Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 24
Það kunna allir að skrifa í dag og allir vírðast skrifa.
Það er ekki þverfótandi fyrir Ijóðabókum, skáldsögum,
kvikmyndahandritum og smásögum. Annar hver maður situr
við skriftir og hinír hafa ekki við að lesa, Ritstörfin þykja
ágætis íhlaupastarf fyrir fólk svo það eígi fyrir jólagjöfunum í
desember og jólabókaflóðið fyllir vitin. Er rithöfundurinn með
stóra R-inu steindauður?
Indverski arkitektinn Arundhati
Roy skrifaði metsölubókina God of
small Things og hlaut Booker-verð-
launin ‘97 fyrir verkið. Þegar hún
var spurð út í frekari skriftir
kvaðst hún vera arkitekt og ekkert
vita um framhaldið. í fyrra var
breski strætóbílstjórinn Magnus
Mills tilnefndur til Booker-verð-
launanna fyrir skáldsöguna The
. Restraint of Beast sem hann skrif-
aði i hjástundum. í kjölfarið þegar
Magnus var spurður út í næstu bók
yppti hann öxlum og sagði skrift-
irnar ágætis áhugamál. Hann
kynni vel við að keyra strætó.
Margir rithöfundar með stóru R-i
horfa á Booker-verðlaunin með
græðgi í augunum. Fólk sem skrif-
ar með viðkvæmniskippum i fing-
urgómunum og innblásið af anda-
gift þrjá tíma á dag. Arkitektinum
og strætóbílstjóranum fannst bara
voða gaman að fá svona verðlaun
en þau héldu sínum starfsheitum.
Ólafur Jóhann Ólafsson skrifar
einnig þegar stund gefst á milli
stríða hjá Time Wamer. Hann er
framkvæmdastjóri þar á bæ um
leið og hann ílaggar útgáfusamn-
ingi hjá stórútgáfunni Faber and
Faber og skreppur heim í nokkra
daga daga til að sinna jólabókaflóð-
inu á Fróni. Fyrir vikið hefur Ólaf-
ur Jóhann óspart verið stimplaður
„Ekki rithöfundur" af samlöndum
sínum sem kjósa „alvöru“ rithöf-
unda. Rithöfunda sem hryllir við
Steinar Bragi heldur að íslenskir rithöfundar séu sprelllifandi fyrir jólin.
Bóhemtýpurnar
eru liðin tíð
Næst svarar syíjað ungskáld í
sím£mn. Það er Steinar Bragi sem
biður um nokkrar minútur. Hann
þurfi að nudda stýrumar úr augun-
um áður en hann verði orðfær.
Blaðamaður leyfir Steinari Braga
að vakna og hringir því næst aftur
til að spyrja skáldið hvort skáld
séu dauð. Skáldið hikar ekki við að
svara og geispar: „Einhver sagði að
rithöfundurinn væri dauður. Ég
var bara að spá hvaða rithöfundur
er þá dauður. Er það Jóhannes úr
Kötlum, höfundur Njálu eða
kannski Sigurður Pálsson? Spum-
ingin er hvort Sigurður falli undir
þessa skilgreiningu. Annars held
ég að íslenskir rithöfundar séu lif-
andi fyrir jólin. Það er ef til vill
ekkert að marka blöðin en rithöf-
undamir eru mjög lifandi í sjón-
varpinu. Ég hef séð þá í svona
líkamlegri vinnu og hvers
kyns veraldarvafstri, skrifa
upp í sveit eða í Suður-Evr-
ópu, taka hörmulegum dóm-
um sem viðurkenningu á písl-
arvottargöngu listamannsins
og eru mátulega sjálfhverfir.
Hins vegar er spuming hvort
rithöfundur með stóru R-i sé
liðin tíð. Raddir heyrast sem
segja að rithöfundurinn sé
hreinlega í andarslitrunum ef
ekki dauður. Kannski eru rit-
störf bara eitthvað sem fólk á
að sinna í hjástundum og
flestir geta ef þeir nenna.
Hringt var í nokkra valin-
kunna einstaklinga og þeir
spurðir um afdrif rithöfund-
arins.
Strætobílstjórinn er
ekki dauður.
