Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2000 Fréttir sandkorn Sorg 12 ára stúlku í Hafnarfiröi: Dillibossar Minkur i kamnuhusi „Dóttir mín er sorgbitin. Kanín- urnar áttu að færa henni gleði,“ sagði Grétar Guðmundsson sem býr í kúluhúsi við Lyngberg i Hafnarfirði og hefur þurft að kljást við óboðinn gest í upphituðu kan- ínuhúsi Lísu dóttur sinnar um margra mánaða skeið. „Dóttir mín fékk kanínu síðast- liðið sumar og var henni komið fyrir í litlu kanínuhúsi hér úti í garði. í september gerðist það svo að kanínan hvarf sporlaust og einu ummerkin voru smárifa á múmeti sem umlukti svæði þar sem kanín- an hafði viðrað sig,“ sagði Grétar, faðir Lísu, og sameiginlegt mat þeirra var að einhverjir óprúttnir krakkar í nágrenninu hefðu stolið kanínunni. Þá fékk Lísa nýja kan- ínu. „Sú fékk ekki að vera lengi í húsi sínu því sagan endurtók sig tveimur dögum síðar. Kanínan hvarf og enn var komin rifa á múr- netið,“ sagði Grétar sem brá skjótt - drap þrjár kanínur áöur en hann féll Lísa Grétarsdóttir við kanínuhúsið sitt í Hafnarfirði. við og keypti þriðju kanínuna að vera í friði þar tO aðfaranótt ný- handa Lísu dóttur sinni. Sú fékk ársdags er hún fannst dauð í kan- ínuhúsinu, hart leikin og illa bitin. „Ég sá strax að þama var dýrbít- ur á ferð og ekki fór á milli mála að minkaspor voru í kanínuhús- inu,“ sagði Grétar sem setti upp gildru í húsinu, sannfærður um að minkurinn myndi snúa aftur á vettvang ódæðisins til að ná í bráð sína. Og viti menn; á öðmm degi nýs árs læddist minkurinn inn í kanínuhúsið við Lyngbergið og féll í gildruna. „Ég aflífaði skepnuna enda átti hún ekki annað skilið eftir þá sorg sem hún hafði valdið dóttur minni. Hræið afhenti ég starfsmönnum Áhaldahússins hér í Hafnarfirði og mér er sagt að ég fái 1300 krónur fyrir skottið," sagði Grétar Guð- mundsson sem ætlar nú að freista þess að kaupa fjórðu kanínuna fyr- ir Lísu sem er óðum að taka gleði sína eftir að hið sanna kom í ljós varðandi dularfulla kanínuhvarfið í Hafnarfírði. -EIR Sex víkingasveitarmenn voru í liöi lögreglumanna sem fór að húsi á Framnesvegi á föstudagkvöld vegna gruns um vopnaöan mann þar innan dyra. Myndin sýnir einn víkingasveitarmanninn á vettvangi. Grunur um vopnaðan mann í húsi við Framnesveg: Á annan tug lögreglumanna - lögreglan leggur mat á umfang viðbúnaöar Á annan tug lögreglumanna var kallaður út til húss á Framnesvegi um níuleytið á fóstudagskvöldið þegar grunur lék á að þar væri vopnaður maður með hótanir. Sex víkingasveitarmenn voru í liði lög- reglumanna og var viðbúnaður mik- ill. Götunni var m.a. lokað um hríð. Sjúkrabílar voru í viðbragðsstöðu. Maðurinn reyndist óvopnaður en „ofurölvi og ruglaður." Að sögn Jónasar Hallssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns býr dóttir mannsins í húsinu. Hjá henni voru staddar tvær stúlkur. Maðurinn kvaðst vera vopnaður og sagðist myndu skaða sjálfan sig. Jónas kvaðst gera ráð fyrir því að tekið yrði til skoðunar hjá lögregl- unni hvers vegna víkingasveitin hefði verið kvödd út. Spurningin væri hvar mörkin ættu að vera með slíkan viðbúnað og viðhafður var á Framnesveginum. Aldrei hefði ver- ið staðfest að maðurinn væri vopn- aður. -JSS Maöurinn lét ófriölega þegar vopnaöir lögreglumenn leiddu hann burt. DV-myndir HH Stjórnarskrá og landauðn Davíð Oddsson forsætisráðherra er ekki með hýrri há þessa dagana. Það stefnir nefnilega í landauðn og auðvit- að er það martröð hvers forsætisráð- herra. Davíð mætti í Sjónvarpið til að svara einum helsta stuðningsmanni sínum meðal fréttamanna til um al- vöru málsins. Fyrir mistök voru spyrlarnir tveir og annar virtist ekki gera sér grein fyrir að það er dóna- skapur að spyrja forsætisráðherra, sem er að verja búsetu í riki sínu, rangra spuminga. Davíð benti spyrl- unum seinheppnu á að stjómarskrá lýðveldisins væri í tómu rugli og hægt væri að dæma hvemig sem er á granni hennar. Þegar sakleysinginn sem ekki veit hvemig á að spyrja spurði hvort ekki ætti að breyta stjórnarskránni brást forsætisráð- herrann illa við. Það var sko fráleitt að breyta stjórnarskrá sem stuðlaði að landauðn. Sjónvarpið verður að velja spyrla sína og fréttamenn betur. Svona spyrja menn ekki. Það er að gefnu tilefni að Davíð er brugðið. Héraðsdómur Vestfjarða hefur nú lagst á sveif með Hæstarétti Islands í að gera Davíð og Kristjáni Ragnarssyni, formanni LÍÚ, líflö leitt með þvi að dæma í þá veru að fiskistofnar á íslandsmiðum séu sameign allrar þjóðarinnar. Allir vita jú að það eru skjól- stæðingar Kristjáns sem eiga flskinn í sjónum enda þeim