Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 32
Lifid eftir vinnu danstónleikar vel nú í haust þannig aö ekkert er sniðugra en að hringja í Iðnó í síma 530 3030 og panta miða. Kaffileikhúsiö sýnir verkið Ó þessi þjóö. Kvöld- veröur hefst klukkan 19:30 og best að panta * tímanlega í hann. Annars eru bara örfá sæti laus. Þetta er síðasta sýning fyrir jðl. lönó sýnir verk- iö Frankie og Johnny. Sýn- ingin hefst klukkan 20:30 og pöntunar- sími er 530- 3030. Leitum aö ungri stúlku. Þannig hljómaði auglýs- ingin sem Gunnar Hans- son lét í blaðið og Linda Ásgeirs kemur til að svara í þröngum buxum. Bráðskemmtilegt hádeg- isleikhús í lönó, hefst kl.12. S K-I-F A N Góða skemmtun Stendur þú fyrir einhverju? Sendu upptýsin^ar i e-iiiml foktistftoKus is / tax 550 5020 mira.is SJÁÐU Á NETINU BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI Sími: 554 6300 • Fax: 554 6303 GUESS Watches KRINGLUNNI 8-12 Engar týpfskar íslenskar poppgrúppur Hljómsveitina Heimilistóna skipa leikkonurnar Elva Ósk, Halldóra, Vigdís og Ólafía Hrönn. „Halldóra Bjömsdóttir syngur, Vigdís Gunnarsdóttir leikur á pí- anó, Ólafia Hrönn Jónsdóttir trommar og ég spila á bassa,“ segir Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona og meðlimur kvennabandsins Heimil- istóna. Þær stöllur ætla að gleðja sig og aðra á fóstudagskvöldið og halda tónleikadansiball ásamt Geirfuglunum í Iðnó. „Annars fáum við allar að syngja og allar að tromma. Við gerum bara það sem okkur langar til,“ útskýrir mús- íkalska leikkvendið og líkar greini- lega stórvel i hljómsveitinni. Af hverju œtliö þiö aö spila meö Geirfuglunum? „Einhver hitti einhvern úti á götu og þetta gerðist svona manna á milli. Ókkur hafði borist til eyrna að Geirfuglana langaði að spila með okkur og það var alveg gagn- kvæmt. Okkur finnast Geirfuglam- ir líka ferlega fínir og emm stoltar af því að spila með þeim. Hvomg hljómsveitanna er þessi týpíska is- lenska poppgrúppa. Samt em þær ekkert likar. Þær fara bara ótroðn- ar slóðir. Segir maður ekki annars svoleiðis?" spyr Elva og hlær. Af hverju haldiö þiö dansleik en ekki tónleika? „Okkur fannst leiðinlegt að dans- leikurinn sem slfkur væri að verða úreltur. Svo við ákváðum bara að halda dansleik." Ég kunni ekki á hljóðfæri „Heimilistónar spila aðallega gamla íslenska slagara frá timabil- inu sextíu til sjötíu. Tónlist sem maður heyrði sem barn. Þegar mamma stóð við eldhúsvaskinn að vaska upp og hlusta á útvarpið. Þessi lög sem voru í útvarpinu," segir Elva en tekur fram að þetta sé líka þlandað lagaval. Af hverju stofnuöuð þið hljóm- sveit? „Okkur langað bara til þess. Ein- hvem tíma vorum við Lolla (Ólafia Hrönn) að tala um það en þá kunni ég ekki á neitt hljóðfæri. Síðan fór ég til Danmerkur í svolítinn tíma og lærði á rafmagnsbassa þar. Svo erum við náttúrlega allar leikkonur og fastráðnar í Þjóðleikhúsinu. Við fórum af stað, fengum æfingahús- næði hjá Þjóðleikhúsinu og skemmtum okkur mjög vel. En við ætlum líka að söðla um á nýrri öld og vera meö frumsamin lög. Aldar- lokin era líka lokin á sixties-tremm- anum.