Guðmundur Andri Thors-
son höfundur þriggja skáld-
sagna og greinasafns svarar Guðmundur Andri Thorsson spyr hvort
fyrstur. Hann jammar góðlát- Bjarni geimfari sé íslendingur.
lega þegar minnst er á strætó-
bilstjórann Magnus Mills, nefnir
sjálfur arkitektinn Arundhati Roy
og segir hana hafa flaggað því
óspart að vera arkitekt en ekki rit-
höfundur. Samt er skáldsagnahöf-
undurinn ekki á þeim skónum að
kalla sjálfan sig rithöfund. „Ég lít
ekki á mig sem rithöfund. Ekki
nema í þeim skilningi að ég fæst
við ritstörf. Það er kannski í tvo
mánuði fyrir jól sem ég flokka mig
rithöfund. Þegar ég geng til minnar
vinnu er ég ekki rithöfundur.
Sennilega vegna þess að ég hef við-
urværi af öðru sem er náskylt sem
slíkt. Ég er nokkurs konar textavið-
gerðarmaður svona eins og skóvið-
gerðarmaður. Ég lít heldur ekki á
mig sem skáld. Að mínu mati er
skáld sá sem semur ljóð og ég dáist
að fólki sem getur ort. Það er per-
sónulegt hvort fólk horfl á sig sem
rithöfunda eða ekki. En ég held
engan vegin að rithöfundurinn sé
dauður. Ég meina, ekki er strætó-
bílstjórinn dauður. En strætóbíl-
stjórum er í sjálfsvald sett hvort
þeir séu strætóbílstjórar með stóru
S-i í einkennisbúningi eða ekki.
Þótt þeir séu ekki í búningi er eng-
inn sem tekur sig til og hrópar:
„Strætóbílstjórinn er dauður!"
Þetta er bara eins og spurningin
hverjir eru íslendingar og hverjir
ekki. Er Bjami geimfari íslending-
ur? Það fer algjörlega eftir því
hvort hann liti á sig sem Islend-
ing.“ Blaðamaður kveður Guð-
mund Andra kurteislega og veltir
fyrir sér opnugreinninni „Er
strætóbílstjórinn dauður?“.
I upphafi aldarinnar áttu Islendingar aðeins einn atvinnurithöfund, Halldór
Kiljan Laxness.
heimildarþáttum og sumir komast
jafnvel í fréttimar. Það bendir til
að þeir séu lifandi. íslenskir rithöf-
undar minna mig samt á gíraffa.
Þeir eru með langan háls og lítið
höfuð og oftast gengur þeim best
sem hafa hæst. Þeim gengur betur
að selja."
Þorgerður Elín Sigurðardóttir er
bókmenntafræðinemi og selur er-
lendar bækur í Máli og menningu.
Hún er glaðvakandi í miðri af-
greiðslu þegar síminn hringir og
spurt er hvort rithöfundurinn sé
dauður. „Ég held. að rithöfundur-
inn sé ekki dauður," ályktar Eif-
greiðsludaman en tekur einnig
fram að hlutverk höfundarins hafl
breyst. „Konseptið er annað. Starfs-
svið höfundar fyrir utan skriftim-
ar vegur þyngra en skoðanir hans.
Eins og Ólafur Jóhann. Fólk talar
mikið um að Ólafur sé viðskiptajöf-
ur en hingað til hafa mun færri orð
verið höfð um skáldskapinn hans.
Fyrir tveimur árum gaf Sigurjón
Magnússon, tryggingasali og verk-
fræðingur, út skáldsögu hjá Bjarti.
Það þótti merkilegast að trygginga-
sali gæti skrifað. Davíð Oddsson
gaf út smásögur og þjóðin gleypti
þær í sig vegna þess að höfundur-
inn var forsætisráðherra. Rithöf-
undurinn sem slíkur er ekkert
merkilegur lengur. Bóhemtýpurnar
eru liðin tíð og svona þjóðhetjur
eins og Tolstoj em líka liðin tíð.
Fólki þykir ekkert merkilegt hvað
rithöfundinum flnnst um eitt né
neitt. Hann er bara hver annar
Mikael Torfason vill hvorki vera í jafn-
vægi né norskri ullarpeysu.
maður og miklu merkilegra hvað
hann starfar við annað en skriftir
og skoðanapíp."
Rithöfundar
drepast úr elli
Mfkael Torfason er maður sem
æddi fram á ritvöllinn fyrir þrem-
ur árum af þvílíkum fltonsskrafti
að blindir fengu nánast sýn. Það
dofnar nánast yfir Mikael þegar
hann er spurður álits á rithöfund-
inum í dag. Allavega hljómar hann
ekki mjög áhugasamur um rithöf-
unda yfir höfuð. „Fyrir nokkrum
ámm fannst mér rithöfundur eitt-
hvað hræðilega merkilegt. Ég sá
bara sól við starfið en sú sól er
ekki til staðar," segir Mikael og
24
f Ó k U S 10. desember 1999