Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2000 11 Préttir Hjartavemd: Dagleg hreyfing er veruleg forvörn „Flestir fara með bílinn sinn reglu- lega í skoðun en það má ekki gleyma að fara og láta skoða líkama sinn því hann er sá eini sem maður á en bílana má endurnýja," segir Ástrós Sverris- dóttir hjúkrunarfræðingur, en hún starfar sem fræðslufulltrúi hjá Hjarta- vernd. Rannsóknarstöð Hjartavemdar hef- ur verið starfrækt frá árinu 1967., Þangað leitar fjöldi manns á ári hverju til að láta athuga þá áhættu- þætti sem tengjast hjarta- og æðasjúk- dómum. Sá hópur sem lætur meta áhættuþætti sína mætti vel vera stærri en ákveðinn hópur fólks fer í reglulegar mælingar. Þeir sem komnir em yflr fertugt er eindregið hvattir til að huga að sjálf- um sér og fylgjast með helstu áhættu- þáttum sem herja á mannfólkið. Það er ekki að ósekju að nauðsyn ber að fylgjast með en hver og einn getur haft verulegt áhrif á þá þætti sem lúta að hjarta- og æðasjúkdómum. Hvert er blóðfitumagnið? Rannsóknir hafa leitt í ljós að blóö- fitutruflanir (kólesteról), hækkun blóðþrýstings, kyrrseta og síðast en ekki síst, reykingar, eru helstu áhættuþættirnir. Aðspurð sagði Ástrós að mjög einfalt væri að fá úr því skorið hvernig líkamlegt ásig- komulag væri hjá hverjum og einum. Auk þess getur fólkið leitað til heimil- islæknis síns til að fá úr því skorið hvernig ásigkomúlagið væri en þessar rannsóknir samanstanda af athugun á blóðfitu, blóðþrýstingi, blóðsykri og auk þess er hægt að fara í öndunar- próf, áreynslupróf og hjartalínurit. „Almennt þekkir fólk ekki sitt blóð- fitumagn en það er nauðsynlegt að vera meðvitaður um það og auðvelt er að láta mæla það. Meðan blóðfitan hækkar vægt er hægt að gripa inn í með réttu matarræði áður en til lyfja- meðferðar kemur. Þess má geta að áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma magna hver annan upp en með því að vinna á einum þeirra, t.d. með hreyf- ingu, er verið að vinna gegn fleiri en einum þætti,“ segir Ástrós. Rannsóknir Hjartaverndar hafa leitt það í ljós að 30 mínútur í hreyf- ingu á dag er veruleg forvörn fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. „Það er ekki nægilegt að hreyfa sig eingöngu í jan- úar. Regluleg hreyfing ætti að vera hluti af athöfn daglegs lífs,“ segir Ástrós. Þrátt fyrir að fólk sé sér betur meðvitandi um líkamlega vellíðan i dag en fyrir 30 árum hefur Ástrós áhyggjur af unga fólkinu sem hreyfir sig alls ekki nægilega mikið. „Það er nægilegt að ganga t.d. í matvöruverslunina í stað þess að setj- ast inn í bíl. Þannig er komin ágætis- hreyfing fyrir daginn. Þá eru það reykingarnar en alltof stór hópur fólks reykir þrátt fyrir að þær hafi verið á undanhaldi en talið er að einn íslendingur deyi af völdum reykinga á dag,“ segir Ástrós. Því er ekki seinna vænna að huga að sjálfri líkamsvélinni sinni en eins og aðrar vélar er nauðsynlegt að kom- ið sé fram við hana af alúð og að hún sé undir eftirliti. Því betra er að fyrir- byggja líkamlegar veilur en að lækna þær þegar þær hafa orðið. -hól Ástrós Sverrisdóttir hjúkrunarfræöingur hvetur þá sem komnir eru yfir fer- tugt aö fara í regluiegar mælingar til aö fyrirbyggja hjarta- og æöasjúkdóma. - staðalbúnaður í nýjum Scénic. Nýr Renault Scénic kosfar frá 1.718.000 kr. Gijótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Aksturstölvan í nýjum Scénic gefur góða yfirsýn yfir lykiltölur í akstrinum; t.d. fjölda lítra á bcnsíntanki, meðalbensíneyðslu m.v. aksturslag, meðaleyðslu frá síðustu áfyllingu, meðalhraða, hversu langt má aka m.v. bensín á tanki og margt fleira. Aksturstölvan er ómetanleg hjálp sem sparar bensín og auðveldar þér aksturinn. Komdu og skoðaðu nýjan Scénic. RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.