Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2000
45
Jónas Bragi sýnir skúlptúra í Hári
& List.
Bárur
Síðastliðna helgi opnaði mynd-
listarmaðurinn Jónas Bragi sína
fimmtu einkasýningu, Bárur, í
sýningarsal Hárs og Listar,
Strandgötu 39, Hafnarfirði. Á sýn-
ingunni sýnir Jónas Bragi skúlpt-
úra og myndverk sem hann hefur
unnið úr kristalgleri og öðrum
glerefnum sem eru meðhöndluð á
sérstakan og athyglisverðan hátt.
Verkin eru flest geometrísk form
sem skírskota til náttúrunnar.
Sýningar
Jónas Bragi er fæddur i Hafnar-
firði 1964 og hóf ungur að fást við
gler. Hann lauk námi í skúlpt-
úradeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1989 og stundaði
glerlistarnám í West Surrey Col-
lege of Art & Design og Edinburgh
College of Art, þaðan sem hann
lauk meistaranámi í glerlist meö
sóma, og var verk hans, Öldur,
valið besta útskriftarlistaverk úr
gleri á Bretlandseyjum á sýning-
unni Crystal ‘92.
Jónas Bragi hefur haldið fjórar
einkasýningar og tekið þátt í
fiölda samsýninga viðs vegar um
heim, t.d. í Japan, Hollandi,
Englandi og á Norðurlöndunum.
Sýningin er opin á almennum af-
greiðslutíma verslana virka daga
og 14 til 18 á sunnudögum.
Listaklúbbur Leikhúskjallarans:
Krítarhringur-
inn og Brecht
í kvöld verður dagskrá í Lista-
klúbbi Leikhúskjallarans í tengsl-
um við sýningu Þjóðleikhússins á
Krítarhringnum í Kákasus eftir
Bertolt Brecht. Krítarhringurinn í
Kákasus er eitt af vinsælustu verk-
um Brechts en leikritið er nú sýnt í
fyrsta skipti á íslensku leiksviði.
Brecht skrifaði verkið í Bandaríkj-
unum árið 1944, i útlegð frá Þýska-
landi nasismans. í því er tekið til
meðferðar efni sem frægt hefur orð-
ið í bókmenntum en það er deila
tveggja kvenna um barn, deila sem
dómari leiðir til lykta með óvenju-
legum hætti.
Skemmtanir
Leikstjóri sýningarinnar er Stef-
an Metz sem kemur frá leikhúsinu
Theatre de Complicite í London sem
hefur á síðustu árum hlotið heims-
frægð fyrir óvenjulegar og magnað-
ar leiksýningar. Umsjón með dag-
skránni hefur Melkorka Tekla
Ólafsdóttir sem flytur inngang um
verkið og höfundinn. Leikarar í
sýningunni lýsa aðferðunum sem
beitt var viö uppsetninguna og leika
atriði úr verkinu. Dagskránni lýkur
með umræðum gesta og nokkurra af
aðstandendum sýningarinnar.
Húsið verður opnað kl. 19.30 og
dagskráin hefst 20.30.
Ein eftirminnilegasta persóna
sýningarinnar á Krítarhringnum í
Þjóðleikhúsinu er litli drengurinn
sem deilt er um. Hann er listilega
leikinn af brúöu sem Suzann
Wáchter bjó tii og Brynhildur
Guðjónsdóttir stýrir.
Hætturnar eru margar sem James j
Bond lendir í.
James Bond
Nítjánda James Bond kvik-
myndin, The World Is not
Enough, er sýnd í Bíóborginni.
Sem fyrr er Bond að bjarga heim-
inum og tU að svo geti orðið þarf
hann að ganga í gegnum miklar
eldraunir. Það er ekkert nýtt fyrir
Bond eða 007, sem eru hans ein-
kennisstafir, að eiga við hryðju-
verkamenn og nú er það hópur
slíkra manna sem ætlar sér að ná
yfirráðum yfir olíulindum heims-
ins. TU að koma í veg fyrir að svo
verði þarf Bond að glíma við
hryðjuverkaforingjann
Renard, auk þess /////////
sem fallegar stelpur
verða á vegi hans sem
hann að sjálfsögðu stenst ekki,
þótt ekki séu þær aUar þar sem
þær eru séðar.
Það er Pierce Brosnan sem leik-
ur Bond í þriðja sinn og hefur
hann fest sig í hlutverkinu á sama
hátt og Sean Connery og Roger
Moore gerðu á sínum tíma.
