Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 18
Dlp - Hi-Camp Meets Lo-fi Hvaö? Jóhann í Lhooq og Sigtryggur Baldurs- son meö listræna poppplötu. Ekkl fyrir? Geirmundaraödáendur. Emiliana Torrini - Love in the Time of Science Hvaö? Stórsöngkonan snýr aftur meö full- þroskaö popp. Melkmöguleikar: 50% Hvaö stendur í veginum? Björk. Land & synir - Herbergi 313 Hvaö? Sunnlenskt framfarapopp. Metnaðar- fullt fram I fingurgómana. Hættulegt? Kannski. Sumum aðdáendum gæti þótt tónlistin of þung. Páll Óskar - Deep lnside Hvaö? Stórskemmtileg diskóplata frá konungi diskósins. Gengi: Platan selst ekki of vel. Fólki finnst hún kannski of »gay“. Framtíöarmöguleikar: Palli á aö meika þaö í alþjóölegu hommapoppi. Sálin hans Jóns míns -12. ágúst 1999 Hvaö? Sálin órafmögnuð. Tvö ný lög og tíu gömul. Fyrir: Alla Sálaraðdáendur. Selma -1 am Hvaö? Upphituð Todmobile-lög, lög úr Sporlausu og n ý i r europoppsmellir. Vinsælast hjá: krökkum undir 15 ára og konum yfir fertugt. Skítamórall Hvaö? Önnur stórplata strákanna sem spiluðu „Farin". Helsta vandamál: Ekkert „Farin" á nýju plöt- unni. Stjórnin@2000 Hvaö? Sigga, Grétar og kó enn á ferö. Þarf aö bæta einhverju viö? Nei. RButtercup - Alit á útsölu Hvaö? Fyrsta stórplata þessarar rokkuðu sveitaballa- sveitar. Helsti heiður: Um- slagið kosið Ijótasta umslag ársins. Karlarnir okkar Bjartmar Guölaugsson - Strik Hvaö? Kappinn snýr aftur úr útlegðinni með nýja sólóplötu. Nýjar áherslur í textagerö? Nei. Eitt lagiö heit- ir „Sítt að aftan“. Geirmundur Valtýsson - Dönsum Hvaö? Ljóðrænt hipp- hopp í bland við mínímallsk raftón- verk. Ertu aö meinaöa? Auðvitað ekki. Á plöt- unni er skagfirsk sveifla. KK & Maggi Eiríks - Kóngur einn dag Hvaö? Blúsuðu góðkunningjarnir meö aöra plötu sína saman. Kunna þeir á gítar? Já, svo sannarlegal Labbi - Leikur aö vonum Hvaö? Gömul og ný dægurlög frá Labba „f Mánum". Söluhvetjandi staöreynd: Labbi er fimmtugur en fer samt heljarstökk! Raggi Bjarna - Viö bjóöum góöa nótt Hvaö? Uppáhalds-standardar Ragga I Ijúfum útsetningum. Er Raggl kúl? Ganga grimmir hundar með múl? Rúnar Júlíusson - Dulbúin gæfa í tugatall Hvað? Mesti töffari aldarinnar með öll sín frægustu lög á tveim diskum. Samtals 52 lög. Athygllsverö staö- reynd: Sumir kokk- ar kalla paté dul- búna kæfu. Bubbi Morthens - Sögur 1980-90 Hvaö? Tvöföld safnplata og 5 laga diskur með samstarfi Bubba og Botnleðju og Ensími. Framtíöarplön: Miðað við söluna á þessum pakka verða „Sögur 1990-2000“ væntan- lega á boðstólum um næstu jól. Pálmi Gunnarsson - Séö og heyrt Hvaö? Tvöfaldur pakki með því besta sem Pálmi hefur sungið. Staöreynd sem gleymist oft: Pálmi er ekki síður góður bassaleikari en söngvari. Það er ekkert mál orðið að vera í einu herbergi og stjórna græjunum í öðru, stíma upp á hálendið í stórhríð án þess að týna sjálfum sér eða horfa á bíómyndir heima hjá sér á risastórum skjá með víðóma hljóðkerfi þar sem sándið umlykur mann í stofusófanum. Það er líka hægt að vera hrikalegur tengdur tölvunni með hjálp GSMsans sem í framtíðinni er spáð að muni verða eitt aðalhjálpartæki heimilisins, þar sem með honum er hægt að hríngja í tölvuna sem öllu stjórnar. Hér er því aðeins verið að tala um forsmekkinn að tæknisælunni. Það flottasta í dag gæti verið orðið úrelt strax eftir ára- Barstyringln á Bose lifestyle stjórnar græjunum meö útvarpsbylgjum. PowaiBd hfÆ* CASSÍOPEIA CassiopeiafráCasío getur gert allt þaö sama og heimilistölvan. Munur- inn er sá að hún kemst í vasann og töskuna. Live Stage iJjStartl jMl“l stafeetur þig Þaö er enginn snjósleöagaur á landinu meö réttu ráöi í dag, nema hann eigi Protek GPS staðsetn- ingarúriö frá Casio. Þetta fullkomna hátækni- armbandsúr er með innbyggðu staðsetningar- tæki, sem er stillt inn á gervitunglin á því hnatt- svæði sem eigandinn er staddur á hverju sinni. Þegar búið er að stilla úrið, segjum