“ Er gaman aö vera i kvennabandi? „Já, enda gerum við allt sem okk- ur langar að gera. Við erum ekkert að rífast um peninga eða hver eigi að vera „frontið". Við erum allcir jafningjar í Heimilistónum. Það er mjög gaman að gera það sem mann langar til. Og auðvitað gaman að geta glatt aðra. Stundum höfum við verið með uppákomur á milli laga en við ætlum að sleppa því í þetta skipti," segir Elva Ósk að lokum. Þrátt fyrir uppákomuleysið er ólíklegt að einhver verði svikinn af að mæta í „þetta skipti“. Geir- fuglamir leika alitaf á als oddi og Heimilistónar hljóma óneitanlega notalega. Svo það er bara um að gera að skella sér í Iðnó á föstu- dagskvöldið, horfa rómantískum augum á Tjömina og dansa úr sér vitið á ekta dansleik. Feguröardrottningin frá Línakri eftir Martin McDonagh veröur sýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sýningum fer fækkandi. Ó þessi þjóð er ný revía eftir Karl Ágúst Úlfs- son og Hjálmar H. Ragnarsson í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Hún er sýnd í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum og hefst gæöa- kvöldveröur kl.19.30 en sýningin sjálf kl.21. myndlist •Kabarett Bee-Gees sýningin rokgengur á Broadway. Enda ekki nema von þar sem einn af söngvur- unum er karaokemeistari Bylgjunnar. Hljóm- sveit Gunnars Þórðar leikur undir söngnum. Matseðill: jólahlaðborö. Jðlahlaðborðið er í fullum gangi á Hótel Sögu með tilheyrandi skemmtiatriðum. Hér stíga á stokk: Öm Árnason, Egill Ólafsson, Signý Sæ- mundsdóttir og Bergþór Pálsson. Ball á eftir meö Saga Class. Fyrir börnin Möguleikhúsiö sýnir verkiö Jónast týnir jólun- um eftir Pétur Eggerz. Uppselt í kvöld. •Opnanir ý Sýning á gömlum Inkahúfum og handunn- um sjölum er i gangi í sýningarglugga Sólhofs- ins, Laugavegi 28. Margir þekkja inkahúfurn- ar, semSólhofið hefur boðið upp á undanfarin ár, en þær eru handprjónaðar úrlamaull og upprunnar I flallahéruöum Perú og Bólivíu. Sjöfn Har sýnir 16 olíumálverk undir yfirskrift- inni Litir úr ísnum í Listhúsinu Laugarsal. Sýn- ingin stendur út árið. Eistneska listakonan Liis Theresia Ulman er með sýningu á olíupastelmyndum í Gallerí Geysir. Sýningin stendur til 26.des. Finnski listamaðurinn Ola Kolehmainen sýnir innsetningu með Ijósmyndum teknum í gyllta salnum I Ráðhúsinu I Stokkhólmi.Sýning Ola Kolehmainen stendur til 23.janúar og er opið í galleríinufimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 - 18. Athugið! Galleríið verður lokað frá 20 des til 6. jan en hægt verður að sjá sýninguna gegn- um glugga. í Listasafni Kópavogs stendur yfir sýning úr einkasafni Þorvaldar Guömundsonar og Ingi- bjargar Guömundsdóttur. á verkum í eiguSýn- ingarstjórar eru Guðbergur Bergsson rithöfund- ur og Guðbjörg Kristjánsdóttir. Sýningin stendur til 30. jan 2000. Listakonan Ríkey Ingimundardóttir er meö sýn- ingu á nýjum listmunum í Gallerý Ríkey, Hverf- isgötu 59. Ingvar Þorvalsson sýnir vatnslitamyndir í Kaffi Milanó Skeifunni. Sýninginn stendur út mánuð- inn. Listakotskonur eru með jólasýningu á efri hæð gallerísins. