Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2000
Fréttir
39
DUBLIN
AISLANDI
Hásetarnir Aöalsteinn Jónsson og Aöalbjörn Pormóösson ásamt Vigni
Traustasyni stýrimanni kampakátir viö síldarlöndun úr Oddeyrinni í Grinda-
vík í fyrrakvöld. DV-mynd Arnheiöur
Oddeyrin landaöi fullfermi af síld:
Minnstir en
öflugastir
Útsala aldarinnar
Verslunin hættir
Dublin á ísiandi,
Fosshálsi 1 (Hreystihúsinu)
Opíð virka daga 12-19.
Laugardaga 11-18 og sunnud. 13-18.
DV, Suðurnesjum:
„Það er létt yfir mannskapnum
og góð tilfinning að byrja árið
svona vel,“ sagði Vignir Trausta-
son, 2. stýrimaður á nótaskipinu
Oddeyrinni EA 210, sem kom með
fullfermi, 740 tonn af síld, tO hafn-
ar í Grindavík í liðinni viku.
„Þetta hafðist í fjórum köstum um
það bil 45 mílur vestur af Bjarg-
töngum. Haustið hefur verið frekar
rólegt hjá nótabátum en útlitið er
gott og við forum út aftur strax eft-
ir löndun."
Það er Samherji sem gerir út
skipið en hann á meðal annars
Fiskimjöl og lýsi í Grindavík og
leggur þar upp. Þrátt fyrir að vera
með minnstu nótaskipum landsins
hefur Oddeyrin alltaf verið með
aflahæstu skipunum og um borð
eru miklir harðjaxlar sem margir
Fólksflótti:
hafa stundað sjóinn í áraraðir en
meðalaldur er 40 ár. Skipstjóri á
Oddeyrinni er Eggert Þorfinnsson,
einn af reyndari skipstjórum
landsins.
Skipverjar á Oddeyrinni urðu
varir við óboðinn gest þegar þeir
komu um borð eftir jólaleyfið. „Við
vorum að kasta nótinni og þegar
hún var farin út kom í ljós að það
var minkur í nótakassanum. Það
upphófst mikill eltingarleikur sem
endaði með því að við höfðum bet-
ur en við urðum að aflífa hann,
greyið. Hann hafði lifað góðu lífi
um jólin því það var mikið ætilegt
um borð,“ sagði Vignir.
-A.G.
'ú kemst I Hott Form hjá okkur
Verðhrun á fatnaði:
Rúmföt, 70% afsláttur.
Handklæði með 50% alslætti.
Allur fatnaður með allt að 70% afslætti.
Rúmteppi, áður 3000, nú 1500.
Öll leikföng með 50% afslætti.
Sokkar, herra og dömu, frá 100 kr.
Glös frá 39 kr.
Allar jólavörur með 70% afslætti.
Gallabuxur, Diesel, áður 2999, nú 1500.
Mottur, áður 2500, nú 1000 kr.
Myndarammar, 50% afsláttur
Engar skýringar
- segir bæjarstjóri
„Ef ég hefði skýringar á þessu
væri ég löngu búinn að stöðva
þennan flótta," segir Guðmundur
Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarða-
byggð. Alls fluttu 102 einstakling-
ar frá Fjarðabyggð á undanfornu
ári en í byggðinni eru Neskaup-
staður, Eskifjörður og Reyðar-
fjörður.
Mestur fólksflutningur hefur
verið frá Neskaupstað en 70
manns hafa flutt þaðan á einu ári
eða 4,6%. En hverju sætir þessi
fólksflótti? „Þetta eru auðvitað
háar tölur og í prósentum eru
þetta 3,1% frá aflri byggðinni. Þó
er nóg að gera hérna, atvinnulífið
er fjölbreytt og góðir skólar,“ seg-
ir Guðmundur.
Mestur frá Vestfjöröum
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofu íslands frá 1. desember
hefur fólksflutningur á imdan-
fomu ári verið mestur frá Vest-
fjörðum, eða 3,4%, en 15,6% á síð-
astliðnum áratug. Fólki hefur
einnig fækkað á Vesturlandi,
Norðurlandi vestra og Austur-
landi. Fólkið virðist flykkjast á
höfuðborgarsvæðið. Ibúum þar
hefur fjölgað á síðasta ári um
2,1% en fjölgunin er alls 19,2% á
síðustu tíu árum.
Fyrir EFtir
Frír pruFutími
Fyrir EFtir
Frír pruFutími
Opið:
virka daga kl. 8-22
laugardaga kl. 9-14
553-3818
J * joio trim/vform
Oskum ......
landsmönnum Grensásvegi 50,
Gleðilegs árs simi 553-3818
-hól