betur treystandi fyrir þorski, ufsa og grásleppu en einhverjum sem ekki höfðu vit á þvi á síðustu öld að fæðast inri i réttar fjölskyldur. í kvótalögunum stendur að visu að flskistofn- ar á íslandsmiðum séu sameign islensku þjóðar- innar en það ákvæði er bara inni til að tryggja vinnufrið á Alþingi þar sem alls kyns rugludall- ar vaða í villu og svima um að Kristján og hans fiskiklúbbur eigi ekki að fá að veiða í friði. Annar eins skuggi hefur ekki hvílt yfir íslenskri þjóð síðan svarti dauði herjaði á landsmenn. Yfirvofandi ástand er hjóm eitt miðað við rök andstæðinga kvótans sem hafa klifað á því að landsbyggðin legðist af ef kvóta- kerfl yrði fest í sessi. Nú er að vísu staðreynd að landsbyggðarlýðurinn er á hraðri leið suö- ur tfl Daviðs en það er ekki kvótakerfinu að kenna og því að fiskistofnamir er loksins komnir í réttar hendur. Landsbyggðarfólkið vill einfaldlega tilbreytingu og því flytur það. Staðan er þannig I einföldu máli að verði kvótakerfið lagt af kostar það endalok íslands- byggðar. Með því að viðhalda kerflnu tekst að lágmarka skaðann og aðeins landsbyggðin fer í eyði. Reykjavíkursvæðið mun áfram verða við lýði og mannlíf dafna í varmanum frá hita- veitutönkunum á Öskjuhlíð. Rakarar, vertar og aflóga sjómenn verða að sætta sig við að öðrum er betur treystandi fyrir auðlindinni. Hið eina rétta í stöðunni væri að fá Kára Stefánsson tfl að flnna út hverjir vora mestu fiskimennimir fyrr á öldum. Síðan mætti rekja sig eftir genunum tO afkomenda þeirra og úthluta þeim kvótanum. Fyrsta grein kvótalag- anna yrði þá þannig: „Fiskistofnar á íslands- miðum eru séreign þeirra sem best þekkja tO veiðanna.“ Þar með yrði byggt á reynslu kyn- slóðanna. Dagfari Fyrir margt löngu fékk ungur læknanemi í Reykjavík sumarstarf hjá lögreglunni sem fólst aðallega í því að ganga upp og niður Laugaveg og vera virðulegur. Skömmu síðar fékk hann svo félaga, annan há- skólanema. Lækna- nemanum, sem eitt- hvað hafði fengist við fyrirsætu- og tískusýningarstörf, fannst OjóOega sem nýi maðurinn væri auðtrúa og hægt væri að flflast dálítið með hann. Kenndi hann honum því að ganga eins og fyrirsætur gera og sagði að svona ættu þeir að ganga upp og niður Laugaveginn. Háskólanemarnir i lög- reglubúningunum gerðu mikla lukku með þessu nýja göngulagi sínu og var sérstaklega tekið tO þess að búðakon- ur við Laugaveg fylgdust vel með ferð- um diOibossanna. En læknaneminn þáverandi, sem er starfandi læknir í dag, segir: „Svona dOluðum við Finn- ur Ingólfsson okkur upp og niður Laugaveginn heOt sumar og gerðum mikla lukku.“ Allir sammála Bæjarstjórnarminnihlutinn á Húsa- vík er ekki ánægður með það vinnu- lag meirihlutans að ef einhver bæjarfulltrúa Húsavikurlistans er ekki sammála hinum fuOtrúum listans í einhverju máli þá mæti hann hrein- lega ekki á bæjar- stjórnarfund þegar það mál er tekið fyrir og varamað- ur sé kaOaður tO. Þetta gerðist á dög- unum þegar ehin fuOtrúi meirihlutans var ósammála hinum varðandi mál- efrii Fiskiðjusamlagsins. Kristján Ás- geirsson, oddviti meh-ihlutans, er sagður stjóma þessum málum með harðri hendi, hann viO samstöðu en ekkert múður. Minnihlutmn, með tannlæknOm Sigurjón Benedikts- son í fararbroddi, er óhress og hefur kært tO félagsmálaráðuneytisins að bæjarfuOtrúum meirihlutans sé skipt út frá bæjarstjórnarfundum ef sann- færmg þeirra feOur ekki að skoðunum Kristjáns og félaga. Enn í hár saman Enn einu sinni eru þeO- komnir í hár saman, Konráð Alfreðsson, for- maður Sjómannafé- lags Eyjaflarðar, og talsmenn stóru út- gerðarfélaganna á Akureyri, en það gerist jaftian þegar samnnigar eru fram undan og reyndar stundum oftar. Konráð hefur marga hOduia háð við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samheija, en nú hefur hann benit skeytum sínum að Útgerðarfélagi Ak- ureyringa og segO- ÚA þvinga sjómenn sOia með hótunum tO að skrOa undir ýmis kjaraatriði. Guðbrandur Sig- urðsson, forstjóri ÚA, hefur risið upp og mótmælt hástöfum og það er örugg- lega von á fleiri skeytasendOigum þeg- ar frekara fjör fer að færast í kjara- samningamál sjómanna á næstu vik- um og mánuðum. Ljóskan Ljóskubrandarar svokaOaðir hafa af og tO verið birtir hér í þessum dálki enda vOisælir meðal margra. Þeir eru auð- vitað misskemmtOeg- 0: og mislangir eins og gengur og gerist og menn eiga mis- auðvelt með að skilja þá. Einn nýjasti ljósku- brandarinn, sem nú heyrist, er stuttur, skemmtOeg- ur og auðskOinn en hann er svona: „Finnur Ingólfsson". Umsjón Gylfi Kristjánsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.