Nýjar myndir í kvikmyndahúsum:
Bíóhöllin: End of Days
Saga-bió: Járnrisinn
Bíóborgin:The World Is not Enough
Háskólabió: Englar alheimsins
Háskólabíó: Mickey Blue Eyes
Kringlubíó: The 13th Warrior
Laugarásbíó: Deep Blue Sea
Regnboginn: Drive Me Crazy
Stjörnubíó: Jóhanna af Örk
Krossgátan
Veðrið kl. 12 á hádegi í gær:
Eljagangur fyrir norðan
1 dag verður nokkuð hvöss norðan-
átt, 10-15 metrar á sekúndu og snjó-
koma eða éljagangur um norðanvert
landið en hægari norðanátt og víðast
léttskýjað um landið sunnanvert í
Veðrið í dag
nótt. I dag verður norðvesUæg átt,
8-13 metrar á sekúndu með éljum
norðaustan til fram eftir degi en ann-
ars hægari og léttskýjað. Undir kvöld
þykknar upp allra vestast á landinu.
Frost verður á bilinu 0 til 7 stig í dag,
kaldast í innsveitum norðan til á
landinu.
Sólarlag í Reykjavík: 15.41
Sólarupprás á morgun: 11.20
Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.50
Árdegisflóð á morgun: 1.28
Akureyri skýjað -1
Bergstaðir skýjað -4
Bolungarvík alskýjað -4
Egilsstaðir -6
Kirkjubæjarkl. alskýjað -4
Keflavikurflv. úrkoma í grennd 2
Raufarhöfn skýjað -7
Reykjavík komsnjór 1
Stórhöfði úrkoma í grennd 3
Bergen hálfskýjaö 5
Helsinki skýjað 4
Kaupmhöfn skýjað 4
Ósló léttskýjað 3
Stokkhólmur 5
Þórshöfn snjóél á síð. kls. 3
Þrándheimur slydda á síð. kls. 4
Algarve hálfskýjað 16
Amsterdam léttskýjað 7
Barcelona alskýjað 11
Berlín skýjað 6
Chicago rigning 3
Dublin léttskýjað 4
Halifax alskýjað 1
Frankfurt rigning 6
Hamborg þokumóða 4
Jan Mayen skýjað -2
London léttskýjað 5
Lúxemborg skýjað 4
Mallorca skýjað 15
Montreal þoka 3
Narssarssuaq alskýjað -15
New York skýjað 5
París 7
Róm þokumóöa 11
Vin þokumóða -2
Washington skýjað 4
Winnipeg heiðkskírt -7
Birta María
fædd
Birta María er vikugömul á þessari mynd.
Þessi fallega, litla
stúlka heitir Birta María
Pétursdóttir. Hún fæddist
19. október siðastliðinn á
Barn dagsins
Landspítalanum, kl. 16.55.
Við fæðingu var hún 52
sentímetrar á lengd og
3330 grömm aö þyngd.
Foreldrar hennar heita
Regína Laufdal og Pétur
J. Pétursson.
1 2 3 4 5 6 7
B 9
10 11 12
13 14
Ú
17 18 19 20
21
Gengið
Almennt gengi Lf 07. 01. 2000 kl. 9.15
Eininn Kaup Sala Tollqenqi
Dollar 71,850 72,210 72,800
Pund 118,240 118,850 116,730
Kan. dollar 49,190 49,500 49,500
DBnsk kr. 9,9570 10,0120 9,9040
Norsk kr 9,0470 9,0970 9,0830
Sænsk kr. 8,5780 8,6250 8,5870
R. mark 12,4570 12,5319 12,3935
Fra. franki 11,2913 11,3591 11,2337
Belg. franki 1,8360 1,8471 1,8267
Sviss. franki 46,1100 46,3700 45,9700
Holl. gyllini 33,6097 33,8116 33,4382
Þýskt mark 37,8693 38,0969 37,6761
It. líra 0,038250 0,03848 0,038060
Aust sch. 5,3826 5,4149 5,3551
Port. escudo 0,3694 0,3717 0,3675
Spá. peseti 0,4451 0,4478 0,4429
Jap. yen 0,681400 0,68550 0,714000
írskt pund 94,044 94,609 93,564
SDR 98,810000 99,41000 99,990000
ECU 74,0700 74,5100 73,6900
í'
Lárétt: 1 glappaskot, 8 hljóða, 9
knæpa, 10 þrengsli, 11 lokað, 13
reiðufé, 15 geð, 16 ólmi, 17 skraflr,
19 flas, 21 kjarkaður.
Lóðrétt: 1 köld, 2 slóttugheit, 3
ókyrrð, 4 stofu, 5 hættuleg, 6 ryk-
kom, 7 fjörugri, 12 niðurinn, 14
veinið, 15 lítil, 16 gruni, 18 haf, 20
ónefndur.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 skvap, 6 ös, 8 leiöur, 9 örk,
10 eðla, 11 kæni, 13 káf, 14 stinn, 15
tá, 17 kul, 19 sáir, 20 ýr, 21 æpir.
Lóðrétt: 1 slök, 2 ker, 3 vikni, 4 aö-
eins, 5 puð, 6 örlátir, 7 staf, 12 ætur,
13 knái, 14 ský, 16 ára, 18 læ.
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270
.