Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 12
25.11 vikuna 2.12 1999 49. vika Bond blífur og Garbage þjóta með ógnarhraða í efsta sætið með titillag nýju myndarinnar. Það hlýtur að vera spurning hvernær Shirley úr Garbage fái að leika Bond-gellu. Hún yrði a.m.k. góð sem slík. Topp 20 (01) The World is Not Enough Garbage (02) Just My Imagination The Cranberries (03) King ForA Day Jamiroquai (04) Sun Is Shining Bob Mariey & Funkstar (05) TheBadTouch Bloodhound Gang (06) Okkarnótt Sálin hans Jóns míns (07 ) The Dolphins Cry Live (08) SatisfyYou PuffDaddy (09) ILeamedFmmTheBest Whitney Houston (10 ) ToBeFree Emiliana Torrini ® Stick'Em Up Quarashi (12) fíise Gabrielle (13) lf 1 Could Turn Back.. R.Kelly New Day WyClef (14) Jean&Bono (15) Learn To Fly Foo Fighters (16) ModelCitizen Quarashi ® Örmagna Land og Synir (18) lAm Selma ■19j (You Drive Me) Crazy Britney Spears (20) Á þig (Órafmagnað á Mono) Á móti sól Vikur á lista © 2 t 7 'l' 3 M' 12 K i V o ^ 4 t 3 't' 2 KS' 12 4» 6 * I t 1 t 2 X 8 t 1 t 2 1 I * 4 t 3Í 4' 13 X 1 Sætin 21 til 40 0 topplag vikunnar /hástðkkva ri ^ vikunnar nytt á listanum stendurlstaö thækkar sig frá sfdistu viku ^ lækkar sig frá ? síðtslu viku fall vikunnar . Tungubrögð Ensimi 4* . WhatlAm Emma Bunton & Tin Tin t . Kerfisbundin ást Maus X . Strengir Maus 4- . KeepOnMovin' Five t . Allt á litsölu Buttercup t . BumingDownVieHouseTom Jones& 4. . Svífum Skítamórall t . BugABoo Destinys Child 4- . DearLie TLC X . Flying Without Wings Westlife Heartbreaker 4- . MariahCarey 4, . NoOneToLove Páll Óskar X . LiftMeUp Geri Halliwell 4- ■ Heyþú Stjórnin 4- ■ Égerkominn Sálin hans Jóns míns 'Þ ■ Alltáhreinu Land og Synir 4- ■ WhatAGirl... Christina Aquilera X ■ Then The Morning... Smash Mouth 4- ■ MissSarajevo George Michael X Ifókus „Við segjum bara eins og fegurð- ardrottningamar: Ótrúlegt!“ Hér tala strákamir í Mínus, sem voru að gefa út plötuna „Hey Johnny!“. Þeir era að tala um söluna á plöt- unni sem hefur verið framar von- um og slegið marga stórpoppara út. Mínus sigraði i Músíktilraunum sl. vor en hefur svo verið að slípast og spila á fullu. Þeir notuðu þó ekki verðlaunin fyrir Músíktilraunasig- urinn i hijóðverskostnað. „Nei, það er lítið og ómerkilegt, 25 tímar sem nægja ekki fyrir neinu,“ segja þeir. „Við sömdum við Dennis-útgáfuna og tókum plöt- una upp með Jóni Skugga." Strákamir eru himinlifandi með Skuggann, þann gamla rokkskrögg. „Hann er meistari og á þvílíkt mik- ið kredit skilið fyrir sándið á plöt- unni. Hann vann dag og nótt og miklu meira en við. Hann vissi oft að við gátum gert betur, rak okkur áfram og benti okkur á nýja hluti.“ Önugur skólameistari Strákamir hafa lent í klúðri með útgáfutónleikana sína. Þeir vilja nefnilega ekki spila á stað sem krakkar undir lögaldri komast ekki inn á. „Við vorum búnir að bóka Norðurkjallara MH og búnir að gera plakatið og miðana og allt, en þá tókst hinum önuga skóla- meistara að eyðileggja það fyrir okkur með því að banna allt tón- leikahald þar til jóla,“ segja Mínus- menn hundfúlir. „Við bíðum eftir frábærri hugmynd og höldum ör- ugglega einhvern tímann útgáfu- tónleika, en þar á undan spilum við fullt af tónleikum, t.d. eina í dag í Japis á Laugavegi kl: 17. Fílum Art Deco En hvaöan í skrattanum kemur titillinn - Hey Johnny!? „Sko, þetta kemur frá gömlu gangstera-myndunum frá 1930-1940 með gaurum eins og Humphrey Bogart og James Cagney. Við erum miklir aðdáendur þessara tíma, filum Art Deco og svona. „Hey Johnny!