Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 16
plötudómur
Frogs
- The Invincible Frogs Planet ★ ★
Froskar
rétta úr
kútnum
Gunnar Bjarni Ragnarsson hef-
ur ekki náð sér vel á strik eftir
endalok Jet Black Joe. Fyrst kom
hann með Jetz þar sem besta lagið
var eftir Júníus-bræðurna úr Vinýl,
svo kom Mary Poppins, sem gaf út
slaka plötu en nú réttir Gunnar úr
kútnum með Frogs. Hinn froskur-
inn er söngkonan Karólina Helga
Eggertsdóttir og á disknum eru
níu lög. Gunnar hefur ekki unnið
með söngkonu áður svo ég veit og
fer í tilefni cif því í nokkuð mýkri
poppgalla en Lenny Kravitz-rús-
skinnsjakkann sem tónlist hans hef-
ur hingað til aðallega klæðst. Tón-
listin með Frogs er sixtís-legt popp,
snöggkryddað með sýru, syntum og
nýlegum tölvutaktgjöfum.
Karólína er ágæt söngkona. Til-
þrifalítil kannski en þægilega ein-
föld og silkimjúk. Lögin eru æði
misjöfn. Sum eru varla meira en
uppkast, fríkaðar tilraunir sem
sýna þó fram á spilagleði. Nokkur
er mjög góð, „Reverse" og „Christ
Mess“ sérstaklega; bjartsýnislegt
bláhimnapopp og hið slðamefnda
minnir á The Cure og lagið „Crow-
leymass" sem Hilmar Öm Hilm-
arsson gerði með Current 93 fyrir
Gunnar er einum of upptek-
inn affortíðinni og lætur
Karólínu syngja gamla JBJ-
lagið „Falling". Til hvers veit
ég ekki. Einnig er kjánaleg
útgáfa af Bítlalaginu „She
Said She Said“ afRevolver
sem ég næ ekki heldur alveg
tilganginum með.
tólf árum. Gunnar er einum of upp-
tekinn af fortíðinni og lætur Kar-
ólínu syngja gamla JBJ-lagið „Fall-
ing“. Til hvers veit ég ekki. Einnig
er kjánaleg útgáfa af Bítlalaginu
„She Said She Said“ af Revolver
sem ég næ ekki heldur alveg til-
ganginum með.
Þessi plata Froskanna ber með
sér að vera hálfgert „demó“, ekki
mjög útpæld heild heldur misgott
efni hrúgað saman. Þegar best lætur
er bandið þó i góðum málum og það
er bara vonandi að Gunnar Bjami
fari að sýna meira af því besta sem
hann kann.
Dr. Gunni
plötudómur
Gildrumezz
- Rock’n Roll Creedence Clearwater Revival ★
85 ]MAm hMtámSL
BTiirpi eniao
fenjairokk
Rokksveitin Creedence Cle-
arwater Revival varð vinsæl í blá-
enda 7. áratugarins og stóð út úr
tónlistarlíflnu í Kalifomíu eins og
marinn þumalputti. í miðju sýru-
og hippatímabilinu var CCR að
spila karlmannlegt fenjarokk sem
sótti innblástur í frumrokk og
kántrí, en var þó það einstakt og
frábært að á það gátu flestir hlust-
að. Þvi stóðu allar dyr opnar,
hvert lagið af öðru fóm á toppinn
eða nálægt honum, og bæði harð-
gerðir trukkabílstjórar og froðu-
legir hasshausar fundu sig í rokk-
inu.
Það var einræði í bandinu,
John Fogerty réði öllu. Hann spil-
aði á gítar og söng með amerísk-
um töffarasjarma sem minnti
einna helst á Little Richards.
Bróðir hans Tom hafði ráðið
fyrstu árin þegar bandið kallaði
sig The Golliwogs, en þá gekk
ekki baun. Tom gafst að lokum
upp á einveldi bróður síns og
hætti 1971. Þá fór líka að halla
undan fæti og síðasta CCR-platan
kom út 1972.
John Fogerty er búinn að vera í
tómu rugli síðan, 1 eiturlyfjavit-
leysu og löngum lagaflækjum við
fyrirtækið sem gaf út plötur CCR.
Honum hefur tekist að gera
nokkrar ágætar sólóplötur, en
ekkert jafnast þó við stórsnilldina
sem hann gerði frá 1969 til 1971.
Tom Fogerty lést 1990 svo ekki
kemur CCR saman á ný. Gamli
trommarinn og bassaleikarinn
hafa verið að spila sem CCR síð-
ustu árin til að eiga fyrir skulda-
bréfaafborgunum og eftir að John
náði sér af ruglinu hefur hann
iðulega spilað gömul CCR-lög á
tónleikum. Eflaust eru svo u.þ.b.
tvöhundruðþúsund kóverbönd í
heiminum sem hafa CCR-lög á
efnisskránni og örugglega nokkur
önnur en mosfellska Gildru-
mezzið sem sérhæfa sig í Fogerty.
Það er ekki óvitlaus hugmynd
að stæla CCR á krám því fátt er
eins viðeigandi og að drekka bjór
og svæla nikótín við safarikt
fenjarokkið. Gildrumezz reynir að
herma sem mest sannfærandi eft-
ir snilldinni og þungarokkar lögin
stundum aðeins upp. Þetta tekst
svona la la, og þaðan af verr. Birg-
ir söngvari er vitaskuld enginn
Fogerty og er oft of hvell og
skrækur til að vera eins kúl og
fyrirmyndin. Kannski er það f
lagi að hafa þennan disk til að
selja örvita fyllibyttunum eftir
böll en ég skil ekki alveg tilgang-
inn í að setja þetta í almenna
dreifingu. Þó CCR væri aðallega
smáskífuband, gerði það þrjár
Gildrumezz
Rock'rj Rof)
SfflEEÍMSllElS
Gildrumezz reynir að
herma sem mest sannfær-
andi eftir snilldinni og
þungarokkar lögin stund-
um aðeins upp. Þetta tekst
svona la la, og þaðan
af verr. Birgir söngvari
er vitaskuld enginn Fogerty
og er oft ofhvell og skrækur
til að vera eins kúl og
fyrirmyndin.
stórplötur sem ættu að vera til á
hverju heimili: Willy & The Poor-
boys, Green River og Cosmo’s
Factory. Ef fólk vill frekar er svo
til hellingur af þrýstnum safnplöt-
um með þessu frábæra bandi. Þar
sem allir hafa kost á frummynd-
inni get ég ekki skilið að margir
vilji hengja þá ekkert allt of vel
litgreindu eftirprentun, sem
Gildrumezzið færir hér fram, upp
á vegg hjá sér. Þó má auðvitað
steyta hnefann og kyrja með þeim
á reykmettaðri krá: „Rólin, rólin,
rólin on ðe rifer".
Dr. Gunni
f Ó k U S 10. desember 1999
Kringlunni, S. 553-3344