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir glugga á Bókasafni Háskólans á Akureyri.Aöalheiöur hefur vinnustofu að Kaupvangsstræti 24 á Ak- ureyri og rekur þar einnig Ljósmyndakompuna. Sýningin stendur til 8. janúar árið 2000. Kínversku listamennirnir Tan Baoquan og Wu Zhallang sýna í Hafnarborginni. 36 listamenn hafa sett upp skúffugallerí og smámyndasýningu á Tryggvagötu 17. Sýningar- salurinn er opinn fimmtudaga til sunnudaga, kl. 14:00 - 18:00.Síðasti sýningardagur smá- myndasýningarinnar er sunnudaginn 19.des- ember en skúffugalleríð mun verða opið áfram á föstum opnunartímasýningarsalar, það er fimmtudaga - sunnudaga. Aðgangur ókeypis. Listasafns íslands er með aðventusýnlngu. Sýningin Mððir og barn stendur nú yfir sem veröur umgjörð listsmiðju barna í sal 5. Á sýn- ingunni eru málverk og höggmyndir úr eigu safnsins, alls 7 verk sem tengjast þema sýn- ingarinnar. Tónlist, piparkökur og mandarínur koma öllum í jólaskap.Kaffistofa safnsins býö- ur sérstakan vetrarmatseðil. Safnið er opið daglegafrá kl. 11.00. - 17.00. Lokað mánu- daga. Sýningunni lýkur 21. desember. Ólafur Gunnar Sverrisson sýnir hálsmen í Hár og List, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Sýningin kallast Spækjur og Sprek og stendur til 9. des- ember. Marilyn Herdís Melk sýnir grafíkmyndir í veit- ingahúsinu Við fjöruboröiö. Sýningin stendur fram að jólum og er opnunartími Fjöruborðsins frá 18-22 virka daga en 11:30-22 laugardaga og sunnudaga. „Kaffi, Englar og fleira fólk“ er yfirskrift sýning- ar Lindu Eyjólfsdóttur á akrílmyndum sem hún er með í Gallerí Stöðlakoti viö Bókhlöðustíg. Myndlistarmennirnir Ingimar Ólafsson Waage og Karl Jóhann Jónsson sýna málverk ! Lista- safni ASÍ, Ásmundarsal, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík. Á sýningunni eru landslagsverk tengd ferðalögum um óbyggðir Islands og por- trettverk af ýmsum náttúrufýrirbærum, svo sem álfum og kleinum.Sýningunni lýkur 5. desem- ber. Vignir Jóhannsson myndlistamaður er með málverkasýningu ígalleríi Sævars Karls. Sýning- in stendur til 9. desember. Fjórar einkasýningar eru i gangi í Nýllstasafn- inu, Vatnsstíg 3B í Reykjavík.Sýnendur eru: Didda Hjartardóttir Leaman, Þórunn HJartar- dóttir, Olga Bergmann og Anna Hallin. Sýning- arnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 nema mánudaga og þeim lýkur 12. desember. Aö- gangur er ókeypis og allir vekomnir. Harpa Bjömsdóttir sýnir skúlptúr í Listasafni ASÍ. Sýningin stendur til 5. desember og er opin aila daga frá 14-18 nema mánudaga. Lárus Karl Ingason er með Ijósmyndasýningu i kaffistofu Hafnarborgar. Á sýningunni eru 12 myndir teknar i nágrenni Kleifarvatns. Sýningin stendur til 13. des. Sigurborg Stefánsdóttir sýnir málverk og klippi- myndir í Listasal Man Skólavörðustíg 14. Sýn- ingin er opin á verslunartíma alla daga og um helgar kl. 14-18. Galleri 101 við Laugaveg sýnir Anatomy of Feelings. Þar gefur að líta uppgötvanir sem Haraldur Jónsson gerði meðan hann dvaldi ný- verið i sjálfskipaðri einangrun inni í norskum skógi. Á sýningunni eru teikningar, textaverk og myndband. Lifi Kalevala er yfirskrift myndlistarsýningar i sýningarsölum Norræna hússins í tilefni af- mælisdagskrárinnar Kalevala um víða veröld. Sýningin kemur frá Akseli gallen-Kallela-safninu í Helsinki. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnu- daga, kl. 14-18. Lokað er á mánudögum. Aö- gangur kr.200. Sýningin stendur til 19. des. Guðmundur Björgvinsson er með málverkasýn- ingu i 12 tónum Grettisgötu 64. Sigurður Magnússon listmálari er með mál- verkasýningu iSverrissal í Hafnarborgar. Hann sýnir 20 olíumálverk og ber sýningin yfirskrift- ina „Fleiri þankastrik". Myndir Jóns Baldurs Hlíðbergs úr náttúru ís- lands eru til sýnis í Hafnarborg. Sýningin stend- ur til 13.des. Árþúsunda arkitektúr eða Millennial Architect- ure er heiti samsýningar sem sýnd er i Gerðar- safni í Kópavogi. Höfundar sýningarinnar eru Steina Vasulka, skjálistarmaöur, Anita Hardy Kaslo, arkitekt og Sissú Pálsdóttir, myndlistar- maður. Listamennirnir þrír eiga það sameigin- legt að hafa búiö samtimis í Santa Fe, en nú hafa leiðir skilist og undirbúningur þessarar sýningar farið fram á netinu undanfarið ár. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12 -18. Listasafn Akureyrar sýnir nú verk Stefáns Jóns- sonar en um er að ræða hámenntaðan Akureyr- ing sem sýnir gðlfskúlptúra. Skúlptúrar þessir eru tilbrigði við meiriháttar listaverk og mætti kalla þau eftirlíkingar ef menn væru fýrir það að djöflast i listamanninum. En það er óþarfi því þetta er hin skemmtilegasta sýning og á sama tíma og hún opnar hefst ný röð yfirlitssýninga á vegum Listasafnsins sem hlotið hefur heitið Sjónauki, en í þeim verður ýmsum hugsuðum boðið að rýna í ákveöna þætti myndlistarsög- unnar. Fyrstur til að riða á vaðiö er heimspek- ingurinn og útvarpsmaðurinn Hjálmar Sveins- son sem fjallar um „dauðahvötina" sem hann telur sig greina hjá islenskum myndlistarmönn- um. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá Listasafni Reykjavíkur og spanna þau allt frá Þórarni B. Þorlákssyni og Jóhanni Briem til Jó- hönnu K. Yngvadóttur, Hrings Jóhannessonar, Helga Þorgils Friðjónssonar, Haraldar Jónsson- ar, Georgs Guðna og Jóhannesar Eyfells. Sýn- ingin er opinn frá kl. 14-18 og stendur hún fram til 5. desember. Hönnunarsafn íslands stendur fyrir sýningu að Garðatorgi 7, nýbyggingu í miðbæ Garðabæjar, sem nefnist íslensk hönnun 1950-1970. Sýn- ingin er kynningarsýning Hönnunarsafnsins, sem til var stofnað í desember 1998. Á þess- ari sýningu, sem Þórdís Zoéga innanhússarki- tekt hefur haft umsjón með, er að finna sýnis- horn af íslenskum húsbúnaði, húsgögnum, leir- list, veflist, skarti og grafískri hönnun frá sjötta og sjöunda áratugnum. Á sýningunni verður kynnttillaga að merki (logo) Hönnunarsafnsins. Félag íslenskra teiknara (FÍT) gekkst fyrir sam- keppni meðal félagsmanna sinna og var ein til- lagan valin til áframhaidandi úrvinnslu. Árangur samkeppninnar er hugsaður sem framlag FlT til safnsins. Sýningin stendur til 15. nóv, og er opin mánudaga-föstudaga kl. 14-19 og laugar- daga-sunnudaga kl. 12-19. 32 f Ó k U S 10. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.