“ er setning sem þess- ir töffarar segja oft og við segjum oft sjálfir; „Hey, eigum við að koma að horfa á Hey Johnny-mynd“ - þaðan kemur þetta.“ Má þá búast viö því að þiö fariö að ganga meö hatta aö staðaldri? „Já og fólk má ekki láta sér bregða þótt það mæti okkur með hatt á Laugaveginum. Við vomm m.a.s. búnir að kaupa hatta i Kor- máki og Skildi fyrir útgáfutónleik- ema sem skólastjórinn skemmdi fyrir okkur.“ Hvert stefnir svo Mínus áriö 2000? „Það er nú bara að gefa út nýja brjálaða plötu - spila á tónleikum og þróast. Svo sendum við plötuna á lítil indí-fyrirtæki erlendis sem sérhæfa sig í svona tónlist og könn- um viðbrögðin." plötudómur Buttercup - Allt á útsölu 0 Utsala utsala! „Allt á útsölu“ er klaufalega við- eigandi nafn á þessa plötu sveita- ballarokksveitarinnar Buttercup, því mikill útsölukeimur er af blessuðu verkinu. „Beint á útsölu“ hefði kannski verið enn betra. Butt- ercup fetar í fótspor Sólarinnar, á meðan margar aðrar nýballsveitir feta í spor Sálarinnar. Buttercup á þó mikið eftir til að nálgast Sólina í sjarma, töffaraskap og lagasmíðum. Bandið hefur enn sem komið er voðalega lítið til síns ágætis. Ekki er það söngurinn. Valur söngvari syngur með frekjulegu graðfolagargi, sem minnir á úrillan bifvélavirkja með blæðandi magasár að öskra á skiptilykil og er álíka heillandi. Söngurinn er því verulega þreytandi til lengdar og stundum nánast óþolandi. Ekki eru það lögin. Þau eru upp til hópa ófrumlegt hallærismoð úr rokk- og poppfrösum. Hröðu rokkar- amir eru virkilega kauðslegir og minna á lagasmíðar bílskúrsbands- ins Frumeind frá Fáskrúösfirði, sem datt út í fyrstu umferð Músiktil- rauna 1986. Hugsanlega. Skást er tit- illagið, sem er iðnaðarrokkari og gæti verið gamalt lag með Start. Hægu lögin eru sum aðeins betri og þau bestu eru „Lucifer“ og „Al- einn“, sem réttilega hefur notið nokkurra vinsælda. Lögin eru flutt órafmögnuð sem er ágætis breik frá einhæfu sándinu á rokklögunum. Kassagitartónamir og tremelo-gítar- inn í „Aleinn" eru mun skemmti- legri áferð en þunnildislegt greddu- rokksgítarsándið í flestum öðrum lögum. Lokalagið, „Með lokuð aug- un“, er líka ágætt, enn ein ballaðan. Þar kemur tremelo-gítarinn við sögu á ný og íðilfagurt strengjaverk, en um miðbikið skellur á fruntakafli sem hefur eflaust átt að vera dramatískur en er lítið annað en garg og yfirgangur. Varla eru það textarnir. Þeir em að vísu með skásta móti sumir, ágætis myndlíkingar i gangi eins og „endalaust Þorláksmessukvöld" og „endurunnið fótanuddtæki", og maður skilur allavega um hvað ver- ið er að syngja, sem þarf ekki alltaf að vera þegar poppar þykjast komn- ir á „listrænt flug“. Söngvarinn minnir á úrillan bifvélavirkja með blæðandi magasár að öskra á skiptilyk- il og er álíka heillandi. Ekki er það umslagið sem er það verst heppnaða í ár. Kannski að það besta við Butt- ercup sé að strákarnir geta alveg gert betur en þetta. Þeir halda jú takti, kunna alveg á hljóðfærin sín og em ágætlega þéttir í spiliríinu enda búnir að spila lengi saman. Þessi plata hljómar eins og hún hafi verið samin og tekin upp yfir eina helgi og því ættu strákamir að gefa sér meiri tíma næst, leyfa sér þúsund sinnum meiri metnað og kynna sér sögu dægurtónlistar eftir 1990. Dr. Gunni f Ó k U S 10. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.