Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 25
bætir við að hon- um finnist sú staðreynd hrein- lega sorgleg. „Það eina sem bíður manns er norsk hneppt lopapeysa, flauelisbuxur, einbýlishús í út- hverfunum og þýðingar á 30 tungumál. Þannig lifa þessir rithöf- undar og það verður ekkert mikið róman- tískara. Rithöf- undastarfið er ekkert með stóru R-i eða neitt rosalega merkilegt. Maður verður bara settlegur úthverfap- lebbi að stúdera og grúska í einbýl- ishúsinu, Kannski er aðeins róman- tískara að vera 101-skáld. Annars býður þetta upp á að maður verði soldill plebbi sem lokar sig af og tal- ar ekkert mikið við annað fólk. Ein- ar Már býr upp i Grafarvogi og Ólaf- ur Gunnarsson upp í Mosó. Bransa- karlar sem líta út fyrir að vera í jcifnvægi og mér fmnast þeir fínir sem slíkir. En ég vil frekar sveiflur en þetta jafnvægi. Maður þarf að búa til „Dead Lines“ sjálfur til að fá einhverja spennu í þetta starf.“ Það er greinilega ekki mjög líflegt að vera rithöfundur samkvæmt Mika- el, frekar dauðyflislegt ef eitthvað er. Þröstur Helgason segir að rithöfund- ar drepist úr elli eða verði fyrir bíl. Þröstur Helgason blaðamaður og gagnrýnandi á Morgunblaðinu fann eflaust nálykt líka því hann gerði sér lítið fyrir og leitaði hreinlega að leiði rithöfundarins. „Ja, allt frá því að Roland Barthes var og hét hafa menn þusað mikið um dauða höf- undarins og ég held að sumir séu jafnvel farnir að trúa þessu bulli. Ég fór til Parísar um daginn og gerði mikla leit að leiði höfundarins í frægum kirkjugarði," segir Þröstur og tekur fram að hann hafí ekki fundið neitt leiði merkt höfundinum sérstaklega. „Þó var auðvitað hell- ingur af leiðum höfunda þarna. Loks rambaði ég á leiði Barthes sjálfs, þessa bjartsýna höfundar kenningarinnar um dauða höfund- arins. Sá held ég að hafi skotið yfír markið með þessari útgáfu á dánar- vottorði höfundarins - var það ekki 1968 - nema hvað hann gerði sjálfan sig ódauðlegan á meðal helstu höf- unda strúktúralismans eða var það póststrúktúralismi. Það voru heil- mikil skrif á steininum hans, ein- hverjar tilvitnanir í löngu dauða höfunda. Ég skyldi ekki orð af því en sennilega hefur það verið um ótímabæran dauða hans. Það hefði verið í hans anda. Ég man ekki bet- ur en Barthes hafi orðið fyrir bíl eða einhverjum þvottatrukk. Það er kannski helst það sem breyst hefur hjá höfundinum. Hann er hættur að drepast með stæl, drukkna eða drekka sig í hel. Núna fara þessir vesalingar bara eins og við hvers- dagsmennirnir, i bílslysi eða úr elli ef þeir drepa sig ekki bara úr leið- indum.“ Það eru allir dauðir Ef rithöfundar geta drepið sjálfa sig úr hreinum leiðindum fara þeir létt með að hrella útgáfustjóra bóka- forlaganna. Það er forvitnilegt að heyra álit Halldórs Guðmundssonar útgáfustjóra Máls og menningar á því hvort rithöfundar séu að drepa sjálfa sig og aðra. Halldór er hinn líflegasti og trúir því að allir séu spreUlifandi. „Á fyrstu þremur ára- tugum aldarinnar áttu íslendingar einn atvinnuhöfund. Á síðasta ári aldarinnar eigum við þrjátíu at- vinnuhöfunda. Svo það ber ekki mikið á dauða þeirra. Hins vegar ber meira á því að rithöfundar vinni við eitthvað fleira en ritstörfin. Það álít ég bara gott því atvinnumennsk- an er spuming um viðhorf. Stund- um kemur fram kenning í bók- menntaheiminum þess efnis að svo margt hafi verið skrifað að allur texti sé fæddur af öðrum. Menn hafa svo barnað þessa kenningu í þá veru að rithöfundar séu deyjandi stétt. En að því ég fæ best séð þá lifir sköpun- armáttur einstaklingsins góðu lífi.“ Blaðamaður kveður útgáfustjórann, fagnar sköpunarmættinum og hring- ir í mjög sköpunarglaðan einstak- ling. Didda skáldkona svarar rám í símann og segist vera með flensu. Það sé á mörkunum að hún geti svarað nokkru. Samt heldur hún áfram og segir „ Æ, það er alltaf ver- ið að segja að eitthvað sé dautt. Ljóð- ið er dautt, rithöfundurinn er dauð- ur, fólkið er dautt. Rithöfundinum hefur hvort eð er aldrei verið haldið á lífi. Hann á bara að lifa á loftinu einu saman. Ef að hann mætir á upplestur til að lesa upp þá fær hann ekkert borgað því þetta er svo góð kynning fyrir hann. Bara eins og kaupmaður með vörukynningu. Æ, það eru bara allir dauðir," full- yrðir Didda léttpirruð en blíðkast svo og stynur flensulega „Nei, nei, rithöfundurinn er ekkert dauður." Rithöfundar tóra greinilega enn sem komið er og Sigurður Pálsson ljóðskáld þræðir Laugaveginn gal- vaskur. Sumir eru í andaslitrunum upp í Grafarvogi að stúdera í norskt prjónamunstur. Aðrir þvemeita að kalla sig rithöfunda og vilja bara vera textaviðgerðarmenn. Einhverj- ir rembast við að vera hugsuðir og bóhemtýpur og allir hlæja að þeim. Margir lifa á loftinu einu saman og hinir verða fyrir bíl. Tolstoj er dauð- ur og Magnus Mills syngur fagnað- aróð í rauða strætónum. Stöku höf- undcir eru viðskiptajöfrar eða for- sætisráðherrar í hjástörfum. Þrjátíu manns eru krýndir atvinnuhöfund- ar sem er töluverð aukning á sjötíu árum. Bókagagnrýnandi Morgun- blaðsins leitar að dauða rithöfundin- um í kirkjugörðum Parísarborgar og rithöfundastarfíð þykir hvorki merkilegt né með stóm R-i. Kannski er betra að vera dauður rithöfundur en lifandi á þessum síðustu og verstu tímum. Samt stendur jóla- bókaflóðið sem hæst um þessar mundir svo skáldaspírumar ættu að fá örlítinn rjómadreitil næstu daga. -AJ Halldór Guðmundsson álítur sköpun- armátt einstaklingsins lifa góðu lífi. Sanpellegrino spaan by PULSAR Upplýsingar um söluaðila í síma: 580 8000 www.virtualspoon.com i Smelltu þér á sokkabuxur Sanpellegrino CALZE ♦ COLLANT 10. desember 1999 f Ókus 25 .*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.