
4 KD
«4 7
4 G98543
* K654
4 843
* D1082
4 K2
* 10873
4 9762
«4 9643
4 D107
* 92
Fjölmargir sagnhafanna í AV
fóru niður á hjartasamningi. Þrátt
fyrir að AV eigi aðeins fjóra tígla
saman þá vill svo undarlega tU að
þriggja granda samningur hefur yf-
irburði fram yfir 4 hjörtu í þessu
spili. Ef útspilið er tíguU fer sagn-
hafi einfaldlega í laufið og tryggir
sér þannig 10 slagi hið fæsta.
Þannig er oft betra að spUa þijú
grönd heldur en hálitasamning ef
gnægö punkta er tU staðar. Slæm
lega litanna getur sett strik í reikn-
inginn í litasamningi en þegar
punktarnir eru margir skiptir lega
litanna yfirleitt engu máli.
ísak Öm Sigurðsson