á íslandi, þarf notandinn ekki aö gera neitt annað en ýta á hnapp og þá segir úrið honum hvar hann er staddur. Úrið ku vera óþarfi ef menn ferðast mikið með strætó á höfuðborgarsvæðinu, en kemur sér vel fyrir þá sem þrá að verða næstum þvl villtir I stórhrið uppi á hálendinu á vélsleðum um áramótin. Þá geta þeir bókstafléga keyrt eftir þessu úri í blind- hríðinni. Protek er ekki mikið stærra en venju- legt armbandsúr og svona álíka stórt - eða lítið - og Nokia 6110 gemsi. Það gefur þvi augaleið aö Casio Protek GPS er mun léttara og þægi- legra I meðförum en ósköp venjulegt staðsetn- ingartæki. - Kannski mætti mæla með því I borginni líka fyrir þá sem eiga erfitt með að rata heim af barnum. - Því miður er ekki hægt að leita að þeim. Ekki ennþá. - Það kostar 34.900 krónur að týna ekki sjálfum sér. Bose lifestyle eru græjur græjaqpa. Þær eru með al- veg svakalega flott hljóökerfi og bassakeilu með inn- byggðum magnara sem rúmast í lófastórum hátölur- um. Með þeim er hægt aö fá ýmist einfaldan eða sexfaldan geislaspilara, allt eftir því hve mikið er hlustað á tónlist. Þessu fylgir móttakari fyrir fjarstýr- ingu sem sendir út útvarpsbylgjur. Þvi má stjórna her- legheitunum I 25 metra radius, milli herbergja og hæða. Toppurinn á öllu saman er endurvarp hljóðsins úr hátölurunum af veggjunum svo það er eins og sándið sé allt um kring. Rottasta, nýjasta og full- komnasta útgáfan af Bose er lifestyle 12 sett með fimm hátölurum sem hægt er tengja bæði sjónvarp- inu og DVD-spilaranum. En ef maður á bara venjulegt videotæki þá eru þeir búnir sérstökum búnaði sem skilar mónó-hljóðinu allt um kring eins og í venjulegu heimabiói. Framtíðlrí er ítöng Fyrst maöur er á annaö borð búinn að fjárfesta í DVD þá er ekki um annað að ræða en skella sér á breiðtjaldssjónvarp. Breiðtjaldssjónvarp er með næstum því marflötum skjá í hlutföllunum 16/9 rétt eins og kvikmyndabreiðtjald og biómyndir á DVD-diskum. íslenskar sjónvarps- stöðvar eru meira aö segja farnar að búa sig undir breytingarnar með tilraunaútsendingum í 16/9 um helgar. Loksins, segja svæsnustu kvik- myndaáhugamenn. Þeir sem ekki þola svörtu rendurnar sem birtast með myndinni á venjulega sjónvarpi ættu að skella sér á breiðtjaldið. IÞeir gætu aö vísu þurft að umbera svartar rendur meö fram fréttunum ef þeir flýta sér ekki læra á stillingarnar sem koma i veg fyrir slíkt stil- brot. Ekki hægt að segja annað en þeir hugsi fyrir öilu hjá Philips, sem býður útlitshannað 32“ hátæknisjónvarp á 332.900 krónur staðgreitt ásamt myndbandstæki og hillu. Það er hægt að velja um þrjá liti en DVD-spilarinn er aukalega. Snemma á næsta ári má búast viö enn einni nýjunginni á þessu sviði til íslands, en það eru svokölluð plasma sjónvörp. Þau eru meö alveg flötum skjá og I rauninni ekkert nema myndramminn. Þaö er hægt að hengja þau upp hvar sem er í stofunni - eins og málverk - þvi móttak- arinn og hátalarnir koma sér. Skjárinn er þá kominn upp í 42“ en verð- ið er óljóst ennþá. Cassio Dfa Flún heitir að visu Cassiopeia þessi lófastóra tölva sem getur allt það sama og heimilistölv- an. Cassio er kraftmikil lófatölva með 32 megabæta CE forriti frá Windows. CE er ekkert annaö en smækkuö útgáfa á algengustu ritvinnslu- og fjármálaforritunum. Hún er líka með MP3 skrá þannig að hægt er að spila tónlist af Netinu ef menn eru með Bosch 909 gems- ann á sér en þaö er líka hægt að nota hana undir póstinn. Cassiopeia er aöeins stærri og þyngri en minnstu tölvurnar, þvi hún er heilir 17 sentímetrar á hæð, 9 á breidd og tveir á þykkt. Minni tölvurnar eru ekki aðeins léttari - þær eru búnar mörgum sinnum minna for- riti og geta ekki neitt nema skipulagt og haldið dagbækur. Það þýðir því ekkert annað en vera meö Cassiopeiu ef maður ætlar að vera alvörutæknivæddur. f Ó k U S 10. desember 1999 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.